Vísir - 08.08.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 08.08.1978, Blaðsíða 11
tíísm iJriVjiíáagíir 'águst' 1 tt'7ít 11 Jtíkisvafcf og atvinnurekstur Samskipti rikisvaldsins og atvinnurekstrarins á undan- förnum árum hafa mikið mótast af þeim skorti á f jármagni, sem röng vaxtastefna hefur leitt af sér. Hinar ýmsu atvinnugreinar hafa reyndar alla tiö sótt i aö eiga rúman aögang aö fjár- magni á gjafakjörum, en nú á siðustu árum hefur ástandið versnaö aö mun. Stærstan þátt i þeirri þróun á sjálfsagt hinn mikli samdráttur i almennum spariinnlánum i bönkum. A sjöunda áratugnum voru spari- innlán um 27% miðað viö þjóö- arframleiðslu, en nú er þetta hlutfall komið i um 17%. Þetta hefur þýtt mikinn lánsfjárskort, þvi fyrir utan þessa minnkun á framboði á lánsfé hefur eft- irspurnin aukist vegna lágra vaxta, sem gera raungildi lán- annaað engu á skömmum tima. Til að snúast gegn þessum vanda hafa atvinnuvegirnir hver i sinu lagi leitast við að koma á fót sjálfvirku fyrir- greiðslukerfi á lánsfé. Afurða- lánin og f járfestingarlána- sjóðirnir eru niðurstaðan, en gallar sliks fyrirkomulags eru margir og kostirnir fáir. Aug- ljóslega álita hin einstöku fyrir- tæki bæði afurðalán og lán úr fjárfestingarlánasjóöum vera mjög hagkvæm, þvi alltaf er beðið um meira en fyrir hendi er. Væru kjörin óhagkvæm, myndiekki vera þessi gifurlega ásókn. Megingallinn er, að ekki þarf að gera eins strangar arðsemiskröfur til atvinnu- rekstursins til að ná endum saman og væri, ef framboð og eftirspurn réðu lánskjörum. Þaðdregur svo úr getu atvinnu- rekstrarins til að standa undir betri lifskjörum þegar slákað er á arðsemiskröfunum. Misstórar jötur Ennfremur er það mjög til baga, að þetta skipulag lána- mála skipar hinum einstöku at- vinnugreinumá bása meö ákaf- lega misstórum jötum. Sérstak- lega eru iönaðurinn og verslunin i vandræðum meðan sjávarút- vegur og landbúnaður hafa komið sér betur fyrir. Þaö er t.d. fhugunarvert aö i fyrra var fjárfesting i almennum iðnaði einungis 1,5% af þjóðarfram- leiðslu, þrátt fyrir stóreflingu lönlánasjóös. Þetta hlutfall er það lægsta, sem verið hefur um langan tima og lægra en öll erfiðleikaárin 1967-70. Orsökin fyrir þessu er fyrst og fremst hinn almenni samdráttur i bankakerfinu, sem áðurergetið um. Nú erorðið nokkurn veginn vonlaust að selja fimm til tíu ára skuldabréf i bönkum, þann- ig að peningarnir eru hreinlega ekki tilfyrir iðnaðinn, þótt mörg góð iðnaðartækifæri séu fyrir hendi. Er ástandið meira að segja svo alvarlegt, að Iönþró- unarsjóður hefur ekki alltaf fullnýtt lánagetu sina. Ekki vegna þess, að hann sé svo vel settur, heldur vegna hins að sjóðurinn borgar út eftir á, og þeir, sem vilja standa i fram- kvæmdum, hafa ekki haft bol- magn til að brúa bilið frá þvi að framkvæmt er og þar til lánið kemur. Sú ásókn, sem er i erlend lán með gengistryggingu og jafnvel niu prósent vöxtum að auki, sýnir einnig, að hin innlendu lánakjör eruengum ofviöa, sem á annað borð fæst við arðsaman rekstur. Þannighefur vaxtastefna hins opinbera orðið að hreinu sjálf- skaparviti, sem getur átt eftir að hafa enn verri afleiðingar en þegar erufram komnar. Hætt er við að á næstu árum muni menn gráta enn meir þá sóun sem átt hefur sér stað nú hin siðustu ár. Skattamálin Auk lánamálanna eru skatta- málin lika ofarlega á blaði, þeg- ar rætt er um samskipti rikis- valds og atvinnurekstrar. I skattamálum má segja, að ein- kum tvö atriöi séu mest áriö- andi. I fyrsta lagi hafa skatta- lögin verið illa sniðin aö verð- bólgunni þangað til helst núna. Þessi meinbugur hefur öðru fremur stuðlað að þeirri trú, sem einkennt hefur athafnalifið undanfarin ár. í öðru lagi er svo hin mikla mismunun einstakra atvinnugreina, sem fram kemur i