Vísir - 08.08.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 08.08.1978, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 8. ágúst 19?8~^7T^t l l^. VÍSIR Útgefandi: IFramkvæmdastjdri: Ritstjórar: Reykjaprent h/f Davifl Guflmundsson Þorsteinn Pálssonábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrlmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónlna Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón Oskar Haf steinsson, Magnús Ólaf sson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Qreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260 Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Ritstjórn: Sfðumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2000 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 100 eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f. Fiskað í gruggugu vatni Það er heldur óvenjulegt að stjórnmálamönnum sé sagt til syndanna í kirkjum landsins en það gerðist þó á dögunum, þegar séra Sigurður Haukur Guðjónsson prestur í Langholtsprestakalli í Reykjavík flutti hressi- lega hugvekju um þjóðmálin í útvarpsguðþjónustu á sunnudagsmorgni. Hann ræddi nýliðna kosningabaráttu, loforðaflaum frambjóðendanna og hnútukast þeirra, en það sagði hann hafa gengið svo hart og titt að vesælir kjósendur hefðuorðiðaðdraga sig ifelur til þess að verða ekki fyr- ir. ,,Lömuð og skelfd horfðum við á þennan leik" sagði presturinn „skelfd vegna þess að ef við hefðum átt að trúa orðum keppinauta um atkvæðin, trúa orðum þeirra um andstæðingana, þá var gæfa Islands komin illilega á slig, því vart fannst, ef marka má orð f lokksblaða, ann- að en ótíndur þorparalýður í f ramboði, — lýður er sat á svikráðum við þjóðina, en mataði aðeins sína eigin klíku. Hvað er að ske? Hvert stef nir sú þjóð, sem trúir því, að til forystu veljist aðeins trúðar? Hvert stefnir siðgæði þeirrar þjóðar, sem líður það, að í stjórnmálum sé það listin æðst að ata andstæðinginn svo auri, að hann verði að skrimsli sem atkvæðin flýi?Hitt skiptir minna máli, hvort við hli'ð þessarar „listar" sitji hæfileikar til setu á þingi. Hvert stefnir?" Þessar spurningar klerksins ættu að vera okkur ihug- unarefni. Erekki fulllangt gengið? Mennsegja ef til vili, að svona hafi þetta alltaf verið, og hinir eldri segja, að skætingurinn og persónulegar svívirðingar komist ekki nú á dögum í hálfkvisti við það sem gerðist hér fyrr á öldinni. En þar með er ekki sagt að svona eigi þetta að vera. Það sakar að minnsta kosti ekki að menn hugleiði, hvort ekki sé ástæða til að færa stjórnmálabaráttuna upp á málefnalegra svið. Þetta á ekki einungis við um yfirlýsingar og fram- komu stjórnmálamannanna i kosningabaráttunni, held- ur stjórnmálaumræður almennt. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson sendi þeim líka tóninn stjórnmálamönnunum, sem þjóðin kaus til að skipa nýtt alþingi og mynda nýja stjórn, með nýrri sam- hentri stefnu til þess að ganga á móti hrunadansinum en halda honum ekki áfram. Hann spurði hvað við hefðum heyrt f rá þessum mönn- um eftir kosningarnar og lagði þeim síðan orð í munn: „Engan æsing, elskurnar mínar. Við þurfum að hugsa. Við þurfum að láta sérfræðinga koma okkur í skilning um, hvar við stöndum." Hann velti þvi fyrir sér, hvort fleirum en honum þættu þetta ekki undarleg orð úr munni manna, sem nýkomnir væru úr þeysireið um landið til þess að upplýsa landslýðinn um þann voða, sem i vændum væri. „Hvað rneintu þeir? Um hvað voru þeir að tala?" spurði Sigurður Haukur. „Voru stóru orðin þá aðeins maðkur á öngul fyrir mig og fyrir þig? Þarf vatnið að vera áfram gruggugt til þess að allir þessir stjórnmála- flokkar fái þrifist?" Er nema von að presturinn spyrji. Þessi skripaleikur hefur komið fleirum en honum spánskt fyrir sjónir og sýndarmennska og ábyrgðarleysi sumra