Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 18

Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 18
18 Þriðjudagur 25. júli 1978 vism Hlustað á útvarp Anna Heiður Oddsdóttir skrifar: Mœtti að skað- lausu vera dó- lítið líflegri t einhverju bríaríi lofaði ég umsjónarmanni útvarpskynningarinnar því áður en ég fór heim á föstudaginn að hlusta dyggilega á útvarpið yfir helgina og sjóða síðan saman nokkur orð um dagskrána. Ég settist þvi niður fyrir framan tækið um leið og ég var skriðin Ur bælinu á laugardag með þeim góða ásetningi áö láta ekkert fram hjá mér fara af þvi sem þvi fyrrnefnda þóknaöist að láta út úr sér. Lygndi svo aug- unum aftur og setti eyrun i vink- il til þess að hlutirnir færu ekki inn um annað og út um hitt. Þótt skömm sé frá að segja leið grát* lega stuttur timi þar til allur ásetningur rauk út I veður og vind og geröi ekki vart viö sig aftur þá helgina. 1 þvi felst þó út af fyrir sig enginn dómur um útvarpið. Glampandi sólskin var i Reykjavik þennan dag, og hefði þurft eitthvað afburða merki- „Útvarpið hljómar einhvernveginn alveg nákvæmlega eins nú og það hefur gert frá þvi ég man eftir mér...” Visismynd: SHE legt til að halda nokkurri mann- eskju innan dyra. Hitt er aftur annað mál, að það þarf ekki endilega sólskin til að ég gefist fljótlega upp við að hlusta á út- varpið ef ég á annað borð byrja. Oft má að visu finna i þvi ágætt efni, en þaö er i mörgum tilfell- um sett fram með svo þung- lamalegum hætti og tilbreyt- ingarlitlum að erfitt er aö greina á milli hvað er hvað. Þeir sem koma fram i útvarpinu mættu að skaölausu vera dálftið liflegri og óhræddari við að láta skipulagninguna og formfest- una lönd og lejð einstöku sinn- um, og segja i staöinn það sem þá langar til, og vera eins og þeim er eölilegt. Otvarpið hljómar einhvernveginn alveg nákvæmlega eins nú og það hef- ur gertfrá þviég man eftir mér, og er ekki laust við aö hinn eini sanni tónn sé farinn að taka á taugarnar meö svipuðum hætti og tifið i klukku sem heldur fyrir manni vöku um nótt. Þaö er helst að þulirnir komi á óvart af og til og hrófli við taktinum. Fleiri leikrit og smásögur Hvað varöar efni útvarpsins þykir mér eitt til mikils baga, og það er sá mýgrútur af fram- haldssögum sem fluttur er flesta daga vikunnar, oft á dag. Sjálfsagt er aö hafa einhverj- ar góðar framhaldssögur, enda eru þess dæmi að slikar sögur hafi oröið geysilega vinsælar af hlustendum. Oftar en ekki er þó um að ræða heldur ómerkilegar sögur, sem engin leiö er að botna neitt í nema fylgst sé meö þeim af heilum hug svo mánuð- um skiptir. Aö minum dómi væri nær að flytja meira af góö- um smásögum, eöa jafnvel leik- ritum. Fimmtudagsleikritin virðast falla i góðan jaröveg hjá mörgum — allavega hef ég oft heyrt fólk segja aö það hlusti eiginlega aldrei á útvarp en þó yfirleitt á fimmtudagsleikritin. Islenskir leikarar hafa vist ekki of mikla atvinnu. Væri kannski ekki úr vegi að fá einhverja þeirra til að kynna mismunandi strauma i leiklist og sleppa i staðinn nokkrum framhaldsást- arþvælum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir Tilkynningar. Við vinnuna Tónleikar. 15.00 Miðdegissagan: 15.30 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Fopp 17.20 Sagan: ,,Til minningar um prinsessu” eftir Ruth M. Artliur Jóhanna Þráinsdótt- ir þyddi. Helga Harðardótt- ir les (6). 17.50 Viðsjá: Endurtekinn þáttur frá morgninum. