Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 9
10 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ F LUGFÉLAGIÐ Loftur, Leikfélag Íslands og tal- setningarfyrirtækið Hljóðsetning runnu sam- an í eitt í júní á liðnu ári. Segja talsmenn þess að með samein- ingunni hafi orðið til eitt stærsta fyr- irtækið á sínu sviði á Íslandi. Flug- félagið Loftur var stofnað árið 1994 í kringum uppsetningu á Hárinu og ári síðar innréttuðu forsvarsmenn þess nýtt leikhús, Loftkastalann, þar sem áður var renniverkstæði vélsmiðj- unnar Héðins. Gestir á uppfærslu Hársins voru 40.000. Árið 1996 setti Leikfélag Íslands (LÍ) upp söngleikinn Stone Free á stóra sviði Borgarleikhússins og varð hann vinsælasta sýningin á Íslandi það ár, að sögn. Hið sameinaða félag, Leikfélag Ís- lands, setur nú upp leiksýningar í Iðnó og Loftkastalanum og var sam- anlagður gestafjöldi þar um 80.000 manns á síðasta ári. Samtals rúma leikhússalir LÍ 560 gesti í sæti, auk þess sem listrænt samstarf hefur ver- ið haft við veitingafólk í Iðnó, þar sem rúmast um 90 manns við borð í leik- hússal. Þá er verið að hleypa af stokkun- um framleiðsludeild þar sem hug- myndin er að nýta reynslu leik- félagsfólks til framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni. „Við sameininguna varð í fyrsta skipti til þriðja stóra leikhúsið á Ís- landi. Hingað til hafa stóru leikhúsin bara verið tvö. Það eitt og sér hefur breytt leikhúslandslaginu heilmikið. Þegar Flugfélagið Loftur hóf starf- semi árið 1994 renndu fáir grun í að einkarekið leikhús ætti einhverja framtíð. Nú fimm árum síðar er Leik- félag Íslands orðinn órjúfanlegur hluti af leikhúslífi landsins. Leiksýn- ingar okkar höfða til breiðs hóps og virðast snerta áhorfendur. Okkur hefur tekist að reka leikhús fyrir lægri fjárhæðir en áður hefur tíðkast, án þess að það hafi bitnað á gæðun- um,“ segir Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri. Sjálfstæðu leikhúsin laða að Fyrir tíu árum sóttu 200.000 gest- ir á ári leikhús á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu. Í dag er leikhúsaðsókn 350–400.000 manns á ári og virðist áhorfendafjöldinn vaxa jafnt og þétt að þeirra sögn. „Þessi aukning er tilkomin vegna sýninga sjálfstæðu leikhúsanna en Leikfélag Íslands og Flugfélagið Loftur hafa þar verið í fararbroddi hvað aðsókn varðar. Það er líka ánægjulegt að þrátt fyrir þetta hefur Þjóðleikhúsi og Borgarleikhúsi tekist að halda sínu,“ segir Magnús Geir ennfremur. Ykkar markmið er að Leikfélag Ís- lands verði mest sótta leikhús lands- ins og þið lýsið yfir því að LÍ sé „þekkingarfyrirtæki í menningar-, afþreyingar- og skemmtanaiðnaði“. Er æskilegt að tala um iðnað þegar menning er annars vegar? Manni flýgur helst í hug verksmiðjuvara í því samhengi. „Okkar markmið er að bjóða upp á leiklist í hæsta gæðaflokki. Á þann hátt tekst okkur að gera Leikfélag Ís- lands að mest sótta leikhúsi landsins. Listamenn verða stundum teprulegir þegar menning og viðskipti eru nefnd í sömu andrá. Þetta virðist eitthvað sem ekki má nefna. Leikfélag Íslands býr við aðstæður sem gera þær kröf- ur að dæmið gangi upp. Til að svo geti orðið verðum við að selja list okkar. Markaðssetning selur ekki listvið- burði, umtal gerir það. Markaðssetn- ingin flýtir hins vegar fyrir þessu um- tali. Gæði listarinnar