Vísir - 16.09.1978, Blaðsíða 27
visœ ,■ Lauiíardagur 1K. septenvber 1978
27
KFIffC
Patrick Byrne féll i gildruna og
játaöi.
yfirgefa húsið klukkan 5:30 og
aftur klukkan 8.00 þetta kvöld —
og þá hefði Byrne spurt hvort
hann gæti verið eina nótt i
viðbót þar sem hann hefði
fengið sér einum of neðan i þvi,
til að geta heimsótt móður sina.
Hún samsinnti þvi, og hann fór
snemma næsta morgun.
Vinur hans bar vitni, að þeir
hefðu setið saman að sumbli allt
kvöldið. Hann virtist hafa
örugga fjarvistarsönnun.
Þegar Byrne fór, lét hann
skóna ásamt jakkafötum sem
hann hafði verið i morðnóttina i
poka og lét konuna hafa hann og
bað hana um að fleygja honum.
Hún lét pokann við hliðina á
öskutunnunni, og þess vegna tók
öskukarlinn eftir skónum og
ákvað að hirða þá. „Þeir voru
allt of finir til að fleygja þeim”,
sagði hann seinna.
Viö megum ekki
láta hann sleppa
Byrne var nú öruggur i Warr-
ington, og var búinn aö gleyma
skónum. En þegar lögreglan
sendi myndir af mótunum i fjöl-
miðlana — og hann sá þær á for-
siðu dagblaðanna, mundi hann
allt i einu eftir þeim. Ef hún
hefði nú gleymt aö fleygja þeim.
Kannski hafði hún boriö kennsl
á þá og væri á leiðinni til lög-
reglunnar. Hann varð áhyggju-
fullur, brátt náði örvæntingin
tökum á honum. Á meðan
þjáðist Haughton af vonleysi.
Dögum saman ferðaðist hann
um Birmingham og nágrenni og
sýndi hópum af lögreglu-
mönnum slide-myndir af
morðinu. „Flestir höfðu ekki
komið á morðstaðinn”, sagði
hann „og höfðu ekki séð þennan
hrylling”. Slide-myndirnar
hvöttu þá og þegar þeir fóru
sögðu þeir: „Við verðum að
finna þennan mann”. Þetta
hleypti eldmóði i hvern einasta
mann: „Við megum ekki láta
hann sleppa. Við verðum að
finna hann.”
A þennan hátt var reynt að
halda áhuga lögreglunnar vak-
andi, á þessum löngu og erfiðu
vikum i árangurslausri leit.
Loksins ákvað Haughton að eina
svarið lægi i að endurtaka hús-
leitina. Hann var viss um að
einhvers staðar, hefði eitthvað
smáatriöi, sem væri lykillinn að
moröinu, farið fram hjá þeim.
Eina leiðin til aö finna morð-
ingjann var að yfirheyra 100.000
manns aftur.
Hér um bil strax, tóku lög-
reglumenn eftir galla viö leit-
ina. Þeim var bent á, að enginn
af mönnunum, sem höföu fariö i
burtu yfir jólin, og ekki komið
aftur, höfðu veriö yfirheyröir af
lögreglunni. Kannski var morö-
inginn einn af þeim. Listi var út-
búinn og þar á meðal var
Patrick Joseph Byrne. Slóð
hans var fljótt rakin til
Warrington og var beiðni send
til lögreglunnar, þar um aö yfir-
heyra hann.
Þann 10. febrúar 1960, var
Byrne, sem auðsjáanlega var
skelkaður kallaður á lögreglu-
stööina i Warrington. Leynilög-
reglumaðurinn George Wel-
born, sem yfirheyði hann, tók
eftir geðshræringu hans. Samt
sem áður tókst Byrne að leyna
áhyggjum sinum. Hann svaraði
öllum spurningum skilmerki-
lega, sem lagðar voru fyrir
hann, um athafnir hans morð-
nóttina, og báru þau öll heim og
saman við það sem lögreglan
þegar vissi. Welborn var mjög
góður lögreglumaður. Til þess
aö fullvissa sjálfan sig, spuröi
hann einnar spurningar sem
ekki var á listanum. „Værir þú
r.okkuð á móti þvi að láta taka
af þér fingraför?”
Þaö varð andartaks þögn^
Byrne reyndi að svara, en hann
kom ekki upp orði. Á þessum
fáu augnablikum brotnaði mót-
staða hans niður og örvæntingin
varð yfirsterkari. Hann var viss
um að lögreglan vissi meira en
hún lét uppi. Hún var liklega
þegar búin að finna skóna. Þetta
var gildra. Hann fann á sér að
þögnin var orðin of löng. Hinn
slægi lögregluþjónn spurði enn
einnar spurningar: „Er nokkuð
sem þú vilt taka fram um það
þegar þú varst i Birmingham?”
