Morgunblaðið - 21.01.2001, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 25
Morgunblaðið/Þorkell
Sigurður segir augljóst að vonlaust
sé fyrir öryrkja að leigja á almennum
markaði.
ÉG HEF lengi verið að reyna aðlæra að lifa af bótunum ogvarla tekist enn, enda nánast
óhugsandi. Fjárhæðin dugar aðeins
fyrir allra brýnustu nauðsynjum. Að
ætla sér að slá lán til að kljúfa kaup á
áveðnum hlut er nánast ógjörningur
því engin leið er að komast aftur upp
úr skuldunum,“ segir Sigurður Páls-
son, 59 ára öryrki og íbúi í leiguíbúð á
vegum Öryrkjabandalagsins í Hátúni
10, um örorkulífeyri til einstaklinga.
Öruggt leiguhúsnæði
Sigurður segist upprunalega vera
Skagfirðingur og hafi lengstan hluta
starfsævi sinnar verið bóndi í
Hvammi í Hjaltadal. Eftir að hafa
brugðið búi fluttist hann á mölina og
varð öryrki við slag fyrir 8 árum. „Ég
var orðinn einn og flæktist um á
leigumarkaðinum í ein 5 ár áður en ég
var svo heppinn að fá íbúð hérna hjá
Öryrkjabandalaginu í Hátúni. Íbúðin
er reyndar leiguíbúð eins og aðrar
leiguíbúðir á almennum markaði. Að-
alkosturinn er að íbúarnir geta verið
nokkuð vissir um að vera ekki kastað
út með skömmum fyrirvara eins og
getur gerst á almenna leigumarkað-
inum fyrir utan auðvitað leiguna.
Með grunnlífeyri, tekjutryggingu og
heimilisuppbót hef ég til ráðstöfunar
um 70.000 kr. í hverjum mánuði og af
því fara rúmlega 25.000 kr. í leigu á
hverjum mánuði. Allir hljóta auðvitað
að átta sig á að vita vonlaust væri að
leigja á almennum markaði.“
Engar stórgjafir
„Eins og hjá flestum öryrkjum fer
talsvert há upphæð í hverjum mánuði
í lyf og lækniskostnað. Ég býst við að
hægt væri að miða við að ég kaupi lyf
fyrir á bilinu 5.000 til 6.000 kr. í hverj-
um mánuði. Sum lyfjanna eru sér-
staklega niðurgreidd fyrir öryrkja og
önnur ekki. Smám saman hafa ein-
stök lyf verið að týnast út af niður-
greiðslulistanum, t.d. astmalyf.
Lyfjakostnaðurinn hefur því óhjá-
kvæmilega hækkað og komið enn
frekar við budduna,“ segir Sigurður
og viðurkennir að eftir að leiga og
lyfjakostnaður hafi verið dregin frá
örorkubótunum fari drýgsti hluti af-
gangsins í matarinnkaup.
Inntur eftir því hvort að hann eigi
kost á ódýru mötuneytisfæði svarar
hann því neitandi. „Að fá sendan mat
eins og sumir gera er heldur ekkert
ódýrt. Flest okkar versla í matvöru-
verslun í húsinu og síðan er Nóatún
ekki langt í burtu. Matur er ekki ódýr
á Íslandi og vegna heilsunnar verð ég
að huga sérstaklega að því að borða
grænmeti og annað hollt fæði. Ein-
staka sinnum langar mann líka í eitt-
hvað gott!“
Sigurður er spurður að því hvað
honum finnist erfiðast við að hafa
ekki meira handa á milli. „Að sjálf-
sögðu finnst mér leiðinlegt að geta
aldrei veitt mér neitt. Ég hef alltaf
haft gaman að því að ferðast og gerði
talsvert af því að ferðast innanlands á
sínum tíma. Núna hef ég engin tök á
því að reka bíl eða ferðast með öðrum
hætti um landið,“ segir hann. „Hitt er
að ég hef lítil tök á því að gleðja börn-
in mín, barnabörnin níu og aðra mér
nákomna með stórum gjöfum á af-
mælum og öðrum stórhátíðum.“
Lifa frá degi til dags
Sigurður segist hafa fylgst vel með
fréttum af hinu svokallað Öryrkja-
bandalagsmáli. „Vitaskuld er hægt að
halda því fram að ekki hafi verið
reynt að hjálpa hinum verst settu.
Staðreyndin er einfaldlega að fyrst
höfða þurfti mál var lang ákjósanleg-
ast að bera þarna niður enda um aug-
ljóst brot á stjórnarskránni að ræða.
