Vísir - 16.09.1978, Blaðsíða 26
1-augardagur l(>. september 1978 VISIR
Þaö var kalt í veðri þetta marskvöld árið 1959
klukkan var 11.15. Falleg stúlka, sem var kennari
og bjó i eins manns herberqi í viöbvqqinqu qisti-
heimilis K.F.U.K. i Birmingham í Englandi, lá i
rúminu. úti var allt hljótt. Hún hafði heyrt hin hug-
hreystandi hljóð næturvarðarins er hann gekk um
og fannst að hún væri örugg. Brátt mundi hún
sofna. Allt í einu opnaðist hurðin — Ijósið var kveikt
og dökkklæddur maður kom inn í herbergið.
„Halló" sagði hann mjúklega. „Ég er að leita að
Kathleen Ruan".
Stúlkan settist upp i rúminu, og hjartað hamaðist
af ótta. Hún reyndi að vera róleg. „Hvernig komstu
inn?" spurði hún. „Ég klifraði inn um gluggann"
var svarið. Maðurinn nálgaðist rúmið með
ásetntngi i augnaráðinu. Hann einblíndi á brjóst
stúlkunnar sem sáust í gegnum þunnan náttkjólinn
og hún gerði sér grein fyrir að aðeins kraftaverk
mundi forða því að hana yröi ráðist.
„Ég er trúlofuð. Ég held að þú ættir að fara", bað
hún.
Eitthvað í rödd hennar virtist róa manninn. Hann
hikaði augnablik. Þá skeði kraftaverkið, hann snéri
sér við og gekk að hurðinni. Stúlkan stökk fram úr
rúminu og með dirfsku sem húit vissi ekki að hún
ætti til, skipaði honum að fylgja sér. Hún gekk á
undan honum eftir ganginum, opnaði útihurðina, og
hleypti honum út. Augnabliki síðar náði hún sam-
bandi við lögregluna í gegnum símann, en hann var
allur á bak og burt þegar hún kom á vettvang.
Föt og gjafir
Niu mánuðum seinna, þann
123. desember, 1959. Onnur
stúlka sem bjó i næsta herbergi i
viðbyggingunni i KFUK, stóð
augliti til auglitis við sam«
manninn. Hún hét Stephanie
Baird, mjög aðlaöandi, en
lómannblendin og hafði engan
[áhuga fyrir karlmönnum. Eins
[og áður klifraöi hinn óboðni
|gestur inn um litinn glugga á
Jbakhlið hússins, og eins ogfyrr,
|sá hann enginn. Það voru mjög
Jfáar stúlkur heima þetta kvöld,
þar sem flestar þeirra voru
farnar heim til að eyða jólunum
meö fjölskyldum sinum. Step-
hanie var að pakka niður föt-
unum sinum og gjöfum, þvi að
hún ætlaði heim til móður
|sinnar morguninn eftir.
Hún gekk grandalaus um her-
I bergið, i rauðri peysu og undir-
pilsi, og grunaði ekki aö fylgst
var með henni. Frammi i
ganginum fann ókunni maður-
inn stól, stóð upp á honum og
kikti i gegnum glerrúðuna fyrir
ofan dyrnar á herbergi Step-
nanie. Brátt fór honum að
leiðast. Hann stökk niður af
stólnum og ætlaöi að fara að
læðast i burtu þegar hurðin var
| opnuð.
,,Hvað ertu að gera?” vildi
| Stephanie vita.
,,Eg er að leita að manni”,
I svaraði hann.
Áður en hún vissi hvaöan á hana
stóð veöriö, var hún i fanginu á
honum. Hann byrjaði að kyssa
hana ofsalega og ýtti henni um
leið inn i herbergið. Stephanie
barðist um á hæl og hnakka, og
eitt augnablik tókst henni að
losa andlitið frá honum og æpa.
Það var siðasta hljóðið sem hún
nokkru sinni gaf frá sér. Til að
fá hana til að þagna, greip
maðurinn með sterkum hönd-
unum um hálsinn á henni og
herti að. Stúlkan féll aftur á bak
undan þunga mannsins og
höfuðkúpubrotnaði er hún lenti
á gólfinu. Hun var orðin
meðvitunarlaus, en maðurinn
hélt áfram að herða takið á
hálsinum á henni uns hún lá
máttlaus og lifvana i örmum
hans.
Siðan misþyrmdi hann likinu
á hinn hroðalegasta hátt og lög-
reglan og læknar nefndu
morðingjann viðbjóðlegasta vit-
firring glæpasögunnar. .
Hann skildi eftir miða á
snyrtiborðinu þar stóö;
„Þetta er það sem ég hélt að
mundi aldrei ske”. Þetta voru
stórfurðuleg og hræðilega
átakanleg skilaboð: Svo furöu-
leg, að lögreglan vissi ekki
hvort þetta væri eftir brjálæðing
eða viðbjóðsleg fyndni.
