Vísir - 16.09.1978, Blaðsíða 4
4
Laugardagur ltí. september 1878 VISIR
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 3., 6. og 9. tölublabi Lögbirtingablabsins
1978 á eigninni Noröurvangi 24, Hafnarfiröi, þingl. eign
Eyglóar Hauksdóttur, fer fram eftir kröfu tJtvegsbanka
Islands, Innheimtu rlkissjóös og Tryggingastofnunar
rikisiiis á eigninni sjálfri miövikudaginn 20. september
1978 kl. 1.30 e.h. . .
Bæjarfógetinn I Hafnarfiröi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var f 23., 24. og 26. tölublaöi Lögbirtingablaös-
ins 1976 á eigninni Merkurgötu 3, Hafnarfiröi, þingl. eign
Guölaugar Karlsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt-
unnar í Reykjavik, Axels Einarssonar, hrl. Agústs Fjeld-
sted, hrl. og Innheimtu Hafnarfjaröar á eigninni sjálfri
miövikudaginn 20. september 1978 kl. 2.00 e.h.
Bæjarfógetinn I Hafnarfiröi
Nauðungaruppboð
annaö og sföasta á eigninni Kaldakinn 29, efri hæö,
Hafnarfiröi, þingl. eign Þórs Rúnars Þorsteinssonar, fer
fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 19. september 1978 kl.
1.30 e.h.
Bæjarfógetinn I Hafnarfiröi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 112., 15. og 17. tölublaöi Lögbirtingablaös-
ins 1978 á eigninni Holtsbúö 67, Garöakaupstaö, þingl. eign
Siguröar Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt-
unnar I Reykjavlk og Innheimtu rikissjóös á eigninni
sjálfri þriöjudaginn 19. september 1978 kl. 3.00 e.h.
Bæjarfógetinn I Garöakaupstaö
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 12., 15. og 17. tölublaöi Lögbirtingablaös-
ins 1978 á eigninni Alfaskeiöi 94, fbúö á 3. hæö t.v. Hafnar-
firöi, þingl. eign Theodóru Gunnarsdóttur, fer fram eftir
kröfu Innheimtu Hafnarfjaröar, á eigninni sjálfri þriöju-
daginn 19. september 1978 kl. 4.00 e.h.
Bæjarfógctinn I Hafnarfiröi
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á hluta i Keldulandi 5, talin eign Sigur-
geirs Gunnarssonar fer fram á eigninni sjálfri þriöjudag
19. september 1978 kl. 15.30.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Rafsuðumenn
með reynslu i rörasuðu óskast.
Góð laun.
Uppl. i súna 40136 eftir kl. 7 á kvöldin.
TILBOÐ
Tilboð óskast 1 eftirtaldar skemmdar bif- reiðar:
1. Saab 96 árgerð 1969
2. Datsun 1200 árgerð 1973
3. Peugeot404 árgerð 1970
4. Fiat 127 árgerð 1974
5. Fiat 127 árgerð 1974
6. Landrover Diesel árgerð 1975
7. AudilOOLS árgerð 1973
8. FordPinto árgerð 1974
9. Vauxhall Viva árgerð 1974
10. Ford Fiesta árgerð 1978
11. Hillman Hunter árgerð 1974
12. Audi 100 GLS árgerð 1977
Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn
18. september i Skaftahlið 24 (kjallara)
frá kl. 9-12 og 13-16.
Tiboðum óskast skilað fyrir kl. 17 sama
dag til bifreiðadeildar Tryggingar h.f.
Laugavegi 178, Rvk.
TRYGGING H.F.
Frá Miami Beach I Flórlda. Þar eru pálmatré og hvitur sandur.
„Ekki hœgt að
setja út ó
nokkurn hlut"
— Segir Kristjana Jónsdóttir um Floridaferð
„Flóridaferö er auglýst sem
ævintýraferö og þaö er hún i
orðsins fyllstu merkingu”, sagöi
Kristjana Jónsdóttir þegar viö
spjölluöum um Flórida, sem er
næsti feröavinningur i
getraunaleik Visis, dreginn út
eftir rúma viku.
„Þar er nóg af sól fyrir þá
sem vilja liggja i sólbaöi, hitinn
svona um þrjátiu gráöur, en
vegna andvara frá hafi veröur
þarna ekki óþægilegt. Þaö er
sama hvar maöur kemur inn í
hús, alls staöar er loftkæling
Einnig t.d. i þeim bílum sem
flytja feröamenn i skoöunar-
feröir.” sagöi Kristjana.
Maturinn góður og
ódýr.
