Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 6
6 Laus staða Aður auglýstur umsóknarfrestur um lausa kennarastöðu i stærðfræði og efnafræði við Menntaskólann á Akureyri framlengist hér með til 10. ágúst n.k. Launsamkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavik. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamólaráðuneytið, 20. júli 1978 Innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð við fráfall kæru konu minnar og móður okkar Friðrikku Mariu Poulsen. Jóhann Poulsen og börn. ^-☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆■☆-íí ASKUR Atvinna * -tt -» «- «- «■ «- «- «- «- ASKUR vill ráða starfsfólk i afgreiðslu og | sal. Upplýsingar á ASKI Laugavegi 28 b. -t! -tt •tt -tt -ít •tt r i BÍLAVAL Laugavegi 90-92 viö hliöina á Stjörnubíó i ■ Höfum opnað aftur ril SÖlu: Bronco 74 Blazer K5 74 Blazer K5 76 / Datsun diesel 71 Opel Vamaro '69 Fiat 125 og 128 Ford Transit sendib. '68 stærri gerð. Fiat 128 74 BÍLAVAL Símar 19168, 19092 L. : ^ Ólofsvík — Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra i ólafsvik er laust til umsóknar, umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist oddvita Ólafsvikurhrepps, Alexander Stefánss. fyrir 31. ágúst 1978. Hreppsnefnd Ólafsvikurhrepps. m _ Þriðjudagur 25. júli 1978 VISIR r v Umsión; Guðmundur Pétursson "V .1} mr^swnaé' Veðmálafíknin verri en áfengissýkin Eitt af spilavitunum i London, þar sem meiri möguleiki er á þvi aö tapa Rolls Roycinum en vinna hann. Bretar eru haldnir mikilli spilafíkn. Þeir elska að veðja og leggja peninga sina á allt milli himins og jarðar. Kosningar, hvað þá annað. En hestaveðhlaup, og hunda-, iþróttir eins og knattspyrna, bingó og lukkuhjól spilavitanna laða að sér mest af veðfénu, — og svo auðvitað happdrættin en það ætti ekki að koma okkur Is- lendingum svo mjög óvart. Stjórnvöldum I Bretlandi er þó farið að þykja nóg um og i slðustu viku tilkynntu þau, að þessi vinsælasta þjóðariþrótt Breta yröi i framtiðinni tekin fastari tökum. Þau tóku þennan kipp, þegar niu manna rann-' sóknarnefnd undir forsæti Rot- schilds lávarðar skilaði skýrslu sinni um veðmála- og spilafíkn Breta. Skýrsla þessi er árangur tveggja og hálfs árs athugunar áf járhættuspiliogveðmálastarf- semi i Bretlandi og tekur yfir 25 ára timabil. Ekki var að undra, þótt hún fyllti rfimlega 580 blað- siður. Rotschild lávarður lét svo ummælt, þegar hann skilaði af sér skýrslunni: „Napóleon kallaði okkur kaupmannaþjóð. Mér er nær að halda, að fjár- hættuspilarar hefði verið meira réttnefni.” t skýrslunni kemur fram aö 94% ailra fullorðinna Breta reyni stöku sinnum gæfuna i veömálum og 39% stundi slikt fjárhættuspil að staðaldri. Og þaö eru engar smásummur, sem menn hafa milli handanna til þess að þjóna spilafikninni. Samkvæmt skýrslu Rotschilds nam veltan árið 1976 7.1 millj- arði sterlingspunda. Við lestur skýrslunnar hugga menn sig þó viö það, að nefndar- menn töldu ekki að fjárhættu- spiliö og veðmálin hefðu haft neina slæma fylgikvilla i för með sér fyrir þjóöfélagið. Og raunar taldi nefndin, að þetta fé hefði mest allt farið aftur I um- ferö, nema litlar 873 milljónir sterlingspunda, sem loðað hefðu viö