Tíminn - 29.10.1969, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUIl 29. október 1999.
9
TIMINN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ristjórnar: Tómas KarLsson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjómarskrifstofur 1 Eddu-
húsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 —
Afgreiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur
sími 18300. Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði, mnanlands —
í lausasölu kr. 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f.
„Sjálfvirka
launaiækkunarkerfið4 ‘
í ályktun þings Verkamannasambands íslands, sem
haldiS var um helgina sagði meðal annars, að kaupmátt-
ur tímafcaups verkafólks hafi faríð sílækkandi síðustu
tvö árin og nemi lækkunin fast að fimmta hluta eða
20% lækkun kaupmáttarins. Við þetta bætist svo geig-
vænlegt atvinnuleysi og mjög minnkandi yfirvinna,
sem áður hafi aukið heildartekjur mjög verulega. í
ályktuninni er því síðan lýst yfir. að á þessari þróun
verði ekfcert lát fyrr en gagngerðar brejdingar verði
gerðar á þeim kjarasamningum, sem gerðir hafa verið
undanfarin ár. Niðurstaða Verkmannaþingsins er svo
sú, að „gildandi samningar um verðlagsbætur á laun
séu í raun sjálfvirkt kauplækkunarfcerfi.“
Vegna þessa ástands telur svo þing Verkamannasam-
bandsins að samtökin eigi að beita sér fyrir uppsögn
kjarasamninga og leita eftir sérsamningum fyrir al-
mennu verkalýðsfélögin um launahækkanir og aðrar
breytingar í stað hins „sjálfvirku launalækkunarkerfis.“
Harðari dóm er naumast unnt að kveða upp yfir for-
ystu verkalýðshreyfingarinnar, sem ráðið hefur ferðinni
í kjarasamningum síðastliðin 2 ár. Það þarf sérstaka
snillinga í verkalýðsmálum til að semja um sjálfvirkt
kauplækkunarkerfi 2 ár í röð.
Að þessari ályktun standa höfuðpauramir í samn-
ingagerðinni s.l. 2 ár, þeir Eðvarð Sigurðsson, formaður
Verkamannasambandsins, og Bjöm Jónsson, varaformað-
ur Verkamannasambandsins. Þeir vom auðvitað báðir
endurkjömir eftir þessa rækilegu sjálfshirtingu.
Leit að bræðslufiski
Vilhjálmur Hjálmarsson og 7 aðrir þingmenn Fram-
sóknarflokksins hafa nú endurflutt tillögu um sérstakar
ráðstafanir vegna hráefnisskorts síldarverksmiðjanna.
Fjallar tillagan um undirbúning að skipulagðri og sam-
ræmdri fiskileit, rannsóknum og veiðarfæratilraunum í
því skyni að auka veiðar á bræðslufiski og gera þær veið-
ar fjölþættari.
í greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn, að
það sé kiwmara en frá þurfi að segja, hversu erfiðlega
nefur gengið að afla síldarverksmiðjunum hráefnis og
láta rekstur þeirra bera sig. Síldin hafi reynzt okkur ís-
lendingum harla duttlungafull. En hafið sé auðugt og
fiskimiðin umhverfis ísland bjóði upp á ýmsa mögu-
leika. Fari því fjarri, að þeir hafi allir verið kannaðir
til nokkurrar hlítar. Jakob Jakobsson telji líklegt, að
unnt sé að stunda loðnuveiði miklu lengur á ári en nú
sé gert og þá einnig á öðrum veiðisvæðum og á þeim
árstímum þegar loðnan er feitust og gefur mestar af-
urðir. Þá sé rætt um þrjár aðrar fisktegundir, spærling,
sandsíli og kolmunna, og talið, að þær megi allar nýta
' sem bræðslufisk, ef að líkum láti. En til þess að vel
takist til um slíka nýbreytni telji Jakob Jakobsson, að
til þurfi að koma samstillt átak í rannsóknum, fiskileit
og veiðarfæratilraunum. Hér eru svo fjölmörg atriði
ókönnuð, að nauðsyn slíkra aðgerða ætti að vera óum-
deilanleg. Þjóðhagslegt gildi þess. ef takast mætti að
nýta í miklum mæli nú ónotaða ifkastagetu síldarverk-
smiðjanna og veita þar með fjölda manna arðbæra at-
vinnu og auka útflutningsframleiðsluna, er einnig aug-
Ijóst hverjum manni.