,,Það er erfitt aö nefna eitt-
hvaö sem viö vorum ekki ánægö
meö. Þaö var bókstaflega ekki
hægt aö setja út á neitt. Hvaö
varðar mat, þá eru kröfurnar
svo miklar i sambandi viö hann
hjá Bandarikjamönnum, aö viö
erum langt á eftir hér á landi.
Þarna var hægt aö versla fyrsta
flokks mat I verslunum t.d. til
að hafa i ískápnum.
Einnig var hægt ab fara út og
kaupa sér t.d. kjúkling sem var
tilbúinn á diskinn og auðvitað
ávexti og grænmeti og allt var
þetta mjög ódýrt. Þaö má því
segja aö ekki sé dýrt aö boröa
úti, hvort sem maður fer og fær
sér hamborgara, eöa þá borðar
sjö réttað á mjög glæsilegu
veitingahúsi. Hópurinn sem ég
fór meö fór saman á citt slikt og
þaökostaöi tiu dali á mann fyrir
sjöréttaöa máltiö”, sagöi
Kristjana.
„Algjör misskiln-
ingur að það séu bara
gamalmenni á
Flórida.”
„Ég man aö ég las þaö ein-
hvers staðar i blaði aö þaö væru
eintóm gamalmenni á Flórida.
Þarna er fólk á öllum aldri. en
ef satt á aö segja, þá var þaö nú
frekar yngra fólk, sem viö höfð-
um samskipti viö t.d. á hótelinu,
á veitingastööum og i þeim
skoöunarferöum sem viö fórum
I. Þaö má. vera aö mjög vel efn-
að fólk, sem þarna býr, sé kom-
iö af léttasta skeiöi, en þaö
heldur sig þá heima hjá sér i
sinum villum”.
Kristjana sagöi aö sér heföi
fundist Miami borg sérlega
snyrtileg. Þar hefði ekki sést
rusl á neinni götu. Eins var
þetta á ströndinni og yfirleitt
alls staöar þar sem þau komu.
„Það var hugsaö sérstaklega
vel um gestina á hótelinu, þar
sem viö bjuggum. A hverjum
morgni var komiö og tekiö til á
herbergjum og skipt um öll
handklæöi, sem voru ekki bara
tvö eöa þrjú, heldur miklu
fleiri.”
1 Miami borg er alltaf mikiö
um aö vera og þangaö koma
margir heimsfrægir skemmti-
kraftar, aö sögn Kristjönu. Hún
nefndi þaö aö þegar þau hjónin
voru i borginni, þá heföi hljóm-
leikum meö Santana og Erik
Clapton veriö nýlokið. Þarna
eru alltaf á ferðinni listamenn
og margir þeirra halda t.d. úti-
hljómleika, eins og Santana
geröi.
Sjónvarpsstjarnan
Flipper.
„Fyrsta skoöunarferðin sem
við fórum i var I Sædýrasafniö.
Þar sáum við t.d. sjónvarps-
stjörnuna Flipper, sem er ótrú-
lega vel þjálfaöur höfrungur,
sem leikur alls konar listir. Ég
heldaö iþessu safni séu saman
komin best þjálfuðu dýr I
heiminum. þvi þær kúnstir sem
þarna sjást eru hreint dtrú-
legar. I safninu er þúsundir teg-
unda af sjávardýrum sem er
afar forvitnilegt að skoöa.”,
sagði Kristjana.
En það eru fleiri skemmti-
legir staðir þar sem hægt er að
heimsækja dýr á Flórida„ Þaö
mánefna Everglades þjóögarð-
inn, þar sem er aö finna ljón,
tigrisdýr fila og giraffa t.d. En
þau Kristjana og Sophus heim-
sóttu einnig Páfagaukagarðinn.
„Það var alveg stórkostlegt aö
sjá hvað er hægt aö kenna
þessum fuglum. Þarna voru
páfagaukar, sem hjóluöu á litl-
um hjólum, sumir voru á rúlli-
skautum, aörir spiluðu póker,
eða hermdu eftir. Þaö var eins
og þeir skildu mannamál. 1
garöinum er allt mjög skraut-
legt, bæði blóm og svo auövitaö
fuglarnir”, sagöi Kris'tjana.
En þrátt fyrir að hún væri
hrifinn af því sem nefnt hefur
verið, þá sagði hún að Disney-
world hafi kórónaö þetta allt.
„Þann staö gæti ég hugsaö mér
að heimsækja tuttugu sinnum i
viöbót”, sagöi Kristjana.
—KP.
Hjónin Kristjana Jónsdóttir og Sophus Björnsson voru á Flórida I
vor.