Fyrirvaralaust, hrökk út úr
Byrne. „Mig langar til að segja
ýkkur frá KFUK. Það kemur
mér við.” Lögregluþjónninn
benti Byrne á hve alvarleg orð
hans voru.
„Ég veit”, sagði morðinginn.
„Ég get ekki sofið. Þetta fer
ekki úr huga mér. Ég var á leið-
inni á stöðina. Þessar siðustu
sjö vikur hafa verið hræði-
legar.”
Eftir nokkra klukkutima hafði
Haugton ekið til Warrington til
að sækja hinn grunaða. Hann
hafði þegar fengið tvær játn-
ingar, en hann komst brátt að
raun um að þetta var nokkuð
anriað. Allar staðreyndir komu
heim og saman. Byrne sagði frá
atriðum sem aðeins morðinginn
gat vitað um. Seinna fundust
skórnir og var sannað að Byrne
ætti þá. Við réttarhöldin las
ákærandinn John Hobson alla
játningu Byrnes eftir handtök-
una. Sagt var frá þvi hvernig
hann hefði á viðbjóðslegan hátt
ráðist á Stephanie Baird, og
þeim dýrslegu hvötum sem
fengu hann til þess.
„Mig langaði að ná mér niðri
á þeim, fyrir að ég skyldi alltaf
verða taugaóstyrkur við sam-
farir,” sagði hann eitt sinn:
„Mig langaði bara að drepa
fallegar stúlkur. Ég fylgdist I
með Baird nokkra stund, og stóð |
fast upp við gluggann.... þörfin
að myrða hana var mjög sterk.”
Byrne var siðan fundinn sekur
um morð og dæmdur i lifstiðar-
fangelsi. Við áfrýjun breytti
Lord Parker hæstaréttardómari
dómnum i manndráp, á þeim
forsendum að Byrne væri á
mörkum geðbilunar. Fangelsis-
vistin héldist óbreytt. Eins og
Haughton skýrði frá seinna, þá
var það aðeins vegna þraut-
seigju lögreglunnar, sem
neitaði að gefast upp, að þessum
dýrslega brjálæðingi var komið
bak við lás og slá.
IMÍ E»
Býður uppá
nýjusfu
blúsfur, litun.
strípur og
permcanent
■■ IÞA, JME E Id A
Hárgreiöslustofa
Laugateig 28 simi 37640
ÞUNN HELGI
ÁN ÞIÓÐVILJANS
Sunnudagsblað Þjóðviljans flytur fróðlegt og
skemmtilegt helgarlesefni
Efni m.a.:
— Það þarf ekki
nema dálitið sinnu-
leysi, jafnvel hik, til
að við missum af þvi
tækifæri, sem nú biður
okkar.
Páll Theódórsson,
forstöðumaður Eðlis-
fræðistofu Raun-
visindastofnunar Há-
skólaris, segir frá
framtiðarmöguleikum
rafeindariðnaðar
Nýr poppþáttur —
Fingrarim — hefur
göngu sina i Sunnu-
dagsblaðinu.
Umsjónarmaður er
Jónatan Garðarsson
og fjallar hann i þetta
skipti um sögu bresku
hljómsveitarinnar
WHO.
— Ég losna svona
við fimm til tiu geö-
flækjur á hverju fylle-
rii.
Helgarviðtalið er
við örlyg Sigurðsson,
listamann.
Sunnudagsblaðið
heldur áfram kynn-
ingu sinni á væntan-
legum bókum á haust-
markaði. 1 þetta skipti
verður birtur kafli úr
bók William Heine-
sens „Fjandinn hleyp-
ur i Gamaliel” i þýð-
ingu Þorgeirs Þor-
geirssonar.
1 þessu Sunnudags-
blaði hefur Kvik-
myndaskóli Þjóðvilj-
ans göngu sina. Hér
gefst lesendum kostur
á að læra öll undir-
stöðuatriði 8 og 16 mm
kvikmyndatöku. Til-
valið að klippa út og
geyma.
— Allir vita, að lest-
urinn úr Veðurstof-
unni er svo náttúru-
laus, að maður þarf að
nota vökustaura til að
hlusta á hann til enda.
Silja Aðalsteins-
dóttir skrifar um
morgunútvarpið
wb)íí fJM }l !i
BLAÐIÐ SEM
MENN LESA