Vonandi ber Alþingi gæfa til að samþykkja þessa
tillögu. TK
HARRY SCHWARTZ, New York Times:
Iireshneff og Kosygin hefur
orðið ágengt á ýmsum sviðum
Samt er ólíklegt að yngri menn sætti sig við óbreytt ástand
SÉ dæmt eftir árangrinum
einum hefir valdhöfunum
Breshneff-Kasygin í Moskvu
vegna'ð betur en mörgum datt
í hug fyrir fimrn árum, þegar
þeir hrifsuðu völdin og ýttu
Nikita S. Krustjoff fyrrverandi
húsbónda sínum til hliðar.
Hinir „samvirku“ leiðtogar i
Moskvu þurfa ekki að láta
kjósa sig að nýju og heyja í því
augnamiði opinberar rökdeilur
við stjórnarandstæðinga. En
jafnvel þó að núverandi vald
hafar þyrftu á þessu að halda,
gætu þeir talizt hafa álitlega
aðstöðu til baráttu undir kjör
orðinu: „Þið hafiö aldrei átt
svona gott“.
A valdatíma þeirra, sem við
tóku af Krústjoff, hafa lífskjör
almennings batnað og iangt er
komið undirbúningi þess, að
upp renni í Rússlandi öld einka
bílsins á áratugnum milli 1970
og 1980. Valdhafarnir hafa kom-
ið á kyrrð innanlands og — með
smávægilegum undantekning-
um — tekizt að komast hjá öllu
á borð við byltingu æskunnar,
negrabyltinguna og fjöldaand-
stöðuna gegn Vietnam-styrjöld
inni. sem nú skekur Bandaríki
Norðiir-Ameríku á gninni sín-
um.
NÚVERANDI valdhafar hafa
fært verulega út hervaldiskvíar
Sovétríkjanna og stækkað
áhrifasvið þeirra bæði í stjórn
málum og efnahagslega. 1 skipt
um sínum við Bandaríkjamenn
hefir þeim tekizt að fjarlægjast
blá-brúnina, náð traustum tök
um á yfirvofandi uppreisnum í
Austur-Evrópu og nu síðast
knúið Mao Tse-tung til þess að
hverfa frá hinum heiftúðuga
Sovét-andróðri, sem hann hóf
í marz í vor, þegar átökin urðu
við Ussuri-ána.
Núverandi flokksforusta get-
ur ennfremur bent á, að hún
hafi varðveitt einingu innan
sinna vébanda, að minnsta kost.i
meiri einingu en dæmi eru til
um áður á nofckru öðru skeiði
í sögu Sovétríkjanna.
Engin pólitísk upphlaup uiðu
eða hreinsanir þegar búið var
að vífcja Krustjoff til hliðar, og
enginn einn einvaldur hefir
komið fram á sjónarsviðið —-
þrátt fyrir ótvíræðan forgang
Breshneffs.
HINU er ekki að neita, að
stjórnarandstaða gæti einnig
barizt fyrir líklegum málstað
ef hún ætti þess kost að reyna
að keppa um völdin í Moskvu,
og kjörorðið yrði að sjálfsögðu:
Kominn er tími til að breyta
um.
Til dæmis má nefna, að efna
hagslíf Sovétríkjanna sýnir á
sér hnignunarmerki. Aukning
iðnaðarframleiðslunnar á þessu
ári verður sennilega rninni en
hún hefir nokkurn tíma áður
verið síðan að Krustjoff var
vikið frá, og framleiðsla land-
búnaðai*vai’a í ár verður senni
lega minni en í fvrra. Enn-
fremur eru lífskjör almennings
í Sovétríkjunum lakari en með
al nokkurra meiri háttar iðnað
-rinóðar a Vesturlöndum.