fingurgóma þeirra, sem þennan atvinnurekstur stunda. Er þá raunar komiö aö boð- skap bresku stjórnarinnar um strangari reglur við fjárhættu- spil i framtiðinni og megintil- gangi athugunar 9 manna nefndar Rotschilds. Þaö var að grafast fyrir um, hversu mikill ágóði getraunanna, spilavit- anna,veðmálastofanna og happ- drættanna væri í raun og veri^ og gera tillögur um leiðir til þess að það opinbera gæti krækt sér I stærri skerf þar af — auö- vitað til ágóða fyrir almenning. Nefndin vekur athygli á þvi, að spilavitiseigendur i London fái fjárfestingu sina 400% til baka, að Ladbrokes-veðmang- ararnir (þeir kunnustu i Bretlandi), tvöfaldi ágóða sinn átveggja árafresti, og bendir á ýmsar leiðir fyrir það opinbera til þess á ná stærri sneiö af kök- unni. Mesta athygli i skýrslunni hafa vakið ýmsar staðreyndir um happdrættin. Nefndarmenn vilja vekja athygli á þvi, hversu örsmár vinningsmögu- leiki Tjallans er, þegar hann kaupir sér happdrættismiða. Og hversu litið brot af happdrættis- veltunni vinningarnir eru. Samt sem áöur eru happdrættin skattlögðllangminnst. Staðreyndirnar, sem dregnar eru fram, hafa valdið hneyksli. Það kemur i ljós, að til happ- drættanna er efnt undir alls konar yfirskini velgerðarmála. Til aö standa straum af starf- semi góðgerðarfélaga, til að byggja sundlaugar, eða gera iþróttavelli og svo framvegis. En iöllu auglýsingaskruminu er hinn upphaflegi tilgangur löngu týndur,- happdrættismiöarnir seljast þó betur en heitar lumm- ur og þeir sem að þeim standa græða á tá og fingri og meira en spilavitin sem eru undir meiri skattaálögum. Mest er samtspilað I spilavit- unum. Helmingur veltunnar rennur þar um. Fjórðungur rennur i gegnum veðmangara- stofurnar. 2.8 milljónir Bretaleggja leiö sina einu sinni I viku til sins veðmangara. 35% þjóðarinnar spila i knatt- spyrnugetraununum. Bingó er hinsvegar á niðurleið. Þaö eru ekki nema 4% sem sækja orðið bingósalina. Happdrættin eru svo um 200 talsins. Nefndin gerir grein fyrir þvi, að spilavitin skila mestu af þessu aftur eða 97,5% af tekjum sinum. Bingó sömuleiöis. Veö- mangararnir greiða ekki aftur (i skatta og vinninga) nema milli 80-90%. Getraunirnar og happdrættin halda mestu eftir. Getraunirnar skila ekki aftur nema um 30%, og flest happ- *tri OFNINN GEFUR GÓDAN YL STO ofninn er Islensk framleiðsla og framleiddur fyrir fslenskar aöstæöur. Hann er smiðaður úr 1,5 mm þykku holstáli, rafsoðinn saman að mjög miklu leyti meö fullkomnum sjálfvirkum vélum, sem tryggja jöfn gæði suöunnar. STÖ ofninn hefur þá sérstööu að allar mælingar á hitanýtingu og styrkleika hafa verið gerðar á Is- landi af Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins að Keldnaholti, og þá notuð hitaveita. STÓ ofninn er stilhreinn og fer alls staðar vel. Þeir fagmenn sem hafa kynnt sér STó ofninn mæla sérstaklega með honum, ekki eingöngu vegna útlits, heldur miklu frekar hvernig hann er upp- byggöur, hve vel hann nýtir hitann, og handhægt er að leggja pipulagnir að honum. Leitið nánari upplýsinga. Gerum föst verötilboö VELDU STÓ OFNINN OG HANN MUN YLJA ÞÉR UM ÓKOMINN TÍMA: STÁLOFNAR HF. SSHSSi"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.