Morgunblaðið - 21.01.2001, Side 25

Morgunblaðið - 21.01.2001, Side 25
26 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ DÓMUR Hæstaréttar erekki aðeins sigur öryrkja ísambúð heldur allra ör-yrkja og raunar þjóðarinn- ar allrar enda veit enginn hver þarf næstur á örorkulífeyri að halda. Á hinn bóginn hef ég orðið fyrir von- brigðum með viðbrögð ríkisstjórnar- innar og skil ekki hvernig formaður nefndarinnar gat fundið út að greiða ætti öryrkjum í sambúð rúmar 43.000 kr. Hið eina rétta er auðvitað að greiða fullan örorkulífeyri og tekjutryggingu – samtals um 51.000 kr.,“ segir Kolbrún Dögg Kristjáns- dóttir, 28 ára öryrki í námi og íbúi í leiguíbúð Öryrkjabandalagsins í Sól- túni 28, og minnir á að við sambúð falli niður heimilisuppbót og sérstök heimilisuppbót öryrkja. Ef um tvo öryrkja sé að ræða nemi sú upphæð um 44.000 kr. á mánuði. Sjaldgæfur vöðvasjúkdómur Kolbrún hefur búið ein með syni sínum Gunnari Páli Ægissyni, tæp- lega 4ra ára, í Sóltúni á þriðja ár. Hún greindist með sjaldgæfan vöðvasjúkdóm á 16. ári. „Ég hef stundum haft á tilfinningunni að ég sé hálfgert furðuverk enda hafa læknar átt í erfiðleikum með að greina sjúkdóminn og finna á hann nafn. Einu tengslin eru að föðurafi minn og einn af stofnendum Sjálfs- bjargar virðist hafa þjáðst af svip- uðum vöðvasjúkdómi á sínum tíma. Vandinn felst í því að erfitt er um vik með samanburð því að einkennin leggjast talsvert mismunandi á karla og konur. Sjúkdómurinn virð- ist vera meðfæddur og kemur yfir- leitt fyrst fram á unglingsaldri. Fyrstu einkennin komu fram í fót- unum. Einkennin hafa síðan komið fram í axlarliðum og sumstaðar í höndunum hefur mátturinn farið þverrandi,“ segir hún og viðurkenn- ir að í framhaldi af sjúkdóminum hafi hún hætt námi í framhaldsskóla. „Ég var byrjuð í Flensborg og ætl- aði upphafleg að fylgja jafnöldrum mínum áfram í framhaldsskóla. Erf- itt aðgengi varð að lokum til þess að ég varð að hætta í skólanum. Ég vissi ekki um aðra skóla með gott að- gengi en Verslunarskólann og vildi ekki stunda nám þar. Á endanum flosnaði ég upp úr skóla og lauk ekki stúdentsprófi – því miður – því væntanlega væri ég betur sett núna ef ég hefði getað farið beint í nám í Háskólanum.“ Ráðstöfunartekjur Kolbrúnar eru um 110.507 kr. á mánuði. „Örorku- bæturnar eru 18.424 kr., tekjutrygg- ingin 32.566, heimilisuppbótin 15.147 kr. og sérstök heimilisuppbót 7.409 kr. eða samtals 73.546 kr.,“ segir hún og útskýrir að heimilis- uppbótina fái hún af því að hún búi ein og sérstaka heimilisuppbót af því að hún hafi ekki aðrar tekjur. „Hvort tveggja fékk ég með laga- breytingu sem samþykkt var rétt fyrir kosningarnar árið 1999. Áður voru rökin fyrir því að ég og aðrir einstæðir foreldrar á örorkubótum fengjum ekki heimilisuppbót að við byggjum ekki ein og ekkert tillit var tekið til þess að ég byggi með barni.