Vísir - 16.10.1978, Page 5

Vísir - 16.10.1978, Page 5
VTSIR Mánudagur 16. október 1978 V Réttarhöldin yfir Hamsun" Kapallinn sem aldrei gengurupp Bókmenntagagnrýnendur deila hart á bók Thorkild Hansens „í tvo daga hef ég gleymt mér yfir bók Thorkild Hansens „Réttarhöldin yfir Hamsun” og það verður ekki auðvelt að taka á sig rögg. Hið eina sem ég hef löngun til eftir að hafa lesið þessar 700 blaðsíður er að byrja aftur upp á nýtt. Þetta er bók sem verður ekki létt að af- greiða”. segir Eisa Askeland í bókmenntagagnrýnandi hjá Verdens Gang í Noregi „Við og okkar segir Thorkild Hansen en það er eina bók- menntalega athugasemdin sem ég ætla að gera. „Við” á ekki rétt á sér. Thorkild Hansen fæddist nokkrum árum of seint og nokkrum kilómetrum of sunnarlega til að vera einn af okkur i hinu mikla uppgjöri. Aftur og aftur gerist það við lestur bókarinnar eru slikar staðleysur bornar á borð fyrir lesandann. Mann langar mest til að henda bókinni frá sér og taka fyrstu flugvél til Danmerk- ur og taka ærlega i hnakka- drambið á höfundinum. Vesalings maður ég er sann- færð um þaö aö flestir ef ekki allir ibúar hins langa og magra Noregs munu finna til sömu kenndar eftir nokkra daga. Kaldhæðnislegar athuga- semdir Hansen um að norskir lögfræðingar hafi notað réttar- höldin eftir strið sem lifibrauð verða aðrir að svara en ég. Lög- mannafélag Noregs hlýtur að herma þetta upp á hann.” Elsa Askeland segir ennfrem- ur: „Réttarhöldin yfir Hamsun” nær yfir 10 ára timabil i lifi skáldsins. Þessi 10 ára ferð er slik stórslysafrásögn að ég hef aldrei reynt annað eins. Eitt af þvi sem kom oft upp i huga minn við lestur bókarinnar var: Læt- ur þú ekki hina miklu hæfileika hans sem rithöfundar hlaupa með þig i gönur? Þvi að Thorkild Hansen getur einnig blekkt og hrifið. Kald- hæðni hans og still likist meira en litið þvi sem að Ham$un skrifaði. Hansen lætur okkur i gegnum lesturinn berast upp að hlið Hamsun þannig að við finn- um til vanmáttar okkar. Og vissulega svarar Hansen mörg- um spurningum sem ekki hefur áður verið svarað — hann leysir hins vegar ekki gátuna Ham- sun. Það hefur Thorkild Hansen heldur ekki ætlað sér. Hamsun lagði oft og iðulega kapal á sinni löngu ævi, sjálfur var hann sá eini sem aldrei gekk upp skrifar Hansen. Erum viö nokkru nær um Hamsun? Erum við þá ekki eftir 700 blaðsíður um 10 ár i lifi Hamsun nær svarinu. Arið 1947 skrifaði ungur blaðamaður Oskar Stórskáldið Knut Hamsun á leið inn i dómssalinn I Grimstad. Hasselknippe sem var kunnur heimavarnarmaður i Verdens Gang: Er við hugsum um það sem skiptir máli i þessum réttar- höldum, hvernig afstöðu við eig- um að taka til ódauðlegs skálds og verka hans verða þessir til- burðir réttarins fremur hlægi- legir. Erum við einhverju nær? Við erum það. Það er ekki lengur fremur hlægilegt að þessi réttarhöld skyldu fara fram. Hvaða afstöðu eigum við hins vegar að taka til ódauðlegs skálds og verka hans þegar ein- staklingurinn og „séniðið” virðast ekki lengur haldast i hendur? Thorkild Hansen leysir heldur ekki þessa gátu fyrir okkur. Hann hrærir okkur til meðaumkunar og fær okkur til að viðurkenna smæð okkar. Það er ætið stórfenglegt þegar menn mótmæla ranglætinu sama að hverjum það beinist. Ranglætið gagnvart Hamsun var að við kölluðum hann föðurlandssvik- ara sem hann var ekki. Illska Hugsum okkur aö þeir sem voru á annarri skoöun hefðu fengið til liðs við sig mann eins og Thorkild Hansen sem hefði getað útskýrt að það var ekki aðeins hefnd og hatur sem við fundum. Útskýrt það að við vor- um álika hjálparvana og rugluð i sljóleika okkar eins og... já eins og HamSun á Norholm á striðsárunum. Við höfðum brot- ið guðsmynd. Maria Hamsun var ekki litið sár við vorum reið manni hvers hugarfar við gát- um ekki skilið. Thorkild Hansen er reiður okkur. Það er ekki hughreystandi orð að finna hjá Hansen en við fáum ef til vill dálitla uppörvun i þess- um orðum Hamsun: Við hin verðum jafnlitil i okk- ur og raun ber vitni, vegna þess hversu venjuleg við erum. Hann kemur frá landi sem er á mörk- unum og við þekkjum ekki til.” Þýtt og endursagt BA— Jnýár góðar Electrolux Mjög kraftmikil ryksuga (loftflæði 2.0 rúmm/min.) Hún slekkur sjálfkrafa á sér, þegar pokinn er fullur. Dregur snúruna inn i hjóliö. Vegur aðeins 7 kg. og er með6 m. langa snúru. VERÐ 96.500.- zm> Kraftmikil ryksuga (loftflæöi 1.9 rúmm/min.) Hún sýnir hvenxr pokinn er fullur. Snúran dregst inn i hjóliö. Poktnn er sjálflokandi þ.e. rykiö dreifist ekki þegar skipt er um poka. Veg- ur 7 kg og er með6 m langa snúru. VERÐ 86.500,- '£:ms Mjög ódýr og meðfærileg ryksuga en með góðan sogkraft (leftflæöi 1.65 rúmm/min.) Vegur 5.7 kg og er með 7 m ianga snúru. VERÐ 67.500,- Vörumarkaðurinn hf. ARMULA 1A — SlMI 86117 I I Electrolux | GOD GJÖF SAMEINAR NYTSEMI OG FEGURD Gjafavörurnar hjá Kristjáni Siggeirssyni hf. eru valdar úr framleiðslu heimsþekktra listiðnaðarfyrirtækja. Við mælum með finnskum glervörum frá Iittala, þýzkum kertastjokum frá Rondo, sænskum lömpum frá Lyktan, finnskum stálvörum m.a. pottum frá OPA, dönskum könnum frá Stelton, að ógleymdum vörunum frá Dansk Design. Finnsku kertin fr,á Juhava eru til í úrvali. Góð gjöf sameinar nytsemi og fegurð. Látið okkur aðstoða við valið. HÚSGflGflflVERSLUn KRISTJflnS SIGGEIRSSOnflR HF. LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SÍMI 25870

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.