Morgunblaðið - 21.01.2001, Page 22

Morgunblaðið - 21.01.2001, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 23 LÖGFRÆÐINGARNIRRagnhildur Benedikts-dóttir og Kristín Norðfjörð gerðu um 1990 athugun fyrir þjóðmálanefnd á tekjutengingu – þó í víðara samhengi en nú er rætt um. Þær settu fram þá at- hugasemd að draga mætti í efa að tekjutenging stæðist mann- réttindahugmyndir þær sem settar hafa verið fram í ýmsum alþjóðlegum sáttmálum. Við fjölluðum síðan nokkuð um þetta í framhaldinu,“ segir Jakob. Vorið 1997 var leitað álits biskups Íslands á þessu atriði í sambandi við lagasetningu. Jak- ob segir að þjóðmálanefnd hafi fengið málið til umfjöllunar og talið að það stefndi í að tekju- tengingin væri almennt að verða of mikil. „Við hefðum gjarnan viljað vera í aðstöðu til að benda á það sterklegri orðum en við gerðum – að það væri ekki heppilegt vægi sem væri að skapast milli hins persónu- bundna lífeyris og hins tekju- tengda,“ segir Jakob. Hann seg- ir ástæðu þess að ekki var tekið sterkar til orða að nefndinni hafi verið skammaður of naumur tími til að hún gæti sökkt sér í málið. Eins gafst ekki ráðrúm til að leita sérfræðiaðstoðar, sem hefði verið æskilegt. Prestastefnan 1997 ályktaði í framhaldi þeirra umræðna sem verið höfðu í þjóðfélaginu um tekjutengingu örorkubóta „að beina því til alþingis að gerð verði gangskör að því að leið- rétta það ranglæti sem öryrkjar búa við“ og kvað augljóst að þetta fyrirkomulag stofni hjóna- böndum fólks í hættu. Giftingu frestað – En verður sr. Jakob þess var í starfi sínu að tekjutenging bóta hafi áhrif á það hvort fólk gangi í hjónaband eða ekki? „Já, við prestar höfum lengi talað um það og játað að við höf- um jafnvel ráðlagt fólki að bíða með það í erfiðum fjárhags- ástæðum að ganga í hjónaband. Við höfum þá ekki séð hvernig það dæmi hefur átt að ganga upp fjárhagslega.“ Jakob segir að prestar hafi haft skilning á því að fólk dragi það að giftast á meðan verið er að stofna heimili. Maðurinn sé þá oft skráður í for- eldrahúsum en konan skrifuð fyrir heimilinu. „Þegar fólk kemur með frumburð sinn til skírnar spyrjum við hvort það sé ekki gift. Ef svo er ekki þá spyrjum við hvers vegna? – Við erum að byggja og ef við giftum okkur þá lendum við í verri fjár- hagsaðstæðum, er stundum svarið. Þegar við bendum á að þetta sé lögbrot, fólk sé að taka sér rétt sem það eigi ekki sam- kvæmt lögum, þá segist það ekki geta annað. Við höfum ekki get- að hrakið það þegar fólk hefur lagt mál sín á borðið. Þetta er orðið almennt viðurkennd stað- reynd að ungt fólk dregur það að gifta sig í sparnaðarskyni. Þetta gildir almennt en ekki bara um öryrkja.“ Jakob vildi leggja áherslu á að þjóðmálanefnd hafi litið á teng- ingu bóta við tekjur maka fyrst og fremst frá sjónarmiði mann- réttinda en ekki fjárhagslegra hagsmuna. „Hér er ekki verið að fjalla um hagsmuni heldur rétt- indi. Hagsmunirnir liggja í flók- inni lagasetningu og skipan þessara mála gagnvart mörgu öðru sem er tekjutengt, jaðar- skatta og fleira þess háttar.“ Mannréttindi – ekki hags- munamál Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm- kirkjuprestur gegndi formennsku í þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar til árs- loka 1999. Hann segir að tekjutenging ýmissa bóta og réttinda, ekki einungis örorkubóta, og áhrif hennar á fjárhag hjónafólks hafi lengi verið til umræðu innan kirkjunnar. Þróunin hélt áfram og fleiri rétt- indi voru tengd örorkulífeyrinum. Um 1980 komu örorkuskírteini til sögunnar. Handhafar þeirra greiddu minna fyrir læknisþjónustu og lyf. Sigurður segir að þótt lögunum um örorkumat og matinu sem slíku hafi ekki verið breytt þá hafi þróunin í tryggingakerfinu valdið meiri ásókn í örorkulífeyrinn. Eins hafi ýmsar aðstæður í þjóðfélaginu haft áhrif. Til dæmis aukin atvinnuþátt- taka kvenna, atvinnuleysi og fleiri þættir. Konur í meirihluta, flestir á höfuðborgarsvæðinu Í Læknablaðinu 1998 (bls. 629– 635) birtist grein, Umfang og ein- kenni örorku á Íslandi árið 1996, eftir Sigurð Thorlacius, Sigurjón Stefáns- son og Stefán Ólafsson. Þar kom fram að fleiri konur en karlar voru öryrkjar. Í árslok 1996 hafði 7.315 einstaklingum verið metin 75% ör- orka eða meira, 4.286 konum (58,6%) og 3.029 körlum (41,4%). Þá hafði 1.399 einstaklingum verið metin 50% eða 65% örorka og voru konur 914 talsins (65,3%) og karlar 485 (34,7%). Meirihluti þeirra sem metnir voru með 75% örorku eða meira bjó á höf- uðborgarsvæðinu, eða 4.691 (64,1%) en utan þess 2.624 (35,9%). Á sama tíma skiptust Íslendingar á aldrinum 16–66 ára þannig að 60,4% bjuggu á höfuðborgarsvæðinu en 39,6% utan þess. Sigurður sagði að þessi munur á búsetu öryrkja hefði komið nokkuð á óvart. „Maður hefði frekar búist við að það væru hlutfallslega færri ör- yrkjar á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi, vegna þess að þar væru fleiri atvinnutækifæri og meðferðarmögu- leikar.