Vísir - 16.10.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 16.10.1978, Blaðsíða 13
visra Mánudagur 16. október 1978 13 Bent Haller. Þessi bók hefur komið af stað miklum umræðum og deilum i Danmörku. Bókin er á mörkum þess að teljast unglinga- bók. Gunnel Beckmann er höfundur bókarinnar Þrjár vikur fram yfir. Einnig er væntanleg bókin Draumaheimur Kittu eftir Evi Bögenæs, en sagan gerist i Noregi. Fangarnir i Klettavik er eftir bandariskan unglingabókahöfund E.W.Hildick. Leikhúsmorðið eftir Sven Wernström fjallar ekki um venju- legt morð heldur morð á litlu leik- húsi. Gúmmltarsan eftir Óle Lund Kirkegaard kemur út nú, en frá þessum höfundi hefur áður komið bókin Fúsi Froskagleypir. Ekki eru allar barnabækurnar þýddar og að sögn Jóhanns kem- ur út ný bók i flokknum um Sigrúnu eftir Njörð P. Njarðvik. Nefnist bókin Sigrún flytur. Plötubók um Barbapapa kemur út fyrir jól, Barbapapa-plötubók. Nýlega er komin út bók sem ber heitið Leikhús Barbapapa.Einnig hafa verið endurprentaðar fyrstu bækurnar Barbapapa og Barbapapa i langferð. Nýjar bækur koma út um Kalla og Kötu: Kalli og Kata verða veik, Kalli og Kata eignast garð. Þá koma út bækur um Tuma, Tumi smiðar hús og Tumi tekur til. Einnig eru væntanlega bæk- urnar Emma fer I leikhús og Emmu finnst gaman i leikskólan- um. Fyrstu tvær Tumabækurnar hafa verið endurprentaðar. Jóhann sagði aö fleiri barna- bækur væru væntanlegar svo sem Albin og undraregnhlifin og Albin og furðuhjólið, Hin fjögur fræknu og gullæðið og Hin fjögur fræknu og Róbinson, Gormahreiðrið, Tembó Tabú og Górilluaparnir. Fleiri nýjum teiknimyndaflokk- um verður hleypt af staö, — Viggó hinn óviðjafnanlegi, Stórvesirinn Fláráður, Sagan af Alexis MacCoy og Birna og ófreskjan. Lögfræöi og önnur alvar- leg fræði Að sögn Jóhanns er um þessar mundir að koma út 2. útgáfa af Stjórnskipun tslands eftir Ólaf Jóhannesson, forsætisráðherra. Ritiö kom fyrst út 1960. Þá verður gefin út Straumar og stefnur i islenskum bókmenntum frá 1S50 eftir Heimi Pálsson. Kennslubók Njarðar P. Njarð- vik Saga leikrit ljóðkemur út i 2. og endurskoðaðri útgáfu. Færeyinga saga kemur út i flokknum íslensk úrvalsrit Þetta er önnur og endurskoðuð útgáfa eftir Ólaf Halldórsson. Dægurvisa Jakobinu Sigurðar- dóttur kemur nú aftur út. Drög að hljóðkerfisfræði eftir dr. Magnús Pétursson kom út fyrr á árinu. Ritið Þjóðfélagið og þróun þesseftir Björn S. Stefáns- son er og komið út fyrir nokkru. Um rökfræði nefnist kennslubók eftir Halldór Guðjónsson og er væntanleg. Bók Jóns Hnefils Aðalsteins- sonar Hugmyndasaga, frá sögn- um til siðaskiptakom út fyrr á ár- inu, svo og bókin Foreídrar og þroskaheft börn, og Erfðafræði örnólfs Thorlacius . Jóhann sagði að Iðunn hefði einnig endur- prentað nokkuð af eldri bókum sinum þar á meðal íslensk hljóð- fræðieftir Baldur Ragnarsson og Almenn vistfræði Ágústs H. Bjarnasonar, Islenskar bók- menntir til 1550 eftir Indriða Gislason og bókina Sigrún fer á sjúkrahús eftir Njörð P. Njarðvik Fjórar hljómplötur á árinu Iðunn sendi frá sér fjórar hljómplötur á árinu. Nú er ég klæddur og kominn á ról með Megasi, Silfurgrænt ilmvatnsvar plata Melchior, Asi i Bæ var á plötunni Undrahatturinn og fjórða platan var með lögum úr öskubusku Aö lokum benti Jóhann á það, að hafin væri útgáfa á ritröð sem oer nafnið Smárit Kennara- háskóla tslands og Iðunnar og koma út fjögur rit á árinu. —BA— 10 ára matarveisla Sjálfboðaliðinn Leó Heinege tók upp á þvi fyrir 10 árum að fóðra fjögur andapörá háskólalóð i Connecticut i Bandarikjunum. Aðsóknin hefur stöðugt aukist og nú eru yfir 500 endur i föstu fæði hjá Leó. Allan þennan tima hefur fóðrunin aðeins fallið niður einn dag. Það var daginn sem mikill fellibylur gekk yfir svæðið i fyrravetur. Þess má geta að fæðisgjaldið fer allt á einn reikning: reikning Leós Heineges. Hvererforsenda hinnar háu endursölu vw og Audi bífreiða? Leyndarmál viðhaldsins veturínánd! VW ogAudi eigendur fara nœrri um þaÖ að reghdeg yfirferð, vélarstilling og skoðun er forsenda góðrar endingar og hárrar endursölu. Jafnvel þótt þeir þurfi minna viðhald en aðrir bílar að öUu jöfnu. Hekla býður VW ogAudi eigendum alhliða þjónustu fagmanna á þessu sviði auk hinnar rómuðu varahlutaþjónustu og viðgerðarað8töðu. Því vekjum við athygli á hinrd hagkvœmu vetrarskoðun okkar auk Ijósa- stillingar sem framkvœmd er á staðnuni. Hvort tveggja ráðstafanir sem auka öryggi og endingu vagnsins í erfiðum vetrarahstri. L|C|f| A UC m ■ &!3 Laugavegi 170-172 Sími 21240 og 15450 Látið sérhæföa fagmenn stilla vagninn inná veturinn!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.