Morgunblaðið - 21.01.2001, Síða 7

Morgunblaðið - 21.01.2001, Síða 7
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Danskynningar í Norræna húsinu Lifandi dans alltaf í þróun UM ÞESSAR mund-ir standa yfirkynningar á nor- rænum dönsum og dans- hefð í Norræna húsinu, á vegum Dansfræðafélags Íslands og Norræna húss- ins. Næsta kynning er nk. þriðjudag kl. 20 og þar verða kynntir dansar frá Noregi, Svíþjóð og Finn- landi. Sigríður Þ. Valgeirs- dóttir er formaður Dans- fræðafélags Íslands, hún var spurð um tilefni þess- ara kynninga. „Okkur datt í hug að kynna almenningi í einni heild helstu þjóðdansa Norðurlanda, og kynna þá með þátttöku í dansinum. Síðar ætlum við að kynna fleiri svið dansins.“ – Hver annast þessar kynning- ar? „Við höfum fengið fólk frá hverju Norðurlandanna sem eitt- hvað þekkir til þjóðdansa síns lands og fólkið kynnir síðan dans- hefðina og kennir þátttakendum nokkra dansa.“ – Er mikill munur á milli Norð- urlandanna í danshefðinni? „Helsti munurinn er kannski sá að Færeyingarnir eiga elsta hefð í söngdönsum og Íslendingarnir eiga einnig hefð af sama stofni. Á hinum Norðurlöndunum hafa þessir dansar horfið að mestu og síðari tíma dansar sem við köllum „gömlu dansana“ einkenna að mestu þeirra danshefð, þótt ein- staka eldri dansar séu einnig til. Á milli þessara tveggja dansflokka þróuðust gagndansar (kontra- dansar), sem náðu minnstri þróun hér á landi vegna þess að hér skorti hljóðfæri til undirleiks.“ – Erum við Íslendingar fátækir að dönsum? „Lifandi dans er alltaf í þróun. Segja má að það sé eins hér á landi og annars staðar, gott dæmi um það eru t.d. „gömlu dansarnir“ hjá okkur. Annað merki um þróun er að sérkenni söngdansanna hafa fléttast inn í þróun umræddra gömlu dansa, svo og barnaleiki. Á eyjunni Krít hafa fundist leifar fornrar menningar frá því um 1400 fyrir fæðingu Krists. Greindir hafa verið dansar af þessum fornleifum og þá einkum tvær megingreinar dansa. Sá fyrri er hringdans og hann ber það nafn í fornsögum hjá okkur þar til um og eftir 1700. Þetta er semsé nákvæmlega sami dans og við köllum vikivaka og Færeyingar kalla færeyskan dans. Þetta er dans sem er sunginn fyrir og allir taka undir viðlag og má segja að hann sé í öndurtakti. Þetta er semsé söngdans þar sem allir dansa saman í hring og syngja með. Hreyfingarnar í dansinum túlka tilfinningar dansara til ljóðanna. Þetta er einskonar hóp- túlkun og mjög sérstakt. Þessir dansar voru dreifðir um alla Evr- ópu, reyndar fara ekki miklar sög- ur af þeim fyrr en um 1200. Í Suð- ur-Evrópu er þá farið að skrifa um þessa dansa, en þeir eru þeir sömu og sjást í fornleifum, m.a. á Krít. Ekki er vitað hvernig þeir bárust hingað en hér var mikið samband við Evrópu á tímum víkinga og þess vegna má geta sér til hvernig dansarnir gætu hafa borist hingað. Hin dans- tegundin sem merki finnast um á Krít er hringbrot sem í íslenskum fornsögum var nefndt hringleikur. Hann virðist hafa lifað hér á landi lengi því getið er um hann í frásögn af Sturlu Þórðarsyni. Hringbrotið er miklu hraðari dans og var t.d. um 1800 talið eini þjóðdans Íslend- inga. Hann var mikið dansaður í Skálholtsskóla og í Bessastaða- skóla og hefur varðveist í yngri dönsum, t.d. vefaradansi og reynd- ar barnaleikjum. Einnig má sjá merki um hann í gamla marsin- um.“ – Hvenær bárust nýju dansarnir hingað? „Það sem við köllum samkvæm- isdansa barst hingað aðallega á öðrum tug tuttugustu aldar. En jafnframt héldu gömlu dansarnir velli. Þeir fyrstu munu hafa borist hingað rétt fyrir 1800.“ – Er danshefðin í Svíþjóð, Nor- egi og Danmörku lík innbyrðis? „Já, hún er í sjálfu sér töluvert lík. Í öllum þessum löndum eru til nokkrir eldri dansar heldur en gagndansarnir. Töluvert mikið er um gagndansa, m.a. alls konar ræla þar sem par dansar við eitt eða fleiri pör. Einnig er það sem við köllum „gömlu dansana“ talið til þjóðdansa í öllum þessum lönd- um. Í Finnlandi er hins vegar lítið vitað um sögu dansins fyrr en á 18. öld. Norðmenn og Íslendingar endurvöktu söngdansana uppúr 1902 þegar hreyfing komst á söfn- un gamalla dansa á öllum Norður- löndum.