Tíminn - 17.08.1969, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 17. ágúst 1969.
TIMINN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdast.ión: Kristján Benediktsson ftitstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason oe Indrifii
G Þorsteinsson Fulltrúi ritst.iórnar- Tómas Karlsson Auglýs-
ingastióri: Steingrimur Gislason Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-
liúsinu, símar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7 —
Afgreiðslusími: 12323 Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur
sími 18300 Áskriftargjqld kr 150.00 á mánuði. tnnanlands —
t tausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.l.
Togarar og „viðreisn“
Þegar árið 1970 gengur í garð, munu vera að líkind-
um 22 skip í íslenzka togaraflotanum. Sú er tala þeirra
togara, sem íslendingar eiga nú. Fyrir tæpum 10 árum
eða 1960, þegar ,,viðreisnin“ svonefnda kom til sögunn-
ar, áttu íslendingar 47 togara og hefur togarafloti þeirra
aldrei verið stærri. Seinustu togarar, sem íslendingar
létu smíða, komu til landsins 1960, en vinstri stjómin
hafði látið hefjast handa um undirbúning að smíði
þeirra. Síðan 1960 hefur enginn nýr togari bætzt í hóp-
inn, en meira en helmingur þeirra, sem íslendingar áttu
þá, hafa verið seldir úr landi, aðallega sem brotajám.
Af þeim togurum, sem nú eru í eign íslendinga, er
raunar helmingur eða 13 talsins eldri en tuttugu ára.
Sex þeir elztu eru 22 ára. Yngstu togaramir. fjórir tals-
ins, eru 9 ára.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að seinustu
20 árin hafa orðið miklar breytingar og endurbætur á
togurum, einkum þó allra seinustu árin. Togaraflotinn
má því heita orðin eins úreltur og frekast er hægt að
hugsa sér hjá þjóð, sem aðallega byggir á fiskveiðum.
Hinn mikli samdráttur togaraflotans' á áratugnum
1960—70, er eitt augljósasta dæmið um öfugþróun ís-
lenzkra atvinnumála í tíð þeirrar efnahagsstefnu, sem
hófst með ,,viðreisninni“ svonefndu-
Efnahagsstefna „viðreisnarinnar“, hefur verið sú, að
ríkisvaldið ætti ekki að hafa neina fomstu eða afskipti
af fjárfestingunni, heldur ætti að láta einstaklingana
sjálfa um það, því að þá myndi fjármagnið leita þang-
að, þar sem það bæri mestan arð, og slíkt væri bezt
bæði fyrir einstaklinginn og heildina. M.ö.o. það átti að
láta gróðasjónarmiði augnabliksins ráða. í samræmi við
þetta, hefur uppbyggingin orðið í tíð „viðreisnar“. Fjár-
magnið hefur farið 1 alls konar milliliðastarfsemi, verzl-
unarhallir, síldarframkvæmdir o.s.frv. Flest hefur verið
miðað við fljótfenginn gróða, sem þó hefur oftast brugð-
ist. Öll meiriháttar uppbygging, sem var miðuð við fram-
tíðina, hefur setið á hakanum. Þess vegna hefur endur-
nýjun togaraflotans, frystihúsanna og efling eldri og nýs
iðnaðar, sem ekki hefur þótt vænlegur til fljótfengins
gróða, mætt afgangi. Á þessum sviðum hefur framtak
einstaklinga, þar sem þess var þó mest þörf, lítinn eða
engan stuðning fengið, heldur þvert á móti verið þrengt
að því með ljánsfjárhöftum, vaxtaokri o. s frv.
Hin réttu vinnubrögð voru þau, að ríkið fylgdist með
fjárfestingunni, beindi henni að réttum viðfangsefnum og
kæmi framtakssömum einstaklingum og fyrirtækjum til
aðstoðar, þar sem þörf krefði, t. d. við endurbyggingu
togaraflotans. En slíkt hafa þeir Gylfi og Bjarni helzt
ekki mátt heyra, því að það væri höft! Þess vegna er
nú komið, sem komið er.
