Vísir - 16.09.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 16.09.1978, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 16. september 1978^TTSTB, 15 vísnt Laugardagur 16. september 1978 „Eg er ekki að prédika eða fretsa heiminn” — segir Jónas Jónasson i viðtali um leikrit hans Glerhúsið sem ffrumsýnt er í Iðnó Þaö er farið að húma en við tök- um ekki eftir þvi og höldum áfram að spjalla. Páfagaukur heimilisins leggur orö i belg þegar honum þykir henta. Raun- ar hafði gaukurinn flogið út um opin glugga fyrir skömmu og ekk- ert til hans sjpurst i fimm eða sex daga. Þá kom hann og bankaöi uppá og virtist yfir sig ánægöur með að hafa sloppið lifs úr heims- reisunni. Arið 1973 kom út unglingabók sem Jónas haföi samiö. Þetta var strákasaga úr Skerjafirðinum, Palli, ég og allir hinir. Ég spyr af hverju hann hafi ekki haldiö áfram á þeirri braut. ,,Þeir afgreiddu mig á stund- inni meö þvi að verðlauna mig fyrir að skrifa bestu barnabók ársins og þögguðu þannig niður i mér. Þegar ég var kominn þarna á pallinn þá var enginn annar Eiginkona Jónasar, Sigrún Sigurðardóttir, á æfingu Glerhússins með manni sin- um. Sigurður Karlsson og Valgerður Dan leika stærstu hlutverkin hvort ég yrði ævinlega til. Þetta orð, ævinlega, var hræðiiega langt, stórt og ógnvekjandi. Eini draumur minn um eiliföina var að éta Napoleonskökur. Þaö er besta bakkelsi sem ég veit, sér- staklega af þvi aö nú má ég ekki borða þær lengur”. „Mörg hjónabönd i dag eru styrjöld milli kynja" „í mínum huga er ég að segja sögu og fjalla um fólk en það hefur verið mitt ævistarf. Þetta er ekki leikrit um mig og ekki um þig, en samt er það um okkur báða og marga fleiri. En ég legg áherslu á það fyrir hið ágæta fólk sem hefur áhuga á minni litilmótlegu persónu, að þetta er ekki sjálfsævi- saga." Það er Jónas Jónasson sem er sóttur heim í tilefni frumsýningar á nýju leikriti eftir hann. Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir nú um helgina „Glerhúsið" og fréttir hafa borist um að það f jallí að einhverju leyti um áfengisvandamálið. Eftir að hafa séð eina æfingu finnst mér þetta geta staðist, en leikritið f jallar bara um miklu meira en það. Þótt leikritið gerist í hugarheimi ofdrykkjumanns fjallar það fyrst og fremst um lifið, samband karls og konu, ást og hatur, vonir og vonbrigði svo eitthvað sé nefntaf þeim þáttum sem líf okkarerofið úr. Auövitaö bar ég upp hina si- gildu spurningu sem sjálfsagt þykir aö spyrja höfunda: — Um hvaö fjallar lcikritiö? „Alveg vissi ég aö þú mundir spyrja um þetta og alveg vissi ég að ég mundi svara aö ég vissi þaö ekki,” sagði Jónas hlæjandi við upphaf samtals okkar. Það var þvi ekki um annað að gera en þreifa sig áfram, blanda saman rithöfundinum og manninum Jónasi Jónassyni sem um áratugi hefur verið nokkurs konar þjóðareign vegna starfa sinna viö útvarpiö. Nafnlaus höfundur „Hugmyndin að leikritinu kviknaði haustiö 1976 og þá skrifaöi ég upphafssenuna i einni lotu. Einn af minum góðkunningj- um er Steindór Hjörleifsson og ég las þetta fyrir hann eitthvert kvöldiö. Steindór hvatti mig til aö halda áfram sem ég geröi og lauk svo viö leikritið á nýjársdag 1978. Siðan sendi ég Leikfélaginu þetta með þvi fororði aö enginn fengi aö vita hver höfundur væri og var þvi haldiö vandlega leyndu. Steindór var þögull sem gröfin og lét ekkert uppi. Leik- húsráö las þetta yfir og sam- þykkti siöan einróma aö taka leikritið til sýningar.” — Var eitthvert sérstakt atvik eöa annaö þess valdandi aö þú skrifaöir þetta leikrit? „Eins og ég sagði áðan þá er þetta ekki sjálfsævisaga og ekki hægt að segja aö eitt fremur öðru hafi komið mértil að semja þetta. Mig hefur Íengi langað til að hreyta frá mér einhverju skrifuðu máli. Hitt er svo annaö mál að þú