“ – Hefur dansinn gegnt álíka mikilvægu hlutverki á öllum Norð- urlöndum? „Dansinn hefur alltaf gegnt þýðingarmiklu hlutverki í öllum lönd- um og dansar hafa bor- ist á milli landa alla tíð, þessir fyrri tíma dansar ekkert síður en tísku- dansar nútímans. Rann- sóknir sem ég og samstarfskona mín Mínerva Jónsdóttir gerðum og gefnar voru út í bók 1994 sýna að kenningar sem fram hafa komið, m.a. í fræðiritum, um að hér hafi verið danslaust land í 200 ár stand- ast ekki. Auk kynningarinar nk. þriðjudagskvöld verður danskynn- ing kl. 20 þriðjudaginn 30. janúar. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir  Sigríður Þóra Valgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 15.11.1919. Hún lauk fjögurra ára kvenna- skólanámi og síðan íþróttakenn- araprófi frá Íþróttakennaraskól- anum á Laugarvatni. Hún lauk BA- og MA-prófi í heilsu-, íþrótta- og tómstundafræðum frá Berkeley-háskóla í Kaliforn- íu 1945. Hún tók doktorspróf í sálarfræði frá ríkisháskóla New York-ríkis í Buffalo 1974. Hún kenndi við Íþróttakennaraskól- ann í 5 ár, hóf þá störf við Kenn- araskóla Íslands til ársins 1973 en var prófessor við Kennarahá- skólann eftir það. Sigríður var gift Hjörleifi Baldvinssyni, prentara og kennara, sem er lát- inn og eignuðust þau þrjú börn. Dansinn hefur gegnt þýðing- armiklu hlut- verki í öllum löndum TVEIMUR skjávörpum, samtals að verðmæti um 600.000 kr. var stolið úr Verslunarskóla Íslands með um 10 daga millibili fyrir skömmu. Þjóf- urinn þekktist á upptökum úr örygg- ismyndavélakerfi og hefur lögregla náð að endurheimta skjávarpana. Þjófurinn var ungur piltur og féll vel inn í hóp nemenda í skólanum. Samkvæmt upplýsingum frá VÍ fyrri þjófnaðurinn sér stað föstudag- inn 5. janúar, skömmu eftir að kennslu lauk. Á upptökum úr myndavélakerfi sést pilturinn bregða sér inn í skólastofu og lokar á eftir. Fimm mínútum síðar kemur hann aftur út úr stofunni með bak- poka. Hann hafði klippt á vír sem heldur skjávarpanum föstum með vírklippu en ekkert skemmt að öðru leyti. Upptökurnar frá öryggis- myndavélum voru sendar lögreglu. Sl. þriðjudag kom pilturinn aftur í skólann. Upptökur sýna að hann fór víða um skólann og m.a. inn í sömu stofu og hann hafði áður tekið skjá- varpa úr en þar sem skólinn hafði ekki sett upp nýjan búnað fór hann í stofuna við hliðina. Litlu síðar kom hann út og greinilegt er af upptökum að nokkuð þungur hlutur hafði bæst við í hliðartösku sem hann bar. Að þessu sinni var myndin af pilt- inum það góð að hægt var að þekkja hann af henni. Skólayfirvöld sýndu myndina hópi nemenda og kennara. Með þessu tókst að bera kennsl á þjófinn, en skólayfirvöld telja að að öðrum kosti hefði ekki tekist að upp- lýsa málið. Á miðvikudag gerði lög- regla húsleit heima hjá honum og fann þar báða skjávarpana. Þeir eru nú komnir aftur í skólastofurnar. Pilturinn hefur játað verknaðinn. Tveimur skjávörpum stolið úr Verslunarskólanum Þjófurinn þekktist á upptök- um úr öryggismyndavélum Á mbl.is verður á næstunni hægt að fylgjast með ferð- um Rögnu Söru Jónsdóttur, mannfræðings og blaðamanns, um Asíu og Afríku, en hún mun senda þangað frétta- pistla og myndir af því sem fyrir augu ber á ferðalaginu, auk þess sem hægt verður að fylgjast með því á landa- korti hvar hún er stödd hverju sinni. Gert er ráð fyrir að ferðalagið taki sex mánuði. Ragna Sara er komin á fyrsta viðkomustaðinn, en helstu við- komustaðir hennar eru Indland, Nep- al, Malasía, Borneó, Madagaskar, Suður-Afríka, Mósambík, Malaví, Tanzanía og Kenýa. Fyrsti pistillinn birtist á mbl.is um helgina. Ferðalag um Afríku og Asíu á mbl.is ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.