Vísir - 16.09.1978, Blaðsíða 16
Laugardagúr 16. september 1978
VISIR
Eitt af þeim lögum kom út á
plötu eða öllu heldur plötum.
Þannig var aö Svavar Gests
hringdi i mig eftir að sýningar
úyrjuöu og bað um eitt lagið á
plötu og ég sagöi allt i lagi. Svav-
ari fannst þaö ekki nóg og lét mig
skrifa undir einhverja pappira.
Svo hringdi Kristján Kristjáns-
son (KK) i mig og bað um að fá að
setja þetta lag á plötu og ég sagði
allt i lagi, fannst ómögulegt að
gera upp á milli góöra manna.
Nema ég fékk hinar ægilegustu
hótanir frá Svavari um himin-
háar skaöabætur sem mér hefði
ekki enst ævin til að borga. betta
er lagið Kvöldljóð”.
útvarp og pólitík
baö er ekki hægt að skilja svo
við Jónas að minnast ekki á út-
varpið nokkrum orðum og ég spyr
um álit hans á útvarpsdag-
skránni.
„Útvarpsdagskráin er að
mörgu leyti góð. Hún er byggð á
menningu okkar og menningar-
arfleifð. Auövitaö eru þvi litil tak-
mörk sett hvað hægt er að gera ef
til er óþrjótandi fjármagn, stórt
húsnæöi og mikill fjöldi starfs-
fólks. Margir af þeim sem gagn-
rýna útvarpiö taka mið af þvi
besta sem gerist hjá rikustu og
fjölmennustu þjóðum heims. Við
megum ekki gleyma þvi að viö
erum bara liölega 220 þúsund sgm
byggjum þetta land.
Ég hef séð gagnryni i blöðum,
gott ef ekki einmitt i Visi, þar sem
greinarhöfundar lýsa þvi yfir i
upphafi að þeir hlusti aldrei á út-
varp.Siðan skrifa þeir langt mál
um þessa hörmulegu dagskrá að
þeirra dómi. betta getur vart tal-
ist traustvekjandi gagnrýni, svo
ekki sé meira sagt.
Hins vegar er ég hlynntur frelsi
til að velja og hafna og þvi ein-
dregið fylgjandi þvi að komið
veröi upp fleiri rásum”.
Við héldum áfram að ræða um
útvarpið og viötöl Jónasar við
heimsfræga listamenn og mann-
inn á götunni. Hann bendir á, að
það sé einsdæmi i veröldinni aö
nær hver sem er geti fengið tima
til umráöa i útvarpinu, til dæmis i
þættinum um daginn og veginn.
Annars séu þaö allt þjalfaöir út-
varpsmenn sem sjái um dag-
sk'rána að öllu leyti og þvi sé is-
lenska útvarpiö i nánari tengslum
við almenning en viöast hvar
annars staöar.
Um leið og ég kveð rennur upp
fyrir mér aö ekkert hefur verið
minnst á pólitik þótt hún hafi
tröllriðið öllum umræðum siðustu
vikur og mánuði. Er Jónas ekkert
pólitiskur?
,,Nei, ég stend alveg utan við
alla pólitik. Mitt ævistarf hefur
verið að fjalla um fólk og ég skil
ekkert i pólitik. baö er maðurinn
sem skiptir mig máli, en ekki
pólitiskar stefnur. bess vegna
skrifa ég leikrit um fólk og vona
að það segi þeim eitthvað sem
vilja koma, sjá og heyra”.
—SG
Höfundur og Sigríður Hagalin, leikstjóri
pallur hærri til að standa á og ég
hef ekki skrifað aöra barnabók
siðan”, svarar Jónas og hlær.
— bú hefur samið niörg lög
og sum komið út á plötu. Tónlistin
á stóran hlut i þér. ekki satt?
„Jú, tónlistin hefur alllaf átt
stóran þátt i mér og nú hef ég þaö
allt til góöa sem ég eyddi i tón-
listarnám. Ég var fyrsti nemandi
Ragnars H. Ragnar á Isafirði
fyrir 30 árum, en áöur hafði ég
stundað nám i Tónlistarskólanum
i Reykjavik, m.a. hjá Árna
Kristjánssyni.
Flest min lög hef ég samið af
einhverju sérstöku tilefni og þá
vanalega i sambandi við útvarps-
þætti og stundum i leikrit sem ég
hef stjórnað.
Einu sinni samdi ég 12 lög i
reviu sem flutt var i Kópavogi.
,,Draumur minn um eilífðina var að éta Napóleonskökur..."
^ Sýnum í dag á Bílasölu
Alla Rúts Hyrjarhöfða 2
(Rétt fyrir neðan Bifreiðaeftirlitið)
ZASTAVA 7501
FRÁ JÚGÓSLAVÍU
(Júgó
seat)
ATH. nœsta sending
hœkkar um 280 þúsund
Notið þetta einstaka tœkifœri
GJvarahlutir
Ármúlía 24. Reykjavík. Símt> 36510