Morgunblaðið - 21.01.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 21.01.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 8/1–14/1  FLUGLEIÐIR hafa til- kynnt um samdrátt í starfsemi viðhaldsstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Félagið telur horfur á að fækka þurfi um 48 stöðu- gildi í viðhaldsstöðinni. 38 flugvirkjum og 10 al- mennum starfsmönnum yrði sagt upp störfum. Þar starfa nú um 220 manns.  TUGMILLJÓNATJÓN varð í fiskeldisstöð Rifóss þegar stór hluti af um 450 tonnum af eldislaxi í kvíum stöðvarinnar drapst. Bakteríueitrun er talin hafa drepið laxinn.  VERULEGA hefur hægt á verðbólguhrað- anum samkvæmt síðustu mælingu Hagstofu Ís- lands á vísitölu neyslu- verðs. Verðbólga síðustu tólf mánaða í byrjun janúar var 3,5%.  INGIBJÖRG Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra fékk aðsvif í beinni út- sendingu á RÚV og var flutt á sjúkrahús. Orsök yfirliðsins var of hár blóðþrýstingur en ráð- herra er nú á batavegi.  STÚDENTARÁÐ aug- lýsti eftir einkunnum frá kennurum við Háskóla Ís- lands en 20 til 25% prófa voru í vanskilum.  SIGHVATUR Björg- vinsson hefur verið skip- aður framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands. Hann tekur við störfum 14. febrúar nk. Hörð átök og deilur RÁÐHERRAR og þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tókust hart á við fyrstu umræðu á Alþingi um frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna dóms Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalags- ins. Þessi fyrsta umræða stóð í tvo daga áður en henni var vísað til ann- arrar umræðu í atkvæðagreiðslu á Al- þingi með 31 samhljóða atkvæði. Tutt- ugu og einn þingmaður sat hjá en ellefu voru fjarverandi. Flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni Í GREINARGERÐ um flugvallar- hugmyndir á höfuðborgarsvæðinu kom fram að kostnaður við gerð nýs flugvallar á Lönguskerjum í Skerja- firði væri dýrasti kosturinn. Minnstur kostnaður fylgdi flutningi til Keflavík- ur og að byggja upp Reykjavíkurflug- völl. Flugvöllur sunnan Hafnarfjarðar er einnig talinn góður kostur. Sturla Böðvarsson telur aðra kosti en end- urbyggingu Reykjavíkurflugvallar á núverandi stað eða flutning til Kefla- víkur ekki raunhæfa og staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýrinni hag- kvæmustu lausnina. Aðgerðir vegna innflutnings RÍKISSTJÓRNIN samþykkti tillögu Matvælaráðs og sóttvarnanefndar um að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt á hugsanlegri hættu sem stafar af neyslu á vörum sem innihalda innflutt nautakjöt. Strangari reglur gilda um eftirlit með innflutningi gæludýrafóðurs en matvæla. INNLENT Nýr forseti á Filippseyjum GLORIA Macapagal-Arroyo sór emb- ættiseið sem forseti Filippseyja í gær- morgun. Filippseyingar fögnuðu nýj- um forseta ákaft og því að Joseph Estrada væri farinn frá völdum. Estr- ada er sakaður um víðtæka spillingu. Á föstudag söfnuðust hundruð þús- unda manna saman í Manila, höfuð- borg Filippseyja, og kröfðust afsagnar hans. Þá lýstu herinn, lögreglan og flestir ráðherrar stuðningi við kröf- urnar. Þrátt fyrir það þráaðist Estrada lengi við og Arroyo sór embættiseið áður en hann játaði sig sigraðan. Arroyo var áður varaforseti lands- ins en studdi andstöðu gegn Estrada, sem er sakaður um víðtæka spillingu. Hún heitir því að útrýma fátækt og út- hýsa spillingu úr stjórnmálum í land- inu. Bush tekur við forsetaembættinu GEORG W. Bush sór í gær embættis- eið. Bush, sem er 43. forseti Banda- ríkjanna, háði harðvítuga baráttu að loknum kosningum við mótframbjóð- anda sinn úr röðum demókrata, Al Gore, vegna meintra óreiðu við taln- ingu atkvæða í Flórída. Hátíðahöld vegna embættisvígsl- unnar hófust í Washington á fimmtu- dag. Mikill viðbúnaður var í höfuð- borginni í gær vegna fyrirhugaðra mótmæla. Kabila skotinn til bana LAURENT Kabila, forseti Lýðveldis- ins Kongó, lést í vikunni eftir að hafa orðið fyrir skotárás lífvarðar síns sl. þriðjudag. Ekki er alveg ljóst hvenær Kabila lést en lát hans var staðfest á fimmtudag. Sonur hans, Joseph Kab- ila, mun taka við forsetaembættinu.  