Breshneff
Kyrrðin innanlands í Sovét
ríkjunum hefir verið keypt
dýru verði. Frumherjar ó-
ánægju hafa verið fangelsaðir
eða bældir niður á annan hátt.
Að nokkru hefir verið gripið
til aðferða Stalíns að nýju gegn
menntamönnum og leynilögregl
an efld verulega. Þrátt fyrir
þetta eru óánægðir menn enn
á kreiki og ef til vill margir.
Og sumir þeirra grípa til ör-
þrifaráða, ef draga má eðlileg
ar ályktanir af árásartilrauninni
í Kreml snemma á þessu ári og
landflótta Kuznetsovs.
GERÐAR hafa verið nofckrar
alvarlegar skyssur í utanríkis
málum síðustu fiipm árin. Ber
þar hæst þann hlut, sem Sovét-
menn áttu að því að koma af
stað styrjöldinni í löndunum fyr
ir Dotni Miðjarðarhafsins árið
1967 og skyssurnar í Tékkóslóva
kíu, bæði fyrir og eftir inn-
rásina í ágúst 1968. Vígbúnað
arbyrði sovézku þjóðarinnar er
þyngri en hún hefir verið um
mörg ár og núverandi leiðtogar
hafa lítið gert til þess að
stemma stigu við áfrawihald-
andi vígbúnaðarkapphlaupi.
Andúð gegn Sovétríkjunum
er enn mikil í Austur-Evrópu
Audrei P. Kirilenko
— hann er sagður hægri hönd
Breshneffs í flnkkskerfinu.
Kosygin
og Kína. Þrátt fyrir ríka við-
leitni valdhafanna í Moskvu
gína enn rifurnar í heimshreyf
ingu kommúnista og hafa raun
ar gleikkað vegna innrásarinnar
í Téfckósióvakíu í fyrra og
framsetninigar Breshneffkenn-
ingarinnar um takmarkað sjálf
stæði sósialiskra þjóða.
Að því er geimrannsóknir
áhrærir þá liggur auðvitað ljóst
fyrir. að ferð Soyuz-geimfara
umhverfis jörðina getur ekki
máð út þá staðreynd, að það
voru Bandaríkjamenn, sem
fyrstir stigu fæti sínum á tungl-
ið
I AUGUM tugmilljóna Sovét
oorgara kann þó sú staðreynd
að vera þyngst á metum gegn
núverandi valdhöfum, að þeir
eru allir á sextugs-, sjötugs-
eða áttræðisaldri, og leggja
megináherzluna á að halda ó-
breyttu því ástandi, sem hefir
lyft þeim í valdastólana.
Virða má mörgum framgjörn
um, áköfum og hæfum yngri
mönnum í Sovétrí) junum til
vorkunnar — mönntun á fertugs
og fimmtugs aldri — þó að þeir
álykti sem svo, að þeir, sem
nú standa við stjórnvölinn á
þjóðarskútunni, séu hræddir
við að hleypa nýrri kynslóð með
nýjar hugmyndir inn í innsta
valdahringinn í Kreml. Víst
virðist svo, sem Breshneff-Kosy
gin hópurinn hafi látið sér í
léttu rúmi liggja, þó að þess
sjáist hvarvetna Ijós merki, að
íhaldssemi hans og afturhalds
stefna í sumum atriðum hafi
dregið stórlega úr áhrifamætti
Sovétríkjanna meðal róttæks
æskufólks á Vesturlöndum, og
af því hafi jafnvel leitt, að
margt af því aðhyllist fremur
Mao Tse-tung og hans kenning
ar.
En núvarandi langlífisstefna
Moskvuvaldsins hlýtur fyrr eða
síðar að lúta í lægra haldi fyrir
óumflýjanlegu fráfalli dauð-
legra manna. Þegai yngri menn
og nýrri hugmyndir koma fram
á sviðið í Krem' kann stöðnun
yfirstandandi tíma ð reynast
hinn rétti undirbúnigur undir
sprengingu nýrrar byltingar.
toai