Vísir - 16.09.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 16.09.1978, Blaðsíða 5
VtSIK Laugardagur 16. september 1978 :v ■ HHHj "Þaö gæti komiö til greina” Að tala með líkamanum Okkur hér uppá tslandi finnst stundum skritið að sjá suðrænt fólk tala. Frakkar, ttalir og Spánverjar t.d. virðast ekki geta sagt eitt orð án þess að þvi fylgi heilmikið handapat. Þeir segja hlutina með likamanum um leið og þeir tala. En erum við i rauninni nokkuö frábrugðin? Jú, óneitanlega. En ekki eins mikið og flestir sjálf- sagt telja. Viö veifum ekki höndunum mjög mikiö, en not- um samt sem áður likamann býsna mikið til að tjá okkur. Breski r i thöfundurinn Desmond Morris, sem skrifaöi m.a. bókina Nakta apann, sendi nýlega frá sér bókina „Man- watching”, þar sem hann fjallar einmitt um „Likamstungumál- ið”. Þar kemur m.a. fram að glöggur maöur getur fylgst nokkuö með þvi hvort viömæl- andi hans er að segja sannleik- ann eða er að Ijúga. Eða hvort hann er að fela eitthvaö eða að ýkja. Myndirnar hér á siðunni ættu að gefa nokkuö til kynna við hvaö er átt með þessu. Þær skýra sig að ööru leyti sjálfar. —GA ,,Þú veist sennilega eins mikið um þetta og ég”, segir hann upphátt. En likaminn — einkum hendurnar og augna- ráöið yfir gleraugun (merki um einstakling sem álitur sjálfan sig meiri en þann sem hann talar við) gefur til kynna akkúrat hið gagnstæða: ,,Ég er sérfræðingurinn”. ,,Við skulum ekki æsa okkur yfir þessu”, segir hann. En hann er of afslappaöur, og það segir þér: ,,Það er ég sem hef völdin og þú þarft að leggja hart að þér til að sannfæra mig”. „Einmitt það? Þá er ég farinn” segir hann og leggur á- herslu á það með þvi að hneppa jakkanum. En fótleggirnir og fæturnir sýna að hann er ekkert aðbúa sig undir að fara.Hann er að reyna að plata. „Já, ég gæti fallist á þetta sjónarmið”, segir hann. En likaminn er i varnarstööu (krosslagðir fætur og hendur) og það gefur til kynna aö hann er langt frá þvi reiöubúinn að fallast á sjónarmið þitt. „Ég gæti alls ekki gert yður betra tilboö en þetta” segir hann. En likaminn segir allt annað: „Ég gæti boöiö þér betur, en af hverju ætti ég að gera þaö?” Bjóöum alls konar mannfagnaö velkominn. Vistleg salarkynni fyrir stór og smá samkvæmi. Veisluföng og veitingar aó yöar ósk. Hafið samband tímanlega. HÓTEL LOFTLEIÐIR s mi 22322

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.