Vísir - 16.10.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 16.10.1978, Blaðsíða 8
8 Mánudagur 16. október 1978 VISIR i Stundar hákarla- veiðar við Ástralíu Visir ræddi nýlega við Árna Ingvarssen sem staddur er hérlendis, um hákarlaveiðar ,,Ég hef nú stundab hákarla- veiöar við Astrallu i rúma tvo áralugi og kem til með aö gera það enn um sinn. Hvort ég sný aftur til tslands er enn óráðið. Það iiefur verið óráðið frá þviaö ég fluttist út árið 1953.” Þannig fórust Árna Ingvarssyni orð er blaðamaður VIsis hitti hann og fjölskyldu hans að máli. Arni, kona hans Ileidi og sonur þeirra Peter eru i heimsókn hér á iandi þessa dagana, en leggja brátt land undir fót að nýju áleiðis til heimalands sins, Ástrailu. Ævintýralöngun „Það var fyrst og fremst útþrá og ævintýralöngun sem varð til þess að ég fluttist búferlum til Astralíu vorið 1953. Ég hafði verið sjómaður á togurum hér i 13 ár, var orðinn 31 árs gamall.laus og liðugur, og var uppfullur ævin- týralöngunar. Mér hafði lengi fundist Astralla heillandi. Bróöir minn Gunnlaug- ur hafði áður gengiö með það i maganum að fara þangað — það var árið 1938. Hann breytti þó um kúrs og tók stefnuna á Ameríku þar sem hann bjó þaö sem eftir var ævinnar. Ég hélt hins vegar fast viö Astraliuhugmyndina og vordag einn fyrir fjóröungi aldar siöan stóð ég á þilfarinu á Gull- fossi og kvaddi land og þjóð. Eftir u.þ.b. mánuð var ég kom- inn til Astraliu. Þar var vetur aö byrja. Ég hitti fljótlega þrjá Is- lendinga sem bjuggu I Melbourne og naut hjálpar þeirra til aö finna fótfestu á hinu nýja og framandi landi. Á togara Ég komst fljótlega á togara og var á honum næsta eitt og hálft árið fyrst sem háseti og slðar sem stýrimaöur. Ég hafði lokið námi við stýrimannaskólann hér árið 1947. Mér bauðst skipstjórapláss á togaranum, en hafnaði þvi þar sem launakjörin voru ekki upp á það besta og ég hafði annað i bi- gerð. Það var sannarlega mikill munur á þvl að fara á togara viö Astraliustrendur eftir aö hafa veriö á togveiðum við Island. Togarafloti tslendinga var tals- vert fullkomnari eftir tilkomu ný- sköpunartogaranna, heldur en þaö sem gerðist I Astraliu. Þar var gert út á gömlum og litlum kolakláfum. Þaö var llka mikill munur á fiskiriinu. Það voru eng- ir 13 pokar I hali eins og við höfðum fengið á Selvogsbankan- um með Snæbirni á Tryggva gamla. Fiskurinn á miðunum við Astraliu var smár og hölin yfir- leitt óttalegir skaufar. Ég og Sigmundur Finnsson sem komið hafði til Astraliu nokkru á undan mér leigöum bát saman næstu þrjú árin á eftir. Upphaf- lega ætluðum viö aö gera út á tog- veiðar en eftir nokkrar mis- heppnaöar tilraunir meö trollið ventum við okkar kvæöi I kross og hófum aö stunda hákarlaveiöar. Seinna keyptum viö okkur 24 tonna bát til þessara veiða. Eftir aö hafa gert út saman I nokkur ár, keypti ég svo hlut Sigmundar I bátnum hann keypti annan bát en ég hef siöan gert út einn með tveggja til þriggja manna áhöfn. Árni Ingvarsson. Mannætuhákarlar Hákarlarnir sem við veiöum eru af tegundunum Snapa-shark og Gummy-shark og eru fremur smáir, — þeri stærstu tæpir tveir metrar á lengd. Þetta eru hættu- litlar skepnur og við veiðum þær I net. Fyrir kemur þó aö stærri há- karlar svokallaðar mannætur, flækist i netin og valdi miklum usla. Þá er oft ekki annað aö ræöa en að dangla i þá með kylfunni og draga þá með til hafnar. Við er- um hins vegar ekkert fiknir I þessa stóru, enda fæst litið verð fyrir þá. Þessir mannætuhákarlar eru hin mestu óargardýr og miklar varúðarráðstafanir eru gerðar við baðstrendur til þess aö varast þá. M.a. eru notaðar þyrlur sem fljúga þá yfir sjóinn undan baö- ströndunum en það dugir oft ekki til. Eru mörg dæmi þess að há- karlarnir hafa ráðist á menn á mjög grunnu vatni allt aö tveggja feta grunnu. Ég hef séö allt of mikið af þess- um skepnum til þess aö ég myndi nokkurn timan hætta mér i þaö aö synda í sjónum. Eitt sinn þegar ég var að draga netin kom ég auga á feiknavænan Gummy i trossunni. Ég beygði mig þá yfir borðstokkinn til þess að dangla i II hann en í sömu mund kom griðar- lega stór mannætuhákarl, Blue Pointer, undan bátnum hjá mér og þreif bráðina nánast úr höndunum á mér. Það var ekki laust við aö mér rynni kalt vatn milli skinns og hörunds. Hákarl með frönskum? Hákarlarnir sem við veiðum eru hafðir til matar og þá einkum Ifishand chips”-rétti. Það er ekki vist að neytendurnir geri sér al- veg grein fyrir hvað þeir eru að boröa enda ekkert gert til þess aö vekja athygli þeirra á því að þaö sé hákarl. Annars eru fjölmargir sem eru sólgnir i hákarlinn og kjósa hann frekar en aðrar físktegundir. Stærri hákarlarnir eru hins vegar nær eingöngu notaöir i skepnu- fóður og sú tíö er liöin aö sóst var eftir lifrinni úr hákörlum. Henni er allri hent núna. Heimþrá Ég get ekki neitað þvi að ég haföi oft mikla heimþrá á fyrstu árunum i Astraliu. Ég ætlaði mér i fyrstu að dvelja þarna kannski I eitt eða tvö ár. Svo teygðist úr dvölinni ég kvæntist Heidi 1957 og var þá farinn að festa rætur. Samt sem áöur eru tengslin við tsland sterk I huga mér. Þetta er i annaö skiptið sem við komum hingað til lands við komum siðast 1965. Heidi er Þjóðverji að upp- runa en fluttist til Astraliu 1950. Henni líst mjög vel á land og þjóö og segist vera tilbúin hvenær sem er að flytjast hingað. Sömu sögu er að segja af Peter syni okkar. 4 i HVERNIG SEM VIÐRAR UTI Ef bíllinn þinn er í fullkomnu lagleigulegur og á sanngjörnu verði - og hreinn þó móttu setja hann inn á gólf til okkar ón nokkurs gjalds ó meðan húsrúm leyfir Opið 9-7 einnig ú laugardögum í sýningahöllinni Bildshöfða, simar 81199-81410 RANXS Fiaftrir Eigum óvollt fyrirliggjandi fjaörir í flestar geröir Volvo og Scanio vörubifreiða. utvegum fjaörir i sænska flutninga- vagna. Hjalti Stefdnsson Simi 84720 Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.