Vísir - 13.12.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 13.12.1978, Blaðsíða 7
« VISIB MiBvikudagur 13. desember 1978 c s t Umsjón: Guðmundur Pétursson / Opnan i „Fishing News Inter- national”, þar sem birtist i nóvemberblaBinu It«rleg grein um islenskan fiskiBnaB, þrem árum eftir útfærsluna. smiBjur íslendinga i Bandarlkj- unum hafa nú veriB stækkaöar og horfur á, aö útflutningurinn þangaö veröi enn aukinn. — Tölur frá Coldwater Seafood Cor- poration sýna, aö söluaukn- ingin hefur veriö óslitin frá þvi 1973. Áriö 1975 nam sala þeirra 100 milljónum dollara, en fór áriö eftir I 145 dollara, og I fyrra 174 milljónir dollara. Spár fyrir þetta áriö hljóöa upp á, aö fariö veröi upp úr 200 milljóna dollara múrnum”. David Glen slær siöan botninn i greih sina meö þvi aö skýra frá þvi, aö þrátt fyrir gengisfeilingu á gengisfeliingu ofan, aukiö hráefni fyrir frystihúsin, sé rekstrarstaöa útgeröar og fiskiönaöar slik aö hún rétt andæfi og talsmenn frystiiönaöarins segi, aö ekkert megi út af bera, til þess aö ekki veröi tap á öllu saman. Gestsauga hans hefur séö i heimsókninni hingaö, aö Island hefur tryggt sér fiskistofnana til eigin nota, örugga markaöi er- lendis fyrir afuröirnar, en eftir sé aö sjá, hvort Islendingar leysi vandamálin sem stafi innan frá. Beinagrindur í kalksteinsnámu Beinagrindur allt aö 25 manna hafa fundist i gamalli kalk- steinsnámu um 40 km frá Santi- ago, höfuöborg Chile. Er hafin rannsókn á þvf, hvernig dauBa þeirra getur hafa boriö aö hönd- um. Sérfræöingar ætla, aö likin hafi legiö i námunni i um þaö bil þrjú ár, og er illt aö glöggva sig á þvi, hve mörg þau eru. Margt þykir benda til þess, aö þarna hafi veriö um morö aö ræöa. Fundust tóm skothylki liggjandi hjá beinunum, og greinilega höföu þessar ógæfu- sömu manneskjur veriö bundnar meö virum. Á veggjum námagangnanna mátti sjá för eftir byssukúlur. Likin fundust, eftir aö maöur einn, sem var aö skrifta fyrir kaþólskum presti, sagöi skrifta- fööurnum til þeirra. Viö rannsókn málsins veröur leitaö til ættmenna þeirra mörg hundruö manna, sem týnst hafa siöan herinn hrifsaöi til sin völdin fýrir fimm árum. Rœflarokkari kœrður fyrir líkamsárás Breska ræfiarokkstjarnan, Sid Vicious, sem biBur ákæru vegna morBsins á vinkonu sinni, var I gær kær&ur fyrir aB særa bróBur annarrar popp-stjörnu meö brot- inni bjórkrús. * Todd Smith, bróöir söngvarans Patti Smith, er sagöur hafa hlotiö varanleg lýti á andliti og meiöst á t nóvemberhefti „Fishing News International” er sagt frá góB- um sölum islenskra og færeysk- ratogara á Bretlandseyjum, og I þvi tilefni birt þessi mynd af Tryggva Gunnarssyni, skip- stjóra, i briinni á togaranum „Brettingi”. auga i þessari árás. Sid Vicious haföi gengiö laus gegn 50 þúsurid dollara tryggingu, méöan hann beiö þess aö dóm- stólar fjölluöu um moröiö á vin- stúlkuhans, Nancy Spungen. Meö árásinni á laugardag hefur hann fyrirgert möguleikanum á þvi aö þurfa ekki aö sitja i gæsluvarö- haldi. Fœreying- ar selja mjög vel A meðan isienskir togarar hafa verið aö gera góöar sölur i Grims- bæ og öðrum hafnarbæjum á austurströnd Bretlands, hafa Færeyingar einnig veriö aö slá sin fyrri sölumet. Þannig seldi færeyski togarinn „Von” 900 kitt af þorski, kola og ýsu fyrir 34.499 sterlingspund i Fleetwood undir siöustu mánaöa- mót. (Fleetwood er á vestur- ströndinni). Á myndinni hér fyrir ofan sjáiö þiö nýkrýndan heimsmeistara i diskó- dansi, sem sigraBi 35 karla og konur i úrslitakeppni, sem há& var f London I gærkvöldi. — Heimsmeistarinn, sem sést I dansinum, heitir Tadaaki Dan og er Japani, eins og myndin ber meB sér. Róstur á Kanaríeyjum Lögreglan i Santa Cruz de Tenerife á Kanarieyjum þurfti aö skjóta reyksprengjum og gúmiskotum aö stúdentum, sem efndu til mótmælagöngu i tilefni þess aö ár er liöiö siöan einn félagi þeirra beiö bana f átökum viö yfirvöld. óstaöfestar fréttir frá Kanarieyjum herma, að fimm manns hafi veriö handteknir i óeiröum i gær. Sjónarvottar segja aö stúdent- arnir hafi i fyrstu reynt aö marséra i gegnum borgina, en þegar þaö ekki tókst, settu þeir upp götuverki viö háskólann og grýttu lögregluna. Sheer Energy NUDDSOKK ABUXURN A R LÉTTA SPORIN IJÓLAÖNNUNUM GLEÐILEG JÓL SOKKABUXUM. Tunguháltl 11, R. Slml 82700 Agfamatic 2008, Tele Vasamyndavélin með aðdráttarlinsum Hingað til hefur sá galli verið á Instamatic og vasamyndavélum, að andlitsmyndir hafa ekki verið nógu skarpar, Nú er lausnin komin Agfamatic 2008, Tele Verð kr. 29.500. ¥ •h Austurstrœti 7, r sími 10966

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.