Vísir - 05.09.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 05.09.1978, Blaðsíða 5
5 JohnTravolta í Keflavík John Travolta sem er kunnur fyrir leik sinn i kvikmyndunum Saturday Night Fever og Grease, lenti á einkaþotu sinni á Keflavik- urflugvelli i gærdag. Bandariski leikarinn staldraði þar við i um hálfa klukkustund og fékk sér i svanginn i mötuneyti flugstöðv- arbyggingarinnar. Travolta var á leiðinni til Parisar, þar sem hann hyggst kynna kvikmynd sina Grease. —KP. m vism Þriöjudagur 5. september 1978 - John Travolta hefur undanfariö veriö i efstu sætum vin- sældalista víða um heim. Tónlistarkennarar vilja óttekt ó tónlistarskólum Tónlistarkennarar viðsvegar að af landinu héldu fund um helgina. Aðalumræðuefni fundarins var um samræmda námsskrá fyrir allt landið. Menntamálaráðherra skipaði nefnd s.l. vetur til að vinna að þessari samræmingu. Fundurinn samþykkti m.a. aö ákveðna stefnumörkun i sam- bandi við hvernig unnið skuli að námsskrárgerð og einnig kom fram fundarályktun um að nauð- syn væri á að gera heildarúttekt á stöðu tónlistarskólanna. —KP. Tómas fer fram ó leyfi Tómas Árnason, fjármálaráð- herra, hefur farið þess á leit við stjórn Framkvæmdastofnunar rikisins að hann fái leyfi frá störf- um um óákveðinn tima. Tómas hefur gegnt starfi framkvæmda- stjóra við stofnunina frá þvi árið 1973. Fyrsto síldin ó Grundarfjörð Fyrsta sildin á vertiðinni kom til Grundarfjarðar á mánudag- inn. Þá kom Siglunes með 122 tunnur af ágætri sild, sem verður væntanlega fryst til beitu og til útflutnings. Þórarinn Gunnarsson er skip- stjóri á Siglunesi. Veiðar gátu ekki hafist fyrr en nú, vegna veiðitakmarkana sjávarútvegs- ráðuneytis. —GA. Guðmundur Pólma- son róðunautur ó Hafréttar- róðstefnunni Guðmundur Pálmason, jarð- eðlisfræðingur. fer i þessari viku til New Yorktil aðstoðar islensku fulltrúunum á Hafréttarráðstefn- unni, sem þar stendur yfir. Ráðstefnan er i beinu fram- haldi af ráðstefnunni i Genf s.l. vor,og þar verða rædd mörg mál sem snerta Islendinga. Guðmundur hefur mikla þekk- ingu á landgrunninu umhverfis Island og hefur fylgst með könn- unum þeim, sem fram hafa farið á jarðlögum umhverfis landið með tillti til oliuleitar. Gjaldeyrir erlendra ferðamanna BANKAR KAUPA A GAMLA GENGINU Þeir, sem þurfa að skipta er- lendum gjaldeyrii bönkum þessa dagana, verða að láta sér nægja að fá greitt eftir gamla genginu. Samkvæmt upplýsingum hjá Gjaideyriseftirliti Seðlabankans er t.d. ferðamönnum tilkynnt að gengisskráningu hafi verið hætt, en þeim gefinn kostur á þvi að selgja gjaldeyri sinn á siðasta gengi. Þeir, sem hins vegar kaupa gjaldeyri verða að greiða trygg- ingu sem er 20 prósent og bætist við siðasta skráð gengi fslensku krónunnar. Eftir aö gengisskrán- ing hefst að nýju, fá þessir aðilar endanlegt uppgjör og ef krónurn- ar eru of margar, sem þeir hafa greitt fyrir gjaldeyrinn fá þeiC greitt til baka. —KP. Svavar hœttur Svavar Gestsson, viðskipta- ráðherra, hefur nú hætt störfum sem ritstjóri Þjóðviljans, í bili að minnsta kosti. Ekki hefur veriö tilkynnt hver taki við starfi hans. 1 frétt um þetta i Þjóðvilj- anum segir að stefnt sé að þvi að ráöa stjórnunarmálum blaðsins til lykta á næstunni. —ÓT. Brunaliðið ekki fengí á leiðinni Stór ameriskur dreki kom siglandi á mikilli ferð eftir Kleppsvegin- um i gærkvöldi, þegar bilstjóri og farþegar sáu allt i einu eldgusur út frá vélinni. Bilstjórinn snarstoppaði, hljóp út og lyfti upp vélarlokinu. Þá gaus á móti honum stærðar bál, og náðu eldgusurnar þrjá metra upp i loftið. Eldurinn kom frá blöndungn- um, og virtist magnast með hverri sekúndu. Slökkvitæki voru engin i bilnum, og virtist hann ætla að verða logunum að bráð. Förunautarnir komu þá auga á að þeir höfðu stöðvað beint fyrir neðan Laugarásbió. Þeir voru ekki lengi aö taka á rás, hlupu inn I bíóið og inn I sal i miðri sýningu, rifu slökkvitækin þar ofan af veggjum, hlupu aft- ur niður að bilnum og slökktu eldinn á nokkrum augnablikum. Þetta fljóthugsandi og vel- hlaupandi brúnaliö kom vörnum svo skjótt við að litlar skemmd- ir eru eftir á bilnum. Aðstand- endur bilsins töldu aö kviknaö hefði iútfrá lekri bensinleiðslu. —ÓH Brœðurnir sfkátu, bestu vinir Roy Rogers, ásamt Magga Kjartans mceta í Bótarbásinn á sýningunni Föt '78 í dag,þriðjudag kl. 7« Baotið bbv geðið f Bótar buxum ^ I'bót'") Laugardal J ISfENSK FOT/78

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.