Vísir - 05.09.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 05.09.1978, Blaðsíða 11
i Þriöjudagur 5. september 1978 ■ ■ ÍM ■ ■ H ■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■ ■■■ SAMÆFING BJÖSGVNARSVl IALDIN A HVOISVíLU Fall er fararheill Slysavarnafélagiö hyggst reyna aö hafa samæfingar björgunar- sveita árlega f hverju hinna tfu umdæma félagsins á landinu. Gert aö sári úr plasti og tómat- sósu Sett var á sviöalvariegt bilslys til aö æfa mennina I slysahjálp. Hér er veriö aö æfa sjóbjörgun. Komið var fyrir dráttarvagni, öörum megin Rangár, sem átti aö gegna hlutverki skips f háska. Bil var svo komiö fyrir hinum megin, og línu skotið frá honum yfir til skipbrotsmannanna i dráttar- vagninum. Fyrir leitaræfinguna var sett á sviö flugslys i Hvolsfjalli. A þessari mynd sjáum viö hvar björgunarsveitarmenn snúa aftur úr æfingunni meö hina slösuöu. SAGAN HENNAR BRYNJU Jón Kristinsson, fyrrverandi formaður Leikfélags Akureyrar, skrifar í tilefni af grein Brynju Benediktsdóttur í Þjóðviljanum 27. ágúst sl,: ,Þetta er vond saga, og getur ekki einu sinni talist skáld- saga, til þess er hún of mikil Gróusaga/ yfir þeim viöbótamilljónum, sem L.A. hafi aflað meö haröri vinnu”.Ekki er gott aö átta sig fyllilega á hvað konan er hér að fara en sé þessi tilvitnun ofurlit- ið leyst upp, þá er L.A., sem fé- lag, ekki annað en það fólk, sem i þvi er, en ráðstöfunarrétturinn yfir fjármunum félagsins er i höndum stjórnarinnar, sem fé- lagsmenn hafa kosið og veitt umboð, og kemur þar ekki hvað sist til kasta leikhússtjórans, að ráðstafa þessum fjármunum af gætni og útsjónarsemi, þvi það er hann, sem með daglegum ákvörðunum sinum stofnar til flestra útgjalda félagsins. Samband stjórnar og leikhúss Næsti sögukafli Brynju hefst þannig: „Aöaldragbiturinn á starfsemi L.A. er fyrst og fremst hin gömlu og sérvisku- legu lög leikfélagsins. Þar er ekkert beint samband milli stjórnar og leikhúss”. L.A. hefur að sjálfsögðu haft lög frá upphafi, — i rúm 60 ár — en aðalfundagerðir bera með sér, að þeim hefur iðulega verið breytt, eftir þvi sem þött hefur henta hverju sinni, ög svo mun vafalaust verða framvegis. Aö lögin séu sérviskuleg er aðeins mat Brynju og vita marklaust, eins og það, að lögin séu ólýð- ræðisleg, sem Brynja skreytir sögu sina svo smekklega með i fyrirsögn. Varðandi sambandið millistjórnar og leikhúss, þá lit- ur út fyrir, að i bægslagangi Brynju til að koma höggi á fleiri eða færri félaga L.A. gleymist henni, að einmitt hún sjálf — sem leikhússtjori — var þessi beini milliliður, og þvi er þessi dómur hennar um vanrækslu i starfi ekki réttur. Hún fékk ein- mitt orð fyrir mikinn dugnað i störfum og ódrepandi sjálfs- traust, sem stundum gekk jafn- vel útyfir hið fyllsta lýöræöi^em oft vill verða hjá sliku dugnaðarfólki sem búið er að ákveða og jafnvel framkvæma áður en timi vinnst til að leita umsagnar eða samþykkis stjórnar, eða annarra sem þar hefðu átt um að fjalla. Stjórnin og reksturinn „Stjórnin er þrjú atkvæði, og tvö þeirra geta tekiö aliar ákvaröanir varöandi rekstur fé- lagsins”, heldur Brynja áfram. Það hefði þó ekki sakað að láta það fylgja að alla stjórn- arfundi sitja, auk