Eftir að baráttan er komin á rekspöl
er hægt að fara í að hjálpa öðrum ver
settum. Nú er lag því andinn í þjóð-
félaginu er að verða opnari. Hingað
til hefur að mínu mati skort kynn-
ingu. Nú fer þeim ört fækkandi sem
vita ekki um hvað málið snýst og hafa
ekki skilning á kjörum öryrkja,“ seg-
ir hann og er að lokum spurður að því
hvort mikið sé rætt um málefni ör-
yrkja í húsinu. „Já og nei, því sumir
sem hafa búið lengi við heilsuleysi og
bágan fjárhag eru orðnir vondaufir
og kjósa að ýta vandanum frá sér –
lifa frá degi til dags.“
Nánast
óhugsandi
að lifa af
bótunum
Harðar deilur um dóm Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalags Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins hafa ekki að-
eins vakið athygli á kjörum öryrkja í sambúð. Anna G. Ólafsdóttir varð margs vísari um kjör þeirra í samtölum við
fjóra einhleypa öryrkja á bótum frá Tryggingastofnun. Hátt í 500 öryrkjar reka heimili með um 70.000 kr. á mánuði.
NÚNA er allt að springa í loftupp í Alþingishúsinu vegnadeilna um tekjutengingu ör-
yrkja í sambúð við maka sína. Við er-
um að tala um þröngan hóp öryrkja
og alls ekki þann verst setta. Að halda
heimili einn hlýtur alltaf að vera dýr-
ara heldur en að halda heimili með
öðrum. Ég gef aldrei í safnanir Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar til útlanda því
að ég er á móti því að senda peninga
úr landi þegar ég veit að ákveðinn
hópur fólks sveltur heilu hungri á Ís-
landi,“ segir Elsa Einarsdóttir, 55 ára
gamall öryrki og íbúi í leiguíbúðum
SEM – samtaka endurhæfðra mænu-
skaddaðra á Sléttuvegi 3.
Elsa missti mátt í fótum eftir
skurðaðgerð á sjúkrahúsi í febrúar
árið 1983. Hún varð síðan fyrir öðru
áfalli þegar stæða af vörum hrundi yf-
ir hana í stórverslun með þeim afleið-
ingum að hún hlaut áverka á hægri
öxl hátt í fjórtán árum síðar. „Eftir
síðara slysið hafa læknar reynt að
bæta skaðann í öxlinni. Tvisvar hef ég
verið skorin upp og deyfiefni hefur
verið sprautað inn í öxlina án verulegs
árangurs. Ég er því ekki aðeins bund-
in í hjólastól heldur á erfitt með að
beita hægri hendinni, t.d. get ég ekki
lengur farið ein inn í bílinn minn,“
segir Elsa.
Elsa segist aðeins hafa framfærslu
af bótum frá Tryggingastofnun. „Ég
ætti að fá greiðslur úr lífeyrissjóði en
fæ engar,“ segir hún og er innt eftir
því hvernig standi á því. „Ég vann í
ríkisfyrirtæki úti á landsbyggðinni í
hátt í 8 ár. Eins og lög gera ráð fyrir
greiddi ég í lífeyrissjóð í hverjum
mánuði og hélt til haga launaseðlum
með staðfestingu fyrir greiðslunum.
Engu að síður fundust lífeyrisgreiðsl-
urnar hvergi þegar til átti að taka.
Enginn virðist einu sinni geta komist
að því í hvaða lífeyrissjóð ég greiddi
allan þennan tíma. Greiðslurnar virð-
ast hafa gufað upp og koma því vænt-
anlega aldrei að notum. Einu greiðsl-
urnar hafa því komið frá Trygg-
ingastofnun og þær voru lengi
skertar vegna greiðslu láns til bíla-
kaupa frá stofnuninni. Með bótum
eftir slysið í stórversluninni gafst mér
síðan tækifæri til að greiða stóran
hluta af mínum skuldum seinnihluta
síðasta árs.“
Núna segist Elsa fá fullar bætur og
nemi ráðstöfunartekjur hennar rúm-
lega 70.000 kr. á mánuði. „Af því fara
um 30.000 kr. í leigu- og hitakostnað.
Reksturinn á bílnum kostar töluvert
enda er hann nýr og þarf að vera í
kaskó-tryggingu. Ég er að endurnýja
bílatrygginguna mína hjá FÍB-trygg-
ingum og veit ekki almennilega hvað
tryggingin verður há á næsta tíma-
bili. Hins vegar er mér enn í fersku
minni að þegar ég sagði upp trygg-
ingunni hjá Sjóvá-Almennum og fór
að tryggja hjá FÍB lækkaði trygging-
in um 19.000 kr. á ári og munar um
minna fyrir öryrkja.“
Endar náðu sjaldnast saman
Elsa tekur fram að eftir sé að telja
kostnað við rafmagns- og símnotkun.
