Morgunblaðið - 21.01.2001, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.01.2001, Qupperneq 17
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ekki heiglum hent að gera kvikmynd í mörgum, aðgreindum köflum. Samhengið slitnar hjá áhorfandanum, eftirtekt hans trufl- uð, enda vanur hefðbundinni fram- vindu, stígandanum, aðalpersónun- um sem allt snýst um, eru kjarni málsins. Stuttmyndir, sem virka sem heild eru fátíðar en hafa látið örlítið að sér kveða síðustu árin. Einkum eftir að Robert Altman gerði Short Cuts (’93), tímamóta- mynd af þessu sauðahúsi. Fíaskó þreifaði á forminu en árangurinn var mishæðóttur. Huldar Breiðfjörð er ungur rit- höfundur sem vakti talsverða at- hygli fyrir tveim jólaflóðum með frumlegri og fyndinni ferðasögu af sjálfum sér á hringveginum um há- vetur. Ökutækið aldurhniginn Lapplander. Sú bók var samfelld röð af ólíkum uppákomum, með þjóð- veginn sem rauða þráðinn í frásögn- inni. Huldar er handritshöfundur, hinn andlegi bakhjarl Villiljóss, og á heiður skilinn. Með hjálp fimm leik- stjóra, sem ástæðulaust er að draga í dilka, þeir skila allir sínu vel, og rösklega það, eru hugmyndaríkir, hafa góð tök á leikurunum og keyra myndina áfram á réttu tempói. Sömuleiðis er leikhópurinn glimr- andi góður, vel til fundin blanda ungra og eldri leikara. Púsluspilið gengur upp, Villiljós er fersk og hún er frumleg; fyndin, háðsk og dulítið alvarleg í senn. Full af táknum um lífið, dauðann, smáskeiðum af ást- leysi og einmanaleika, stundum á mörkum hins yfirskilvitlega. Einkum er það óttinn sem tengir persónur Huldars saman á þessari skoðunarferð um myrkviði sálarlífs- ins og óvissan um hvað framtíðin ber í skauti sér og kristallast í almyrkva óvænts rafmagnsleysis og persón- unni Sölva (Ingvar E. Sigurðsson). Efinn og ótryggðin aldrei langt und- an. Fyrst og síðast er Villuljós mein- fyndin skemmtun og sjálfri sér lík í eigin heimi rótlausrar vissu. Fyrsti hluti segir frá líkvagnsekli (Björn Jörundur), í tilvistarkreppu. Starfið fer illa með hann, ökuþórinn sér farþega sína afturgengna, hefur einkum samneyti við páfagaukinn Megas (sem skáldið glæðir sinni þokkafullu rödd og er ein af betri hugmyndum verksins). Konan held- ur framhjá honum, ekki nóg með að eljarinn skilji eftir sig spor í sam- búðarkrísu ökumanns dauðra, held- ur skítur hundurinn hans „svívirð- ingu í sárið“. Þar með er tónninn gefinn. Við er- um komin inn í hálfraunsæja veröld sem hver og einn upplifir á sinn hátt. Kaflarnir fimm hafa allir margt til síns ágætis, aðal þeirra fjölbreytt efni, persónurnar litríkar og ólíkar, og nánast undantekningarlaust vel leiknar af skemmtilega samsettum hópi ungra og eldri leikara. Sem fá óvenju bragðmikinn, hnyttinn og blæbrigðaríkan texta. Allir kaflarnir gerast í frekar þröngu rúmi; inni á bar, í hrað- bankaklefa, um borð í flugvél, í lík- vagninum, o.s.frv. Leikstjórarnir eru ekki í vandræðum með að leysa hömlurnar, Villiljós er alltaf allt annað en leiksviðsleg. Óttinn við framtíðina er einsog lög gera ráð fyrir, hvað mest áberandi í þættin- um Mömmuklúbburinn. Þar segir af þremur, óléttum stúlkum, ein komin á steypirinn. Frábærlega vel leiknar af ungum og efnilegum leikkonum sem túlka efasemdir og ráðvillu barnaðra barna, eftirminnilega. Ótt- inn við að verða ekki að neinu ríkir í meinfyndnum þætti ungra og eilífð- arpoppara í hljómsveit á ferðalagi í háloftunum. Einn þátturinn gerist á veitinga- húsi þar sem nýtrúlofað par rífst út af öllu mögulegu sem ómögulegu, í næsta bás sitja eldri hjón, löngu