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 Frá kynitilkyns: Þvttog endursagt efni um j>róun m annsins Jóhann Hjaltason kennari tók saman. Hjalti Jóhannsson les siðari hluta. 20.00 Tónleikar. 20.3Ó t'tvarpssagan „Maria Grubbe" eftir J. P. Jacob- sen. Jónas Guðlaugsson islenskaði. Kristin Anna Þórarinsdóttir leikkona byrjar lesturinn. Erik Skyum-Nielsen sendikenn- ari flytur formálsorð. 21.10 islensk einsöngslög: Guðrún A Simonar syngur 21.25 Sumarvaka a. i síma- mannaflokki fyrir hálfri öld Séra Ga-'dr Svavarsson minnist sumars viö sima- lagningu milli Hornafjarö- ar og Skeiðarársands. — 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Harmónikulög ,,The Pop Kids” leika 23.00 A hljóðbergi „Mourning Becomes Elctra” (Sorgin klæðir Elektru) eftir Eugene O’Neill. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. (Smáauglýsingar — sími 86611 Tilsölu j Tjaldvagn Camplet 500 til sölu. Einnig snyrtivörur, Carmen rúllur og ýmis kven- og drengjafatnaður Úppl. I sima 36084 eftír kf. 7 á kvoldin. Hvað þarftu að selja? Hvað ætlaröu að kaupa? Það er sama hvort er. Smáauglýsing I VIsi er leiöin. Þú ert búin(n) að sjá það sjálf(ur). Visir, Siðumúla 8, simi 86611. 8 tekkhurðir til sölu. Tiu þúsund kr. stykkiö. Uppl. i sima 15927 eftir kl. 17. Vantar nú þegar i umboössölu barnareiöhjól. bila- útvörp, bilasegulbönd. Seljum öll hljómtæki og sjónvörp. Sport- markaðurinn umboðssala. Sam- túni 12 simi 19530 opið 1-7 alla daga nema sunnudaga. Litiö notað tekk-sófaborö til sölu. Uppl. I sima 53230. Leikfangahúsið auglýsir. Sindy dúkkur fataskápur, snyrtiborð og fleira. Barby dúkkur, Barby snyrtistofur, Barby sundlaugar, Barby töskur, Barby stofusett. Ken. Matchbox dúkkur og föt. Tony. Dazy dúkkur, Dazyskápar, Dazy borö, Dazy rúm. D.V.P. dúkkur. Grátdúkkur. Lone Ranger hestar kerrur. Hoppu- boltar. Ævintýramaður. Jeppar, þyrlur, skriðdrekar, fallhlifar, Playmobil leikföng, rafmagsn- bilar, r a f m ag n s k r a n a r . Traktorar með hey og jarð- vinnslutækjum. Póstsendum. Leikfangahúsið Skólavörðustig 10, s. 14806. Óskast keypt Eldhúsborð og tvibreið dýna eða rúm. Uppl. i sima 44602. Vil kaupa notaða traktorsgröfu. Uppl. i sima 51370 og 52605. (Húsgögn Nýkomið frá ttaliu saumaborð, lampaborö, innskots- borð, sófaborð, hornhillur, öll með rósamunstri. Einnig úrval af Onix-boröum. og margt fleira. Greiösluskilmálar. Nýja bólstur- geröin, Laugavegi 134, sima 16541. Litið notaö tekk-borðstofuborð tilsölu. Uppl. i sima 53230. Hljémtaki ooó M» «ó Sportmarkaðurinn, umboðsversl- un, Samtúni,12 auglýsir: Þarftu að selja sjónvarp eða hljómflutningstæki? Hjá okkur er nóg pláss, ekkert geymslugjald. Eigum ávalit til nýleg og vel með farin sjónvörp og hljómflutnings- tæki. Reynið viðskiptin. Sport- markaöurinn Samtúni 12, opiö frá 1-7 alla daga nema sunnudaga. Sómi 19530. Hijóófgri óska eftir að kaupa gott pianó. Uppl. I síma 72455 i kvöld og næstu kvöld. Heimilistæki isskápur. Stór ameriskur isskápur G.E. til sölu. Uppl. I sima 50266. (Hjól > l-vagnar Óska eftir að kaupa kerruvagn. Uppl. i sima 38309. Til sölu vel með farið DBS girahjól. Uppl. I sima 75555 eftir kl. 18. Verslun Bókaútgáfan Rökkur: Vinsælar bækur á óbreyttu verði frá i fyrra, upplag sumra senn á þrotum. Verð i sviga að með- töldum söluskatti. Horft inn i hreint hjarta (800), Börn dalanna (800), Ævintýri íslendings (800) Ástardrykkurinn (800), Skotiö á heiðinni (800), Eigi má sköpum renna (960), Gamlar glæður (500), Ég kem i kvöld (800), Greifinn af Monte Christo (960), Astarævintýri IRóm (1100),Tveir heimar (1200), Blómið blóörauöa (2250). Ekki fastur afgreiöslutimi sumarmánuðina.en svarað veröu i sima 18768 kl. 9-11,30 að undan- teknum sumarleyfisdögum alla virka daga nema laugardaga. Af- greiðslutimi eftir samkomulagi viö fyrirspyrjendur. Pantanir af- greiddar út á land. Þeir sem senda kr. 5 þús. meö pöntun eiga þess kost aö velja sér samkvæmt ofangreindu verölagi 5 bækur fyrir áöurgreinda upphæö án frekari tilkostnaöar. Aliar bæk- urnar eru T góðu bandi. Notið simann fáið frekariuppl. Bdkaút- gáfan Rökkur, Flókagötu 15. Simi 18768. Ódýr handklæði og diskaþurrkur, lakaefni, hvitt og mislitt, sængurveraléreft, hvitt léreft, hvitt flónel, bleyjur og bleyjuefni. Verslunin Faldur, Austurveri, simi 81340. Safnarabúðin auglýsir. Erum kaupendur að litiö notuðum og vel með förnum hljómplötum islenskum og erlendum. Móttaka kl. 10-14 daglega. Safnarabúðin, Verslanahöllinni Laugavegi 26. Uppsetning á handavinnu, Nýjar gerðir af leggingum á púða. Kögur á lampaskerma og gardinur, bönd og snúrur. Flauel I glæsilegu litaúrvali, margar gerðir af uppsetningum, á púð- um. Sýnishorn á staðnum. Klukkustrengjajárn i fjölbreyttu úrvali og öllum stæröum. Hannyrðaverslunin Erla, Snorra- braut.__________________________ Kirkjufell. Höfum flutt að Klapparstig 27. Eigum mikið úrval af fállegum steinstyttum og skrautpostulini frá Funny Design. Gjafavörur okkar vekja athygli og fást ekki annars staðar. Eigum einnig.gott úrval af kristilegum bókum og hljómplötum. Pöntum kirkju- gripi. Verið velkomin. Kirkjufell, Klapparstig 27, simi 21090. Hannyrðaverslunin Strammi höfum opnað nýja verslun að Óðinsgötu 1 simi 13130. Setjum upp púöa og klukkustfengi. Ateiknuðvöggusettog puntuivand- klæði, myndir I barnaherbergi. Isaumaöir rokókóstólar, strammamyndir, Smyrna vörur, hnýtigarn, heklugarn og prjóna- garn. Velkomin á nýja staöinn. Verslið ódýrt á loftinu. Úrval af alis konar buxum á niðursettu verði. Hartar buxur i sumarleyfið, denim buxur, flauelsbuxur, Canvasbuxur i sumarleyfið, Einnig ódýrar skyrtúr blússur, jakkar, bolir og fl. og fl. Allar vörur á niðursettu verði. Litiðvið á gamla loftinu. Faco, Laugavegi 37. Opið frá kl. 1—6 Alla virka daga. ) Ateiknuð vöggusett, áteiknuð puntuhandklæði, gömlu munstrin. Góður er grauturinn gæskan, Sjómannskonan, Hollensku börnin, Gæsastelpan, öskubuska, Við eldhússtörfin, Kaffisopinn indæll er, Börn með sápukúlur ogmörg fleiri, 3 gerðir af tilheyrandi hillum. Sendum i póstkröfu. Uppsetningabúöin Hverfisgötu 74 simi 25270. Sértilboð, tónlist, 3 mismunandi tegundir 8 rása spólur á 2.990 kr. allar, 3 mismunandi tegundir hljóm- platna á kasettum á 3.999 kr. allar eða heildarútgáfa Geimsteins, 8 plötur á 9.999 kr. allar. Gildir meðan upplag endist. Skrifið eða hringið. islenskt efni. Geimsteinn hf. Skólavegi 12, Keflavik. Simi 92—2717. Canvas buxur. Litur drapp, brúnt og svart nr. 28—37 á kr. 4.400.00 bómuliarteppi á kr. 1.950 gerviullarteppi á kr. 3.150 Póstsendum. Verslunin Anna Gunnlaugsson, Starmýri 2 simi 32404. Fatnaður /jfj^ Halió dömur stórglæsileg nýtiskupils til sölu. Terelyn pils í miklu litaúrvali i öllum stærðum, sérstakt tæki- færisverð. Ennfremur sið og hálf- sið pliseruð pils i miklu litaúrvali i öllum stærðum. Upp. I sima 23662. ~6g~5tr X Barnagæsla Hver vill passa mig? Ég er 4 ára strákur og vona að einhver góð kona geti passaö mig i 1 mánuð (ágústmánuð). Uppl. I sima 17672 eftir kl. 18.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.