Hún náöi
Oti myndaði glæpamaðurinn
sig til árása. Hann var enn-
þá æstur og móöur, og eftir að
hafa rannsakað viðbygginguna
MARTRO0 I
nákvæmlega i leit að ööru
fórnarlambi, lagði hann leið
sina aö aöalbyggingunni. Þaö
var ijós i þvottaherberginu.
Margaret Brown, tuttugu og
eins árs gömul, var önnum kafin
viö að strjúka undirföt. Hún var
lika að búa sig undir að fara
heim yfir jólin. Einu sinni, lagði
hún strokjárnið frá sér og gekk i
gegnum þvottaherbergiö við
hliðina til að loka útihurðinni,
sem hún tók eftir aö hafði fokiö
upp. Hún ætlaöi siöan að halda
áfram vinnu sinni, þegar hún
heyröi hurðina opnast aftur.
Enn einu sinni fór hún i gegnum
þvottaherbergið til aö loka og
kom aftur til baka. En um leið
og hún greip strokjárnið skeði
það sama i þriðja sinn.
Ljósin i þvottaherberginu
slokknuðu á sama augnabliki.
Margaret sem grunaði ekki
neitt, snéri enn aftur til að loka
hurðinni. Þegar hún kom i
þvottaherbergið, sá hún
skuggalegri veru bregða fyrir
rétt áður en hún fékk þungt högg
á höfuðið. Maðurinn réöist fram
og Margaret hljóðaði aftur og
aftur eins hátt og hún gat. Ólikt
Stephanie var hún heppin. 1
þetta sinn hræddist árásarmað-
urinn og flúði, og stúlkan gat
náð i hjálp.
Þegar lögreglan kom á vett-
vang, óraði hana ekki fyrir þvi,
að Stepanie hafði verið myrt og
limlest i herbergi sinu.
Lögreglan yfirheyrði Margaret
Brown sem gaf þeim dágóða
lýsingu af árásarmanninum.
,,Hann var um 28 ára” sagði hún
leynilögreglumönnunum, ,,um
1.70 á hæö, rauðbirkinn i andliti
og með ákveðinn hökusvip”.
Fótspor fundust fyrir utan opinn
glugga og voru gipsmót tekin af
þeim. Lögreglan ákvað að
athuga með hinar stúlkurnar
sem bjuggu á heimilinu. Dyrnar
að herbergi Stephanie Baird
voru læstar, og var lögreglu-
maður sendur út til að kikja i
gegnum rifu á glugga-
tjöldunum. Hann gat aöeins séð
hreyfingarlausa nakta fætur.
„Brjótið upp dyrnar” var
skipað. Nokkrum sekúndum
siðar hafði lögreglan brotist inn
i herbergið, þar sem morð-
inginn haföi skilið allt eftir á
ringulreið og útatað blóði. Einn
lögregluþjónninn kastaði upp.
Allir voru þeir dofnir af hinni
hræðilegu sýn sem blasti við
þeim.
Viðvörun sjónvarpað
Stephanie Baird bjó I viöbyggingunni og þangað lagöi morðinginn
leið sina.
Fréttir af morðinu voru fljótt
sendar til aöallögreglustöðvar-
innar i Birmingham. Allur lög-
regluskarinn var á varðbergi.
James Haughton, yfirleyni-
lögregluþjónn i glæparann-
sóknardeildinni, tók við málinu.
Haft var samband við hverja
einustu lögreglustöð i Bretlandi,
og einnig við mörg lönd i
Evrópu i gegnum Interpol. Að
auki kallaði Haugton á blaöa-
menn og gerði ráðstafanir fyrir
útvarps- og sjónvarpsfréttum
um moröiö. Seinna kom hann
fram i sjónvarpsþáttum til að
vara fólk við aö morðinginn gæti
fariðaftur á stúfana, og að biðja
um aðstoð viö að finna hann.
Þaö var alþjóðleg leit að morð-
ingjanum.
Frá upphafi var Haughton
mjög óheppinn. LÖgreglu-
hundur fann lykt moröingjans
og var græðgislega á slóðinni
þegar ofhlaðinn flutningabill
lenti i umferðaóhappi og
vörurnar köstuðust út um alla
hraðbrautina. Slóðin var týnd.
Blöðin vildu gera sitt til að
aðstoða lögregluna, en timinn
var slæmur. Grein um at-
burðinn kom út i seinni út-
gáfunni af blöðunum á aöfanga-
dagskvöld, en það átti ekki að
gefa blöðin út aftur fyrr en
sunnudaginn 27. desember.
Margir ibúar höfðu farið i burtu
yfir hátiðarnar og aðrir komið i
staðinn annarsstaöar frá. Þetta
gerði leitina ennþá erfiöari.
Þegar Haughton var að búa
sig undir það sem leit út fyrir aö
verða löng og torveld rannsókn,
virtist heppnin vera með
honum. Lögreglan haföi stöðvað
strætisvagn skammt frá morö-
staönum og yfirheyrt vagn-
stjórann. Hann komst aö þvi aö
morökvöldið hafði maöur sem
bar heim við lýsinguna á
morðingjanum komið upp i
vagninn skammt frá KFUK.
