Vísir - 05.09.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 05.09.1978, Blaðsíða 4
4 margar geröir og litir FÓTLAGA HEILSUSANDALAR meö trésólum hár hæll lágur hæli enginn hæll einnig baósandalar Þreyttir fætur auka spennu og rétt lag- aö skótau hjálpar því heilsunni. Þýsk gæðavara á mjög góöu veröi. LÍTIÐ INN OG LÍTIÐÁ Aöeins hjá okkur. Laust embœtti er forseti íslands veitir Prófessorsembætti I meinafræði viö læknadeild Háskóla tslands er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um prófessorsembættiö skulu láta fylgja umsókn sinni itarlega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir þurfa að berast menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. október 1978. Menntamálaráðuneytið 29. ágúst 1978 Trésmiðja Jóns Gíslasonar er flutt að Skemmuvegi 38, Kópavogi. Nýtt símanúmer auglýst síðar. Uppl. í heimasíma 86594. Nouðungaruppboð sem auglýst var f 36., 38. og 40. tbl. Lögbirtingablaösins á fasteigninni Kirkjuteigur 15, Keflavfk, þingl. eign Rúnars Guðjónssonar,fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 7. september 1978 ki. 16.30. Bæjarfógetinn I Keflavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 85., 87. og 88. tbl. Lögbirtingablaös 1977 á Hólsvegi 17, þingl. eign Páls S. Halldórssonar fer fram eft- ir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 7. september 1978 kl. 14.00. Borgarfógetaembættiö f Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 22., 24. og 26. tbl. Lögbirtingablaös 1978 á hluta f Tunguhálsi 9, þingl. eign Model Magasin h.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavfk og Toll- stjórans I Reykjavfk á eigninni sjálfri miövikudag 6. september 1978 kl. 16.00. Borgarfógetaembættiö f Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var f 22., 24. og 26. tbl. Lögbirtingablaös 1978 á Selásbletti 3, þingl. eign Péturs Filippussonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavfk á eigninni sjálfri miðvikudag 6. september 1978 kl. 11.00. i Borgarfógetaembættiö I Reykjavfk Þriðjudagur 5. september 1978 VISIR Þau Lárus Sveinsson, Hannes Þ. Hafstein og Guðbjörg Þorbjarnardóttir afhentu gjöfina fyrir hönd slysasjóðsins. Kalla Malmquist yfirsjúkraþjálfari, Jóhann Gunnar Þorbergsson yfirlæknir og Sigrún Knútsdóttir deildarsjúkraþjálfari veittu gjöfinni viðtöku af hálfu Grensásdeildar. Gjöf til sundlaugarbyggingar Grensásdeildar: Forhönnun laug- arínnar er lokið „Þessi gjöf kemur að mjög góðum notum,” sagöi Jóhann Gunnar Þorbergsson yfirlæknir á Grensásdeild Borgarspftalans er Vfsir haföi tal af honum f til- efni stórgjafar er deiidinni barst frá slysasjóði Félags islenskra leikara og starfsmannafélagi Sinfónfuhljómsveitar Islands. Gjöfin var fjárupphæö er nemur 612.328 og er þaö óskipt lit- hlutunarfé sjóösins f ár. Óskaði stjórn sjóðsins þess sér- staklega að fénu yrði varið til byggingar sundlaugar viö Grensásdeild Borgarspitalans. Hefur Grensásdeildinni nú verið fært hátt á þriðju milljón króna frá ýmsum velunnurum til sundlaugarbyggingarinnar. Auk ýmissa einstaklinga sem látið hafa fé af hendi rakna i þessu tilefni þá hafa sjúklingar og starfsmenn Borgarspitalans efnt til fjársöfnunar og Lions- klúbburinn FREYR gaf eina milljón króna á sinum tfma. ,,Við vonum aö byggingu laugarinnar verði lokið sem fyrst, þvi þjálfun i vatni hefur mikla þýðingu við endurhæf- ingu. Hreyfingar eru allar mun auðveldari I vatni og þvi eykur það styrk þeirra sem t.d. á einhvern hátt eru hreyfiskertir að finna að þeir geti hreyft sig, ekki hvað síst andlegan styrk.” Er Jóhann var spurður að þvi hve langt væri i land með bygg- ingu laugarinnar sagði hann að forhönnun