“ Hann sagði mögulega skýr- ingu á þessu vera að þeir sem byggju við skerta heilsu flyttust til höfuð- borgarsvæðisins vegna meiri þjón- ustu. Samanburður við Norðurlönd Þegar hlutfallslegur fjöldi öryrkja á Íslandi var borinn saman við það sem gerist annars staðar á Norður- löndum kom í ljós að um miðjan tí- unda áratuginn voru mun fleiri ör- yrkjar í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi heldur en á Íslandi og í Danmörku. Á Íslandi voru 4,2% fólks á aldrinum 16–66 ára metin með 75% örorku eða meira. Hlutfallið var tvöfalt hærra í Noregi, eða 8,4%. Hlutfallstölur frá árinu áður sýna að sambærilegt hlut- fall örorkulífeyrisþega var í Dan- mörku 4,3%, en 7,6% í Svíþjóð og 9,2% í Finnlandi. Samanburðurinn leiddi einnig í ljós að aldursdreifing örorkulífeyris- þega var önnur hér á landi en í hinum löndunum. Hlutfallslega fleiri undir þrítugsaldri þágu örorkulífeyri hér á landi, eftir það var hlutfallið hærra í hinum löndunum. Munurinn óx með hækkandi aldri þeirra sem þágu ör- orkulífeyri. Sigurður segir að menn hafi kom- ist að þeirri niðurstöðu að fjölda ungra öryrkja hér á landi mætti að hluta rekja til þess að hér hafi verið minni möguleikar á starfsendurhæf- ingu. „Almannatryggingar í hinum löndunum hafa komið meira inn í að greiða fyrir endurhæfingu, ekki síst þess fólks sem er að verða óvinnu- fært. Við gerðum í framhaldi af þessu endurhæfingarátak. Nú getum við vísað fólki til sjálf- stæðs matsteymis, sem getur metið endurhæfingarmöguleika. Einnig er- um við með samninga við Reykjalund og Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra, og getum sent fólk þangað í starfs- endurhæfingu.“ Mikil fjölgun Í greininni kemur fram að örorku- bótaþegum hafi fjölgað mjög á Norð- urlöndum á síðustu áratugum, eink- um eftir 1970. Áberandi mest hafi fjölgað í eldri aldurshópum. Sam- svarandi þróun hafi orðið víðar í Vestur-Evrópu. Raktar eru ýmsar skýringar sem komið hafa fram á þessari þróun. Meðal annars að á tímum vaxandi atvinnuleysis hafi þeim er búa við skerta getu verið þrýst út af vinnumarkaði. Önnur skýring var sú að aðgengi- legt almannatryggingakerfi, sem veitti rúmar bætur, freistaði fólks sem byggi við skerta heilsu að sækja um örorkubætur. Jafnvel þótt það gæti unnið ýmsa vinnu. Í þriðja lagi var bent á að skipulag bótakerfisins í heild, það er aðgengi fólks með skerta vinnugetu að bóta- flokkum, gæti stuðlað að fjölgun bótaþega. Fjórða skýringin var svo hið eig- inlega heilsufarsmat. Ólíkar aðstæð- ur í hinum ýmsu löndum svo sem ríkjandi atvinnuvegir á hverjum stað, geti t.d. haft áhrif á tíðni vinnu- slysa og atvinnutengdra sjúkdóma. Greinarhöfundar telja liggja í aug- um uppi að mun meiri fjölda örorku- lífeyrisþega yfir 50 ára aldri í Skand- inavíu og í Finnlandi, en á Íslandi, megi rekja til rýmri heimilda í þess- um löndum til að nota örorkubóta- kerfið til að rýma til á vinnumarkaði. Þá er fólki gefinn kostur á að fara fyrr á eftirlaun en ella hefði verið. Geðræn vandamál og stoðkerfissjúkdómar Meðfylgjandi er skýringarmynd sem sýnir fyrstu sjúkdómsgreiningu hjá öryrkjum, eftir sjúkdómaflokk- um. Það er sú sjúkdómsgreining sem tryggingalæknir setur efsta og ör- orkumatið byggist á öðrum fremur. Hinn 1. desember 1996 voru sjúk- dómsgreiningar í íslensku örorku- skránni að meðaltali 1,8. Algengustu læknisfræðilegar ástæður örorku hér á landi eru geð- ræn vandamál og stoðkerfisvanda- mál. Þessar ástæður eru algengastar hjá báðum kynjum og til samans um helmingur tilvika. Sömu sjúkdómar voru einnig algengustu ástæður ör- orku í Svíþjóð og Noregi. Hér voru geðrænu vandamálin tíðust en stoð- kerfisvandamálin í fyrsta sæti í Sví- þjóð og Noregi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Algengustu læknisfræðilegar ástæður ör- orku hér á landi eru geðræn vandamál og stoðkerfisvandamál. Þessar ástæður eru algengastar hjá báðum kynjum og til sam- ans um helmingur tilvika. Sömu sjúkdómar voru einnig algengustu ástæður örorku í Svíþjóð og Noregi. Hér voru geðrænu vandamálin tíðust en stoðkerfisvanda- málin í fyrsta sæti í Svíþjóð og Noregi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.