“ Ofan á upphæðina að ofan bætist barnalífeyrir og bensínstyrkur. „Ef talinn er með barnalífeyrir upp á 13.895 kr. og bensínstyrkur upp á 6.909 kr. nema bæturnar samtals 94.350 kr. að ófrádregnum 11.493 kr. tekjuskatti. Húsaleigubæturnar er 15.000 í hverjum mánuði. Með með- lagsgreiðslu með drengnum eru ráð- stöfunartekjurnar um 110.507 kr. á mánuði,“ segir Kolbrún Dögg og fram kemur að greiðsludreifing bankanna gefi henni góða yfirsýn yf- ir útgjöld heimilisins. „Í húsaleigu, hita og rafmagn, greiði ég 35.640 kr. á mánuði. Fyrir leikskólavist sonar míns, bifreiðatryggingar, sjónvarps- og símnotkun greiði ég 25.580 kr. á mánuði og eru útgjöldin því orðin 61.220 kr. samtals. Hins vegar eru dregnar frá mér um 75.000 kr. á mánuði í greiðsludreifingunni af því að mánaðarlegum útgjöldum fylgja greiðslur vegna bifreiðarláns. Ég á bíl enda kemst ég ekki öðruvísi um utandyra og sérstaklega ekki með barnið.“ Eftir að 75.000 kr. hafa verið dregnar af ráðstöfunartekjunum eru aðeins 35.000 kr. eftir. „Ég miða við að eyða ekki meiru en 20.000 til 25.000 kr. í mat í hverjum mánuði. Matarkostnaðurinn er svona 5.000 til 6.000 kr. á viku eftir því hvað mér hefur tekist að vera ráðdeildarsöm. Strákurinn fær heitan mat í leikskól- anum í hádeginu og því þarf ég ekki alltaf að vera með heitan mat á kvöldin þó að ég geri það oft,“ segir Kolbrún og minnir á að ótalinn sé bensínkostnaður upp á 5.000 til 7.000 kr. á mánuði. „Eftir að allir reikningar hafa verið greiddir eru aðeins eftir nokkur þúsund krónur. Hlutir eins og klipping og litun eru algjör lúxus og koma óneitanlega niður á brýnustu nauðsynjum. Að sjálfsögðu hef ég heldur ekki efni á því að fylgja nýjustu fatatískunni og kaupi mér sjaldnast föt nema þegar ég er svo heppin að vera send til út- landa á fundi fyrir Sjálfsbjörg. Hluti til heimilis get ég aðeins keypt þegar barnabæturnar koma. Ekki er nema von að manni fallist hendur þegar bæði sjónvarp og þvottavél bila eins og gerðist á sama tíma rétt fyrir jól- in.“ Kolbrún segir að þótt hægt sé að lifa við bágan kost í einhvern tíma sé ótrúlega erfitt að þurfa að horfa í hverja einustu krónu til langframa. „Ég hef sjálf reynslu af því að búa við enn þrengri kost. Á meðan ég bjó ein hjá Sjálfsbjörgu hafði ég aðeins um 15.000 kr. til ráðstöfunar eftir fasta útgjaldaliði. Ég fór tvisvar sinnum í mánuði í Bónus og miðaði við að eyða aðeins 7.000 kr. í mat á mánuði. Ef ég hefði ekki átt góða að til að geta farið í mat til öðru hvoru veit ég eiginlega ekki hvernig ég hefði getað dregið fram lífið. Annars hafa aðstæður mínar verið svolítið breytilegar því að ég var í sambúð á tímabili. Með skömmu millibili skildi leiðir mínar og sambýlismanns míns og móðir mín lést. Nú býr fyrrver- andi sambýlismaður minn á Akur- eyri,“ segir Kolbrún og er spurð að því hvað hún telji að hún þurfi mikið ráðstöfunarfé til viðbótar til að lifa mannsæmandi lífi. „Við gætum kom- ist ágætlega af með á bilinu 20.000 til 30.000 kr. til viðbótar á mánuði. Ég myndi vilja að sonur minn gæti haft val um að stunda íþróttir eða fara í tónlistarnám þegar hann yrði svolít- ið eldri. Eins væri gaman að fá tæki- færi til að ferðast svolítið. Reyndar fórum við hringinn í fyrra. En 20.000 til 30.000 kr. í ferðalag er bara ótrú- lega stór biti fyrir heimilið eins og ástandið er núna.