Morgunblaðið - 21.01.2001, Side 20

Morgunblaðið - 21.01.2001, Side 20
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 21 GRUNNSKÓLANEMENDUR Fyrir samræmdu prófin í 10. bekk Einnig flestar námsgreinar í framhaldsskólum Íslenska - stærðfræði - enska - danska Nemendaþjónustan sf. sími 557 9233 namsadstod.is Námsaðstoð Tæknilegar uppl‡singar 105 hestöfl, 1,6i, 16 ventla Bensíney›sla skv. Evrópusta›li: Beinskiptur/Sjálfskiptur Utanbæjar: 7,6l / 7,7l Sjálfvirkt fjórhjóladrif, Veghæ›: 19,0cm MÁLARINN Gerhard Richter er án nokkurs vafa einn þekktasti myndlistarmaður Þýskalands nú um stundir, sem þýðir heimsins um leið. Á undraverðan hátt hafa Þýðverjar fest sig í sessi sem ein fremsta nú- listaþjóð jarðar, jafnframt því sem þeir rækta arf kynslóðanna flestum þjóðum betur. Hafa skapað sér nýja og sterka ímynd eftir niðurrif og hörmungar heimsstyrjaldarinnar síðari. Enginn endir virðist ætla að verða á nýbyggingum listasafna, sem hýsa bæði eldri sem nýrri list, og sú borg er varla til í öllu landinu, að ekki finnist þar nýbyggð listasöfn, leikhús eða tónlistarhallir, að ekki sé minnst á þjóðhátta, sögu- og minjasöfn. Hvað myndlistina snertir var sú þró- un rétt að hefjast er skrifari var við nám í München 1958–60. Varð fyrst var við hana í Listhúsi van Loo, sem var höfuðsetur óformlega málverks- ins í Þýskalandi, og svo enn frekar á Dokumenta II í Kassel 1959. Þá var París ennþá Mekka heimslistarinnar, og til þess að geta vonast eftir frama í Þýskalandi þurftu listamenn helst að hafa haldið sýningu þar og vakið nokkra athygli. En þetta átti eftir að breytast stig af stigi, dæmið að snú- ast við, og nú þarf enginn að gangast undir klerkavaldið í París lengur til að hljóta viðurkenningu í heimaland- inu. Hér nægir að hafa vakið athygli á einhverri stórsýningunni, eða einka- sýningu í hinum viðurkenndu list- húsum í Köln, Berlín, Frankfurt, München, Hamborg og víðar. Ekki hefur þetta komið af sjálfu sér, en það er ekki aðeins að fólk almennt hafi áhuga á listum, heldur hafa bankar og stórfyrirtæki verið betur með á nótunum en ég veit dæmi um annars staðar í heiminum, nema helst í Bandaríkjunum. Þá komu einnig að sögu steinríkir iðnaðarfurstar sem safna myndlist og styrkja aðskiljan- legustu starfsemi á listasviði og eru hér einna nafnkenndastir súkkulaði- kóngurinn Emil Ludwig í Aachen og safn hans í Köln, og stálbarónarnir Thyssen Bornemisz, eldri og yngri, og safn þeirra á sígildri sem nýrri list í Madríd. Þessi athafnasemi þýðverja hefur smitað út frá sér um alla álfuna, því menn hafa meðtekið hve sterkur þáttur þjóðreisnar þetta er. Kannski enn frekar hve mikil verðmæti skap- ast, ásýnd borganna gerist fegurri og manneskjulegri, þær sjálfar stórum forvitnilegri til heimsókna. Þó er þetta ekkert nýtt og þarf einungis að vísa til fornaldar, endurfæðingarinn- ar og upplýsingaaldarinnar, en á þeim háleitu og andlega skyldu burð- arstoðum hvíla allar mikilsháttar framfarir fram á daginn í dag. Skilningur og uppörvun eru vaxt- arbroddar listrænna framfara og þannig var ekki langt liðið á sjöunda áratuginn er þeir komu fram sem nafnkenndastir hafa verið í framsæk- inni myndlist í Þýskalandi síðustu áratugi, svo sem Joseph Beuys, Ge- org Baselitz, Gerhard Richter, Sig- mar Polke, Wolf Vostell og seinna Anselm Kiefer, sem var síðast nem- andi Beuys við Akademíuna í Düssel- dorf 1970–72. Hér hefur Gerhard Richter sérstöðu fyrir fjölþættan túlkunarmáta, að hann hefur ekki einangrað sig við ákveðin stílbrigði, efnismeðferð né tjáhátt. Er eins kon- ar hliðstæða þeirra Francis Picabia og Jean Hélion í módernismanum, en þeir skáru sig úr fyrir að vinna jafnt hlutbundið sem óhlutbundið. Voru lengstum utangarðs hjá félögum sín- um fyrir vikið, og allt fram að tíma nýja málverksins á níunda áratugn- um, stimplaðir loddarar og svikarar en dýrkaðir allar götur síðan. En nú eru aðrir og öllu umburðarlyndari tímar í þeim efnum, menn hafa skilið og meðtekið þörf sumra til að tjá sig í ólíkum