hennar værinú lokið. „Við vonumst til þess að jarð- vegsframkvæmdir geti hafist í haust og þá byggingarfram- kvæmdir f byrjunnæsta árs. En isvona verðbólgu verðum við að fyrirbyggja rýrnun þess fjár sem okkur hefur borist. Gjöf slysasjóðsins verður þvf variö til tækjakaupa til laugarinnar sjálfrar”. „Við viljum ljúka þessuverki sem fyrst. Það er aldrei unnt að sjá fyrir slys og hver sé næstur, eins og sagt er,” sagði Jóhann Gunnar Þorbergsson aö siðustu. „Endurhæfing er aldrei of dýru verði keypt.” —ÞJH Svartfugl Gunnars Gunnarssonar í pappírskiljuformi frá AB: Spennandi sakamálasaga til bókmenntakennslu „Þetta er vissulega nýbreytni hjá okkur”, sagöi Brynjólfur Bjarnason hjá Altnenna bóka- félaginu er Visir haföi samband viö hann vegna nýrrar útgáfu félagsins á skáldverkinu Svart- fugl eftir Gunnar Gunnarsson — aö þessu sinni sem pappirs- kilju. Þessi útgáfa er einkum ætluö til hliösjónar viö bók- menntakennslu f skóium og meö þaö i huga ritar Sveinn Skorri Höskuldsson ritgerö sem birt er sem eftirmáli I bókinni.' „Við höfum að visu gefiö út kennslubækur og fjölda skáld- verka en þær útgáfur hafa verið ætlaðar fyrir almennan markað eða þá gefnar út i ritverkaröð. Þetta er i fyrsta skipti sem við gefum út skáldverk i þessum búningi og fái þessi útgáfa góö- an hljómgrunn er ekki úr vegi að við höldum þessu áfram,” sagöi Brynjólfur. Svartfugl byggir eins og flest- um mun kunnugt að verulegu leyti á raunverulegu morðmáli frá árunum 1802-05 er Bjarni Bjarnason bóndi á Sjöundá drap sambýlismann sinn Jón Þor- grímsson og banaði siðan konu sinni Guðrúnu Egilsdóttur með aðstoð ekkju Jóns, Steinunnar Sveinsdóttur, er hann var I þingum við. Þetta er þvi sakamálasaga I orðsins fyllstu merkingu, þvi auk þess að vera spennandi verða áhrifin af henni slik aö þau knýja lesandann til um- hugsunar um sálarllf, ábyrgð, sekt og sýknu. Sveinn Skorri Höskuldsson birtir i bókinni ritgerö þar sem hann greinir söguna með þeim aðferðum er nú eru notaöar i bókmenntakennslu. Sýnir rit- gerð hans og kynnir aöferöir I nútimabókmenntafræði. Þó tek- ur Sveinn Skorriþað skýrt fram i ritgerðinni að túlkun hans sé. aðeins ein leið af fleiri til skiln- ings á sögunni og bendir á að endanleg bókmenntaskýring sé ekki tíl. Auk þessa hefur Eysteinn Þorvaldsson menntaskólakenn- ari samið orðskýringar við sög- una og bendir einnig á nokkur atriði til ihugunar og verkefni varðandi söguna I heild. Bókin er unnin f prentsmiöju Odda og er 270 bls. aö stærö. —ÞJH. Mólefni þroskaheftra til umrœðu Landssamtökin Þroskahjálp eru nú að hefja starfsemi sina á ný eftir sumarleyfi. Nú i vikunni eru fyrirhugaöir almennir fundir um málefni þroskaheftra bæði í Reykjavik og úti á landsbyggöinni. Landssamtökin Þroskahjálp hafa boðiö til landsins fulltrúa frá Landssamtökum foreldra þroskaheftra i Danmörku frú Agnete Schou og dvelur hún hér til 10. september. t gærkveldi flutti Agnete Schou erindi á almennum fundif Domus Medica við Egilsgötu, þar sem hún ræddi um vandamál foreldra þroskaheftra barna, um fræöslu- og upplýsingastarf fyrir foreldra svo og samstarf á milli foreldra og starfsfólks stofnana. í kvöld þriöjudagskvöld er fyr- irhugaður almennur fundur um málefni þroskaheftra á Akureyri kl. 20.30. Fundarstaður er Hótel KEA og á miðvikudagskvöld er fyrirhugaður fundur á Egilsstöð- um kl. 20.30 og veröur Agnete Schoumeð framsöguerindi á báð- um stöðum. Allir fundirnir eru opnir öilu áhugafólki um málefni þroska- heftra en foreldrar og starfs- fólk stofnana ásamt barnalækn- um og hjúkrunarfræðingum, eru sérstaklega hvattir til að sækja þessa fundi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.