Vísir - 28.10.1978, Blaðsíða 17

Vísir - 28.10.1978, Blaðsíða 17
VISIR Laugardagur 28. október 1978 17 4uti í //Síöustu konunni lausan hátt. Er nokkuö heimskulegra en aö deila á neysluþjóöfélagið meö því aö sýna gauka, sem éta sig i hel, eða taka fallókratismann svo bókstaflega aö gefa i skyn að eina lausnin sé að fjarlægja lim- inn sem hneykslar? Nei, en ef maöur hefur nógu mikinn smekk til að vera svona smekklaus, eru þessar spurn- ingar út i hött. Hugmyndir Fferreris eru nánast aukaatriöi hjá búningnum sem hann klæöir þær i, spurningin er öllu heldur hvernig kemst hann upp meö þetta. En þar er nauðsynlegt aö taka mið af samsetningu áhorfendahópsins. Það væri for- vitnilegt að vita, hvaöa viðtökur Atiö mikla og Siöasta konan fengju hjá vannæröri þjóð eins og Indverjum, sem til skamms tima voru ofurseldir geldingar- herferð. Hinn venjulegi 'áhorfendahópur aö myndum Ferreris „veit betur, þe. hann tekur ekki likingarnar bókstaf- lega. En þaö vekur gremju hans, hve Ferreri hamarar á symbólunum: 1 Siöustu konunni er ekki hægt að þverfóta fyrir falliskum pylsum, ströngum, súlum, og i einu lykilatriðinu brýtur Depardieu upp kistur i eigu Ornellu til að kanna föggur hennar. Philippe Noiret, sem tórir lengst fjórmenninganna i Atinu mikla, springur loksins á köku, sem er i laginu eins og brjóst. Og það , er erfitt fyrir „upplýsta” karlmenn að setja sig i spor persónunnar sem Depardieu leikur i Sföustu kon- unni.sem tönnlast á þvi mynd- ina út i gegn, að þau.tiðkist nú hin breiðu spjótin og kemur ekki auga á neitt annað. Samt sem áður er lokaatriði myndarinnar gifurlegt sjokk, og það gefur til kynna að afstaða manna til persónunnar sé að miklu leyti dæmi um það sem Freud nefndi „Verneinung”, þe. viss vera smekklaus — Um Mareo Ferreri 09 italskar kvikmyndir hennar vel, hvað andlegt at- gervi snertir. Siðasta mynd Ferreris, Apadraumur, hlaut hinsvegar viðurkenningu i Cannes ’78. Menn voru þá farnir að átta sig á fyrirbærinu, en engu að siður gengur mörgum enn erfiðlega að flokka Ferreri, og það fer mjög i taugarnar á þeim. //Snertu ekki hvitu konuna" Ferreri lætur sér vel lika þau rikjandi vinnubrögð, sem lýst hefur verið, og það er etv. ein ástæðan fyrir þvi að fyrri mynd- ir hans vöktu ekki meiri athygli, þar sem á yfirborðinu virtust þær fylgja normum færibanda- framleiðslunnar. Hann er hæst- ánægður með það að hljóðiö sé unnið „á eftir”, sem stundum helgast reyndar af þvi að leikar- arnir eru af ýmsu þjóðerni og tala ekki allar þá tungu sem „döbbunin” er aðallega miðuð við. Þaö flækir svo málin, hvað hann hefur gert myndir viða. Apadraumur er frönsk-itölsk i framleiðslu, en tekin i New Vork, og leikurinn miðast eink- um við enska tungu. Þessi bastaröseinkenni eru þegar augljós I heiti myndarinnar: Apadraumur er franski titillinn („Reve de singe”), en á itölsku er hún kölluð Sigldu þinn sjó, karlhlunkur („Ciao maschio”) og á ensku Bye-bye Monkey. Og kannski er réttara að kalla Ferreri rómverkan leikstjóra en italskan, þe. sjóndeildar- hringur hans er fremur sið- menningarlegs eðlis en þjóð- legs. I Apadraumi tjáir Gérard Depardiu sig gjarnan með þvi að blása feimnislega i blistru, sem hann er með i munnvikinu. Svipuð hljóð gefa apar frá sér, og siðar i myndinni tekur hann ástfóstri við apaunga. Rómverj- ar ku hafa kallað aðrar þjóðir barbara vegna þess að þeim fannst tunga þessara þjóöa eilif endurtekning á hljóðinu bar- bar... Ferreri notfærir sér bar- bari á borð við „döbbun” til að leggja áherslu á sambandsleysi milli persónanna, sem lýsir sér fyrst og fremst i uppgjörinu milli kynjanna. Karlmaðurinn er gjaldþrota, og i örvæntingu sinni gerir hann sér helst von um skilning hjá dýrum, (for- tiðinni), eða ómálga börnum, (framtiðinni). Um þetta fjalla tvær siðustu myndirFerreris, Siöasta konan, („La Derniere femme”, ’76) og Apadraumur. Áður, þe. á eftir Átinu mikla, hafði hann gert Snertu ekki hvitu konuna, („Touche pas la femme blanche”, ’74). Snertu ekki... er vestri, sem á sér stað i miðri Paris, nánar tiltekið i „gatinu” sem myndaðist, er sláturhús borgarinnar, Les Halles voru rifin. Þar hafast enn við indián- ar, og kallað er á Custer hers- höfðingja og riddaralið hans til að útrýma þeim. Nixon veitir siöferðislegan styrk við þessa framkvæmd með „seguimögn- uðu augnaráði”. Siðan endar þetta meö endurtekningu á hin- um fræga