ÖFLUGUR jarðskjálfti reið yfir El Salvador sl. laugardag. Mörg hundruð manns létust og þúsunda er enn saknað.  MÁL tvíbura sem seldir voru á Netinu í tvígang vakti mikla athygli. Stúlkurnar voru fyrst seldar til kalifornískra hjóna en síðar til breskra hjóna. Börnin voru tekin af þeim á fimmtudag og verður málið útkljáð fyrir rétti.  BILL Clinton, fráfar- andi forseti Bandaríkj- anna, samdi við sérstakan saksóknara í málum for- setans um að fallið yrði frá ákæru um meinsæri í máli Paulu Jones og Whitewater-málinu. Þess í stað viðurkenndi Clinton að hafa sagt ósatt fyrir rétti um samskipti sín við Monicu Lewinsky, greiðir sekt og missir lögmanns- réttindi í fimm ár.  JOSCHKA Fischer, ut- anríkisráðherra Þýska- lands, bar vitni í rétt- arhaldi yfir hryðjuverka- manninum Hans-Joachim Klein, á þriðjudag. Fisch- er, sem var í sama rót- tæklingahópnum og Klein, segist aldrei hafa tengst hryðjuverkastarf- semi. Hann er vinsælasti stjórnmálamaður Þýska- lands.  TÍU ár eru liðin frá því að Persaflóastríðið hófst Af því tilefni flutti Sadd- am Hussein, Íraksforseti, sjónvarpsávarp til landa sinna. Efnahagsþvinganir SÞ sl. tíu ára hafa ekki haggað Hussein á for- setastóli. ERLENT VERÐI 10% aukning í fraktflutn- ingum Cargolux árlega þarf að stækka flugflota félagsins úr 10 þot- um nú í 20 árið 2006 og verði hún 16% þurfa þær þá að vera orðnar 30. Þetta kom fram í máli Eyjólfs Haukssonar, yfirflugstjóra og fyrr- um framkvæmdastjóra flugrekstr- ardeildar Cargolux, á fundi Fyrsta flugs félagsins sl. fimmtudagskvöld. Eyjólfur sagði að meðalaukning í flutningum hefði síðustu árin verið um 16% en ekki væri raunhæft að gera ráð fyrir svo mikilli aukningu næstu árin. Ljóst væri þó að félagið yrði að bæta við þotum á næstu ár- um vegna aukins umfangs starfsem- innar. Tíu þotur í rekstri og tvær í pöntun Cargolux rekur 10 Boeing 747- 400 þotur, sem eru nýjustu þoturn- ar af þeirri gerð, og hefur eina 747- 200 á leigu en hún er nokkru af- kastaminni en þær nýju. Félagið á tvær þotur í pöntun. Ný 747-400 þota kostar um 180 milljónir dollara eða nærri 13 milljarða króna. Eyj- ólfur sagði mikilvægt að nýta slíkar fjárfestingar og hefði félagið árið 1999 náð mestri nýtingu allra flug- félaga á 747-400 þotu, 14,18 tímum á sólarhring. Kvað hann algenga nýt- ingu á sólarhring hafa á síðasta ári verið nær 15–16 tímum á 747-400 þotunum en um 14 tímar á 200 vél- inni. Hann sagði flutninganet Cargo- lux mikið til vera á langleiðum og því væru flugtímar á sumum leiðum 11–13 tímar. Með þessari nýju gerð væri til dæmis hægt að fljúga án millilendingar með 100 tonn frá Evrópu til landa í Suður-Ameríku sem væri um 13 tíma flug. Nýju þoturnar eru gerðar fyrir tvo flugmenn en Eyjólfur sagði iðu- lega aukaáhöfn um borð á lengstu leiðunum. Hann sagði þær um 25% afkastameiri en 200 gerðina, hún þyrfti minna viðhald og meðal ann- arra kosta væri minni hávaði. Þann- ig markaði 747-400 gerðin um 50% minna hávaðasvið við flugvelli en 200 gerðin. Eyjólfur sagði nokkuð kvartað í Lúxemborg vegna hávaða frá flug- vellinum en þar ætti