get- ur ekki skrifaö um eitthvað ööru- visi en út frá þinni eigin reynslu og reynslu vina þinna. Ég tek ör- lítiö brot úr þessum manni og annað brot frá næsta manni eitt- hvert ástand sem hefur veriö nefnt einhvers staðar og ég kann ekki einu sinni að nefna viðkom- andi. Það sækja á þig alls konar sitúa- sjónir þegar þú ert aö semja og þú velur úr, en auðvitað er þetta allt saman tilbúningur samt sem áöur. Ég byggi þetta á reynslu og kunningsskap eins og aðrir höf- undar.” — Þú hefur samiö önnur leikrit á undan þessu auk þess sem þú hefur stjórnaö mörgum leikrit- um. Er þetta skrifaö á annan hátt eöa meö ööru hugarfari? „Fyrsta tilraun min i alvöru til að skrifa leikrit var á fyrstu árum minum I hjónabandi. Þegar ég var barnapia og sat yfir dóttur minni, Hjördisi. þá leiddist okkur stundum svo ég fór aö semja leik- rit. Þetta barnaleikrit sem ég flutti fyrir hana var siðan flutt i útvarp og eftir þaö fór ég fyrst aö heyra raddir um aö ég heföi gert eitthvaö sem aðrir hefðu tekiö eftir. Ég man eftir að ég mætti Helgu Valtýsdóttur á Laugavegi og hún sagöi: „Eg var mjög impóneruð”. Þetta sat i mér. 1 beinu framhaldi af þessu samdi ég svo framhaldsleikrit i útvarpiö, Fjölskylda Orra. Það var með þetta eins og annað sem ég hefi samið fyrir útvarpið, mér fannst vanta þessa tegund efnis og samdi þaö þá sjálfur. Ég hafði aðalleikarana i huga þegar ég skrifaði leikritiö. þau Guðbjörgu Þorbjarnardóttur og Ævar R. Kvaran, sem léku hjónin. Þetta var f jölskylduleikrit sem flutt var sumarið 1961 og virtist falla hlust- endum vel i geö. Þá baö Andrés Björnsson mig um að halda áfram svo ég settist niður og skrifaöi framhald, sem var flutt sumarið eftir. Þetta var allt gert i þeirri al- vöru sefn ég geri alla hluti, en ég var ekki að vekja upp neitt skáld i mér. Svo kom annað framhalds- leikrit i fjórum þáttum, Patrekur og dætur hans, áður en ég hætti þessu. Auk þess skrifaði ég svo alvöruleikrit, Beöið eftir jarðar- för og það var flutt sem fimmtu- dagsleikrit fyrir fáum árum. Það var eins og það hefði aldrei verið flutt;ég heyrði engin viöbrögö.” Græskulaust gaman „Eins og ég sagði áöan þá samdi ég þessi framhaldsleikrit af þvi mér fannst vanta efni af þessu tagi, saklausa gamanleiki fólki til skemmtunar meöan á flutningi stóö”. — 1 Glerhúsinu er viða aö finna gamansama kafla innan um al- vöruna. Nú hefur kimnigáfa þjóðarinnar verið talin nokkuð sérstæð og helst til rætin. „Ég hef aldrei kunnað að meta þessa gamansemi sem byggist á að niða náungann. Ég skil ekki þá fyndni sem felst i þvi aö herma eftir fólki sem hefur meðfædda málgalla eða reyna á annan hátt að niðurlægja aðra. I Fjölskyldu Orra var sliku ekki til að dreifa. Þar voru þaö aöeins kringumstæöurnar sem voru skoplegar og mér finnst vanta mjög að þeir sem leggja fyrir sig að fara með gamanmál fari þannig að. Þess i staö er enda- laust verið aö hæöast að tiltekn- um persónum og þá ekki sist ef þær hafa einhver sérkenni eöa kæki sem hægt er að ýkja.” — Ef við hverfum að alvörunni I Glerhúsinu þá er þarna ýmislegt að auk ofdrykkju húsbóndans, þar á meðal sýnist mér barátta kynjanna ofarlega á blaöi. „Það má segja að leikritið fjalli um áfengismál aö þvi leyti að þaö er látið gerast i hugarheimi alkóhólista. En ég segi engum manni að hætta að drekka og ég er ekki að predika eða frelsa heiminn”. Hjónabandiö aö fara i vaskinn „Ég álit að hjónaband, sambúð fólks, sé að fara i vaskinn. Aö minu áliti erum við ég og þú þótt þú sért á eftir mér i árum, vitni aö þvi siðasta. sem kallaö er hjóna- band. Hjónaband sem égman i formi þess hjónabands sem sameinaöi foreldra mina i eitt er eins og gull og eir miðað við hjónabandið núna. Ég veit ekki hvort þaö er þorandi að halda áfram og drepa á frelsi konunnar — ætli