“ Kolbrún segir menntun einu von öryrkja til að komast upp úr fátækt- inni. „Að menntast er heldur ekki jafn auðvelt fyrir alla öryrkja vegna vandamála á borð við slæmt að- gengi, t.d. gæti Háskóli Íslands al- veg staðið sig betur á því sviði. Ég er sjálf að hætta á hönnunarbraut í Iðnskólanum af því að námið hentar mér ekki nægilega vel. Núna er ég að byrja á félagsþjónustubraut í Borgarholtsskóla og geri mér vonir um að ljúka því námi innan fárra ára.“ Kerfið „huglægur gasklefi“ Kolbrún segist styðja af alhug baráttu Örykjabandalagsins fyrir afnámi tekjutengingar öryrkja við maka. „Tekjutenging við maka hef- ur lengi farið í taugarnar á mér. Hver og ein einasta manneskja hlýt- ur að eiga sinn sjálfstæða rétt til lág- marks framfærslu. Ríkisstjórnin hefur haldið því fram að Öryrkja- bandalagið sé að koma af stað ill- indum á meðal öryrkja með því að berjast fyrir afnámi tekjutengingar- innar. Sú staðhæfing er alröng og mun eðlilegri viðbrögð að reyna að bæta kjör öryrkja almennt. Öryrkj- ar búa auðvitað við afar bág kjör og skammarlegt að gera ráð fyrir því eins og Pétur Blöndal hefur gert á Alþingi að stórfjölskyldan hlaupi einfaldlega undir bagga. Þannig virkar einfaldlega ekki nútímaþjóð- félag,“ segir Kolbrún og lýsir yfir ánægju sinni með baráttu Garðars Sverrissonar, formanns Öryrkja- bandalagsins, og samstarfsfólks hans fyrir bættum hag öryrkja. „Ég er afskaplega feginn því að sterkur einstaklingur eins og Garðar Sverr- isson skuli hafa tekið málin föstum tökum. Við þurftum einmitt á því að halda í baráttunni við kerfið. Ég hef stundum líkt því við huglægan gas- klefa. Markmiðið virðist vera að drepa niður allt einstaklingsfram- tak, vekja upp vonleysi og brjóta niður sjálfsvirðingu fólks.“ Vonbrigði með ríkisstjórnina Morgunblaðið/Kristinn Kolbrún Dögg með syni sínum, Gunnari Páli Ægissyni, 4ra ára, heima á Sléttuvegi. BARÁTTA Öryrkjabanda-lagsins snýst um ákveðiðréttlætismál, það erstjórnarskrárvarinn rétt- ur hvers einstaklings að vera met- inn sem manneskja. Hver einasti öryrki hlýtur að eiga sinn sjálf- stæða rétt til lágmarks fram- færslu. Ríkið á ekki að geta varpað þeirri skyldu þjóðfélagsins alls á herðar makans. Núna snúast átök- in um þennan stjórnarskrárbundna rétt hvers einasta einstaklings inni á Alþingi Íslendinga. Eftir að fund- ist hefur ásættanleg lausn hlýtur athyglin að fara að beinast að hin- um verr settu í hópi öryrkja, þ.e. öryrkjum einum í heimili,“ segir Daníel Teitsson, 50 ára gamall ör- yrki og íbúi í leiguíbúð á vegum Sjálfsbjargar, Landsambands fatl- aðra, í Hátúni 12, um Öryrkja- bandalagsmálið svokallaða. Daníel þjáist af beinkröm og því að einn hryggjarliður féll saman í honum í slysi í barnæsku. Ein- kennin hafa farið vaxandi og valdið því að hann þarf að nota staf sér til stuðnings. Vegna fötlunarinnar fór hann að fá örorkustyrk uppúr tví- tugu. Fullar örorkubætur