Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR 16 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Alfreð þekkir margar hliðar ámótinu í Frakklandi því sjö af leikmönnum hans skiptast á fjögur landslið, Ólafur Stef- ánsson með því ís- lenska, Stefan Kretz- schmar, Henning Fritz og Steffen Stiebler með Þýskalandi, Oleg Koulchov og Vassily Koudinov með Rússlandi og síðast en ekki síst stendur Frakkinn Christian Gaudan í marki heimamanna. „Ég held að úr- slit fari mikið eftir því hvort meiðsli setji strik í reikninginn. Úrval leik- manna er ekki of mikið, sérstaklega ekki þegar kemur að varnarleiknum, þó að mannskapurinn sé sterkur en þá veltur mikið á hvort allir séu heil- ir,“ sagði Alfreð. „Það kemur mikið til með að mæða á Degi Sigurðssyni og Julian Duranona. Ef Duranona er heill þá verður að nota hann á réttan hátt og ná miklu út úr honum, þá verður Patrekur Jóhannesson líka að spila með honum á miðjunni. Dagur er líka mjög öflugur ef hann er heill heilsu. Guðmundur Hrafnkelsson hefur staðið sig vel í marki Nordhorn á leiktíðinni. Reyndar velta úrslit mikið á því hvernig leikmenn koma til leiks. Svo tel ég að það hefði átt að ná Héðni Gilssyni inn í liðið þó að ég hafi að vísu ekki séð til hans í vetur. Hann er stór og sterkur, með reynslu, sem gæti eflaust hjálpað til auk þess að hann getur spilað vörn og sókn. Hins- vegar veit ég ekki með varnarleik liðsins því ég hef ekki séð hvernig hann gengur fyrir sig með eigin aug- um, aðeins lesið og heyrt um hann. Ég hef bara lesið um leikina að und- anförnu á Netinu og heyrt í strák- unum, sem spila hérna. Mér heyrist sem það sé ekki mikil bjartsýni á framhaldið. Engu að síður stóð liðið sig vel á mótinu á Spáni þó að það hafi verið í neðsta sæti, gekk til dæmis vel á móti Spánverjum.“ Egyptar og Portúgalar góðir Alfreð sagðist ekki þekkja mikið til allra mótherja Íslands í riðlinum en er engu að síður bjartsýnn miðað við þá vitneskju sem hann hefur. „Við höfum alltaf átt í erfiðleikum við Svíana en það er alls ekki ómögulegt að vinna þá, ég sá þá leika nýlega og þeir voru ekki sannfærandi, sérstak- lega ekki í sóknarleiknum. Tékkar eru meira óskrifað blað og við ættum að hafa sigur á þeim. Ég þekki reynd- ar aðeins lítillega til félagsliðanna síð- ustu árin en minna til landsliðsins. Þeir eru að reyna að yngja upp lið sitt en gengur það frekar illa og því ættu Íslendingar að vera sterkari,“ sagði Alfreð og taldi að Egyptar og Portú- galar yrðu erfiðari. „Egyptarnir eru hættulegir, þeir eru að spila vel og ég veit að þeir hafa náð góðum árangri svo að leikurinn við Ísland gæti orðið einn af lykil- leikjunum. Portúgalskur handknatt- leikur er sterkur í dag og það verður erfitt að eiga við þá.“ Þurfa að venjast mótspyrnu Rætt hefur verið um hvort undir- búningur íslenska liðsins hafi verið með réttum hætti – hvort átta leikir á tæplega tveimur vikum skili betri ár- angri en tveir leikir eins og fyrir Evr- ópumótið í fyrra. Alfreð sagðist ekki hafa fylgst náið með undirbúningi liðsins í ár en var ekki í vafa hvor kosturinn væri betri. „Það er nauð- synlegt að fá frekar fleiri leiki en færri til að prófa bæði leikmenn og leikskipulag. Ef leikirnir eru fleiri þarf ekki endilega að vera mikið álag á öllum og máttarstólpar fá tækifæri til að hvíla sig. Það er enginn vafi á að tveir leikir eru of lítið. Annars veit ég lítið um undirbúninginn,“ bætti Al- freð við og taldi þörf á enn fleiri erf- iðum leikjum. „Svo má segja að mikið af strákunum, sem spila heima, hafa hreinlega ekki fengið nógu mikla æf- ingu í að mæta mikilli mótspyrnu og erfitt að sjá fyrir hvernig þeir muni bregðast við þegar allt og allir eru á móti þeim – í það minnsta alls ekki með þeim. Munurinn á deildinni heima á Íslandi og þýsku Bundeslig- unni er mikill og álagið allt öðruvísi. Á meðan sum lið heima geta gert ráð fyrir nokkrum leikjum á rólegri nót- um en öðrum eru allir leikir hér mjög mikilvægir og þarf að taka á í þeim af fullri alvöru. Þess vegna er æft mun meira í Þýskalandi.