stílbrigðum og að skilismun- urinn á milli hins hlutlæga og óhlut- læga er ekki eins afdráttarlaus og kenningasmiðir vildu vera láta, eink- um á tímum strangflatamálverksins. Þrátt fyrir fjölhæfni sína getur Gerhard Richter þó engan veginn tal- ist artisti á sama hátt og til að mynda Kjarval, til þess er hann of yfirveg- aður og rökrænn, jafnvel í mynd- verkum sem eru fullkomlega ab- strakt og skyld óformlega mál- verkinu. Alltaf eitthvert meðvitað, þaulunnið og djúphugsað ferli að baki vinnubragðanna enda málarinn mik- ill rökfræðingur í eðli sínu og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á listasög- unni. Verk sem vakið hafa mesta at- hygli eru þannig byggð á minnum úr listasögunni en unnin í tækni nú- tímans og í nútímaleg efni. Gott dæmi er til að mynda verkið, Ema, sem er máluð ljósmynd úr fókus, olía á léreft, 200x130, gerð 1966 og sýnir nakta konu ganga niður tröppur. Hér er málarinn að vísa til hinnar frægu myndar Marchel Duchamps af sama myndefni frá 1912, hún er ekki á sýn- ingunni en hins vegar önnur í svip- aðri tækni af konu í baði, Litil bað- andi, og þar vísar hann til stóru myndar Ingresar í Louvre, Stóra baðandi. Bakgrunnur myndanna er mjög persónulegur þar sem um er að ræða fyrri og seinni eiginkonur hans. Ég man ljóslega hve mikla athygli fyrri myndin vakti er hún var sýnd á Dokumenta í Kassel 1972, en áhrifin voru litlu minni en öskur Bruce Nauman áratugum seinna og gerðu Richter á svipstundu heimsfrægan. Á sýningunni í listasafninu má sjá yfirlit síðustu tíu ára, og þótt hún kynni list Gerhard Richters vel, verð- skuldar hún naumast nema að vissu marki að nefnast, yfirsýn, því á hana vantar svo margt af höfuðverkum listamannsins. Hins vegar er hún réttnefni hvað margvísleg og ólík tæknibrögð snertir, þótt hér vanti til- finnanlega svart hvít ljósmyndamál- verk sem eru fullkomlega í fókus og margt fleira. Í sumum þessara verka endurtekur hann fyrri myndefni í hnitmiðuðum tilgangi svona líkt og Edvard Munch eftir 1910, en hvor- ugur er þó að endurtaka sig, frekar að endurnýja eldri myndefni og kom- ast að nýjum niðurstöðum. Það sem þessi sýning segir okkur helst og er mestur ávinningurinn, er mikilvægi þess að listamenn máli það sem þeim langar til að mála hverju sinni og láti ekki tíðarandann virka sem hemil á sköpunargáfu sína, öllu máli skiptir að fá útrás fyrir sköpunarþörfina eins og Gombrich sagði, langi þig til að mála blóm, málaðu blóm. Þannig fæð- ast nýjungarnar, um það er sýningin á Listasafninu lifandi vitnisburður. Sýningunni er afar vel komið fyrir í efri sölum safnsins, minnir helst á fín- pússaðan spegil þar sem ekki sér í rykkorn, salirnir sem gerlissneyddir og umgerðir myndanna hreinar og klárar, en þannig á það víst að vera. Það er mikill fengur að þessari framkvæmd frá IFA, kynningar- stofnun þýskrar myndlistar, jafnt hvalreki fyrir safnið sem áhugamenn um samtímalist. Í framhjáhlaupi skal þess getið, að enn stefnir stjarna listamannsins upp á við og þannig er í undirbúningi yf- irlitssýning á MoMA í New York á næsta ári. Myndir hans eru slegnar á stöðugt hærra verði á uppboðum og uppsveiflan í hámarki síðastliðin tvö ár, þannig fékkst metverð fyrir mál- verk hans, Der Kongress, samveld- isþingið, hjá Christies í nóvember sl. Íslenzkir verðbréfafíklar skulu halda sér fast, því hún var slegin á 4,95 milljónir dollara í nóvember. Verkið er máluð ljósmynd sem listamaður- inn og fyrri kona hans tóku í samein- ingu, listhúsið Zander keypti það af honum skömmu síðar fyrir 1.600 mörk eða um það bil 500 dollara, – nokkrir vextir það. Og nú er að taka stefnuna á Lista- safn Íslands… TÆKNI- GALDRAR MYNDLIST L i s t a s a f n Í s l a n d s Opið alla daga frá 11–17. Lokað mánudaga. Til 18. febr. Aðgangur 400 krónur í allt húsið. MYNDVERK/ YFIRLIT GERHARD RICHTER Bragi Ásgeirsson Lítil baðandi (prufa III/IV), 1996, cibachrome 53x38 cm. Orkída, ástargras, 1998, offsetþrykk, 30x37 cm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.