ég fái þá ekki allar kellingar landsins á mig.” — Við skulum endilega halda áfram og gleyma kellingunum. „Mörg hjónabönd i dag eru styrjöld milli kynja. Styrjöld „Konan mín segir, að ég sé ágæt húsmóöir' Tónlistin á i mér stóran þátt manns og konu um hvort sé sterk- ara. Þær eru að vinna þetta strið og þær eru aö tapa okkur.” — Er barátta konunnar fyrir auknu frelsi og þær fullyrðingar að húsmóðir sé ekki frjáls orsök þessarar styrjaldar? „Sú frelsisbarátta á fullan rétt á sér þvi hverjir erum viö að taka konur mansali og leggja þær inn I eldhús. En sjáöu — maður kynnt- ist þeim sem konum. Þær geröu i þvi aö vera konur og hafa alla tið veriö minnimáttar með undan- tekningum þó. Nú er einhver sem vekur kon- una með lúðrablæstri og segir aö húsmóðir sé ekki frjáls. Ég hef aldrei vakið mina konu með lúðrablæstri og sagt að hún passi ekki i eldhúsið. En þú mátt ekki misskilja mig. Ég held ekki minni konu i einhverju búri eöa legg einhverjar hömlur á hvert hún fer eða hvað hún gerir. Hins vegar var mér aldrei bent á neina sérstaka blaðsiðu i min- um uppeldisbókum og sagt aö hún fjallaöi um samskipti kynjanna. Sú imynd konu sem ég hef hlýtur þvi að koma fram i formi móður, ömmu og langömmu sem allar voru konur sem fórnuðu sér fyrir manninn sinn. Göfugt hlutverk sem passar ekki lengur. Alveg eins og krossfarar sem eru dauðir og grafnir. Nú dettur engum I hug að fara á hvltum hesti og gera múhameðstrúarmenn kristna.” Aö halda framhjá kerfinu. — Ef hjónabandið er að syngja sitt slðasta hverfa þá ekki heimil- in um leið? „Þegar við horfum á kvik- myndir sem eiga að gerast i framtiðinni þá er þar ekki gert ráð fyrir heimili. Þar er bara hið alsjáandi auga og þar halda menn framhjá kerfinu. Fólkiö er ekki einstaklingar heldur einhver massi. Við stofnum heimili og eyðum til þess milljónum og aftur milljónum. Svo má bara enginn vera að þvi að vera heima hjá sér, en konan fær þetta sem hún kallar frelsi. Þjóðfélagið er allt að breytast. Ég þyki sjálfsagt ægilega gamaldags af þvi ég kann best viö mig heima hjá mér og vil helst hvergi annars staðar vera. Konan min segir lika að ég sé ágæt hús- móöir! En varðandi þetta frelsi sem viö höfum rætt þá er mesta ófrelsi sem til er i veröldinni einmitt frelsið. Ég held að enginn öðlist hiö fullkomna frelsi nema bara i dauðanum. Heimurinn hefur verið aþ ná i þetta frelsi alveg frá byrjun og það hefur ævinlega kostaö einhverja lifið. Hefur þú vitað um einhvern al- gjörlega frjálsan og lifandi? Ég minnist þess ekki. Ég held að þetta hugtak frelsi sé bara ósk- hýggja”- — 1 Glerhúsinu viröist mér hjónin elska og hata i senn, að minnsta kosti segist konan elska manninn og hún segist iika hata hann? „Sterkustu hvatir allra eru ást og hatur og þær eru samofnar. En eins og Sif (eiginkonan i leikrit- inu), segir, þá hefur enginn fundið upp. rotvarnarefni til að setja út i ástina. Hún eyðist eins og allt sem er til. 1 flestum tilfell- um fer fólk alveg blint út i hjóna- bandiö. Það segist giftast af þvi sem þaö kallar ást, en hve oft höf- um við ekki séð slika ást enda i gifurlegu hatri. Þaö þykir sjálfsagt aö gera allt til að þjálfa likamann, en litið hugsaö um andlegan þroska. Stór hluti fólks viröist ekki gera sér grein fyrir aö þaö eða aðrir hafi sál. Ég var alinn upp i þvi, að hafa skuli vissa aðgát i nærveru fólks, bera viröingu fyrir fólki. Mérstendur ógn af virðingarleysi unga fólksins en ég vona að það sé bara timabundiö. Annars held ég aö ég hafi að mestu hætt að velta vöngum yfir tilverunni þegar ég var fjögurra ára. Þá lá ég einu sinni andvaka um nótt man ég eftir og var að velta fyrir mér þeirri spurningu Viðffal: Sœmwndur Guðvinsson Myndir: Jens Alexandersson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.