Hann var ataðúr blóði — svo
mikið, að það lak af höndum
hans i sætið. Dögum saman var
leitað að manninum, og öllum
farþegunum sem höfðu verið i
vagninum með honum, ef ske
kynni að einhver hefði séð hann.
Viö rannsókn á blóöinu kom i
ljós að það var sami blóðflokkur
og Stephanies. Leynilögreglu-
menn keyrðu hring eftir hring
með vagnstjórann á leið vagns-
ins, ef það yrði til þess að hann
mundi frekar hvar maðurinn fór
mH. úr vagninum. Hann varð að
finnast, þó ekki væri nema til að
sanna sakleysi hans. Þrátt fyrir
ákafar bænir, gaf hann sig
aldrei fram og lögreglan neydd-
ist til aö halda áfram rann-
sóknum sinum, án þess að kom-
ast nokkurn tima að þvi hver
hann var. Loksins, eftir að hafa
sett glæpinn á svið, taldi lög-
reglan að blóði drifni farþeginn
héföi ekki getað verið morð-
inginn, þar sem ekkert blóð
fannst á leiðinni frá gistiheim-
ilinu til biðstöðvarinnar og þvi
hefði verið mjög litið blóð á
fötum hans. Vegna þessa
ályktaði Haughton að hann hefði
afklæðst áður en hann mis-
þyrmdi likinu.
Tveir játuðu
Þegar þessi hluti rannsóknar-
innar varð að engu, sá Haught-
on að hann neyddist til að byrja
leit i hverju húsi, út frá heim-
ilinu. Sérstaklega orðaður
spurningalisti var útbúinn svo
að hver leynilögreglumaður
spyrði sömu spurninga. Smáir
hópar af lögreglumönnum
heimsóttu hvert einasta hús á
hverju svæði, til að komast að
feröum hvers einasta manns
þetta kvöld. Útkoman var að
20.000 spurningalistum var
svarað. Smám saman, þegar
ekkert nýtt kom i ljós, var
leitarsvæðið stækkað þar til það
náði yfir tæplega milu radius
frá KFUK. A þessu eina svæði
voru 100.000 manns yfirheyröir.
Þar sem árásarmaðurinn
haföi sést á heimilinu i þaö
minnsta einu sinni áður, var
Haughton sannfæröur um aö
hann væri þarna búsettur. Samt
sem áöur voru þúsundir glæpa-
manna yfirheyrðir sem bjuggu
utan svæðisins, og allir þeir sem
bjuggu i Birmingham eða
nágrenninu og höfðu verið
sakaðir um gluggagæjur, ósið-
læti, eða árásir á kvenfólk, voru
vfirheyrðir. Þeim var öllum
sleppt. Einnig tveim mönnum
sem höfðu játað á sig glæpinn.
Þá kom enn eitt áfall. Fingra-
fara-sérfræðingar höfðu unnið
dag og nótt við að reyna aö setja
saman góð fingraför. Þeir urðu
loks að gefast upp. Þaö hafði
verið svo kalt og rakt i veðri um
nóttina að það myndaðist ekki
nógur sviti á fingrum marð-
ingjans til að fingraför næðust.
Meira að segja miðinn sem
hann hafði skrifað á, var gagns-
laus.
Það var aðeins ein visbending
eftir: fótsporin sem höfðu
fundist við gluggann á
viðbyggingunni. Lögreglunni
haföi verið mikiö i mun aö halda
fundinum leyndum frá fjölmiðl-
um, þar sem hún óttaðist að
morðinginn myndi eyðileggja
skóna ef hann áliti að þeir gætu
leitt hann i gildru En þar sem
allar aðrar visbendingar leiddu
ekkert nýtt i ljós, sá Haughton
að það var ekki um annað að
ræða en að hætta á það. Myndir
voru birtar ásamt beiðni um að
ef einhver hefði séð mann sem
ætti svona skó að gefa sig fram.
Það sem lögreglan vissi ekki
var að skórnir, sem voru svo
auðþekkjanlegir á förunum á
sólunum, voru i öskubil sem ók
um allar götur Birmingham —
eftir að irskur verkamaður Pat-
rick Joseph Byrne að nafni hafði
fleygt þeim. Byrne var
góðkunningi lögreglunnar.
Hann hafði þar til á aðfanga-
dagskvöld búið i nágrenni
KFUK. Nafn hans hafði komið
upp i hinum löngu yfirheyrslum,
þegar farið var hús úr húsi. Sú
staðreynd að hann hafði yfir-
gefið heimili sitt daginn eftir
morðið hafði ekki þótt grunsam-
leg. Hann hafði sagt konunni
sem hann leigði hjá, löngu áður,
að hann ætlaði að fara til móður
sinnar, sem bjó i Warrington i
Lancashire. Vinnuveitendum
hans hafði einnig verið tjáð
þetta.
Konan sem hann leigöi hjá,
staðfesti að hún heföi séð hann
Margaret Brown var I þvottaherbergi aðalhússins, en óp hennar
stökktu glæpamanninum á flótta.