Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 12
iprpttir Þriðjudagur 25. jiili 1978 VÍSIg Umsjóri: Gylfi Kristjánsson Nú sneru Víkingarnir dœminu sér í haginn! Arnór Guðjohnsen „hleypir af”. Þarna átti hann þrumuskotlengst utan af kanti sem markvörður Þróttar varði naumlega en hélt ekki, svo fast var skotið. En varnarmenn voru til staðar og hreinsuðu frá. Vfsismynd Einar. Guðmundur Þ. Harðarson sundþjáif; honum var tekin i Laugardalslaugin Einar. um Það kom fram eftir átta landa keppnina í sundi á dögunum, sem háð var i ísrael, og þar sem is- lenska sundsveitin hafn- aði i neðsta sæti þrátt fyr- ir góðan árangur ein- stakra keppenda, að eitt- hvað þyrfti að gera, ef is- land ætti að vera boðlegt i þetta mót, svo og önnur sundmót eða landskeppn- ir i sundi i framtiðinni. Guðmundur Þ. Harðarson þjálf- ari liðsins, og einn menntaðasti þjálfari í sundi sem við höfum átt, lét þessi orð falla, og þvi snérum við okkur til hans og spurðum við hvað hann ætti og hvað hann teldi til úrbóta. „Málið er einfaldlega það, að þrátt fyrir framfarir, drögumst við aftur úr I keppni við aðrar þjóðir”, sagði hann. „Þar er ekki um að kenna slæmri aðstöðu — i það minnsta ekki hér á Stór-Reykjavik- ursvæðinu — og þvi siður þjálfun, þvi okkar besta sundfólk æfir mjög velog fereftir öllu þvinýjasta sem fram kemur I heiminum hverju sinni. Það er áreiðanlega ekkert iþróttafólk á isia'ndi sem leggur annað eins á sig við æfingar og það. Það brosti þegar það sá og las um æfingar karlalandsliðs okkar i handknattleik i vetur. Þær þóttu næstum ómannúðlegar en sund- fólkið okkar þarf að fara I gegnum enn erfiðariæfingaprógröm, ef það Víkingar sneru dæminu við frá þvi i fyrri leik sinum við Þrótt i 1. deild islandsmótsins i knatt- spyrnu er liðin mættust I Laugar- dalnum i gærkvöldi. i fyrri leikn- um vann Þróttur 2:0 sigur eftir að hafa skorað bæði mörkin á þrem- ur síðustu minútum leiksins, en i gær voru það Vikingar sem tryggðu sér sigurinn er rúm min- úta var til leiksloka, skoruðu þá eina mark leiksins. En jafntefli hefði verið sann- gjörnustu úrslitin i tilþrifalitlum leik liðanna i gær. Allar aðstæður voru þó hinar bestu, sól og logn, sem sagt knattspyrnuveöur eins og það gerist best. En knattspyrnan var ekki i samræmi við það, boltinn gekk lengst af mótherja á milli út við miðlinuna, og litið gekk að byggja upp eitthvað af viti. Og þannig leið allur fyrri hálfleikurinn, ekk- ert markvert geröist. Þó átti Arnór Guðjohnsen þrumuskot lengst utan af kanti sem mark- vörður Þróttar varði en hélt ekki, Staðan i 1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu er nú þessi: Vlkingur-Þróttur 1:0 Valur Akranes Fram tBV Vikingur Þróttur FH KA IBK UBK Markhæstu leikmenn: Pétur Pétursson Akranesi 12 Ingi Björn Alberts. Val 11 Matthias Hallgrims. Akranes 11 Næstu leikir eru i kvöld kl. 20. Þá leika Fram/ UBK og IBK/ Valur. 