Vísir - 16.10.1978, Blaðsíða 12
12
Mánudagur 16. október 1978 VISIH
SKYNDIMYNDIR
Vandaöar litmyndir
i öll skirteini.
barna&fþlsk/ldu-
Ijósmyndir
AUSTURSTRÆTI 6
SÍMI 12644
Staða skólastjóra
Verslunarskóla íslands
Staða Skólastjóra Verslunarskóla íslands
er laus til umsóknar. Ráðningartimi er frá
og með 1. júni 1979. Ráðgert er að væntan-
legur skólastjóri kynni sér kennslu i
viðskiptafræðum erlendis fyrir næsta
skólaár, er hefst 1. september 1979. Þá er
einnig æskilegt, að umsækjandi geti ann-
ast kennslu i viðskiptagreinum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Félags menntaskólakennara.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, ásamt greinargerð
um ritsmiðar og rannsóknir skulu sendar
Skólanefnd Verslunarskóla íslands
Laufásvegi36, Rvk, fyrir 1. desember n.k.
Skóianefnd Versiunarskóla íslands
m
Smurbrauðstofan
BvJORIMIIMN
Njólsgötu 49 — Sími 15105
nyir
umboosmenn
okkar eru:
Eyrarbakki:
Bolungarvík:
Hvammstangi:
Búðardalur:
Stokkseyri:
Sigluf jörður:
Jónina óskarsdóttir
Bergi
Sími 99-3353
Björg Kristjánsdóttir
Höfðastíg 8
Sími 94-7333.
Hólmfríður Bjarnadóttir
Brekkugötu 9.
Sími 95-1394
Sólveig Ingvadóttir
Gunnarsbraut 7.
Sími 95-2142
Dagbjört Gisladóttir
Sæbakka.
Sími 99-3320.
Matthías Jóhannsson
Aðalgötu 5
Sími 96-71489
Jóhann Valdimarsson hjá Iðunni
1 BÓKAÚTGÁFAN IÐUNN .
„ÁRtlÐAN 1 il m
ISLANDSM segir Jóhann Valdimarsson 90 bœkur sem koma út í á Í1 um r p# # þœr
„Þetta er áreiðanlega islands-
met. Það hefur ekki annað forlag
gefið út jafnmargar bækur á einu
ári. Einnig er vert að geta þess að
tæplega helmingurinn kemur út
áður en hið svokallaða jólabóka-
flóð skellur á. Þetta eru þvi
óvanaleg hlutföll i bókaútgáfu á
islandi”, sagði Jóhann Valdi-
marsson framkvæmdastjóri
Iðunnar, en forlagið gefur út
á þessu ári um 90 bækur, þar af
um 50 jólabækur.
Fyrir jólin eru væntanlegar
frumsamdar skáldsögur eftir
þrjá unga höfunda. ,,Ég um mig
frá mér tii min” eftir Pétur
Gunnarsson er nokkurs konar
sjálfstætt framhald af bókinni
Punktur punktur komma strik.
,, Milljón prósent menn”eftir Ólaf
Gunnarsson er byrjandaverk. Ot-
dráttur úr bókinni hefur birst i
breska bókmenntatimaritinu
Stand.
„Sálumessa ’77” eftir Þorstein
Antonsson fjallar um sálarkreppu
rithöfundar sem er bendlaður við
morðmál. „Kjarvai” eftir Thor
Vilhjálmsson rekur sögu
Jóhannesar Kjarvals, háttu*hans
og list. I bókinni eru margar af
þeim myndum sem Jón Kaldal
tók af Kjarval.
Ljóðabók eftir Jóhann
Hjálmarsson, „Lifið er skáld-
legt", er væntanleg á næstunni.
Fyrir stuttu sendi Iðunn frá sér
„Uisneyrimur” eftir Þórarin
Eldjárn. Sigrún Eldjárn mynd-
skreytti. t bókinni eru 6 rimur,
sem hver um sig er 60 erindi.
Nýtt bindi af öldinni
Jóhann sagði að fyrir jólin
kæmi út öldin okkar, timabiliö
1961-1970.Er hann var spurður að
þvi hvort ekki hefði verið ætlunin
að biða með útgáfu hennar, sagði
hann að aðstandendur bókarinnar
hefðu helst viljað vera fyrr á ferð-
inni með hana. Aðaláhyggjuefnið
að þessu sinni hefði verið það
hvort áratugurinn kæmist fyrir i
einni bók. Það hefði tekist og yrði
bókin væntanlega um 300 siður.
Einnig er væntanlegt siðara
bindi af Svarfdælingum, en bókin
er greinargerð um bændur og
búalið i Svarfaðardal eins langt
aftur i aldir og sæmilegar heim-
ildir ná.
Kjartan Júliusson á Efri-Skálds-
stöðum i Eyjafirði er höfundur
bókar sem hefur að geyma marg-
vislegt efni, þjóðlegan fróðleik og
fleira.
Saga frá Skagfirðingum er
viöamikið heimildarrit i árbókar-
formi um tiðindi, menn og
aldarhátt i Skagafirði og viðar.
Þriðja bindið er væntanlegt fyrir
jólin.
Slitureftir Brodda Jóhannesson
er fjölbreytt safn persónulegra
hugleiðinga og frásagna.
Asi i Bæ er höfundur bókarinn-
ar Skáldað I skörðin þar sem seg-
ir frá forfeðrum höfundar og
fleiru.
Klemenz á Sámsstöðum rekur
sögu þess þjóðkunna brautryðj-
anda i islenskum ræktunarmál-
um.
Vetrarbörn hefur þegar
verið kvikmynduð
Bókin Vetrarbörn eftir Dea
Trier Mö'rch kom út fyrir
skömmu hjá forlaginu. Að sögn
Jóhanns hefur sagan verið kvik-
mynduð og verður fljótlega sýnd i
Gamla biói.
Gamle Stenhuse i Island fra
1700-taIIet er merkileg heimild
um islenska byggingarsögu.
Höfundar eru danskir arkitektar
er dr. Kristján Eldjárn hefur
islenskað bókina.
Þegar vonin ein er eftir eftir
Jeanne Cordelier er fordæming á
vændi og þvi ómannúðlega lifi
sem vændiskonur lifir.
Iðunn gefur út fleiri þýddar
skáldsögur sem eru væntanlegar
á næstunni. Að sögn Jóhanns eru
þetta bækur eftir höfunda sem
hafa notið mikilla vinsælda. Tvær
bækur koma út eftir Alistair
MacLean, Svartagullog Kafteinn
Cook. Siðasta herförineftir David
Morrell kemur út fyrir jólin svo
og Banvænn farmur eftir Bran
Callison. Gulldikið nefnist bók
eftir hinn kunna Hammond Innes.
Star Wars eftir George Lucas er
væntanleg fyrir jólin.
Astarsögurnar skipa einnig
sinn sess og er væntanleg bók eft-
ir Mary Stewart sem nefnist
Tvifarinn.
Tvíbytnan í hópi barnabók-
anna
Guðlaugur Arason righöfundur
hefur þýtt bókina Tvibytnan eftir