stjórnmálafor- kólf anna undanfarnar vikur hef ur gengið f ram af mörg- um kjósandanum. „Mér er nákvæmlega sama um f lokkinn minn, en mér er ekklj sama um þjóðina mína", sagði Sigurður Hauk- ur í útvarpsmessunni og bætti við: „Ég kaus ekki á þing menn til þess að fiska fyrir einhvern flokk, heldur til þess að vega og meta hag þessarar þjóðar, leiða hana út i Ijósið á ný - út úr þokunni." Undir þessi orð ættu flestir kjósendur að geta tekið. Við eigum kröfu á því að þingmenn okkar taki höndum saman um lausn vandans og láti hagsmuni þjóðarinnar vega þyngra en hagsmuni flokksins. Málið er ekkisvona einfalt í leiðara Þjdðviljans s.l. fimmtudag er gerður einfaldur samanburöur á gjöldum ein- staklinga og félaga samkvæmt skattskrá i Reykjavik. Þar sem heildargjöld einstaklinga hækka um 67% en félaga um 45%, vekja þessar tölur hjá leiðarhöf- undi „grunsemdir um vaxandi ranglæti.” Þær grunsemdir eru þó ekki á nægilega traustum rökum reistar. Tvær fallgryfjur Hér er einkum tvennt, sem kemur til. í fyrsta lagi er I hópi einstaklinga fjöldi aðila ( með sjálfstæðan atvinnurekstur, sem greiða skatta sem einstakl- ingar af þeim tekjum. Eru hæstu skattgreiðendur meðal einstaklinga i þessum hópi. Þetta ætti alþjóð aö vera kunn- ugt af árlegum viötölum við þessa menn. 1 öðru lagi þurfa menn að hafa i huga, að skattar greiðast af á- kveðnum skattstofnum. Þegar tekjuskattur einstaklinga i vinnuhjá sjálfum séreða öðrum hækkar um 70%, en tekjuskatt- ur félaga hækkarum 36%, sýnir það ekki endilega vaxandi órétt- læti í þá veru, að skattbyrði ein- staklinga hafi hækkað meira en félaga. Astæðan getur allt eins verið sú , að tekjur launþega hafi á árinu 1977 hækkað mun meira en hagnaður félaga og einmitt á kostnað hagnaðar. Sú var vissulega raunin 1977. Þá hækkuöu kauptaxtar launþega um 44% frá árinu áður og um 64% yfir árið. Afkoma fyrir- tækja fór hins ,vegar ört versn- andi á siðari hluta ársins 1977 og fram á þennan dag. Það ætti þvi engan að koma á óvart, að skattur af tekjum einstaklinga á árinu 1977 skuli hækka verulega og umfram tekjuskatt félaga. Stóreignamenn með vinnukonuútsvar Af þessu má vera ljóst, að ein- faldar tölur geta gefið einfald- aðar og villandi niðurstööur, sem eru engu betri en setningin „stóreignamaður með vinnu- konuútsvar”, sem einnig er not- uð í leiðaranum. Hér er enn á ferðinni gamla sagan, að leggja saman epli og appelsinur og fá út perur. Menn borga, eins og allir ættuað vita, útsvar af tekj- um, en eignarskatt af eignum. Maður, sem á miklar eignir, getur þvi eðlilega haft lágar tekjur og greitt af þeim „vinnukonuútsvar”. Við meg- um ekki gleyma þvi, að fólk sem komiö hefur upp börnum sinum og býr i skuldlausu húsnæöi get- ur margt lifað góöu lifi af þeirri fjárhæö, sem ungt fólk þarf að greiða mánaöarlega vegna barnauppeldis og húsnæðisöfl- unar. Ef ungt fólk hefur við ein- hvern að sakast i' þessum efn- um, er það veröbólgan en ekki skatturinn. t umræðum um skattamál á siðustu árum hafa eignir manna, lifeyrir, tekjur og skatt- ar lent i einum graut hjá sum- um, enda er skattlagning flókið fyrirbæri, eins og gjaldheimtu- seöillinn undirstrikar. Hinu er ’—!—y-----------—\ Þegar tekjuskattur ein- staklinga i vinnu hjá sjálfum sér eða öðrum hækkar um 70%, en tekjuskattur félaga hækkar um 36%, sýnir það ekki endilega vaxandi órétt- læti. Astæðan getur allt eins verið sú, að tekjur launþega hafi á árinu 1977 hækkað mun meira en hagnaður fé- laga og einmitt á kostnað hagnaðar. Sú var vissulega raunin 1977, segir Arni Arna- son, skrifstofustjóri hjá Verslunarráði tslands. ekki aö leyna, þótt skattstofur reikni út lifeyri manna, að þess kunna að vera dæmi, að lifeyrir sé ekki i samræmi við eyöslu manna. Spurningin er, viljum við fara út i skattrannsóknir á framtölum einstaklinga eöa finnst okkur