„Á meðan ég var að borga af lánunum
náðu endar sjaldnast saman í hverj-
um mánuði. Eina ástæðan fyrir því að
ég hjarði var að ég á góða að. Ég er
ákaflega rík manneskja því að ég á
góð börn og ákaflega góða vini.“
Elsa segir frá því að hún hafi verið
studd til að fara til Spánar á síðasta
ári. „Dvölin úti á Spáni gerði mér
ótrúlega gott og jafnaðist fullkomlega
á við 2-3 mánaða dvöl á Reykjalundi.
Mér leið svo vel að ég gat minnkað
lyfjaskammtinn niður fyrir lágmark.
Læknirnn minn spurði mig að því
hvort að ég gæti ekki gert ráðstafanir
til að búa úti 2 - 3 mánuði á ári úti. Hit-
inn gerði mér augljóslega mjög gott.“
Elsa segist eiga erfitt með að átta
sig á því hvað hún þyrfti að hafa háa
upphæð til ráðstöfunar til að lifa
mannsæmandi lífi. „Við vorum eitt-
hvað að ræða um þetta um daginn. Þá
sagði ég að ég gæti lifað verulega
góðu lífi ef ég fengi 100.000 kr. á mán-
uði. Að geta keypt sér föt og þurfa
ekki lengur að klippa sig sjálfur væri
óneitanlega talsverður munur. Eins
væri gott að þurfa ekki að steypa sér í
umtalsverðar skuldir til að endurnýja
bíl. Vegna meiðslanna í öxlinni þyrfti
ég helst á lyftubíl að halda. Miðið við
markaðsverðið á bílnum mínum yrði
mismunurinn væntanlega um 1,5
milljónir kr.,“ segir Elsa og tekur
fram að óneitanlega væri gaman að
geta glatt barnabörnin þrjú í ríkari
mæli. „En eins og ég sagði áðan er ég
heppin með börn, þau hafa verið dug-
lega að læra og því hef ég ekki þurft
að hafa áhyggjur af þeim.“
Fólk sveltur á Íslandi
Elsa þyrfti á lyftubíl að halda enda
kemst hún ekki lengur óstudd inn í
venjulegan fólksbíl.
Tryggingastofnun greiddi ör-
orkubætur til 9.431 öryrkja í
janúar í ár.
Af þeim halda 2.736 einir
heimili og fá þar af leiðandi
heimilisuppbót.
Alls fá 472 sérstaka heim-
ilisuppbót, þ.e. hafa litlar
sem engar aðrar tekjur.
Þessi hópur fær 18. 424 kr.
grunnlífeyri, 32.566 kr.
tekjutryggingu, 15.147 kr.
heimilisuppbót og 7.409 kr.
sérstaka heimilisuppbót
eða samtals 73.546 kr. á
mánuði. Af því dregst 3.261
kr. tekjuskattur. Hreinar ráð-
stöfunartekjur eru því um
70.285 kr. á mánuði.
Öryrkjar með fullan frádrátt
vegna tekna maka hafa
fengið 18. 424 kr. ör-
orkubætur á mánuði.
Með frumvarpi ríkisstjórn-
arinnar bætast 25.000 kr.
við þá upphæð og verður
hún því samtals 43. 424 kr.
á mánuði.
Öryrkjabandalagið fer fram á
að öryrkjar fái óháð tekjum
maka 18. 424 kr. grunnlíf-
eyri og 32. 566 kr. tekju-
tryggingu eða samtals
50.990 kr. á mánuði.
Vegna ýmiskonar kostnaðar
geta lífeyrisþegar með lágar
tekjur sótt um greiðslur
vegna lyfjakostnaðar, bens-
ínkostnaðar, heimilishjálpar
o.fl.
Með hverju barni lífeyris-
þega er greiddur 13.895 kr.
barnalífeyrir á mánuði.
Barnalífeyririnn er hvorki
skattskyldur né tekjutengd-
ur.
Hreyfihamlaðir geta sótt um
styrki og lán til bifreiða-
kaupa og endurnýjunar á bif-
reiðum á ákveðnu árabili.
Hátt í 500
öryrkjar
reka heim-
ili með um
70.000 kr.
á mánuði
Bótaþegar og staða þeirra