fór hann síðan að fá á fertugsaldri. „Ég bý einn og fæ því grunnlífeyri, tekju- tryggingu, heimilisuppbót, sér- staka heimilisuppbót, uppbót vegna sjúkrakostnaðar og bensín- styrk í tengslum við rekstur á bíln- um – samanlagt um 74.000 kr.,“ segir hann og bent er á að upp- hæðin sé ekki há. „Ekki heldur lægstu verkamannataxtar,“ bætir hann við og heldur áfram. „Eftir að hafa greitt 7.000 kr. tekjuskatt hef ég alla jafna 67.000 kr. til um- ráða í hverjum mánuði. Mestur hluti tekjuskattsins er endur- greiddur í ágústmánuði ári síðar.“ Daníel hefur búið í húsinu í 22 ár í vor. „Með árunum hefur mér orð- ið ljósara hversu mikils virði er að hafa öryggt þak yfir höfuðið. Hér er leigjendum ekki vísað á dyr nema vegna alvarlegra brota á húsreglum. Leigan er heldur ekki há miðað við almenna markaðinn. Leigukostnaðurinn er um 22.400 kr. á hverjum mánuði. Af því fara 2.100 kr. í leigu fyrir bílskýli. Vegna fötlunarinnar hef ég átt kost á bifreiðakaupastyrk til bíla- kaupa og endurnýjaði bíl í fyrra eftir 9 ár. Að sjálfsögðu felst mikið frjálsræði í því að hafa bíl til um- ráða þó rekstrarkostnaðurinn sé töluverður. Með kaskótryggingu fara um 50.000 kr. í bifreiðatrygg- ingar á þessu ári. Fyrir utan tryggingarnar þarf síðan að standa skil á bifreiðagjöldum og ýmsu öðru í tengslum við viðhald á bíln- um,“ segir Daníel og tekur fram að lyfjakostnaður sé ekki umtalsverð- ur. Hann segist njóta frís áskrift- argjalds af ríkisfjölmiðlum og af- sláttar af afnotagjaldi símans. „Ég hef verið að hugsa um að sækja um húsaleigubætur og læt væntanlega verða af því fljótlega. Bæturnar myndu væntanlega nema um 6.000 kr. á mánuði fyrir tekjuskatt.“ Heitar máltíðir forréttindi Daníel segir að einn af kostunum við að leigja í Sjálfsbjargarhúsinu sé að eiga kost á tveimur heitum máltíðum á hverjum degi. „Að eiga kost á heitum máltíðum í húsinu eru auðvitað viss forréttindi og hver máltíð kostar innan við 300 kr. Annars þarf ég ekki nema eina heita máltíð á dag. Á móti koma léttari máltíðir hérna í íbúðinni. Ég versla dálítið í litlu versluninni hérna í Hátúni 10. Sú verslun er engin lágvöruverslun hvað kostnað varðar. Engu að síður getur verið mjög þægilegt að hafa svona versl- un í nágrenninu. Nóatún er heldur ekki langt frá og síðan fer ég stundum á bílnum í 10/11 á Bar- ónsstígnum.“ Daníel neitar því ekki að stund- um sé erfitt að láta enda ná saman. „Ég svona bjargast og ekki síst af tvennu. Annars vegar hef ég getað treint arf eftir föður minn í nokkur ár. Síðan vann ég í 3-4 mánuði á Múlalundi árið 1999. Sérstaklega þarf að sækja um vinnuna og laun- in geta auðvitað skipt sköpum fyrir öryrkja. Ég hef þess vegna getað leyft mér að ferðast aðeins um landið og jafnvel farið nokkrum sinnum til útlanda. Þeir sem aðeins hafa bæturnar einar eru ennþá ver settir heldur en ég.“ Hinir verst settu njóti at- hygli í kjölfarið Morgunblaðið/Þorkell Daníel neitar því ekki að stundum sé erfitt að láta enda ná saman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.