Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 29
30 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ANDRI Már Ingólfsson erfæddur í Reykjavík 17.október 1963. Hann laukstúdentsprófi frá MH og viðskiptafræðinámi frá HÍ og var einnig við ýmiss konar tungumála- nám og störf í Þýskalandi, Banda- ríkjunum og á Spáni á þessum tíma. Starfaði m.a. hjá ferðaskrif- stofu í Los Angeles um hríð og var auk þess mörg sumur starfandi sem fararstjóri hjá Ferðaskrifstof- unni Útsýn, sem faðir hans, Ing- ólfur Guðbrandsson, stofnaði og rak á sínum tíma. Hann á því ekki langt að sækja nefið fyrir ferða- skrifstofurekstri. Andri Már er ókvæntur og barnlaus og segir það útvalinn lífsstíl, a.m.k. í bili. Það samræmist illa að vera fjölskyldu- maður og vera erlendis allt að þriðjung ársins. Hann segir þetta þó mál sem verði endurskoðað í fyllingu tímans, en til þessa hafi hann viljað helga sig fyrirtækinu. Andri vann einnig hjá Ferða- skrifstofunni Veröld í tæp tvö ár, en átti ekki náðuga daga þar og eft- ir þau viðskipti taldi Andri ólíklegt að hann kæmi nokkru sinni aftur nálægt rekstri ferðaskrifstofa auk þess að lofa sjálfum sér að vinna aldrei fyrir aðra aftur. „Ég var byrjaður að vinna að spennandi verkefnum varðandi út- flutning, en þá bar svo við að spænskur framkvæmdastjóri sem rekur ferðaskrifstofu á Spáni og þekkti til mín,var að hefja Íslands- ferðir og skoraði á mig að stofna fyrirtæki og taka á móti fólkinu og greiða götu þess. Ég þurfti að hugsa mig vel um, en það var svo vel boðið af hálfu Spánverjanna og svo mikill hugur í þeim að þeir lögðu mér til rekstrarfé fyrstu mánuðina og því ákvað ég að slá til og gefa þessu tækifæri. Síðan hefur ekki gefist tími til að líta um öxl. Þetta sama ár voru Ólympíuleik- arnir haldnir í Barcelona og með því að skipuleggja ferðir þangað með Íslendinga og nýta þannig flugsætin betur sáum við að þetta gat gengið upp. Og það gekk eftir,“ segir Andri Már og heldur svo áfram og segir: „Þó að við höfum byrjað á þann hátt að taka á móti erlendum ferða- mönnum sem sóttu Ísland heim, þá fórum við fljótt að mestu yfir í að senda Íslendinga til útlanda. Í dag snúast um 85% okkar viðskipta um að senda Íslendinga í frí til útlanda. Til sólarstranda, í borgarferðir eða hópferðir. Við urðum fyrstir til að opna Spánarmarkaðinn, þ.e. að flytja Spánverja til Íslands, og höf- um náð þar mikilli markaðshlut- deild. Síðasta ár fóru 19 þúsund Ís- lendingar utan á okkar vegum. Spánn er stærstur, Barcelona, Benidorm, Costa del Sol, Kanarí. Þetta eru gamalkunn nöfn og landsmenn eru íhaldssamir á þær kröfur sem þeir gera. Þeir vilja gott veður, góðan aðbúnað og góða þjónustu.“ Einhver sagði að góðærið væri aðeins fólgið í utanlandsferðum, verðbréfum og bílakaupum, hvað segir þú um það? „Ég er kannski ekki alveg sam- mála því, en að vísu fylgir það góð- ærinu að fleiri Íslendingar fara til útlanda og margir þeirra oft á hverju ári. Það kemur hinsvegar ekki bara til af góðærinu. Verð á ferðum til útlanda hefur stórlækk- að og hafa Heimsferðir verið í far- arbroddi á öllum þeim áfangastöð- um sem við fljúgum til. 19 þúsund bara hjá Heimsferðum er há tala á okkar litla markaði og við eigum örugglega heimsmet í ferðalögum miðað við höfðatölu, enda er það svo að erlendis stara menn á mann í forundran þegar þessar tölur eru nefndar, því þessar 280 þúsundir sem á Íslandi búa eru sambæri- legar við lítil bæjarfélög í þessum löndum sem þeir eru að ferðast til.