Cargolux ekki alla sök. Nokkuð væri um umferð eldri flugvélagerða sem yllu mun meiri hávaða en þotur Cargolux. Hann sagði umferð um flugvöllinn takmarkaða að næturlagi og að flugtök væru bönnuð eftir miðnætti. Cargolux stundar nú reglulegt fraktflug til 34 borga út frá Lúx- emborg og eru þær í Asíu, Eyjaálfu, Afríku og Norður- og Suður-Am- eríku svo nokkuð sé nefnt. Hann sagði félagið nú í samstarfi við Swissair en oft væri erfitt fyrir félög frá litlum löndum að fá flug- leyfi til einstakra landa og því væri nauðsynlegt að eiga slíkan sam- starfsaðila. Flugið til Japans væri til dæmis rekið í samstarfi við Swiss- air. Hann taldi þó að losna myndi um höft á flugleyfum á næstu árum. Auk sjálfs fraktflugsins annast Cargolux víðtækt flutninganet með bílum á varningi frá fjölmörgum borgun í Evrópu til Lúxemborgar. Eyjólfur segir Cargolux vera eins konar heildsala í fraktflugi, þ.e. að flutningsmiðlanir nýti að mestu flutningsgetu félagsins og sjái síðan um smásöluna til viðskiptavina. Er meðalnýtingin um 90% yfir árið. Hann segir flutningana taka sífelld- um breytingum. Áður fyrr hafi tískuvörur og raftæki tekið mikið pláss en nú sé mun meira um að flutt séu fersk matvæli og meiri hraði í flutningum geri slíka flutn- inga mögulega. Þá segir hann mikið um að til dæmis vörur fyrir bílaframleiðslu séu fluttar frá framleiðslustað þang- að sem bílarnir séu settir saman. Eyjólfur nefndi líka dæmi um að einhverju sinni hefði verið fluttur farmur af nælonsokkum frá Tel Aviv til Japans þar sem sokkarnir voru litaðir og síðan sendir til baka til Tel Aviv. Um 96% tekna af flutningunum Starfsmenn Cargolux eru nú vel yfir 1.300 og er yfir fjórðungur starfsmanna flugáhafnir og beint tengdur flugrekstrinum. Þá starfar um fjórðungur að viðhaldi, 115 eru stjórnendur og 65 eru í tölvudeild, sem hann segir að fari sífellt stækk- andi. Starfsmenn eru af 30 þjóð- ernum, flestir frá Lúxemborg og Þýskalandi og hefur hlutfall ís- lenskra starfsmanna farið nokkuð lækkandi síðustu árin. Um 96% tekna Cargolux koma frá fraktflutningunum og um 3% frá verkefnum í viðhaldsstöðinni vegna viðhalds á flugvélum annarra flug- félaga. Þannig annast Cargolux t.d. viðhald fyrir þotur flugfélagsins Atl- anta. Fundurinn var hinn fyrsti af fræðslu- og skemmtikvöldum Fyrsta flugs félagsins sem efnt verður til tvisvar á ári. Gunnar Þor- steinsson, formaður félagsins, sagði aðsóknina hafa farið framúr öllum vonum og því yrði haldið áfram á þessari braut. Þá ráðgerir félagið ferðir á flugsýningar á næstunni. Gert ráð fyrir 10–16% aukningu flutninga hjá Cargolux til ársins 2006 Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmargir sóttu fund Fyrsta flugs félagsins þar sem einkum var fjallað um starfsemi Cargolux fyrr og síðar. Þotum fjölgað úr 10 í 20 næstu árin Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyjólfur Hauksson, flugstjóri hjá Cargolux, greindi frá helstu áföngum í starfi fyrirtækisins að undanförnu. HEIMSFERÐIR hafa lokið flugsamningum sínum fyrir sumarið 2001 og munu nota nýj- ustu þotu Boeing-verksmiðjanna, Boeing 737-700 fyrir allt sitt flug í sumar. Boeing 737-700 er af hinni nýju kynslóð véla frá Boeing. Hafa þær meiri flugdrægni og eru taldar einhverjar tæknilega fullkomnustu vélar í heiminum, segir í frétt frá Heimsferðum. Ítalska flugfélagið Azzurra, sem flýgur meðal annars mikið fyrir Alitalia, mun annast flugið fyrir Heimsferðir og verður vélin á Íslandi fjóra daga í viku í allt sumar og flýgur frá Keflavík. Heimsferðir nota nýja Boeing-þotu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.