Landgræðsla
Ungmennafélögin vinna merkilegt starf, þar sem er
landgræðsla þeirra. í sumar hafa ungmennafélögin í sam-
ráði við Landgræðslu ríkisins sáð um 7 lestum af gras-
fræi og 90 lestum af áburði í örfoka landssvæði, sem
eru um 150 ha. að stærð. Auk þess var borið á 170
þa. landsvæði, sem sáð var í af ungmennafél. í fyrra.
Meðal ungmennafélaganna er mikill áhugi fyrir þessu
starfi og hefði það orðið miklu meira í sumar, ef fé
hefði verið fyrir hendi til kaupa á fræi og áburði. Hér
er vissulega um hið merkasta starf að ræða og verður
að gera ráðstafanir til þess, að fjárskortur verði ekki
til þess að draga úr því. Þ.Þ.
r,.„„»lwili- ■■■ ■■■■■ !,■■■■- ■ ■ ■li.-in,—
CHESTER BOWLES:
Þaö skiptir höfuðmáli í Asíu,
að lýðræðið haldist í Indiandi
Það mun treysta friðinn og stöðugleikann í allri Asíu
Chester Bowles liefur ver-
ið sendiherra Bandaríkjanna
í Indlandi undangengin sex
ár. Áður var hann vara-utan
ríkisráðherra og ráðgjafi
Johns F. Kennedys forseta,
í málefnum Afríku, Asíu og
Suður-Ameríku.
SKYNDIFÖR Nixons forseta
til Nýju Delhi um daginn leiddi
athygli manna að hlutverki Ind
verja í alþjóðamálum. Stefna
okkar Bandaríkjamanna í mál-
efnum Asíu allrar verður efa-
laust í meira samræimá við
veruleikann, þegar bandaríska
ríkisstjórnin er búin að gera
sér fuilla grein fyrir þessu hlut
verki.
Indverjar hafa mikil áhrif
langt út fyrir landamaeri lands
síns, enda eru þeir ákaflega
vel í sveit settir og mannfjöld
inn í landinu meiri en ibúa-
fjöldi Afríku og Suður-Ame-
ríku samanlagður. Stöðugleiki
i stjórmmálum Indlands og sí-
batnandi lífskjör þar í landi
geta ráðið úrslitum um stöð
ugt ástand í Asíu allri yfir-
leitt.
STYRJÖLDIN í Vietnam hef
ur leitt ótvírætt í ljós, að
Bandaríkin geta ekki þrátt
fyrir sinn gífurlega hernaðar-
mátt og afköst í iðnaði, haft
Úrslitaáhrif á málefni Asíu.
meðan stjórnmiálastuðningur
okkar er tabmarkaður við fáar
og tiltölulega fámennar þjóðir
þar í álfu. Japanir, Indverjar
og Indónesíumenn verða að
taka á sig hluta ábyrgðarinnar,
enda heyra þessum fjölmennu
þjóðum til níu af hverjum tíu
Asíubúum, sem ekki eru komm
únistar.
Indverjar geta gegnt þarna
mildu mikilvægara hlutverki
en þeir hafa gert hingað til.
Mjög mikil aukning hefur orð-
ið í landbúnaðarframleiðslu
landsins, útflutningurínn eykst
stöðugt og iðnaðurinn eflist
mjög verulega. Þetta vekur
aýjar vonir. Fóilksfjölgunin er
mikið vandamál, en umfangs-
nikil við'leitni til að koma á
fjölskylduáætlunum er nú haf-
in og komin á góðan rekspöl.
Indverskir leiðtogar eru sann
færðir um, að þjóðin geti, með
nægilegri aðstoð, orðið nokk-
urn veginn sjálfri sér nóg efna
hagslega á næstu fimm eða
sex árum.
ÞAÐ er erfiður þröskuldur
á framfaravegi Indverja að
þeir verða árlega að láta af
hendi jafnvirði 500 milljóna
dollara í erlendum gjaldeyri
til Bandaríkjanna, Alþjóðagjald
eyrissjóðsins og fleiri lánar-
drottna upp í vexti og afborg
anir af eldri Iánum. Greiðslu-
frestur í fimim ár til dæmis
yrði Indverjum til mjög mik-
ils léttis og gæti átt sinn miMa
þátt í að þeiro yrði vel ágengt.
