Vísir - 28.10.1978, Qupperneq 18

Vísir - 28.10.1978, Qupperneq 18
18 Sunnu blað Þjóðviljans fjölbreytt að efni: í opnugrein úr írlandsferð er út- sendari Sunnudagsþjóðviljans kominn út á útskaga þar sem til skamms tima var töluð irska og virðir fyrir sér dapurlega þróun sem hefur orðið hjá þessari frændþjóð okkar. Gils Guðmundsson skrifar grein uiri verkefni Alþýðubandalags i stjornarsamstarfi Blaðamaður virðir fyrir sér það sem hann kallar einkennilegustu framleiðslu á íslandi — hún á sér stað i Bjarnarflagi. Rifjaðir eru upp nokkrir þættir úr sögu Sósialistaflokksins sem stofnaður var fyrir fjörutiu árum Hve glöð er vor æska heitir grein sem fjallar um þann ótta sem gerir líf ungra barna dapurlegra, meira en flesta grunar. Á kvikmyndasiðu er fjallað um Network, einhverja fróðlegustu mynd sem hingað hefur skolað um tima. ÞIOOVIUINN Laugardagur 28. oktdber 1978 vísm menningu okkar eru allir mið- aðir við karlmanninn, konunni ergleymt. Og þar var hún hepp- in. Það var þröngvað upp á hana fullt af utanaðkomandi hug- myndum: guði, föðurlandi, fjölskyldu, og lika skyldu, starfi, atvinnumennsku, og þessvegna hefur hún aldrei meðtekið til fulls þessi hegðunar- munstur. Þar sem hún var úti á spássiu, hélt hún vissu sjálf- stæði, og þvi er hún ekki eins berskjölduö nú og karlmaður- inn. Það skiptir hana minna máli, að gildismat okkar siðmenningar skuli vera að syngja sitt siðasta.” Apinn héltkjafti Eins og þessi ummæli bera með sér, talar Ferreri oft ærið „spámannlega”, og gagn- rýnendur henda þetta á lofti og velta vöngum yfir þvi, hvort Sfðasta konansanni það að par- ið sé úrelt, hvort Apadraumur sé endanlega grafskrift yfir vestrænni siðmenningu. En i spámannshlutverki er ekki einhlitt að kunna að setja enda- punkta: Halldór Laxness sagði eitt sinn um greinarmerkja- setningu: „menn verða ekki spámenn af þvi að sleppa kommunum, heldur af þvi að nota þær af hinni mestu nær- færni. Sá höfundur sem gerir sér að reglu að setja aldréi kommu á pappirinn án þess að hafa þráspurt samvisku siná, mun vakna við það einhverþ morgun að hann verður spurð- ur: Hvert stefnir tilverunni? Er kjarnorkustrið óhjákvæmilegt? Alitið þér að guð sé til?” í Það er kannski enn meiiji ástæða til að huga að „kommr unum” i myndmáli en i ritmáii. Að visu er aldrei hægt að hafg fulla stjórn á öllum upplýsing- um sem koma fram á Ijósmynd eða kvikmynd. Og stundum er viss töframáttur i þvi fólginni, hvað myndin er i eðli sinu „heimskuleg”, hvað hún „ligg- ur i augum uppi’, þótt um skot út i bláinn sé að ræða. Þao ligg- ur lika i augum uppi, að blaðra springur, ef það er blásið o'f mikið i hana, en gaukurinn i Hreak-up sættir sig ekki við svona einfaldan sannleika, heldur þráspyr hann samvisku sina um þetta atriði. Afstaða Ferreris til myndmálsins er i sama dúr. I Apadraumi eru dregnar fram hliðstæður milli Rómar til forna og New York, mörg atriði hennar gerast i vax- myndasafni, sem er starfsrækt i New York og hefur upp á að bjóða figúrur úr Rómaveldi, Sesar, Neró... Siðan blanda dularfullir aðilar sér i málið og I krefjast þess að safnið verði gert meira „aktúelt”: hárlubb- inn af Kennedy verði settur á Sesar, nefið af Nixon á Neró... I lok myndarinnar brennur safnið til ösku. Þetta er ágætt dæmi um þaö, hvernig Ferreri þenur út merk- inguna til hins ýtrasta i mynd- máli sinu. Vaxmyndasafnið er út af fyrir sig tákn um grunn- færnar lýsingar kvikmyndanna á sögunni, og jafnframt er það klisja úr ótal hryllingsmyndum að sýna vaxmyndir leka niður i bruna. En á hinn bóginn skop- stælir hann lummuna „sagan endurtekur sig” með þvi að láta Rómaborg brenna sem vax- myndasafn og með Sesar- Kennedy andlitslyftingunni. King Kong getur og rakiö ætt- ir sinar lengra en til Hollywood á siðustu dögum rómverska heimsveldisins voru höggmynd- ir af öpum mjög i tisku. A átjándu öld greindi Diderot frá kardinála, sem barði mannapa augum i fyrsta skipti og varð svo um að hann sagði við hann: „Talaðu, og þá skal ég skira þig.” Apinn hélt kjafti. Ferreri er ekki mjög i mun að skira King Kong, og áhrifamáttur mynda hans á etv. rætur að rekja til þess, að þegar reynt er að skira eða útskýra þær, er eins og vatni sé skvett á gæs. Meðan Rómaborg brennur. Marco Ferreri viö upptöku á //Apadraumi" ’ PWBm.;'** Ojj Vaxmyndasafnið (//Apadraumur")

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.