Morgunblaðið - 21.01.2001, Page 21

Morgunblaðið - 21.01.2001, Page 21
22 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIM sem eigarétt á örorku-bótum er skiptí tvo megin- flokka. Annars vegar þá sem teljast skorta að minnsta kosti helming starfsorku, er þá talað um 50–65% örorkumat. Ef þeir uppfylla önnur skilyrði almannatrygg- ingalaga, m.a. um bú- setu hér á landi, er Tryggingastofnun heim- ilt að veita þeim örorku- styrk. Þegar örorka er á svo háu stigi að einstakling- ur er ekki talinn geta unnið sér inn nema fjórðung eða minna af því sem heilbrigður ein- staklingur gæti aflað sér við sömu aðstæður að öðru leyti og að uppfyllt- um öðrum skilyrðum almannatrygg- ingalaga skapast réttur til örorkulíf- eyris. Þá er talað um 75% örorkumat. Miðað við færni fólks Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir sagði að fyrrgreind viðmiðunarhlutföll ör- orkumats byggðust á gömlum grunni. Ári 1936 hafi einungis ver- ið eitt stig, 50% örorka, og miðað við að viðkomandi ein- staklingur gæti unnið sér inn helming af því sem fullfrískir til vinnu gætu unnið sér inn í sama héraði. Tíu árum síðar hafi verið bætt við öðru örorkustigi og miðað við skerðingu fullrar starfsorku upp á 50% annars vegar og 75% hins vegar. Þetta var óbreytt til 1. september 1999. „Nú er í raun miðað við færni fólks, þessar prósentur eru meira inni af gömlum vana. Þetta hefur ekki sömu tilvísun og áður í vinnu- færni. Það hefði alveg eins mátt tala um efra og lægra örorkustig,“ sagði Sigurður. Aukin réttindi Á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins (www.tr.is) eru margvíslegar upplýsingar um tryggingakerfið. Í Staðtölum 1999 má sjá að örorkulíf- eyrisþegum fjölgað jafnt og þétt á ár- unum 1985–99 en örorkustyrkþegum fækkaði á sama tíma. Hvers vegna? „Það hefur orðið ákveðin þróun í gegnum árin. Menn hafa sótt fastar í og hafa fengið metið hærra stigið. Það hafa ekki orðið breytingar á lög- um fyrr en 1999,“ segir Sigurður. Hann telur ástæðuna fremur vera þjóðfélagslegar breytingar. „Við er- um að skoða þessa þróun en ekki komnir með lokaniðurstöður.“ Snemma á 8. áratugnum kom tekjutrygging til sögunnar, fram að því hafði einungis verið um að ræða örorkulífeyri og örorkustyrk. Sig- urður segir að þá hafi verið ákveðið samræmi á milli örorkubóta í þessum tveimur flokkum. „Tekjutryggingin var einungis fyrir örorkulífeyrisþeg- ana en ekki þá sem fengu örorku- styrk. Þar með var orðinn meiri munur á styrknum og lífeyrinum. Menn fóru að sækja fastar að fá ör- orkulífeyri, því það fylgdi honum meira,“ segir Sigurður.                                                                                       !"#$%&          !!!              ! "   '($ !" '($  ) *  ) *+& &  ! * &  ( *  *  &  * ,$ - ,   ,          . *+ + "/0 +$ *                   . *+  1*       $  "/0   23 3 2 3 3 3 32 23222 3 3 $  4  4  4 2 4 4  4 4 4 4 4 4 4 42 4 4 5 "+( #  5 *(#  3 3 23 3 3 3 3 3 3  "   !#$ !!! 6"  /  7!*8     ! "   " %          &$'    !!( 9&   *&+ $0 %  $0 %  " *  +:   ( ; %&  $0 %  < !  $0 %  (  *  =&+-  !  , //  >*   + 1* $0 %  .0& $0 %  = * +- $0 %  & $0 %  * $0 % +                                             $  . *+ $  . *+ Örorkustig markast af færni fólks Örorka byggist á læknisfræðilegum for- sendum, sjúkdómum eða fötlun þeirra sem sækja um örorkubætur. Guðni Einarsson ræddi við Sigurð Thorlacius tryggingayfir- lækni um örorkumat, fjölgun örorkulífeyr- isþega og samanburð við nágrannalöndin. Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir. Kerfið og réttindin M ál öryrkja eru í deiglunni íkjölfar dóms Hæstaréttar um tengingu bóta við tekjur maka. Í viðtölunum hér á eftir er fjallað um stöðu öryrkja og rétt- indi, áhrif tekjutengingar og mannréttinda- og jöfnuðarsjón- armið út frá forsendum siðfræð- innar. Einnig er talað við nokkra einstaklinga, sem þurfa að treysta á örorkubætur sér til framfæris.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.