Vísir - 18.10.1978, Side 14

Vísir - 18.10.1978, Side 14
14 MiOvikudagur 18. október 1978 VÍSIR LÍFOGLIST LÍFOGLIST LÍF OG LIST LIF OG LIST LÍF OG LIST Sovéskir kvikmyndadaqar í Lauqarósbiói: Gaman og alvara „Eigin skoöanir”: t.h. er Ljudmila Chursnina sem er i hópi kunnustu kvikmyndaleikara Sovétmanna en hún er nú stödd hér á landi i tilefni sovésku kvikmyndadag- anna. „Sextugasta afmælisár októberbyltingarinnar f Sovétrikjunum er jafn- framt sextiu ára afmæii sovéskrar kvikmynda- listar: Meö byltingunni fór kvikmyndagerö I Sovétrikjunum af staö: Þær vonir sem henni voru tengdar innblésu meist- ara á borö viö Eisenstein og Dovsénkó og þeir lögöu grundvöll aö þvi starfi sem sovéskir kvikmynda- geröarmenn hafa byggt upp sfðan.” Þetta kom m.a. fram á blaðamannafundi með forsvarsmönnum sovéskra kvikmyndadaga sem verða hér i Reykja- vik i vikulokin. Þær þrjár kvikmyndir sem sýndar verða er gerðar 1977 og 1978 og eru valdar með tilliti til þess að þær gefi mismunandi myndir af sovéskri kvikmyndagerð, — ein er gamanmynd, önnur hugmyndafræöi- leg, sú þriðja er ballet- mynd. Á fundinum kom fram aö kvikmynda- menning væri orðin þaö rótgróin i Sovétrikjunum, aö þar væri orðin mesta bíóaðsókn i heimi. Sovét- menn fara að meðaltali 18 sinnum í bió á ári. Vandamál á verk- smiðjugólfi Dagskrá kvikmynda- dagana hefst á morgun, fimmtudag kl. 8.30 með sýningu myndarinnar „Eigin skoðanir”. Allar sýningar verða i Laugarásbiói. „Eigin skoðanir” gerist i verksmiðju og er að sögn Sovétmanna, flokk- uð sem „framleiðslu- mynd” en slikar myndir „Astarsaga af skrifstofunni” af. fjalla um vandamál sem upp koma manna á milli vegna skipulags og fram- leiðslutilhögunar. Þar segir frá sálfræöingi ein- um (karli) og félags- fræöingi (konu) sem fengin eru til að kanna vandamál sem upp hafa komið á vinnustað. Or: sakanna leita þau i mann- legum samskiptum i verksmiðjunni og skipu- lagi hennar. Aður en lausn finnst hafa þau bæði lent i tilfinningalegum og faglegum flækjum. Á blaðamannafundinum : skriffinnurinn slappar var vakin sérstök athygli á þessari mynd, en i til- efni kvikmyndadaganna er hér staddur einn aðal- leikari myndarinnar, Ljudmila Churshina. Leikstjóri er Yuli Karasik. Ballett frá Bolsoj A föstudag kl. 5, 7 og 9 verður sýnd ballettmynd frá Bolsojleikhúsinu um „Ivan grimma”. Tónlist- in er eftir Sergei Prokofév og danshöf- undur er Juri Origorovits. „Ivan grimmi”: sorgir ein valdsins. Helstu dansarar: Juri Vladimirov, Natalia Béssmertnova og Boris Akimov. Ballettinn er byggður á ævi Ivans II. Rússakeisara sem uppi var á 16. öld og varö fyrstur til að sameina Rússa i eitt riki. Þar segir frá ástum, valdabaráttu sorgum og einmanaleik keisarans og er ballett- inn sagður hafa brotið blað I sögu Bolsoj. Gamanmynd úr skrif finskuveldinu Skriffinnskukerfið I Sovétrikjunum er ill- ræmt. Þaö er þvi ánægju- legt að Sovétmenn skuli geta gert grin að þessu kerfi og þvi mannlifi sem þar þrifst. Um það fjallar einmitt þriðja og siðasta myndin á sovésku kvik- myndadögunum, gaman- myndin „Astarsaga af skrifstofunni” sem sýnd verður á föstudag kl. 9. Myndin fjallar á gaman- saman hátt um ástar- samband sem myndast milli rykfallinnar konu I skrifstofustjórastööu og hægláts skriffinns sem hjá henni starfar. Handrit er eftir Emil Braginski og Eldar Risanov, sem einn- ig leikstýrir. AÞ Einn dogur í lífi snillings í tilefni af þvi aö bráð- lega hefst sýning á grafik- myndum eftir Salvador Dali á Kjarvalsstöðum er ekki úr vegi að rifja sitt- hvað upp um meistarann og jafnframt að freista þess að gefa örlitla innsýn inn i daglegt lif hans. Sal- vador Dali er eins og flestir vita einn þekktasti (og dýr- asti) myndlistarmaöur heimsins. Hann fæddist á Spáni i Figueras 1904 og býr þar. Salvador Dali er ásamt Max Ernst, Yves Tanguy, André Breton, Jo- an Miró, René Magritte svo örfá nöfn séu nefnd einn af merkisberum Súrrealism- ans svokallaða i listum. Þessi listastefna sem ein- kennist af óraunverulegum draumkenndum hlutum sem settir, eru i hversdags- legt samhengi, markar upphaf sitt við stefnuyfir- lýsingu aðalhugmynda- smiðs stefnunnar André Breton er gefin var út 1924. En Salvador er ekki aö- eins einn þekktasti súrrealistiski málari heims. Lif hans er ekki siður frægt, enda lifsmát- inn súrrealistiskur mjög. Dali býr til dæmis i furðu- ( legu húsi. Kona sem eitt sinn lenti i „partii” hjá honum sagði mér að það væri likt og linsoðið. Engar beinar linur. Og ekki er langt siöan að Dali fékk frægan bakara i Paris til að baka fyrir sig heilt her- bergi með stólum borði og öllu tilheyrandi. Hús þetta er fullt af eiturslöngum og leópörðum. Þá er skegg Dali ekki siður frægt (sjá MYNDLIST 11 ólafur M. k, fi Jóhann- jjgf esson IMK skrifar. mynd). Likt og Rembrandt, Erró og fleiri myndlistarmenn er Dali frábær kokkur hefur hann fundið upp ýmsa fræga rétti. Má nefna einn sem samanstendur af tannkremi og tannburstum úr glassúr. Segja má aö allt sitt lif eöa frá þvi hann ungur sveinn hóf að kasta sér niður stiga á Lista- skólanum aö viðstöddu fjölmenni, hafi Dali vakið á sér athygli með furðuleg- ustu uppátækjum. — En hvernig skildi þá daglegt lif þessa meistara vera. Gefum Dali sjálfum orðið. Dagurinn sem hann ætlar að lýsa er 16. septem- ber 1953. Dali er heima i Port Lligat: „Við vöknum seint. Regnið lemur rúðurnar, myrkrið er þvilikt að ég verð ekki fær um að mála. Mér verður ljós hin tækni- lega skyssa þessa septem- bermánaðar. Þar sem mér tókst að mála klæðafalda betur enn nokkru sinni fékk ég yfirskilvitlega löngun til að ná fullkomnun, mála næstum án litar i flöt þak- inn ambri. Ég vildi ná full- Músik á morgun Sinfónían í Háskólabíói: Innlent og erlent Leifur Þórarinsson, Dmitri Kabalevsky og Alexander Glasunow eiga verk á öðr- um áskriftartónleikum Sinfóniuhljómsveitar Islands annaö kvöld, fimmtudag kl. 20.30 i Háskólabiói. Einleikari verður Gisela Depkat, sem starfaði meö Sinfóniuhljómsveitinni 1973-4, en hefur, að þvi er fram kemur i frétta- tilkynningu, nú öölast al- þjóölega viöurkenningu sem sellóleikari. Hún fékk t.d. fýrstu verölaun I al- þjóðlegri tónlistarkeppni i Genf 1974 og hefur leikið meö helstu hljómsveitum Leifur — „Jó” Ameriku og Evrópu. Stjórnandi á tónleikunum veröur Páll P. Pálsson. Verk Leifs er ,,JÓ”, Kabalevsky leggur til sellókonsert nr. 1 og Glasunov „Arstiðirnar”. Geffa út smárit Iðunnar Smárit Kennara- háskóla lslands og Iðunn- ar, nefnist nýr flokkur sem hefur hafiö göngu sina. Lifsstarfi og kenning geymir þrjú erindi sem flutt voru á námsskeiöi I kennslufræðum sem haldiö var I Kennara- háskóla lslands I júnf 1975. Ura rannsóknarritgerð- ir er eftir Asgeir S. Björnsson og Indriöa Gislason. Iritinu eru