11 11 0 0 32 :5 22 12 10 1 1 36 : 10 21 11 6 1 4 14 : 13 13 11 5 2 4 16: : 15 12 12 5 1 6 19: N CM 11 12 2 5 5 15: : 18 9 12 2 4 6 17: 25 8 12 2 4 6 9: :25 8 10 2 3 5 11: 16 7 11 1 1 9 9: 29 3 og varnarmenn hreinsuðu frá. Þróttarar voru hinsvegar óheppnir að skora ekki fljótlega i siðari hálfleiknum. Þá voru þeir i mikilli sókn sem lauk með þvi að boltinn þvældist manna á milli inn i' markteig Vikings. Af Þrótt- ara i varnarmann Vikings á marklinu, aftur út til Þróttara sem skaut og Diðrik varði, aftur var skótið en enn var bjargað á linu og þessum ósköpum lauk með þvi að boltinn fór I stöngina og var siðan sparkað lengst út á völlinn! Og það var greinilegt að boltinn vildi ekki i mark Vikinga, þvi að á nær sömu minútu skallaði einn varnarmanna Vikings — að- þrengdur — aftur fyrir sig og boltinn fór i þverslána og aftur- fyrir. Um miðjan hálfleikinn átti Gunnar örn skot rétt framhjá marki úr mjög góðu færi, og siðan var stanslaust hnoð um allan völl þar til rúmri minútu fyrir leikslok að aukaspyrna var dæmd á Þrótt úti á vinstri kanti. Boltinn var gefinn fyrir markið, og Heimir Karlsson var þar fyrir og skoraði sigurmark leiksins. gk-. „Honn segir lítið nema sorry, sorry' ,Það hefur ósköp litið komið út úr viðræðum okkar við þennan mann, hann segir lftið nema sorry, sorry,” sagði Pétur Svein- bjarnarson formaður Knatt- spyrnudeildar Vals er við spjöll- uðum við hann I gærkvöldi vegna þess að fulltrúi belgiska liðsins Lokeren er nú staddur hér á landi. Sem kunnugt er hefúr þetta belgiska lið sýnt mikinn áhuga á að fá Valsmanninn James Bett I sinar raðir, og hefur boðið honum samning sem Bett vill ganga að. Valsmenn hafa hinsvegar lýst yfir reiði sinni vegna þessarar á- sælni belgiska liðsins á meðan keppnistimabil knattspyrnu- manna stendur yfir hér, enda eiga leikmenn þá að fá að vera i friði fyrir öðrum liðum. Valsmenn mótmæltu þviákaft þessum tílraunum Lokeren, og úr varö að íélagið sendi fúlltrúa sinn hingað um helgina til viðræðna. „Það má segja að málið sé i biðstöðu, og það erum við sem eigum næsta leik i stööunni” sagði Pétur. „Viö eigum um þaö áð velja að samþykkja umsókn James Bett um félagaskipti yfir til Lokeren, hafna þeirri beiðni eða visa henni frá okkur”. Hann vildi ekki fara til Leeds „Leeds er eitt af stærstu félög- unum i Evrópu og tilboö þess er vissulega freistandi, en ég fer ekki þangað samt sem áður” sagði Lawrie McMenemy, fram- kvæmdastjóri Southampton sem Leeds bauö framkvæmdastjóra- stöðu hjá sér i gær. McMenemy tók við stjórninni hjá Southampton fyrir fimm ár- um og undir hans stjórn hefur félagið bæði unnið ensku bikar- keppnina og unnið sig upp i 1. deiid. —GK. — Æfir James Bett enn með Val? „Nei, hann hefur ekki mætt á æfingar hjá okkur að undan- förnu.” — Það hefur komið fram að leikmenn geti á þessum tima gert samning við belgisk lið eða önnur erlend en samt haldið áfram að leika hér heima Ut keppnistima- biliö. Eru menn þá ekki orönir félagar hjá tveimur liðum á sama tima? Liggur þaö ekki fullljóst fyrir að skrifi leikmenn undir samning hjá erlendu liði, þá hafi þeir um leið fyrirgert réttindum sinum til að leika með islensku liði út keppnistímabilið? Þetta höfum við heyrt menn teygja og toga fram og aftur, og ekki kveðum við uppúr með það hér hvað er hið eina rétta i þessu máli. Ilugsanlegt er að þarna séu einhverjir lagabókstafir sem hægter að fela sig á bak við. Aðalatriðimálsins er hinsvegar það aðislensku félöginsem verða fyrir þessari ásælni erlendu lið- anna erunú loksins farin að bera hönd fyrir höfuð sér og er það vel. Nú dugir ekki lengur að bjóða nokkra bolta fyrir leikmenn héð- an, jafnvel ekki þótt poki tii að geyma þá i fylgi með. gk-.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.