Vísir - 28.10.1978, Side 19

Vísir - 28.10.1978, Side 19
VISIR Laugardagur 28. oktöber 1978 19 ÚR DULRÆNUM 1 [JW WP'M FRÆÐUM efftir Sigvalda Hjálmarsson DULRÆNUM FRÆÐUM má iauslega skipta í tvennt: almenna dulhneigð og dultrú sem oftast er ógerlegt að greina frá þjóðtrú# og esóterísk fræði — sem löngum kallast esóterísk heimspeki þegar dýpra er farið. Esóterisk fræði skipt- ast aftur i tvennt: mystík og okkúltisma« og verður siðar gerð grein fyrir þeim hugtökum í þáttum þessum. Esóterisk fræöi spretta upp af þeirri hugsun aö maöurinn eigi fyrir höndum aö þroskast and- lega, bæöi einstaklingurinn og heildin, þannig aö siöarmeir taki mannkyniö okkur sem nú lifum álika mikiö fram og viö stöndum framar dýrunum. (Þetta dæmi er þó látiö flakka einungis til þess aö skjóta á flot hugmynd og felur ekki i sér dóm á þroska dýra sem eftilvill standa jafnfætis manninum á sinn hátt, ef ekki honum framar). Hugmyndin um þroskamögu- leika mannsins grundvallast á reynslu, ekki á rannsókn ellegar rökleiöslu. Og hún stendur nær skáldlegri innspirasjón heldur en visindum. Sú reynsla er annarsvegar mystisk upplifun, hinsvegar dulskynjun. Hvort tveggja er almennt viöurkennd eigind i mannlegu fari, þótt menn greini stórlega á um gildi: hvaö sé blekking og hvaö veruleiki. Um er aö ræöa mismunandi mat á þvi hve normalt hiö „normala” sálarástand manns- ins er, hvort hann kunni aö búa yfir farsælli og eölilegri vit- undarmöguleikum, hvort hann eigi i fórum sinum aörar teg- undir vitsmuna helduren þá sem mest er notuö: sundur- greinandi og mælandi greind, hvort þaö mannvit sem fram kemur 1 heildlegri innlifun lista- mannsins geti veriö snefill af nýjum vitsmunum sem of litill gaumur sé gefinn? Sá sem hneigist til esóteriskra fræöa fullyröir ekki og veit eiginlega lltiö annaö en þaö aö hann veit litiö. Hann á naumast nokkra endanlega vissu og litur gjarnan á lifiö sjálft sem rann- sókn og uppgötvun svo hver stund veröur algerlega ný og allar hugmyndir ævinlega til reynslu. Honum er betur viö spurninguna en svariö, þvi svar sem útilokar nýjar spurningar er lokaö sund. Fyrir þvi snýst hann naumast til varnar þótt honum sé bent á aö viöhorfum hans og skýr- ingum á þeim sé áfátt. Þaö eru engar fréttir, þaö var alla tiö ljóst, aukþesssem hann treystir ekki heldur viöteknum aö- feröum til aö ákvaröa rétt og rangt. óvinsældir hlýtur hann siöur fyrir þaö sem hann heldur fram — fremur vegna hins hvernig hann heldur þvi fram og á hvaöa „RANGA" AÐFERÐ/N forsendum. Hann þiggur ekki þaö kostaboö aö veröa viöur- kenndur andstæöingur eins né neins, er ekki viöræöuhæfur afþvi hann fellir sig ekki viö leikreglur samræönanna, og er fremur brugöiö um aö kunna ekki vitsmunalegar kurteis- reglur en skort á viti, enda staöinn aö þvi aö beita „rangri” aögerö ef von er um aö hitta þannig á „rétta” niöurstööu. Hann hefur þvi engan status i heimsmenningunni. Samkvæmt Brecht ætluöu vitrir og viöurkenndir lærdóms- menn foröum aö sanna meö rökum aö engin tungl gætu veriö á sveimi i kringum sjálfan Júpiter, og þyrfti ekki aö glugga 1 sjónauka Galileós þaraölút- andi. Um Júpiter mátti tala og tungl lika, en þeim var i nöp viö sjónauka, hann var „röng” aöferö, enda skyldu menn I nafni páfadóms, sem er óhrekjanlega sérstakt útibú guödómsins á jöröinni, varast alla dispiítan um þaö sem búiö var aö samþykkja meö meiri- hlutaafli aö væri satt eöa ekki satt. Nú er þaö spurningin: i hvaöa sjónauka þorum viö ekki aö horfa i dag af þvi þá kynni athyglin aö beinast aö einhverju sem viö viljum ekki sjá og er auövitaö ekki til samkvæmt ein- hverjum páfadómi? Sá sem hneigist til esóteriskra fræöa er einmitt sá skrýtni fugl sem endilega vill glugga I hina eg þessa „sjónauka” endaþótt þeir kunni aö vera upptil hópa „röng” aöferö. -22.10.1978. TÓBAK 00 PYLSUR SHAKE 0 GOS BARNASHAKE M FL OL 30 OPÐ 00 23 7 FRA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.