“ Möguleiki á öðru sæti í riðlinum Alfreð telur að annað sætið í riðl- inum sé raunhæft markmið og mikið í húfi að ná því. „Ef allt gengur vel er annað sætið mögulegt en það eru margir hættulegir leikir. Sérstaklega á móti Portúgölum, sem hafa bætt sig mikið að undanförnu og eru sterkir um þessar mundir eins og Egyptar. Svíar eru með gamalt og leikreynt lið, sem er því frekar ferskt og óþreytt í byrjun mótsins auk þess að ég hef aldrei séð dómara dæma þeim í óhag. Því ætti að einbeita sér meira að hinum liðunum en það verður auð- vitað að fara í alla leiki til að vinna,“ sagði Alfreð og taldi nóg spáð um úr- slit því fyrir mestu væri að hugsa um hvern leik fyrir sig og riðilinn. Fyrirkomulagið á mótinu er þann- ig að lið sem hafnar í þriðja eða fjórða sætinu í riðlinum fær lið, sem varð í efstu sætunum í öðrum riðli og þar verða að öllum líkindum fyrir þunga- vigtarlið eins og Frakkland eða Júgó- slavía. Hinsvegar taldi Alfreð ekki óhugsandi að framhaldið gæti orðið gott. „Því hærra sem við komumst í riðlinum því meiri eru möguleikarnir. Draumurinn yrði að ná öðru sætinu því annars gætum við lent illa í því eins og 1995. Frakkar eru erfiðir á heimavelli en Júgóslavar brothætt- ari.“ Vantar hávaxna leikmenn Að sögn Alfreðs þarf að hyggja vel að uppbyggingarstarfinu í hand- knattleik á Íslandi. „Við erum með ungt lið, til dæmis miðað við Svía, en það sem vantar í íslenskan hand- knattleik eru líkamsburðir leik- manna. Sérstaklega vantar hávaxn- ari leikmenn og meira úrval en það er félaganna að sinna þeirri uppbygg- ingu. Til dæmis má sjá á íslenska yngra landsliðinu, sem er þessa dag- ana hér í Þýskalandi, að það er áber- andi skipað lágvaxnari piltum en hin liðin. Stundum finnst mér eins og það sé lagður meiri metnaður í að vinna Íslandsmót í yngstu flokkunum en huga að framtíðinni.“ En eru Íslendingarnir tilbúnir í slaginn í Frakklandi? „Já, það tel ég. Stemmningin er góð í hópnum og við höfum lært mikið á öllum sviðum í síðustu mótum, ætla ég að vona, og mér heyrist einbeitingin vera góð. Liðið hefur lært af síðustu tapleikjum og greint hvað þarf að bæta og er ef- laust með réttan mannskap til að bæta það sem bæta þarf,“ sagði Al- freð. Alfreð Gíslason, þjálfari hjá Magdeburg, spáir í spilin fyrir HM í Frakklandi Morgunblaðið/Kristinn Ragnar Óskarsson þreytir frumraun sína á stórmóti með íslenska landsliðinu í handknattleik á HM í Frakklandi. Hér sækir hann að Robert Dunn og Jeo Fitzgerald í leiknum við Bandaríkjamenn á Selfossi á föstudaginn. Lært af tapleikjunum Stefán Stefánsson skrifar HEIMSMEISTARAKEPPNIN í handknattleik hefst í Frakklandi á þriðjudaginn og er íslenska landsliðið á meðal þátttakenda. Und- irbúningur liðsins fólst meðal annars í átta æfingaleikjum, úrslit í þeim voru ekki alltaf jafn hagstæð íslenska liðinu og vonir stóðu til, en sjá má að leiðin liggur upp á við. Morgunblaðið fékk Alfreð Gísla- son, þjálfara Magdeburg í Þýskalandi, til að viðra skoðanir sínar á stöðu íslenska landsliðsins, sem hélt til Frakklands í morgun. Fyrsti leikur Íslands á HM er á þriðjudag, gegn Svíum í Montpellier.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.