Við Bandaríkjamenn meguro
þó ekki gera okkur of háar
hugmyndir eða tillivonir í sam
bandi við efnahagsaðstoðina.
Áætlun ofckar um efnahagsað-
stoð gerir okkur ekki Meift að
kaupa vináttu þeiiTa þjóða,
sem aðsitoðarinnar njóta, eða
stuðning þeirra við þau mél,
sem við verðum að berjast
fyrir hjá Sameinuðu þjóðun-
um. Að því er Indland áhrær-
ir ,má efnahagsaðstoðin ekki
hafa annan tilgang en þann að
gera stjórn landsins starfhæfa
eg tryg'gj a þjóðinni efnahags-
lega ef'lingu.
ÞEGAR urn hernaðaraðstoð
okkar er að ræða verðum við
að gera ofckur ljóst, að full-
yrðingar ríkisstjórnar okkar
um að við seljum öðruim þjóð-
um óhemju miMð af hergögn
um til þess að „efla heims-
friðinn og treysta efnahagisþró
unina“ hljóma sem þröngsýni
í eyrum vina okkar og hrein
ósanmiindii í eyrun þeirra, sem
okkur gagnrýna,
Þegar við hófum hernaðarað
stoð ofckar til Asíulanda á ár-
unum upp úr 1950 gáfum við
þá rökréttu skýrnigu, að þessi
aðstoð ætti að stuðla að því,
að Kínverjum og Sovétmönnum
yrði haldið í skefjum. Ekki
verður í efa dregið, að aðstoð
okkar var mjög mikilvæg í sum
um tilfellum, einmitt þegar
mikið reið á. Þessi aðstoð hef-
ur hins vegar borið æ sterkari
stjórnmálablæ hin síðari ár, og
af því hefur aftur leitt að hún
nær nú til ýmissa svæða, sem
tæpast geta valdið miMu um,
hivort hirnn upprunalegd tiligang'
ur næst eða ekki.
RAUNIN hefur og- orðið sú
þróuðum þjóðum og valdið
því ,að við höfum verið taldir
efla óvinsæla einræðisherra og
hernaðarstjórnir. Af þessum
sökurn hafa þeir, sem eiga að
vera vindx okkar, sannfærzt um,
að valdhafarnir í Washington
hafi meiri áhuga á að selja
hiengögn með ágóða og styðja
afturhaldsstjórnir en að efla
friðinn í heiminum.
Heita má, að við hjónin höf-
urn komið í hvern einasta af-
kiima Indlands, Við höfum nvar
vetna orðið vör við eimlæga vin
áttu í giarð Bandarí'kjamanna,
bæði sem einstaMinga og þjóð
ar. Hér hefur veriö minna um
uppþot til að sýna andúð á
Bandaríkjamönnum nn í nokkru
öðru vanþróuðu landi að neita
má.
ÉG ski'l mæta vel þá gremju
sem bandarískir leiðtogar láta
af og ti'l í ljós í garð Indverja,
enda geta Indverjar stundum
reynt alvarlega á þolinmæðina.
Vinur minn einn spurði mig
einu sinni:
„Hafa Indverjar nokkurn
tiíma gert noikkurr hlut fyrir
okkur Bandaríkjamenn?"
Svarið við þessar' spurningiu
liggur ákaflega beint við. Bret
ar héldu heim árið 1947 og
Lndverjum ttefnr síðan tekizt
að halda velli sem stöðug lýð-
ræðisþjóð. Framfarir í efna-
hagsmálum og félagsmálum
hafa orðið til muna melri á
þessum 22 árum en á 200 ár-
um meðan nýlendustjórnin
réði ríkjum. Ríikisstjóm Ind-
lands og indverska þjóðin hafa
ekki aðeins viðhaldið þjóðlegri
einingu, heldur einnig mál-
frelsi, ritfrelsi og kosninga-
PVamhaid á t>Ls, 15
í framkvæmd, að sumt af hern
aðaraðstoð okkar hefur aukið
á spennuna, stuðlað að aukn- frelsi.
ingu hernaðarútgjalda hjá van