bardaga við Wounded Knee, en sem nú gerist i þessu auma hnéi Parisarborgar. Það verða alltaf einhverjir kjánar til þess að gala „Brecht” og „Verfremdung” þegar þeir heyra um svona tiltæki,og slikar upphrópanir sýna jafn litinn skilning á Brecht og á Ferreri. Þegar Ferreri gerir Paris að sögusviði vestra, ber það vitni mjög persónulegu mati á bak- grunninum. Hann tekur litið i stúdiói, en hefur lag á að filma raunverulegan vettvang á þannig hátt, að svo virðist sem um leiktjöld sé að ræða. Gatið eftir kjötskálana litur út fyrir að vera sviðsbúnaður úr mynd, sem er búið að taka. Þegar siðan riddaraliðið og indíánarn- ir fara að valsa þar um, minnir útkoman á þessar komiediur sem gerast i kvikmyndaverum, þar sem uppstrilaðir leikarar villast á upptökustað og lenda i annarri mynd. í Apadraumi — gerist fjöldi lykilatriða á sand- strönd fyrir framan skýja- kljúfa New Vork, og á þessari strönd liggur hræið af King Kong. New York verður þvi óhjákvæmilega að sviðsmynd- inni úr King Kong i huga áhorf- andans. Þar við bætist, að Ferr- eri notar linsur með mjög gleiðu sjónarhorni til að filma skýja- kljúfana, sem gera það aö verk- um að hlutföllin afbakast, myndflöturinn fær á sig ásýnd búrs-, sem heldur leikurunum og apaunganum föngnum. //Siðasta konan" 1 Slöustu konunni liggur King Kong ekki i valnum, en hins- vegar eru pungræðið, fall- ókratisminn, þar komin á v siðasta snúning. Og Ferreri tek- ur ekki með neinum silkihönsk- um á þessu viðfangsefni, heldur lýkur myndinni á þvi, að Depardieu i öðru aðalhlutverk- inu sker undan sér með raf- magnshnif. (Ýmsir urðu til að spyrða saman Siöustu kon- una og Veldi tilfinning- anna vegna þess að i báðum myndunum fær það liffæri, sem mest er flaggað, reisu- passann i lokin, eins og Bósi i „Tómasi Jónssyni Met- sölubók”). En þessar myndir eiga fátt annað sameiginlegt.) Depardieu-leikur fráskilin byggingarverkfræðing, sem missir atvinnuna og hefur ekkert annað að gera en að sitja heima og gæta kornungs sonar sins. Hann er þvi i hálfgerðu húsmóðurhlutverki, er hann húkkar stúlku, sem leikin er af Ornellu Muti. En Ferreri lætur sig litlu varðar hinar sam- félagslegu hliðar málsins nema hvað það er greinilegt að verk- fræðingurinn lifir ekki við skort og býr i Créteil, einu úhverfi Parisar, sem er svona dannað Breiðholt. Þessar aðstæður hjá persónum bjóða hinsvegar upp á það að fjalla um samskipti kynjanna, parið sem slikt, i frumþáttum þess. A undanförnum árum hafa pungræðið og staða konunnar verið tekin fyrir i aragrúa af verkum, og yfirleitt á mjög keimlikan hátt,það liggur við að Zhdanov og sósialrealisminn séu endurbornir i ströngum formúlum um það, hvernig beri að fjalla um þetta. Þaö þykir þvi klunnalega einfaldandi, þegar Ferreri sneiöir hjá „blæbrigða- rikum” lummum á borð viö bláu og bleiku náttfötin... Hann ér sakaður um að vekja á áér athygli á ódýran og smekk- sannleiki er tjáður til þess eins að hægt sé að afneita honum þegar i stað. Lokaatriðið leggur slikan fyrirslátt i rúst. 1 þessu hlutverki fyllir Depardieu upp i þá „imynd”, sem hann hafði skapað sér i „Les Valseuses” sem á islensku var kölluð Valsinn. Hin fárán- lega fallega Ornella Muti, sem ítalir hafa lengi ekki séð páfann fyrir og sem nú er að öðlast heimsfrægð, hefur verið tekin sem dæmi um það, hvernig imynd konunnar i kvikmyndum hefur breyst á undanförnum tuttugu árum, hvernig „barns- lega konan varð að „kvenbarn- inu”. Guð skápaði „barnslegu konuna” i mynd Brigitte Bardot 1956. Þá var kristni mórallinn enn við lýði, og hneykslið fólst i þvi, að persónan Bardot vildi ekki verða fullorðin, þe. taka upp rikjandi siðferðismat, heldur réttlætti hún athafnir sinar af barnslegu sakleysi. En siðan hefur púritanisminn verið að leggja upp laupana, og ásamt honum hvarf ,,vamp”-imynd af konunni. Breytt staða hennar gerir það að verkum, að ekki er hægt lengur að lýsa henni sem tælandi verkfæri djöfulsins. „Kvenbarnið”er syndlaust, og sú staöreynd setur karlmann- inn, sem ekki hefur tekist aö „endurhæfa” sig i sama hátt til- finninga- og menningarlega, i rusl. Ferreri segir um kvenlýs- ingar i myndum sinum: „Staða konunnar sem slikrar heyrir ekki undir mannkynssöguna, hún „skapar” ekki söguna, þar sem henni hefur ætið verði val- inn staður utan við söguna. Grundvallarþættirnir i sið-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.