Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 4
4 vísm Rall-krosskeppni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur: Vígðu broutina með veltu Þaö voru fáir bilar sem komust á leiðarenda i rallkross-keppni Bifreiöaiþróttaklúbbs Reykja- vfkur á nýju brautinni uppi á Kjalarnesi nú um helgina. Margir bilar uröu úr leik vegna bilana og einn þeirra valt. Engu aö siöur tókst mótiö vel og aö sögn forráðamanna þess voru menn ánægöir meö nýju braut- ina. Keppnin hófst klukkan tvö á laugardaginn meö þvi að rall- bflar fóru sýningarhringi. Tóku sjö bilar þátt i þeirri keppni og var aöeins einn bfll i einu I brautinni. Sigurvegarinn i þeirri keppni varð Siguröur Grétarsson á 1.09.0 minútu. Hann ók Ford Escort 1600. Annar var Sigurjón Haröarson á Alfa Romeo 1300 á 1.09.1 en Sigurjón sigraöi i Húsavikur- rallinu á dögunum. Þessu næst byrjaði hin eigin- lega rall-kross-keppni. Keppt var i tveimur riölum og siöan kepptu tveir efstu i hvorum riöli til úrslita. í rall-kross eru nokkrir bilar ræstir samtimis og keppt er um hver kemst fyrstur i mark. Hins vegar er brautin þannig gerö aö þaö reynir meira á aksturshæfileika ökumanns- ins en hvaö hægt er að koma bil- unum hratt áfram. Þegar mörg- um bilum er hleypt i brautina i einu gefur aö skilja aö þaö er þröngt um þá og ekkert tiltöku- mál þó þeir stympist aðeins og strjúkist hver utan i annan þeg- ar ekið er fram úr. 1 fyrri riðli voru fjórir bflar. Farnir voru fimm hringir en brautin er 900 metra löng. Tveir bflar luku ekki keppni og varö ferill annars þeirra sögulegur. Hann byrjaði á þvi aö fara eina veltu en kom niöur á hjólunum og tókst að koma sér áfram þrátt fyrir það en skömmu siöar bræddi hann úr sér. 1 seinna riöli voru einnig fjórir bilar og datt einn, eöa tveir bilar, út úr. Siðan var keppt til úrslita og sigraöi Arni E. Bjarnason á Fiat 124 á 5,56 minútum. 1 ööru sæti var Einar Gislason á Volkswag- en 1200 á 6,40 minútum. Ahorfendur voru um 400 og aö sögn forráöamanna Bifreiöa- iþróttaklúbbs Reykjavikur haföi þetta veriö litið auglýst en þetta er i fyrsta sinn sem rall- kross-keppni er haldin hér á landi. Ráðgert er að reyna aftur mjög fljótlega. Brautin var fullgerö i siöustu viku en byrjaö var að vinna i henni i fyrrahaust. Hún er i gamalli malargryfju i landi Móa á Kjalarnesi. Sem fyrr seg- ir er brautin 900 metra löng og þvi sem næst hringlaga en á leiðinni eru krappar beygjur og hæðir. Einkum er U-laga beygja varasöm og hafa tveir bilar oltiö i henni. í rall-kross keppa yfirleitt gamlir bflar og hefur flest veriö tekiö úr þeim sem má missa sig, til aö létta þá. Strangra öryggis- reglna er gætt og þarf keppand- inn að vera i 4ra punkta öryggisbelti og billinn þarf aö vera meö veltibúr. Þá eru regl- ur um þaö aö benslntankurinn má ekki vera stærri en 20 litra. Aö sögn forráöamanna BIKR eru þeir meö fullkomin slökkvi- tæki ef eitthvaö fer úrskeiöis. Bifr.iþr.klúbbur Reykjavikur er meö opna skrifstofu i Hafnar- stræti 18 á miövikudagskvöld- um og geta þeir sem hafa áhuga fengið þar reglur um rall-kross- akstur. —KS Sunbeaminn hélt áfram keppni eins og ekkert heföi I skorist og aö sögn nærstaddra var ökumaöur byrjaöur aö starta honum þegar i loftinu. Hins vegar bræddi billinn fljótlega úr sér. Þaö hlekktist fleiri bilum á og sést hér veriö aö stumra yfir þeim. Visism. GVA. Brautin reyndist nokkuö vel en menn kvörtuöu þó undan ryki og lausamöl. Hérna skransar einn keppnisbilanna útaf brautinni I einni brekkunni. Visismynd GVA. ner nefur ökumaöur Sunbeam-bifreiöar fariö of hratt I U-beygjuna og hvolft bilnum en ökumaöur Volkswagen-bilsins lætur sér fátt um finnast. Mynd: Ragnar J. Ragnarsson. Sunbeaminn á góöri leiö meö aö fara aöra veltu en Volkswageninn heldur áfram. Mynd: Halldór Sigdórsson. Þarna fór betur en á horföist. Billinn lenti á hjólunum og valt um húddiö þannig aö toppurinn er óskemmdur. Hins vegar fauk fram- rúöan úr I heilu lagi. Mynd: Ragnar J. Ragnarsson. ER VERÐBÓLGAN ÓLEYSANLEGT VANDAMÁL? - NEI EKKI FYRIR OKKUR SPARIÐ 20% - NOTIÐ AGFACOLOR FILMU I' Austurstrœti 7 Simi 10966 íslenskir tómatar ódýrari en innfluttir Verð á innlendri tómat- framleiðslu hefur lækkað það sem af er þessu ári úr 1000 kr kg. I kr. 500. Þetta verð miðast við heildsölu en í smásölu er verðlagn- ing á þessa vöru frjáls. Þó mun hún viðast hvar vera 3040%. Grænmetisverslun rikisins hefur einkaleyfi á innflutningi á grænmeti. Sölufélag garöyrkju- manna hefur þó fengiö leyfi Grænmetisverslunarinnar til þess aö flytja inn tómata og voru fluttir inn tómatar á veg- um félagsins frá þvi i byrjun desember og fram I maí. Heildsöluverö á innfluttum tómötum var til að byrja meö kr. 950 hvert kg. en I mal var heildsöluverð á tómötum komið upp I kr. 1350 hvert kg. Aðallega voru tómatar fluttir inn frá Kanarieyjum og einnig frá Danmörku. Vitað er um nokkur fyrirtæki sem hafa sótt um leyfi til þess aö flytja inn grænmeti en þeim hefur verið synjaö um þaö hing- aö til. —ÞJH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.