Vísir - 28.10.1978, Page 10
10
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdarstjori: Davíð Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
Olafur Ragnarsson
Ritst jörnarf ulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaða-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson,
Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. iþróttir: Gylfi
Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens
Alexandersson. Otlit og hönnun: Jón Öskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Laugardagur 28. október 1978
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8.
Simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjorn: Síðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald erkr. .240« á mánuði innanlands.
Verð i lausasölu
kr. 120 eintakið.
VÍSIR
1
Reynslan er sinna peninga virði
I venjulegu þjóðfélagi myndi
stjórnarsamstarf stranda á
ágreiningi eins og þeim, sem
nú er risinn vegna fjárlaga-
frumvarpsins. En að sumu
leyti er það kostur, hversu
íslenskt þjóðfélag er óvenju-
legt. Á ýmsan hátt væri slæmt,
ef þessi stjórn færi frá við svo
búið. Ríkisstjórn hinna miklu
fyrirheita þarf að tæma bikar-
inn.
Kosningabaráttan síðastliðið
sumar vannst á nokkrum ein-
földum slagorðum, sem voru í
meira lagi villandi. Þau
vörpuðu Ijósi á draumóra en
ekki raunverulegar efnahaqs-
legar aðstæður. Rísisstjórnin
hef ur á síðustu vikum reynt að
fara milliveg milli draumóra
kosningaslagorðanna og raun-
veruleikans. Afleiðingin er
áframhaldandi ringulreið í
efnahagsmálum.
Það horfir til aukins
almenns skilnings á þeim
raunverulegu vandamálum,
sem við er að etja, ef þessi
ríkisstjórn verður látin tæma
bikarinn í botn. Þau átök, sem
nú eiga sér stað um stef nuna í
ríkisfjármálunum, sýna Ijós-
lega á hvaða fúaspýtum kosn-
ingabaráttan var rekin.
Þegar stjórnin tók við gaf
hún frá sér það lausnaorð, að
samráð við launþegafélögin
yrði leiðin út úr ógöngunum.
Ráðherrarnir átu lausnarorðið
hver upp eftir öðrum og fengu
klapp á bakið f rá stjórnendum
launþegafélaganna. Ef til vill
hafa einhverjir trúað því að
þarna væri leiðin fundin.
Undirbúningur fjárlagafrum-
varpsins sýnir á hinn bóginn að
jafnvel lausnarorðið var
innantómt slagorð.
Vísir benti á það um leið og
stjórnin gaf út samstarfsyfir-
lýsingu sína að yf irlýsingar af
þessu tagi væru ekki tákn um
neitt annað en uppgjöf. Rtkis-
stjórnir, sem ekki þora að taka
ákvarðanir, nema fyrir liggi
samþykki hagsmunasamtaka,
sitja aðeins að forminu til.
Valdið er þá ekki hjá kjörnum
fulltrúum fólksins. Slíkar
stjórnir geta ekki annað en
gefist illa.
Nú er lausnarorðið fokið út í
veður og vind. Fjárlagafrum-
ýarpið er afgreitt án samráðs
við stjórnendur launþega-
félaganna. Formaður fram-
kvæmdast jórnar Alþýðu-
bandalagsins segir í viðtali við
Vísi í gær, að hornsteinn
stjórnarsamstarfsins hafi
verið brotinn með því að leggja
ekki f járlagafrumvarpið undir
dóm fulltrúa launþegafélag-
anna.
Formaður framkvæmda-
stjórnar Alþýðubandalagsins
segir ennfremur í viðtali við
Vísi, að fjárlagafrumvarpinu
hafi verið haldið leyndu fyrir
þingmönnum stjórnarf lokk-
anna og jafnvel leiki vafi á að
hve miklu leyti aðrir ráð-
herrar en f jármálaráðherrann
hafi fengið vitneskju um hvað
i frumvarpinu felst.
Ljóst er, að skattaálögur
þær, sem f rumvarpið gerir ráð
fyrir, stríða algjörlega á móti
grundvallarstefnu Alþýðu-
flokksins í skattamálum. Þá
hefur Alþýðuflokkurinn lýst
harðri andstöðu við þá land-
búnaðarstyrkjastefnu, sem
felst t f járlagafrumvarpinu.
Afstaða fjármála-
ráðherrans er um margt
skiljanleg. Ef hann hefði
viðhaft venjuleg vinnubrögð
um samstarf við þjngflokka,
svo ekki sé talað um samráð
við stjórnendur launþega-
félaganna, hefði hann einfald-
lega ekki komið frumvarpinu
inn í þingið. Fjármálaráð-
herrann stóð þannig frammi
fyrir tveimur kostum. En
aðgerðin öll ber keim af
stjórnmálastíl Ólafs Jóhann-
essonar.
Svona ríkisstjórnir eru ekki
starfhæfar. En til þess að
svipta hulunni af blekkingum
kosningaslagorðanna er brýnt
að stjórnin sitji áfram um
sinn. Það er að vísu dýrt fyrir
þjóðin. En reynslan er sinna
peninga virði.