hætt að gera veður út af tittlingaskít og búin að þróa sambandið út fyrir hefðbundna veggi hjónaherbergis- ins. Hér mætast syndin og sakleysið í súrsætu háðsglotti. Sölvi, hin dulúðgi tengiliður, verð- ur æ sýnilegri eftir því sem á líður. Í lokakaflanum verður þessi persónu- gervingur óttans og ótryggðarinnar, beinn þátttakandi. Martröðin verður að hræðilegum veruleika í svefnher- berginu. Þar með erum við leidd á endastöðina, sem þrátt fyrir öll óþægindin, nýtur nokkurrar, óvæntrar birtu í lokin. Höfundunum tekist að loka frásögninni og góðum tæknimönnum, tónskáldum og töku- manni að skapa sterka heildarmynd úr fimmþáttungnum. Þá er aðeins ógetið rakkans góða, tengilsins sem kemur á ýmsan hátt við sögu. Þetta skyldi þó ekki vera rómantíkin? „Kaflarnir fimm hafa allir margt til síns ágætis, aðal þeirra fjölbreytt efni, persónurnar litríkar og ólíkar, og nánast undantekningarlaust vel leiknar af skemmtilega samsettum hópi ungra og eldri leikara.“ Og það varð ljós KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó , K r i n g l u b í ó Leikstjórn Dagur Kári Pétursson, Inga Lisa Middleton, Ragnar Bragason, Ásgrímur Sverrisson, Einar Þór Gunnlaugsson. Handrits- höfundur Huldar Breiðfjörð. Tón- skáld Valgeir Sigurðsson. Kvik- myndatökustjóri Ágúst Jakobsson. Klipping Sigvald J. Kárason. Leik- mynd Stígur Steinþórsson. Bún- ingar Helga Rós V. Hannam. Hljóð Sigurður Hrellir. Framleiðendur Þór Snær Sigurjónsson, Skúli Fr. Malmquist. Aðalleikendur Ingvar E. Sigurðsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Eggert Þorleifsson, Helgi Björnsson, Edda Björgvins- dóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Hafdís Huld, Egill Ólafsson, Rúnar Freyr Gíslason, Megas. Íslensk. Zik Zak t. Árgerð 2001. VILLILJÓS  Sæbjörn Valdimarsson ● ÚT er komið hausthefti tímarits- ins Ice-Floe, International Poetry of the Far North sem er gefið út í Anchorage í Alaska og birtir ljóð eft- ir skáld af norðlægum slóðum. Þar er að finna ljóð eftir fjögur íslensk ljóðskáld, þá Hallberg Hallmunds- son, Jóhann Hjálmarsson, Matthías Johannessen og Sigurð A. Magnús- son. Í heftinu eru ljóð eftir á sjötta tug ljóðskálda frá Norðurlöndunum og heimskautasvæðunum í Rúss- landi og Bandaríkjunum. Ljóðin eru öll birt bæði á frum- málinu og í enskri þýðingu. Þýðandi íslensku ljóðanna er Hallberg Hall- mundsson. Útgefandi er Ice-Floe Press Anchorage Alaska. Tímarit Tónlist á vegum Tíbrár í Salnum haustið 2001 til vors 2002 Auglýst er eftir umsóknum um tónleika á vegum Tíbrár haustið 2001 til vors 2002. Umsóknir um tónleikahald ásamt kjörtíma og hugmyndum um efnisval sendist til Fræðslu- og menningarsviðs, Björns Þorsteinssonar, Fannborg 2, sími 570-1600. E-mail: bjornt@kopavogur.is eða sigurbjorg@kopavogur.is Umsóknir skulu berast fyrir 10. febrúar nk. Tíbrá mun velja úr umsóknum og svara öllum að vali loknu. Fræðslu- og menningarsvið Kópavogs KÓPAVOGSBÆR ELDASKÁLINN Invita sérverslun Brautarholti 3, 105 Reykjavík Sími: 562 1420 - Netfang: eldask@itn.is Rýmingarsala – Eldhús - Böð Persónulega eldhúsið 32-48 % afslá ttur af sýn ingar innré ttingu m Nýskr. 5.1999, 1600cc vél, 3 dyra, 5 gíra, svartur, ekinn 19 þ, 4X4, aukagangur af dekkjum o.m.fl. Verð 1.650 þ. Honda HR-V Grjóthálsi 1 Sími 575 1230/00 bíla land notaðir bílar bilaland.is B&L Viktoria Antik  Síðumúla 34  Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. 12-18 lau.11-17 og sun. 13-17 Antikhúsgögn og gjafavörur Gömul dönsk postulínsstell
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.