Vísir - 16.10.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 16.10.1978, Blaðsíða 4
4 Mánudagur 16. október 1978 VÍSIR Látið okkur sjá um að smyrja bílinn reglulega Golt dSk VW 1200 Derby Passat Varlant Passat Auói oooo Audi 100 Avant OPIÐ FRÁ KL. 8-6. HEKLAhf ,.\ Smurstðð i. I.augavegi 172 — Simar 21240 — 21246. HANN LIFI NAKTORALIK orðið hljómar annarlega en það visar til þess að grænlenski örninn skuli lifa. Yfir standa nú athuganir sem eiga að stuðla að þvi að þessi konungur blásalanna verði ekki aldauða. En vitneskja sú sem af þeim athugunum ieiðir kemur að góðum notum við svipaðar fyrirætlanir i öðrum löndum, þvi viða á örninn I vök að verj- ast. Sá sem hefur á hendi at- huganir þessar og mestan veg og vanda af málinu i heild er danskur fuglafræðingur Frank Wille að nafni þrautreyndur við fuglaskoðun þótt ungur sé hjólaði ma. fjórtán ára gamall allar götur frá Oöinsvéum til Slésvikur til að fræðast um siðustu fimm arnarhjónin i Vestur-Þýskalandi. Seinna flakkaði hann um Noreg i sömu erindagerðum og siðan 1973 hefur hann alið manninn á Grænlandi, mk. að sumarlagi. Fyrst var hann meðal þátt-tak- enda i dönskum fuglarannsókna leiðöngrum, svo sinnti hann at- hugunum á svæðinu i kringum Diskóflóa i Vestribyggö og siðustu árin fæst hann við að reyna að komast til botns i hvað haförninn, sá konunglegi fugl, leggur sér til munns. Frank Wille er vakinn og sofinn yfir þessum verkefnum. Hann hefur komið sér upp ein- staklega vönduðum útbúnaði, ma. fjarstýrðum og vélknúnum myndatækjum sem kváðu vinna verk sitt af ýtrustu nákvæmni. Aður varð ekki öörum aðferðum viðkomiö en þeim að skrá fæöu- leifar arnarins i hreiðrunum, en það þykja næsta villandi upp- lýsingar. örninn og lambið Sá sem velur sér að taka svari ránfugla þarf að sýna fram á hvað þeir leggja sér til munns. A Grænlandi óttast menn að örninn sé vargur i lamba- hjörðinni snemma á vorin. En Frank Wille veit ekki til þess að örn hafi hremmt lamb. Þó neitar hann þvi ekki að svo geti verið, enda séu þar um glöggir vitnisburðir. Hann kveðst heldur ekki leggja fyrir sig aö afsanna neitt i þeim efn- um. Samt tvílar hann ekki að flestir ernir sjái lömb i friði. Hann kveður einstaka erni gera sérstakar veiðar að sérgrein sinni, og kannski sé það siður sumra að leggjast á lömb, enda kemur það heim við álit kunn- ugra Grænlendinga. Aðrir ernir leggjast einkum á silung i ám. Enn aðrir veiða helst hrognkelsi marhnúta eða karfa. Stundum leggst konungur fuglanna svo langt að eta hræ. Hann eltir fiskibáta og hirðir það sem flýtur upp við veiðarn- ar ellegar brott er kastaö. En þess á milli sinnir hann karl- mannlegri aðferðum og kveöst Wille hafa horft á arnarhjón leika sér að þvi að króa af máv eða örn á flugi.hremma hann og bera heim til barna sinna. Alfari veitist erninum létt að afla fæðu handa sér og afkvæm- um sinum. Sumir komast uppá lag með að nýta sér fjöruna. Þegar fjarar út standa eftir pollar með allskonar fiski, sil- ungi, hrognkelsum og kola. Og konungur fuglanna sem er fær- astur'allra i fimleikum bláloft- anna veður þá i fiski i bókstaf- legri merkingu. Hann þreifar fyrir sér með hrömmunum og gripur það sem fyrir verður. Athuganir Frank