aðstöðugjaldi, launaskatti o.s.frv. Þessi mismunun þýðir auðvitað, að vöxtur atvinnu- greinanna verður ekki i sam- ræmi viö arðsemi þeirra, og þegar lánamálin bætast við, er ekki nema von, þótt lifskjör hér á landi séu ekki eins góð og þau gætu verið. Kjarasamningar. Eitt af þvi alvarlegasta, sem viðgengst i samskiptum rikisins og atvinnurekstrarins er linka rikisvaldsins f kringum kjara- samninga. Búið er að koma at- vinnurekendum uppá það, að þeir geti skrifað undir nánast hvaðsem er i kjarasamningum, án þess að bera á þvi ábyrgð svo nokkru nemi. Þeir hafa getað treyst þvi að rikið gerði alltaf björgunarráðstafanir eftir á til þess aö halda fyrirtækjunum gangandi, en þó á þann hátt, sem fyrr er lýst. Er nú svo kom- iö, að f kjarasamningum er ekki nema um að litlu leyti samið um kaup og kjör, heldur um verð- bólguna i landinu. Þaðsem helst viðkemur kaupi i þessum samningum, eru þau launahlutföll milli hinna ein- stöku hópa launþega, er um semst eftir langan og strangar vökunætur. Sumir atvinnu- rekendur eru reyndar farnir að tala um aö skrifa bara strax undir fyrstu kröfur og spara sér alla þá fyrirhöfn, sem erfiðum samningum um ekki neitt fylg- ir. Breytinga þörf Það er augljóst að svona ástand getur ekki gengið miklu lengur, og rikisvaldið verður að fara aö sýna einhverja tilburði til aö breyta þessu ástandi. Mörg ráð eru svo sem fyrir hendi, þótt flest séu ekki fallin til stundarvinsælda. Þaö, sem aö atvinnurekstrinum snýr, er i fyrsta lagi að haga opinberum innkaupum eftir þvi sem fyrirtæki og atvinnugreinar halda sig við hagsmuni þjóöar- heildarinnar, hvað kaup- hækkanir varðar. 1 öðru lagi er svo beiting skattalaga m.a. með þvi að halda sig við hagsmuni þjóðarheildarinnar kvað kaup- hækkanir varðar. I ööru lagi er svo beiting skatta- laga m.a. með þvi leggja sér- stakt atvinnurekstrargjald á öll fyrirtæki og hækka það og lækka eftir þvi, sem atvinnugrein- arnar gera i kjarasamningun- um. Iþriöja lagi er svo að draga úröllum fyrirgreiðslum til at- vinnugreinanna, ef þær fara út Fara verður aö geral eitthvaö til aö koma i| veg fyrir aö kjara- samningar leiöi af sér algjört stiórnleysi. Þjóöarsátt eöa kjara- sáttmála er vonlitiö aö ná meðan aöilar vinnu- markaðarins hugsa eins og þeir gera nú/ segir Vi Ih já I mur Egilsson i þessari grein um samskipti rikisvalds og atvinnu- rekstrar. fyrir ákveöinn kauphækkunar- ramma. Hvað launþegum viðvikur þá má hafa samskonar vinnu- brögð, Hægt væri aö leggja á sérstakan starfsgreinaskatt og hækka hann eöa lækka eftir þvi, sem kjarasamningar gefa til- efni tíl. Næg ráð eru þvf fyrir hendi i þessum efnum en aftur á móti er hægt að efast um kjarkinn, sem þarf til að beita þeim. Hins- vegar veröur eitthvaö að fara aö gera til þessað koma f veg fyrir, aö k jarasamningar leiöi af sér algjört stjðrnleysi. Þjóðarsátt eða kjarasáttmála er vonlitið aö ná meðan aðilar vinumarkaðar- ins hugsa eins og þeir gera nú, þeir munu telja sig betur setta með samskonar ástand og nú rikir. Rikisvaldið veröur að hafa einhvern vönd til að veifa og vera reiðubúið til að flengja, þegar með þarf. Þá fyrst er hægt að búast við þvi, að aðilar vinnumarkaðarins séu til við- ræðu um þjóðarsátt. Er lýðrœðið sirkus og kosningar grín? sig fram til að hafa forystu fyrir málefnum þjóðarinnar. Ég væni Alþýðuflokkinn ekki um slika fá- visku. Hins vegar hafa þeir verið staðnir að stærstu kosningasvik- um sem þekkst hafa i islenskum stjórnmálum á siðari árum. Ágreiningur Alýðuflokksins og Alþýðubandalagsins er ekki ein- göngu um einstakar aðgerðir i efnahagsmálum. Hann snýst um enn mikilvægari grundvallarat- riði: um eðli lýðræðisins og kjarabaráttu launafólksins i landinu. Alþýðubandalagið telur það lýðræðislega skyldu stjórnmála- flokks