Vísir - 08.08.1978, Blaðsíða 4
r p ~ ' \ ’T T 9
Þriöjudagur 8! 'agiíst 1978 VISIR
lllvígar
deilvr
félagsins
• Harðar formannskosningar ó
aðalfundi
• Fjórir leikarar gengnir
úr félaginu
• Ekki œtlunin að fastrúða
leikara
• Fjárhagur L.A. mjög erfiður
Talsverö átök uröu á aöal-
fundi Leikfélags Akureyrar,
sem haldinn var nýlega. Jón
Kristinsson, sem veriö hefur
forniaöur félagsins um árabil,
gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs, og komu fram tvö fram-
boð til formanns. Voru i fram-
boöi þau Saga Jónsdöttir, leik-
kona, og Guðmundur Magnús-
son, sem var kjörinn formaöur.
Aöaifundurinn var fjölmennur,
og mjög skiptar skoðanir fund-
armanna um hvernig best sé aö
standa að málefnum leikfélags-
ins á komandi árum.
1 siðasta tölublaði tslendings
á Akureyri eru þessu máli gerð
itarleg skil, og meðal annars
rætt við þau Guðmund og Sögu,
og sagt frá ágreiningi innan
leikfélagsins, ráðningu leikhús-
stjóra, leikara og verkefnavali.
Þrir sóttu um starf
leikhússtjóra
Oddur Björnsson, rithöfund-
ur, hefur verið ráðinn leikhús-
stjóri hjá Leikfélagi Akureyrar
næsta ár eins og Visir hefur þeg-
ar skýrt frá. Auk hans sóttu um
starfið þau Aslaug (Ada) Jó-
hannesdóttir, og Erlingur Gisla-
son, leikari.
Stjórn Leikfélags Akureyrar,
sem réði leikhússtjórann, skipa,
auk formanns, Guðmundar
Magnússonar: Heimir Ingi-
marsson, gjaldkeri, og Þórey
Hlúnkur
Glæný frábær plata meö HALLA OG LADDA
ATH! Takið kassettuna með
Ath.t Hljómplatan kynnt
I Hollywoed i kvöld
í feróalaqiö
HLJÓMPLÖTUÚTGÁFAN
Laugavegi 33, sími 11508
Aðalsteinsdóttir, ritari. í vara-
stjórn eru þau Marinó Þor-
steinsson, varaformaður, og
Þórhalla Þorsteinsdóttir og
Hreinn Skagfjörð.
Léleg aðsókn siðasta ár
Aðsókn að leikhúsinu siðast-
liðiö ár var ekki góð, og tals-
vert minni en árin á undan. Seg-
ir blaðið Islendingur, að öll verk
félagsins hafi „fallið”, nema
barnaleikritið, en 242 komu að
meðaltali á sýningu á þvi (sal-
urinn tekur 260), en fæstir komu
á Alfa Beta, eða 72 á sýningu að
meðaltali.
Af þessum sökum er fjárhag-
ur félagsins mjög bágborinn, og
námu skuldir þess um átta
milljónum um siðastliðin ára-
mót, og hafa þær aukist siöan.
Nýja stjórnin vill ekki
fastráða leikara
Guðmundur Magnússon, for-
maður leikfélagsins, vill lýsa
stefnu nýju stjórnarinnar með
þessum orðum:
„Við stefnum að þvi að fá
fleiri áhorfendur á sýningar fé-
lagsins, með breyttu verkefna-
vali. Ég tel að aðsóknin hafi ver-
reynt hjá félaginu á sinum
tima, fyrst þegar við vorum að
fara af stað með atvinnutéikhús,
en gafst ekki vel, þar sem tim-
inn nýttist illa.
Leikarar gengu úr fé-
iaginu
Aðalfundurinn, og þau ágrein-
ingsefni, sem uppi eru innan
Leikfélagsins, hafa hleypt illu
blóði i flesta hinna fastráðnu
leikara, og hafa nokkrir þegar
sagt sig úr Leikfélagi Akureyr-
ar.
Saga Jónsdóttir, og eiginmað-
ur hennar, Þórir Steingrimsson,
gengu úr félaginu strax eftir
aðalfundinn, og siðar bæði þau
Aðalsteinn Bergdal og Aslaug
Jóhannesdóttir.
Siðastliðið leikár voru fimm
fastráðnir leikarar við Leikfé-
lag Akureyrar: Aðalsteinn
Bergdal, Gestur Einar Jónas-
son, Saga Jónsdóttir, Sigurveig
Jónsdóttir og Þórir Steingrims-
son.
Þau Sigurveig og Gestur
munu ekki hyggja á að ganga úr
félaginu, eftir þvi sem Visir
kemst næst.
AH
Leikritiö Alfa Beta, sem L.A. sýndi siöast liöinn vetur hlaut ekki góöa aösókn, og nú er ætlunin aö velja
leikrit, sem ætla má aö dragi aö fleiri áhorfendur. Myndin sýnir þau Erling Gislason og Sigurveigu
Jónsdóttur I hlutverkum slnum i ölfu Betu. Ljósm: Asgr. Agústsson.
ið komin i lágmark á sl. leikári
og tel tilgangslaust að vera að
halda úti sýningum fyrir 20 til 50
manns á sýningu”.
Þá segir Guðmundur, aö deil-
ur standi yfir, milli Félags is-
lenskra leikara, og L.A., um
ráðningu leikara. „Við viljum
hafa sjö árslaun, sem möguleiki
er á að skipta milli fleiri leik-
ara, en FIL vill að við fastráð-
um fimm leikara,” segir Guö-
mundur.
Segir Guðmundur það siður
en svo ætlunina að leggja niður
atvinnuleikhús á Akureyri,
heldur sé þvert á móti stefnt að
þvi að efla það með aukinni að-
sókn.
En Saga Jónsdóttir, leikkona,
erekki sammála þessari stefnu,
þvi hún hefur þetta um máliö að
segja:
— Ég held i rauninni að tekist
hafi verið á um tvær stefnur, —
Annarsvegar um stjórn, sem
vildi halda áfram rekstri at-
vinnuleikhúss af fullum krafti
og helst að efla starfsemina.
Hins vegar um stjórn, sem vildi
draga saman seglin, taka stórt
skref aftur á bak, og ráða helst
enga i fullt starf, en ráða frekar
fólk i hálft starf. — Þetta var
Leikfélag Akureyrar