eru alltaf grunnurinn og það sem öllu máli skiptir. Listamenn mega ekki vera hræddir við að markaðssetja list sína. Leiklist verður ekki til nema með þátttöku áhorfenda og þeir verða að vita hvað við erum að gera. Við setj- um upp sýningu og látum aðra um að selja afurðina,“ segir Magnús Geir. Rakel Sveinsdóttir, framkvæmda- stjóri LÍ, bætir því við að með sam- einingunni hafi skapast tækifæri til að víkka út starfsemina og nýta þá reynslu sem fyrir var í fyrirtækjun- um. „Ég tel að ekki séu margir hér á landi sem hafa burði til að sinna þjón- ustu á borð við þá sem við höfum í hyggju. Ólíkt þeim fyrirtækjum sem fyrst og fremst einbeita sér að tækni- lausnum eða breytingum á umhverfi sökum tækninýjunga einbeitum við okkur að því að þróa innihald. Þá skiptir ekki öllu hver miðillinn er, hvort um er að ræða leiksvið eða sjón- varpsskjá,“ segir hún. Hugmynd verður að sýningu Magnús bætir við að fyrirtækið byggi á reynslu í að þróa hugmynd frá því að vera „bara hugmynd“ að fullbúinni leiksýningu á sviði. „Við trúum því að í framtíðinni verði meiri áhersla á leikið innlent efni á sjón- varpsstöðvunum. Við munum yfir- færa reynslu okkar úr leikhúsrekstr- inum á þessa nýju framleiðsludeild, sem Hallur Helgason veitir forystu,“ segir hann. Rakel leggur áherslu á að ekki sé ætlunin að standa fyrir hefðbundinni þáttagerð. „Við erum sannfærð um að hægt sé að gera vandaða innlenda framhaldsþætti. Af hverju getum við ekki boðið upp á íslenska Vini eða drama í íslenskum réttarsal. Slíkt hefur færst í vöxt á Norðurlöndun- um, svo dæmi sé tekið, og það hefur sýnt sig, að þegar byrjað er að sýna slíkt efni í sjónvarpi vilja áhorfendur meira.“ Höfum við næga reynslu í gerð handrita fyrir leikna framhaldsþætti að ykkar mati. Handritsgerðin virð- ist oft veikasti hlekkurinn í þeirri keðju hér? „Ég er þeirrar skoðunar að við verðum ekki lengi að laga okkur að breyttum aðstæðum og að handrits- gerð muni taka miklum framförum,“ segir hún. Magnús bendir á að þeir sem hafa tilskilda færni fái litla þjálfun því markaðurinn fyrir slíkt efni sé enn sem komið er svo lítill. „Hingað til hefur verið langt á milli verkefna, en um leið og gerð framhaldsþátta eykst verður breyting til hins betra. Fram- farir í íslenskri kvikmyndagerð, sem vel að merkja nýtur nú aukinna styrkja, eru áþreifanlegt og gott dæmi. Hið sama mun eiga sér stað í sjónvarpi,“ segir hann. Leikfélag Íslands hefur til að mynda gert samning við Stöð 2 um framleiðslu framhaldsmyndaflokks og segir Rakel að gerðir verði þrír þættir til þess að byrja með. Verði viðtökur áhorfenda góðar haldi fram- leiðslan áfram, að öðrum kosti ekki. Þáttaröðin hefur vinnuheitið B-vakt- in/Hafnarfjarðarlögreglan sem stendur, en höfundur er Hallur Helgason. „Nútímalegt fyrirtæki“ Leikfélag Íslands hefur jafnframt fastráðið fimm leikara og segja Magnús og Rakel þá vera virka í allri stefnumótun og verkefnavali. „LÍ er nútímalegt fyrirtæki og býður upp á fjölbreyttara vinnuum- hverfi en listamenn hafa átt að venj- ast. Hingað til höfum við ætíð laus- ráðið leikara í tiltekin verkefni, en oft hefur það verið starfseminni til traf- ala að listamennirnir séu samnings- bundnir annars staðar og við þurft að víkja þegar kemur að úthlutun sýn- ingardaga og þess háttar. Því er mik- ill akkur í því fyrir okkur að geta fast- ráðið listamenn. Þeir verða fimm talsins til þess að byrja með og ekki víst að sá hópur stækki mikið til við- bótar. Þessir einstaklingar mynda kjarna, sem er grunnurinn í allri starfsemi félagsins, og koma til dæm- is að stefnumótun, verkefnavali og öðrum listrænum ákvörðunum ásamt leikhússtjóra. Við viljum hins vegar ekki rígbinda okkur af hópi fastráð- inna leikara heldur hafa svigrúm til ráða líka leikara í einstök verkefni. Eitt stærsta skref okkar frá því þessi rekstur hófst er að geta horft fram veginn og gert áætlanir fram í tímann og gríðarlega mikilvægt að fá lista- mennina sjálfa með í þær vangavelt- ur,“ segir Magnús Geir. Ein leið leikara til þess að drýgja tekjur sínar er talsetning barnaefnis og auglýsinga og segir Magnús enn- fremur að Leikfélag Íslands bjóði annars konar samninga en „stofnana- leikhúsin“ tvö. „Við höfum farið út í að bjóða hærri föst laun og meiri sveigjanleika. Leik- ararnir taka að sér víðara starfssvið, þeir geta leikið, leikstýrt og unnið að talsetningu, en sú framleiðsla skapar jafnframt tekjur fyrir okkur. Hver og einn fær tækifæri til þess að einbeita sér að því sem hann gerir best. Frelsi innan fyrirtækisins felst í því að verk- svið hvers og eins sé afmarkað. Skýr stefna er líka grundvöllurinn fyrir því að við getum rekið hagkvæmt leik- hús,“ segir hann. Rakel víkur talinu aftur að lang- tímamarkmiðum fyrirtækisins og hlutverki fastráðinna leikara í því samhengi. „Hver leggur sitt af mörk- um á ólíku sviði, ekki bara hvað varð- ar verkefnaval, heldur fleiri hugsan- legar hliðar starfseminnar, svo sem í tengslum við landsbyggðina, skóla eða netmiðla, svo fátt eitt sé nefnt. Hér í anddyrinu er rituð setning sem mér finnst lýsandi fyrir það sem við erum: Lítið fyrirtæki með stórt nafn,“ segir hún. Dagskrá vetrarins hjá Leikfélag Íslands hefur verið kynnt undir slag- orðinu skemmtilegt leikhús. Hvað er skemmtilegt leikhús? „Skemmtilegt leikhús er leikhús sem snertir áhorfendur í hjartastað. Þegar tekst að hreyfa við fólki og hafa áhrif á það er takmarkinu náð. Skemmtilegt leikhús er alls ekki endilega léttvægt eða farsakennt. Fólk fer í leikhús til þess að láta segja sér sögu eða verða fyrir áhrifum, sama hvort þau kallast hlátur eða grátur. Við höfum verið með sýningar af báðum gerðum og Stjörnur á morgunhimni er verk sem seint verð- ur sagt að sé markaðsleikhús, ef ég hef skilið skilgreininguna á því rétt. Á sama tíma síðar og Sjeikspír eins og hann leggur sig eru fyndin verk, en engu að síður mikilvæg. Það eiga ekki Forsvarsmenn Leikfélags Íslands stefna að því að reka mest sótta leikhús landsins Morgunblaðið/Ásdís Leikfélag Íslands. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri, Rakel Sveinsdóttir framkvæmdastjóri og Hallur Helgason stjórnarformaður. Markaðssetning selur ekki listviðburði Síðastliðið vor var starfsemi þriggja fyrirtækja sameinuð undir hatti Leikfélags Íslands ehf. Leikfélagið frumsýnir 12 verk á þessu leikári og er markmið félagsins að laða í framtíðinni til sín 100.000 gesti á hverju ári. Helga Kristín Einarsdóttir ræddi við Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóra og Rakel Sveinsdóttur framkvæmdastjóra um menningariðnað, markaðssetningu og aðstöðumun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.