stjórnar, varaformaður, og tveir vara- menn stjórnar, auk leikhús- stjóra, alls sjö manns, og að yfirleitt eru mál afgreidd með samkomulagi án beinnar at- kvæðagreiöslu. Hygg ég, að á tólf ára formannsferli minum hjá L.A. hafi beinar atkvæöa- greiðslu á stjórnarfundum verið færri en sem nemur tölu fingra annarrar handar. Einræðis- hneigð stjórnarmanna hefur nú ekki verið meiri en þetta. Og þá er þar komið sögunni þegar Brynja segir: „Þaö er fáran- legt, aö leikfélaginu skuli vera stjórnað af fólki, sem kemur hvergi nærri daglegum rekstri þess’LFyrr má nú rota en dauð- rota. Hverju þjóna svona skrif? Eftir samstarfið við Brynju hefði ég ekki trúað þvi, að hún léti slíkan endemis samsetning frá sér fara. Ef ég skoða siðustu tilvitnun eilítið nánar, má und- irstrika, að Brynja var ráðin á fullum launum einmitt til að sinna daglegum rekstri félags- ins — það er eins og hún sé si- íellt að týna sjálfri sér. En stjórnin hafði lika eitt og annað með höndum. Þannig sá ég um húsvörslu og sælgætissölu fyrir félagið s.l. vetur — að visu al- veg kauplaust. — Gjaldkeri var i hálfu starfi og sá um allar greiðslur félagsins, eftir þvi sem fjárreiður frekast leyfðu, en sá einnig um dyravörslu. Rit- ari og varaformaður, Saga og Sigurveig, voru báðar fastráðn- ar leikarar og hrærðust þvi i daglegum rekstri félagsins. Já, það er fáranlegt að L.A. skuli vera stjórnað af fólki sem kem- ur hvergi nærri daglegum rekstri félagsins. Nú er komið að sögulokum og i sögulok leysast oft ýmsar gát- ur, sem búnar eru að veltast fyrir lesandanum, og svo er hér. Nú verður ljóst hvers vegna fráfarandi leikhússtjóri hefur hamast eins og blótneyti i flagi og þyrlað upp moldviðri alls- konar hugaróra, sem enga stoð eiga i veruleikanum. Hún er særð og vonsvikin yfir þvi að nú- verandi stjórn er búin að koma starfinu mjög myndarlega af stað, ráða leikhússtjóra leikara og birta verkefnaskrá: „Asinn er slfkur”segir Brynja, „aö þaö vannst ekki timi til aö ráögast viö ieikhússtjórann (fráfarandi — innskot mitt) sem haföi þó aö baki reynslu vetrarins og 20 ára leikhússtarf”. Ekki minnist ég þess að Brynja hefði nokkru sinni við orð að fara i smiðju til Eyvindar Erlendssonar forvera sins i leikhússtjdrastarfinu. Og e.t.v. hefur nýráðinn leikhússtjóri og stjórn félagsins talið sig fullfær um að leysa vandann, þaö verð- ur raunar ekki annaö séð. Hinu má svo auðvitað velta fyrir sér hvort laun heimsins séu yfirleitt vanþakklæti. Um einkunnargjöf Brynju til handa Sögu og Þóri hef ég ekkert að segja. Þau kusu að segja sig úr félaginu. Þau sóttu ekki um störf aö nýju, þeg- ar auglýst var. Það er þeirra ákvörðun þeirra mál. Það er þvi viðsfjarri sannleikanum, að félagið hafi flæmt þau af staðn- um, séu þau þaðan farin. Sögunni er lokið. Þetta er vond saga og getur ekki einu sinni talist skáldsga,til þess er hún of mikil Gróusaga. Það var mikið ólán fyrir höfundinn og raunar alla, aö hann skyldi ekki halda hvildardaginn heilagan 27. ágúst s.l. Það heföi a.m.k. losað mig viö að senda þennan viðauka, sem ekki er gert með glöðu geði, þótt stundum verði raunar fleira að gera en gott þýkir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.