að standa við þá stefnu sem hann leggur fram i kosning- um. Fylgi við flokk sé staðfesting á þeirri stefnu og fulltrúum flokksins beri að fylgja henni fram. Þess vegna er málefnaleg- ur grundvöllur höfuðforsenda ri'k- isstjórnar og samræmi stjórnac- sáttmáia við kosningarloforð flokkanna prófsteinn á lýðræðis- legan þroska þeirra. Alþýðu- bandalagið telur að verkalýðs- flokkur sem i raun og sannleika vill vera brjóstvörn og baráttu- tæki launafólksins eigi að styðja kjarabaráttu verkalýðsins bæði fyrir og eftir kosningar en ekki boða að loknum kosningum nýja kjaraskerðingu aðeins vegna þess að nú séu það „góðu strákarnir” sem ætluðu að setjast i ráðherra- stólana. Alþýðuflokkurinn sýndi við lok vinstri viðræðnanna að hann er i verki andvigur þessum grund- valllaratriðum lýðræðisins og kjarabaráttunnar. Hann berst gegn stefnu rikisstjórnarinnar fyrir kosningar og fær þess vegna stóraukið fylgi en tekur siðan þessa sömu stefnu upp eftir kosn- ingar. Hann styður kröfuna um afnám kaupráns fyrir kosningar en boðar áframhald þess eftir kosningar. Þetta er kjarninn i þeim á- greiningi sem leiddi til slita vinstri viðræðnanna. Það segir sina sögu að Framsóknarflokkur- inn stóð algerlega með Alþýðu- flokknum og hrópaði húrra fyrir afstööu hans. Hitt vekur furðu okkar margra að hrifning Fram- sóknarflokksins yfir afstöðu krat- anna skyldi ekki vera þeim siðar- nefndu tilefni til að snúa við á hinni röngu braut. Meðmæli Framsóknar hafa á siðustu miss- irum ekki þótt plús i krataherbúð- unum. En nú eru greinilega nýir timar. Meistarar siðleysfslins: Nú eru svikin dyggð. Talsmenn Alþýðuflokksins hafa á undanförnum misserum boðað nýtt siðgæði i islenskum stjórn- málum og breytt vinnubrögð. Ný- ir siðir kæmu með nýjum herrum. En skjótt skipast veður i lofti. Nú eru kosningasvikin, stuðningur Alþýðuflokksins við gamlar lummur kolfallinnar rikisstjórn- ar, gengisfellingu og kjaraskerð- ingu, varin i grið og erg með sömu gömlu loddarabrögðunum og tiðkast hafa i áratugi. A sama hátt og skúrkar fyrri tima höfðar Alþýðuflokkurinn nú til „ábyrgð- ar” og „þors”. Þeir eru sko kaldir karlar, kratarnir. Þeir svikja með bros á vör. Það sem fyrir mánuði var argasti óþverri er nú þjóðarnauðsyn. 1 grein eftir grein keppast þeir við að gera svikin að dyggð. Siðgæöispostularnir hafa reynst vera meistarar hins gamla siðleysis. Þótt Alþýðuflokksmenn gagn- rýni tillögur Alþýðubandalagsins og finni þeim allt til foráttu þá er það engin afsökun fyrir þeirra eigin kosningasvikum. Sigur Al- þýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins i alþingiskosningunum skóp nýja trú á þáttaskil i stjórn- málum. Alþýðuflokkurinn hefur þvi miöurá örfáum vikum brugð- ist þeim trúnaði algerlega. Hann hefur tekið upp úreltar sjónhverf- ingar kosningasvikara og þar með grafið undan trausti lands- manna á lýðræðislegum stjórnar- háttum. Hringsnúningur Alþýðu- flokksins eftir kosningar elur á þeirri afstöðu, að kosningarnar séu bara kabarett og stefnu- skrárnar blöff. Það se engum aö treysta. Allir séu sömu loddar- arnir. Afstaða Alþýðuflokksins er þvi i reynd tilræði við lýöræðið i land- inu. Hún er stuðningur við öflin sem ala vilja á þeim hugsunar- hætti að lýðræðið sé sirkus og kosningar grin. Sérhver lýöræðis- sinni verður þvi að refsa Alþýðu- flokknum fyrir þessa framkomu hvaða álit sem menn annars kunna að hafa á einstökum tillög- um i efnahagsmálum. Brot á siðalögmálum lýðræðisins, af- neitun á þeirri samsvörun mál- flutnings fyrir og eftir kosningar sem ein megnar að veita kosning- um raunverulegt inntak. er al- varlegri en allur ágreiningur um efnahagsmái. Þar er Alþýðu- ílokkurinn sá seki og sök hans er stór.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.