Vísir - 16.10.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 16.10.1978, Blaðsíða 2
2 Mánudagur 16. október 1978 loðnuveiðar og fylgdisí með störfum um borð Hákon ÞH250 með lóOtonna kastá síðunni. Dýptarmælirinn og asdikið sýna að góð torfa er undir. Nótinni er dreift jafnt færi til aö sleppa úr nótinni og á hún þaö til að stinga sér. Yfirleitt er ekki kastað á torfur sem eru á meira dýpi en 30 föömum en það fer þó eftir þvi hvernig nætur skipin eru með. Þrátt fyrir að kraftblökkin dragi nótina inn aftur er það erfitt starf fyrir hásetana aö taka við henni og raða henni i nótaskúff- una i skut skipsins, enda er hún nokkur tonn að þyngd. Nótin er dregin þar til loðnan i henni er orðin þétt og nótin er komin að siðu skipsins. Þá er byrjað að dæla úr henni og rennur loönan sjálfkrafa i lestar skipsins og þarf mannskapurinn litiö að koma ná- lægt þvi nema að stjórna rennsl- inu til þess að skipið hlaðist jafnt og hallist ekki. A milli þess sem kastaö er hafa hásetarnir litið að gera. Þeir þurfa að standa tveggja tima vaktir i brúnni á 14 tima fresti. Hins vegar er enginn fastur vinnutimi hjá þeim um borð. Þeir þurfa aö vera tilbúnir hvenær sem kallaö er og vinna oft á tiðum stanslaust eða meö stuttum hlé- um jafntá degisem nóttu. Þannig getur það gengið i nokkra sólar- hringa með litlum svefni á milli. En þessar tarnir koma ekki i hverjum túr. Oft hamlar veður veiði eða þeir fá i bátinn á einum degi og þá er stimað i land. Nótin dregin, Vignir stýrimaður og Sighvatur taka hressilega á móti. Barningur við Jan Mayen Veiöin þarna hafði verið góð rétt fyrst en loðnan gaf sig ekki til núna og var dreifð i litlum torfum sem kallarnir i talstööinni kölluðu smáskitapeðrur. En barningur- inn hélt áfram i nokkra daga, þvi engar fréttir höfðu borist um veiöi annars staðar og rann- sóknarskipið Bjarni Sæmundsson var kominn á miðin að leita aö loðnu. en ekkert fannst. Kallarnir fylgjast vel meö þvi hvaö hinir eru að gera og hvar þeir eru staddir. Allar þessar upplýsingar fara i gegn um tal- stöðina en þar eru einnig ýmis mál efst á baugi. Að þessu sinni var ekki rætt um annað en mis- mun á fitumælingum á loðnunni i Noregi og á Islandi. Fitan var allt frá 2% til 4% hærri i Noregi en á islandi þrátt fyrir að loðnan væri veidd á svipuðum slóöum og jafn- langur timi að sigla i land hjá báðum. Veröið á loðnunni hækkar um 95 aura við hvert fituprósent og sögöu kallarnir að þetta gæti munað um 2 til 3 milljónum i afla- verömæti á túr og voru óhressir yfir. Flestir loðnubátarnir um 50 talsins, fóru tvo til þrjá túra á miöin við Jan Mayen og enduöu þessar veiðar þar eða þeir fóru til lands með slatta i endaðan september. Næsta hálfa mánuð komu tvær góðar aflahrotur um 70 milur suð- austur af Scoresbysundi. Lengst af var þó bræla en margir bátar fengu þó tvisvar sinnum fullfermi þar. Mest aö gera þegar minnst veiöist Þrátt fyrir að litið veiðist eru engin rólegheit um borð. Þvi minna sem fæst i nótina i hverju kasti þeim mun fleiri köst þarf til að fylla bátinn. Hvert kast tekur um klukku- tima til einn og hálfan tima, allt eftir þvi hvað lengi er veriö að dæla loðnunni úr nótinni. Einnig getur það dregist að gera klárt fyrir næsta kast ef nótin hefur rifnaö eöa eitthvað annað farið úrskeiðis. Þaö er kastað stanslaust þegar eitthvað er við aö vera. Þó kemur það iðulega fyrir að menn eru ný- búnir aöklæða sig úr göllunum og rétt sestir viö matboröiö, svangir eftir stritið, að kallað er KLARIR og þeir verða aö rjúka upp á dekk aftur. Byrjað er á þvi að kasta út bauju sem fest er við annan enda nótarinnar. Þegar báturinn er kominn vel fyrir torfuna er nótin látin fara og siglt i hring aö bauj- unni og nótin tekin upp við stefni skipsins. Enn hefur loðnan tæki- Oddgeir Adólfsson skipstjóri á Hákoni fylgist vel meö tækjunum. „Þetta er nú meiri vitleysan. Einhverntíma hefði maður ekki litið við þessu. Það borgar sig ekki að kasta á þessar smápeðrur. Ég held nú það. Er eitthvað að hafa hjá þér? — Nei, það var sama sagan hinum megin, best væri að leggja þessum bátum og hætta þessum barningi. Þetta er hluti af talstöðvarsamtali tveggja skip- stjóra á loðnubátum á miðunum við Jan Mayen fyrir nokkru. Blaðamaður Vísir fór þrjá túra á loðnuveiðar með Hákoni ÞH og var þetta samtal fyrstu kynni hans af veiðunum. Aflinn hafði verið tregur í rúma viku en kallarnir héldu samt áf ram að berja á þessu, eins og þeir sögðu. Fengu 10 til 50 tonn af loðnu í kasti, sem þykir ekki mikiðenda ekki óalgengt annars að bátarnir séu fyllt- ir í nokkrum köstum. Allur íslenski loðnuf lotinn var kominn á miðin milli Jan Mayen og Grænlands en þar voru einnig allmörg norsk loðnuskip að veiðum og er talið að loðnan þar sé af sama stof ni og sú loðna er gengur suður fyrir land á vetrum til hrygningar. Hins vegarr'var þessi loðna miklu feitari en sú sem bátarnir höfðu verið að veiða áður djúpt undan Vestf jörðum og Norðurlandi og voru ekki allir sjómenn á einumálium að hér væri um sama stofn að ræða. Mesfa minnst Blaðamaður Visis fór þrjá túra með Hákoni ÞH á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.