Vísir - 16.10.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 16.10.1978, Blaðsíða 3
VTSIK Mánudagur 16. oktáber 1978 Þurfa að landa aflanum sjálfir Ahöfnin á Hákoni ÞH er 14 manns, skipstjórinn, Oddgeir Adólfsson kokkurinn, 2 stýri- menn, tveir vélstjórar og 8 háset- ar og vinna stýrimennirnir báðir á dekki þegar kastað er. Hákon er yfirbyggður eins og flestir loðnu- bátarnir, og getur borið um 820 tonn fullfermdur. Loðnubræðslur eru dreifðar um landið og verður þvi oftast lönd- unarbið hjá þeim sem eru næst miðunum hverju sinni eða einn til tveir sólarhringar fara i siglingu á þá höfn þar sem laust pláss er. Þessi timi gefst mönnum til hvildar en á vetrarvertiðinni er hann styttri. 1 landi er ekki stoppað nema þann tima sem tek- ur að landa og þurfa loðnusjó- menn að landa aflanum sjálfir. Það er erfitt verk og óþrifalegt og á mörgum skipum er allur mann- skapurinn i þvi. Moka þarf loðn- unni til i lestunum að löndunar- dælum og er það misjafnlega mikið verk eftir þvi hvernig lestarnar eru útbúnar. Þetta þekkist ekki hjá Norðmönnum, t.d., að loðnusjómenn landi aflan- um sjálfir og voru sjómenn mjög óánægðirmeð þetta fyrirkomulag og töldu að þyrfti að breyta þessu við næstu samninga. —KS > í skutnum gBliSIiBilil SLÁTURGERÐ Á GRUND Vistmenn rífja upp handtökin Hann er langur endinn hjá þessari. Mynd: GVA. Það var mikið llf og fjör I eld- húsinu á Grund þegar Visis- menn litu þar inn I gær. Slátur- gerð stóð þar yfir af miklu kappi. Starfsmenn elliheimiiis- ins höfðu umsjón meö verkinu en vistmenn sátu og kepptust við að troða i og sauma fyrir. „Það er mjög góður hugur hér i öllum og það fer vist ekki á milli mála að hér rikir góð stemning”, sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir matráöskona þegar hún gaf sér tima til að lita upp frá verki. „Viö höfum alltaf haft vistmenn i þessu meö okkur frá þvi að sláturgerð hðfst hér. Gömlu konurnar viröast hafa ákaflega gaman af þessu og þar aö auki greiðum við þeim kaup fyrir þetta. Þetta er annar dagurinn okkar i sláturgerðinni og ég reikna meö þvl að við ljúkum við á morgun. Við tókum alls 100 slátur fyrir Grund og aukalega lifur, vambir og mör. Þetta dugar samt alls ekki fyrir heim- iliö hér. Austur i Asi i Hvera- gerði voru tekin 400 slátur sem verða útbúin fyrir okkur”. Auk Ingibjargar eru tvær starfsstúlkur i sláturgerð og niu vistmenn. Gömlu konurnar sátu og kepptust við en gáfu sér samt tima til að lita aðeins upp til Gunnars ljósmyndara. Viö leyfðum okkur aö trufla dálitið tvær konur sem voru aö skera niður mör og setja i keppina. „Það lyftir okkur heilmikið að fá aökomast i sláturgeröina. Ég geröi alltaf slátur meðan ég hafði mitt heimili. Það eru sjö ár siðan ég kom hingaö á Grund en þetta er i fyrsta skipti sem ég er með i sláturgerðinni hér. Þetta er allt stærra i sniðum en það var hjá mér”, sagði Guð- laug Jónsdóttir sem sagðist hafa alist upp i Húnavatnssýslu en búið siðar i Reykjavik. Andspænis Guðlaugu sat kona sem kvaðst heita Þuriður Páls- dóttir. „Ég er alls ekki vistkona hér. Ég bý enn og á mitt heimili á Sólvallagötu 5, sem er örstutt héðan. Ég vann hins vegar hér i 10 ár og þær kölluðu núna á mig til að aöstoða”, sagöi Þuriöur sem kvaðst alltaf gera slátur á hverju ári. „Ég er reyndar oröin ein og geri þvi ekki slátur heima hjá mér. 1 haust útbjó ég hins vegar slátur með dótturdætrum minum þeim Þuríði og Valgerði Dan. Ég hef alltaf haft mjög gaman af þessu.” Visismenn heimsóttu eldhúsið rétt fyrir hádegi og þar sem fólkiö var búið að vinna siðan átta um morguninn gáfum við þvi möguleika á þvi að komast I mat. —BA— Hér sjáum viö þær Guðlaugu Jónsdóttur og Þurföi Pálsdóttur með matráöskonunni Ingibjörgu Guðmundsdóttur. ..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.