EITT Í EINU
efftir Steinunni
Sigurðordóttur
AÐ SEGJA EÐA
SEGJA EKKI
Þa6 er nokkuð langt siöan ég
og fleiri býst ég viö hættum aö
ætlast til þess af ráöamönnum,
aö þeir segðu eitthvaö við nokk-
urt tækifæri, eöa væru sérstak-
lega að skipta sér af þvi sem
fram fer i landinu, það er að
segja í ræðu. Segjum að ráð-
herra hafi tækifæri til að láta
ljós sitt skina á einhverri opnun-
arathöfn eða á fundi hjá
virðulegum félagasamtökum,
hvað segir hann þá? Hann segir
i hæsta lagi: Virðulega sam-
koma, mikið skelfing er gaman
að var hér á meðal vor. Þau eru
mörg málin og margt er nii
málið, og þarfriast skjótrar
úrlausnar. Ég hefði nú haldið
það og þó fyrrhefði verið. Veriði
öll blessuð og sæl. — Eftir ræð-
um þessara manna að dæma
mætti semsagt oft draga þá
ályktun að ekkert sé sérstak-
lega umræðuvert, lifið og
tilveran bara ein samfelld
vigsluathöfn, og ekkert utan
þeirra. Eigi svo að reifa málin
er það oftast gert á svo klisju-
kenndan máta að það hvorki
heyrist né skilst. Þessi siðvenja
æðstumanna á Islandi aö segja
ekkert — er þeim mun undar-
legri þegar til þess er hugsað
hvað það er hægt að hafa mikil
áhrif — eða kannski I þessu til-
felli, hvað þaö er hægt að afla
sér mikils fylgis, með þvi að
segja eitthvað. Fyrir nú utan
það aðalmenningur á einhverja
lágmarkskröfu á þvi aö- vita
hvað mennirnir eru að hugsa.
Þegar verst gegnir sannfærist
maður um að það sé ekkert.
Þegar svo vill til að æðstu-
menn láta eitthvað frá sér fara
verður maður bæði hissa og
ánægður, jafnvel þótt maður sé
ekki sammála. Það var til dæm-
is góö tilbreyting að heyra
menntamálaráðherra minnast
á uppeldi barná i sjávarplássum
um daginn, og er mér sem ég
heyrði ýmsa fyrirrennara hans
skipta séraf smáræði sem þvi að
krakkar ganga sjálfala á þeim
stöðum. Það heföi verið miklu
fyrirhafnarminna fyrir ráð-
herra að óska börnum um land
allt gleðilegra jóla, þegar þar aö
kæmi, og fullkomlega i stil við
ræðuefni margra kollega hans
fyrr og siðar.
Gaman væri að vita hvers
vegna ekkert er sagt, þegar
margt mætti segja, og þá gengið
út frá að það sé af einhverri
annarri ástæðu en þeirri að
menn hafi ekkert að segja.
Getur það verið að æðstumenn
haldi fólkiö vilji hafa þá svo
slétímála aö þeir segi akkúrat
ekkert? Þaö er þá mikill mis-
skilningur hjá þeim, þvi auð-
vitað vilja allir fá meira aö
heyra frá þeim sem eiga að
heita ráða þvi hvernig málin
skipast. Eða getur kannski
verið að þeir hafi svo mikiö að
gera við að stjórna að þeir séu
alveg úr tengslum við raun-
veruleikann? Eða bara af ótta
við að segja einhverja vitleysu,
ef farið væri út fyrir klisjurnar?
Það má auðvitað gera ráð fyrir
þvi, að 'þvi fleira sem talað er,
þvi meiri vitleysa verði i um-
ferð, en er ekki hugrekki, og þá
einkum hugrekki til þess aö
hætta á mistök, eitt af aðals-
merkjum manna? Þetta má
kannski orða þannig að menn
verði að kunna að gera mistök,
og tala rugl, ef svo ber undir, og
þó einkum að kunna að taka
afleiðingunum. — Er það
kannski þessi ótti við að verða
hankaður á töluðum orðum sem
fælir æðstumenn frá því að
segja nokkuð? Þá er auðvitað á
það að lita að ef maður segir
eitthvað getur ekki öllum líkað
það en verra samt, að segi
maður ekkert, likar það engum.
Þetta er þá spurningin um
hugrekki, þann eiginleika sem
pólitikusana okkar hefur vantað
hvaðmest, þótt hér séu á ýmsar
prýðilegar undantekningar og
vonandi til almættisins að þeim
sé að f jölga. Eða er það kannski
til of mikils mælst, svo við snör-
um okkur frá orðum til verka,
aönokkur manneskja hafi kjark
til þess að segja og gera það
sem þarf til að koma þessari
þjóð úr þvi fjármálafári, sem
hún er búin að koma sér I?