Wille leiða i ljós aö yfirleitt bjóðast ungum arnarins tvær máltiðir á dag. I 247 daga var um að ræða 522 máltiðir. Þaraf var fiskur hafður i matinn i 486 tilfellum fugl i 24 og i sjö tilfellum var ógerlegt að ganga úr skugga um hvað borið var heim, en lömb var það ekki. Að friða erni Ekki er haförninn friðaður á Grænlandi. Þar einsog viða annarstaðar þekkist að gera það að iþrótt og dægradvöl að skjóta ránfugla og sumir telja þá ævin- lega varga i véum. En við þvi er búist að örninn verði hærra skrifaður hjá Grænlendingum þegar i ljós kemur hvernig hann aflar sér fæðu, en vitaskuld ákveða þeir svo sjálfir hvort eigi að friða hann eða ekki. Ekki skiptir siður máli að þeir sem við athuganirnar fást séu i nánu sambandi við fólkið i land inu og lifi þeirra.lifi. Þá skilur það betur viöhorf rannsak- andans og lærir kannski að virða tilverurétt arnarins — sem þegar öllu er á botninn hvolft lifir ekki ólikt og maður- inn, aðallega á veiðum. Unnt er að bjarga lifi margra arna með þvi einu að leggja gildrur þannig að þær sjáist ekki úr lofti. Dýrabogar eru grimmúð- legt veiðitæki og hefur verið bannað i Danmörku, en frá er greint að þegar það bann var sett á voru óseldir dýrabogar sendir til Grænlands! Þess verður vart að Græn- lendingar séu að byrja að átta sig á þegnrétti arnarins i náttúrunni. Oft eru ungfuglar skotnir þegar þeir fara ógæti- lega nærri bátum i leit að dauð- um fiski, og kváðu Danir eigi betri um það en Grænlendingar. En þegar samúð með þessum fagra fugli breiðist út og skiln- ingur á stöðu hans i landinu veröur fleiri mönnum ljós ætti hinum veiðiglöðu óvinum arnarins siður að vera vært við iðju sina. Hvorki ernir né fálkar þola þá blóðtöku sem veiðin reynist vera, og ekki likar Frank Wille sú árátta fólks að vilja hafa uppstoppaða ránfugla sem skraut i húsum sinum. t Vestur-Þýskalandi og Póllandi er örninn búinn að fá á sig svo mikið af skordýraeitri að hann megnar ekki að timgast. Oðru máli gegnir um hinn græn- lenska örn. Hann þarf ekkert að óttast annað en kúlur veiði- manna, dýraboga á jörðu niðri og duttlunga náttúrunnar. Egg- in klekjast út i april þegar enn er 15-20 stiga frost, og ungarnir eru farnir að taka flugið i ágúst rétt áður en fer að snjóa. Alltaf er teflt á tæpasta vað. Frank Wille skýrir frá þvi að i júni bjargaði hann og félagar hans arnarunga sem fokið hafði úr hreiðrinu i stormi og hrið. Fylgst með ungunum n næstu árum er ætlunin að beina rannsóknum einkanlega að arnarungum, hversu lengi þeir séu háðir foreldrum sinum og á hvern hátt. Kemur til álita að setja örsmá senditæki á fugl- ana. Fuglafræðingar láta i ljós að lif ungfuglsins sé órannsakaður kapituli i fræðum þessum, en vitneskja héraðlútandi sé næsta gagnleg ef forða eigi hverfandi stofnum annars staðar i heim- inum frá útrýmingu. Orninn varð aldauða á Skot- landi um og eftir siðustu alda- mót. Nú fýsir Skota að koma upp arnastofni á ný, og unga fá þeir frá Noregi. En um þá tiltekt veltur á ýmsu. Ungarnir drepast kannski af þvi þeir höfðu ekki lært nógu vel til verka um veiöar hjá foreldrum sinum. Þýtt og endursagt Sigvaldi Hjálmarsson Grœnlenski haförninn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.