nóg, að fyrirtæki séu ein undir smásjá skattrann- sókna? Hærri skattar = lægri laun Ýmsir vilja, að fyrirtæki greiði sem mesta skatta, þegar öðrum stendur á sama um, hvort fyrirtæki greiði yfirleitt nokkra skatta, þar sem gera má viðtakendum teknanna að greiða skatta af þessum tekjum. Hvorn háttinn, sem við viljum hafa, verðum við þó að muna, að taki hiðopinbera háan toll af tekjum atvinnurekstrar, verður þeim mun minna eftir handa þeim, sem öfluðu teknanna og til uppbyggingar sterkra at- vinniiyrirtækja i landinu. Sama krónan verður ekki notuö til margra hluta i senn. Fyrir kosningar stóð Alþýðu- flokkurinn við hlið Alþýðubanda- lagsins, ASl og BSRB og barðist ötullega gegn kaupránslögum rikisstjórnarinnar. Krafan um samningana i gildi, afdráttarlaus og ótviræð, var helsta stefnumál flokksins. Þúsundum saman kaus launafólk Alþýðuflokkinn I þeirri góðu trú að loforð hinna nýju manna væru marktæk. Þeir börð- ust fyrir bættu siðgæði, auknu lýðræði og heiðarlegri stjórnmál- um. Þeir yrðu varla fyrstir til aö svíkja. Nú spyr þetta fólk i senn undr- andi og vonsvikið: Voru kosning- arnar grin? Stefnan öllu i plati? Eru hin ungu andlit aðeins griraa gamalla skúrka? Er svona auð- velt að læra svikabrögðin? Kauprán fyrir og eftir kosningar. Fyrir kosningar mótmælti Al- þýðuflokkkurinn harðlega efna- hagsaðgerðum rikisstjórnarinn- ar: gengisfellingu og kjaraskerð- ingu. Fjórum vikum eftir kosn- ingar setur Alþýðuflokkurinn hins vegarfram tillögur um sams kon- ar aðgerðir og hann gagnrýndi rikisstjórnina fyrir. Þegar Al- þýðubandalagið neitaði að fallast á að taka cftir kosningar upp stefnu hinnar kolföllnu rikis- stjórnar, þá sleit Alþýðuflokkur- inn viðræðum um myndun vinstri stjórnar. Slitin voru þvi grund- völluð á einföldu og afar skýru at- riði. Alþýðubandalagið hélt fast við þá stefnu sem flokkurinn hafði boöað i kosningunum og mótað Talsmenn Alþýðuflokksins hafa á undanförnum misser- um boðað nýtt siðgæði í is- lenskum stjórnmálum og breytt vinnubrögö. Nýir siðir kæmu með nýjum herrum. En skjótt skipast veður I lofti. Nú eru kosningasvikin, stuðningur Alþýðuflokksins við gamlar lummur kolfall- innar rikisstjórnar, gengis- fellingu og kjaraskerðingu, varin i grið og erg með sömu göntlu loddarabrögöunum og tiðkast hafi i áratugi. Þaö sem fyrir mánuði var argasti óþverri er nú þjóðarnauð- syn.SiðgæðispostuIar hafa reynst vera meistarar hins gamla siðleysis, segir Ólafur Ragnar Grimsson, alþingis- maöur, i grein sinni um af- stöðu Alþýðuflokksins fyrir og eftir kosningar. meö ASÍ og BSRB. Aiþýðuflokk- urinn vildi nú svikja þá stefnu og taka upp efnahagsaðgerðir hinn- ar kolföllnu rikisstjórnar. Þess vegna studdi Framsóknarflokk- urinn afstöðu Alþýðuflokksins enda var hún syndakvittun fyrir afglöp Ólafs og Geirs. Þótt þingmenn Alþýðuflokksins reyni nú að þyrla upp alls konar óhróðri um afstöðu Alþýðubanda- lagsins og beri þvi á brýn ,,á- byrgðarleysi”, það ,,þori” ekki að takast á við vandann, tillögur þess séu með „gati” o.s.frv., þá megnar allur sá orðaflaumur ekki að breiða yfir hina einföldu staðreynd að Alþýðuflokkurinn varEFTIR kosningar reiðubúinn að svikja helsta kosningarloforð sitt og taka upp sömu stefnu sem hann hafði hafnað FYRIR kosn- ingar. Grundvalllarágreiningur um lýðræði og kjara- baráttu. Það má ræða fram og aftur um ýmsa þætti i tillögum Alþýðu- bandalagsins og mat á eöli þess vanda sem við er að glima i efna- hagslifi þjóðarinnar. Sá vandi hefur hins vegar ekki breyst á nokkrum vikum. Ef Alþýðuflokk- urinn telur ' gengisfellingu og kjaraskerðingu nauðsynlegar að- gerðir til að leysa þennan vanda þá átti hann að segja þjóðinni það fyrir kosningar. Hafi þeir ekki vitað hver vandinn var, þá eiga slikir fáráðlingar ekki aö bjóða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.