Vísir - 28.10.1978, Síða 15

Vísir - 28.10.1978, Síða 15
15 vísm Laugardagur 28. október 1978 er fyrir sig og gera hvaö sem er. Þeir hafa hlotið svoleiöis mótun einhvernveginn. Þeir segja aö þau komi þeim ekkert viö ef menn eru svo vitlausir aö láta nota sig, og þeir viröast ósnortnir hvaöa þjáningu sem þeir valda. Þetta eru yfirleitt karlmenn, og oft er þaö konan eöa einhver i umhverfinu sem kvartar. Þeir vilja mylja allt undir sig og svifast einskis. Alltaf þurfa þeir aö vera aö hlaöa einhverju dóti i kringum sig til aö sanna sér að þeir séu á réttri leiö. Og sameiginlegt ein- kenni þeirra er aö þeir eru hel- teknir undirniöri af minni- máttarkennd. — Þekkiröu slika unglinga? — Já, sumir brynja sig á þennan veg, fáir aö visu, > en þegar betur er að gáö þá er undirniöri rúst sem foreldrar eiga sök á. — En er þaö ekki einkenni lifandi lifs aö finna til' — Sannarlega. Um leiö og maöur hættir aö finna til þá er hann dauður. Ég trúi þvi aö hér á götunum gangi um menn sem eru dauöir menn. Allt dautt nema likaminn, einsog hafi gleymst aö slökkva á honum. óttinn við dauðann — Hræðist fólk dauöann? — Ótti við dauöann er algengur, ekki einasta meðal þeirra sem bráöfeigir eru. Dauöageigur getur sest aö manni hvenær sem er á lifs- leiðinni. Ég man eftir unglingi um fermingu sem kom til min óskaplega upptekinn af dauðanum, og jafnvel fólk sem starfar i návist dauöans alla ævi, td. á spitölum. Menn vilja halda i lifiö og flestir vona aö eitthvaö sé hinum megin. En á þvi er hamraö sýknt og heilagt, aö þeir séu fáir sem eigi i vændum aö lifa, hinir tortimist eða búi viö eilifa kvöl. — Trúir fólk á viti? — Ég held ekki. En óttinn viö viti sest aö sumum og veldur þá óhugnanlegum kvlða. Þeir koma þá kannski til prestsins til aö biöja um aö þessi beygur sé frá þvi tekinn. Til eru þó hinir, fáir mjög aö visu, sem beinlinis eru hræddir viö aö lifa áfram eftir likamsdauöann, vilja sofna svefninum langa. En óttinn viö dauöann og viti er sannarlega ekki úr sögunni, kannski fremur aö aukast. Kirkjan gerir of litiö aö þvi aö flytja sinn boöskap sem fagnaöarboöskap. Margir ungir klerkar leggja iika tölu- veröa áherslu á aö maöurinn geti sama og ekkert gert til að öðlast himnariki. Náöin ein veröi aö koma til. Ég skil ekki hvaöan þessi miskunnarlausa kenning um tortimingu er komin, allaveea ekki frá Kristi. Samtalinu er lokiö. Séra Siguröur Haukur gengur útaö glugganum. — Fagurt er haustiö, segir hann. En þaö er undarlegt hve nú er litiö af rauöum litum, flest blööin eru gul.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.