Vísir - 08.08.1978, Blaðsíða 19
vism Þriöjudagur 8. ágúst 1978
m$ * :
Þau veröa meö I Vlsisrallinu 26.-27. ágúst, en I
oliusian losnaöi.
Húsa vlkurrallinu uröu þau aö hætta keppni vegna þess aö
Mynd J.A.
HJÓNIN Á RALL-
SKODANUM
i 12. rallkynningu Vísis
og BIKReru hjónin Sverrir
ólafsson og Rainer ólafs-
son. Sverrir er 30 ára aö
aldri/ myndlistarmaöur, og
meö bíladellu frá fæðingu.
Önnur áhugamál hans eru
veiðar af öllu tagi. Hann er
búinn að eiga yfir 20 bila
um ævina og t.d. átti hann
fyrsta orginal 8 c=yl. jepp-
ann hér á landi, og keppti á
honum i mörgum jeppa-
keppnum. Hann kom líka
nálægt Formúlu-keppnum
í Bandarik junum fyrir
nokkrum árum með kunn-
ingja sínum og fylgdist
hann mikið með kapp-
akstri þar.
Rainer er bandariskur rikis-
borgari, 31 árs að aldri og
iþróttakennari að mennt. Hún
keppti fyrir nokkrum árum mikið
i sundi i Bandarikjunum og átti
þar mörg sundmet. Þau eiga þrjá
stráka á aldrinum eins til niu ára,
sem allir eru með biladellu.
Sverrir er búinn að keppa i öll-
um rallkeppnum sem haldnar
hafa verið, með misjöfnum
árangri. Keypti hann fyrsta sér-
smiðaða rallbilinn til landsins, en
það var Ford Escort RS 1600, en
honum var að mestu um að kenna
misjafn árangur. Reyndist hann
vera æði óáreiðanlegur og bilana-
gjarn. 1 öðru rallinu ’76 keppti
Sverrir á konubilnum þ.e. Fiat
127 vegna þess að Escort var enn-
þá haldinn fæðingarsjúkdómum.
I flestum keppnunum var
Hannes Olafsson aðstoðaröku-
maður Sverris og var samstarf
þeirra frábært. í Páskarallinu
var Þorsteinn Tómasson að-
stoðarökumaður, en Hannes tók
eftir það þátt i Næturrallinu, en
þurfti siðan að hætta endanlega
vegna anna við fyrirtæki sitt. í
Skeifurallinu hóf eiginkona
Sverris að aka með honum með
frábærum árangri, en Escort var
við sama heygarðshornið og bil-
aði þegar 20 km voru eftir i mark.
Eftir þaö skipti Sverrir um bil,
og fyrir valinu varð Skoda RS 130,
sem er einn af sérsmlöuöum
rallbilum Skodaverksmiðjanna.
Sverrir var að þvi spuröur-hvers-
vegna Skoda hefði orðið fyrir val-
inu, og svaraði hann þvi til að
eftir fyrri reynslu og alla þá erfið-
leika sem fylgja þvi aö keppa á
sérhönnuðum bil, þá hafi orðið
uppi á teningnum a finna umboð
sem vildi sinna þeim sérþörfum,
sem þessu fylgja. Leitaði hann
viða og fékk skilningsgóð og vin-
gjarnleg svör, og um marga góða
bila var að ræða. þö var ein-
stakur áhugi og skilningur ráða-
manna Jöfurs h.f. og tékkneska
sendiherrans lang-þyngstur
á metunum, en bill af þessari
gerð er ekki á almennum mark-
aði, heldur aðeins ætlaður
keppnisliðum verksmiðjanna, og
gekk þvi á ýmsu áður en það tókst
að fá bil sendan til Islands.
Frumraun bilsins var svo
Húsavikurrallið 8. júli, en vegna
þess óhapps að oliusian losnaði
hætti Sverrir keppni, en fram að
þeim tima voru þau hjónin i
fremstu sætum, og Skodinn stóð
sig með afbrigðum vel. Nú eru
þau búin að láta skrá sig i Visis-
rallið 26. og 27. þessa mánaðar, og
veröur gaman að fylgjast með
árangri þeirra þar.
,,Ég vil fyrst og fremst”, segir
Sverrir, „þakka stjórn BIKR
fyrir frábæran árangur við að
koma af staö mótorsporti, sem
alla tið hefur verið mitt stærsta á-
hugamál, og ekki siður vil ég
skora á önnur bilaumboö og á-
hugamenn að bregðast eins
drengilega við og Skodaumboðið
gerði við okkar beiöni um aðstoð,
enda er ekki eingöngu um iþrótt ,
að ræða fyrir keppendur og áhorf-
endur, heldur má benda á að allar
tækni- og öryggisnýjungar eru
byggðar á reynslu af þessu tagi.
Fjármálin takmarka að miklu
leyti aöstöðu manna á borð við
mig til iðkana á mótorsporti og
hafði ég t.d. geysilegan áhuga á
að taka þátt i kvartmiluakstri, en
fjárhagslegir möguleikar voru
ekki fyrir hendi og tek ég þar af
leiðandi þá grein framyfir, sem
reynir meira á ökuhæfni, ná-
kvæmni og samstarf beggja öku-
manna, heldur en stærö peninga-
pyngjunnar eins og vill verða i
kvartmiluakstri, en þeim kvart-
milufélögum óska ég alls hins
besta engu að siður”.
Nú verður hlé á Rallkynningu
Visis og BIKR þar til eftir Visis-
rallið dagana 26. og 27. ágúst. 1
Þráðurinn verður svo tekinn upp
fljótlega eftir keppnina. Það skal
jafnframt á það bent, að siðari
skráningarfrestur i keppnina
rennur út á miðvikudaginn kem-
ur, og verður hægt að ganga frá
þátttökuumsóknum á skrifstofu
BIKR Hafnarstræti 18, simi 12504,
og verður opið þar frá 20,00 til i
24.00 og þar verður jafnframt
hægt að fá upplýsingar um næsta
„rallycross”, sem veröur haldiö
12. ágúst.
Hjónin Sverrir og Rainer Ólafsson á Rall-Skodanum á Hafravatnsleið
inni.
Laugarásbíó
Lœknir í horðum leik
p I
Ný nokkuð djörf bresk gamanmynd, er
segir frá ævintýrum ungs læknis með
hjúkkum og fleirum.
Aðalhlutverk:
Nicholas Field,
Felicity Devonshire og
John LeMesurier.
Leikstjóri Derek Ford.
tslenskur texti.
Sýnd kl. 5-7-9 og 11.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
VÍSIR
Nýir umboðsmenn
Neskaupstaður
, Lilja Gróta Þórarinsdóttir,
Þiljuvöllum 36, simi 97-7540.
i Hellissandur
Þórarinn Steingrimsson
Naustabúð 11, simi 93—6673.
i»
i»
ii
ii
i»
. , Hofsós
' Jón Guðmundsson
Suðurbraut 2, simi 95—6328.
Djúpivogur
Bryndis Jóhannsdóttir
» Austurbrún simi 97—8853
:•
: •
;>
Sandgerði
Valborg Jónsdóttir
Túngata 18, simi 92—7474.