leiö- beiningar um ýmislegt sem snertir vinnu viö rit- smiðar ogfrágang þeirra. Fjórða ritiö er Ct fyrir takmarkanir tölvlsind- anna eftír ólaf Proppé —BÁ Upp-tekinn hanski „Mér finnst alveg ferlegt á hvaða stig allt er komið,” segir Rögnvaldur. Hann er að tala um popp. „Fáeinir strákar utan af götu koma sér saman og fara að spila á einhver rafmagnstæki með öskrum og hávaöa.” A þennan hátt afgreiðir Rögnvaldur Sigurjónsson pianisti popptónlistina i viötali við Morgunblaðið nýlega. Hann styðst að sjálfsögðu við bestu fáan- legu heimildir um þetta fyrirbæri og greinir lesend- um þessa viðlesna blaðs frá niðurstöðum rannsókna sinna á hleypidómslausan hátt — eins og sönnum listamanni sæmir! En meöal annarra oröa, Rögn- valdur, hverjir eru þessir synir götunnar? Og hver eru þessi „einhver rafmagns- tæki”? TÓNLIST ’WWgjÉm Gunnar m Salvars- son I Wwl skrifar Ber svo að skilja að synir götunnar séu úrhrök þjóð- félagsins veslingarnir sem sökum fátæktar sinnar, andlegrar og likamlegrar, fá ekki notið þeirrar upp- ljómunar hugans sem að- eins fæst við að berja klassisk tónverk eyrum? Eöa ber að skilja þetta bók- staflega, að strákar göt- unnar séu hinir tittnefndu rónar bæjarins sem hafi einn guðs volaöan daginn fundið þá þörf brenna sér heitast i hjarta aö dýrka hávaöaguðinn ögn? Ein- hver rafmagnstæki sagöirðu. Kannski hraösuöuketill steikarapanna ellegar brauðrist? Vissiröu aö Yoko Ono lék einu sinni á kommóðu? Haraldur ólafsson lektor sagði nýverið i blaðagrein að hann undraðist hvaö blaðamenn væru sein- þreyttir til vandræöa. Ef blaðamenn eiga þetta hól skiliö eiga popptónlistar- menn það ekki siður. Hversu oft sem flytjendur eða boðberar klassiskrar tónlistar sviviröa og skamma þá gera þeir ekki minnstu tilraun til þess að bera af sér höggin. Rögnvaldur: ... spila á einhver rafmagnstæki með öskrum og hávaða. Fyrirlitningin á öllu þvi sem kennt er við popp er ekkert einsdæmi hvað Rögnvald áhrærir. Þótt all- ar alhæfingar séu hæpnar er ekki fjarri að álykta að þorri flytjenda klassiskrar tónlistar sjái ofsjónum yfir poppinu. Ekki einvöröungu vegna vinsælda þess og áhrifa heldur og vegna þeirra skila sem þvi eru gerö i fjölmiðlum. Rögnvaldur segir i Morgunblaðsviðtalinu: „Og svo eru blöðin að slá þessu upp i striðsfyrirsögn- um og risamyndum af ein- hverjum meðlimum. Það er m.a. verið að segja frá þvi að einn þeirra hafi farið úr þessari bölvuðu vitleysu eða að einhver hópurinn sé hættur að spila saman. A hvaöa stig er menningin komin? Blööin eru með heilu opnurnar um þessa menn með risamyndum dag eftir dag. Það er ekki minnst á fólk sem kann eitthvað fyrir sér.” Þessi klásúla úr viötalinu lýsir að minum dómi afar vel þvi viðhorfi sem alltof margir „klassikkerar” hafa á popptónlist og þeim sem leika hana. Þaö eru notuð orð eins og „bölvuð vitleysa” og svo er stuniö og sagt með föðurlegri um- hyggju: „A hvaða stig er menningin komin?” Segjum svo að menning- in (hvaö sem það nú er) sé komin á poppstig. Er það slæmt fyrir landiö? Slæmt fyrir þjóöina? Er hætta á byltingu með blóði eöa skothriö aö næturlagi? Veröa klassiskar plötur kannski brenndar á báli? „Þaö er ekki minnst .á fólk sem kann eitthvað fyr- ir sér.” Margir popptón- listarmenn kunna „eitt- hvað” fyrir sér hafa setið á skólabekk i tónlistarskól- LIF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.