“ Þú nefndir að þetta væru gam- alkunn nöfn. Eru landsmenn ekki nýjungagjarnir í þessum efnum? „Við getum orðað það þannig að þeir eru nýjungagjarnir en ekki eins ævintýragjarnir og ég bjóst við og hafði vonað. Við höfum t.d. bryddað upp á nýjum stöðum eins og Cancun í Mexíkó og Brasilíu. Mönnum hefur líkað það mjög vel, en það er hreinlega of langt að fara og þetta hefur lagst af. Á sama tíma hefur t.d. Costa del Sol vakn- að úr dvala. Þar var komin einhver niðurníðsla og doði og áhugi á staðnum hafði minnkað. En þar hafa nú átt sér stað gríðarlegar breytingar á síðustu árum og fyrir fimm árum fóru Heimsferðir að bjóða aftur ferðir þangað. Það var gert til reynslu, en það kom í ljós að þar var allt upp á það besta og staðurinn hefur náð meiri vinsæld- um en nokkru sinni fyrr. Svo hefur verið afar spennandi að opna Ís- lendingum nýja áfangastaði eins og Prag. Af því að þú spurðir áðan um ferðalög og góðæri þá vildi ég bæta því við það sem ég sagði, að hjá fjölmörgum Íslendingum eru utan- landsferðir ekki lengur þessi lúxus sem menn eru að leyfa sér, heldur mun fremur lífsmynstur nútímans. Það endurspeglast kannski best í því að lengri ferðir eiga minnkandi fylgi að fagna. Hér áður var dæmi- gerð sólarlandaferð 3 vikur. Svo fóru þær að styttast. Nú er algengt að fólk fari í viku eða tvær að vori, aftur svipaða ferð að hausti og síð- an jafnvel góða borgarferð í of- análag. Það er sem sagt komið nýtt mynstur og í takt við það sem hef- ur gerst í öðrum löndum sem við berum okkur saman við.“ Þarf ekki snilling Andri Már segir að festa í rekstri sé einn af lyklunum að góðri framgöngu og farsæld í starfi. Það hafi alltaf verið leið- arljósið hjá Heimsferðum. „Við byrjuðum smátt og vorum t.d. með aðeins 40 milljón króna veltu fyrsta árið. Til samanburðar var veltan á síðasta ári tæpur millj- arður og hafa umsvifin verið að vaxa á bilinu 25 til 45% frá upphafi. Þótt við höfum verið mjög fram- sækin hefur það alltaf verið okkar leiðarljós að hafa skilvirka og vand- aða starfsemi þannig að viðskipta- vinurinn sé ánægður. Öðru vísi er um ekkert framhald að ræða. Það þarf engan snilling til að setja fram óraunhæfar áætlanir. Lækka verð niður úr öllu valdi til að laða að við- skiptavini og láta síðan hluthafa borga brúsann eins og við höfum skýr dæmi um. Velta skiptir engu máli, heldur arðsemi.“ Þetta eru gífurlegar tölur um vöxt fyrirtækisins. Hvernig gengur að aðlagast svo miklum uppsveifl- um? „Ferðaþjónusta er svo viðkvæm atvinnugrein að hún þolir tæplega gríðarlegan vöxt á skömmum tíma. Það tekur langan tíma að byggja upp reynslu. Þetta hefur verið á góðri uppleið hjá okkur og við keppum sífellt að því að bæta okk- ur, en sannast sagna er það bara af hinu góða að vöxturinn var þó ekki enn hraðari, því sum árin hefðum við varla ráðið við hraðari vöxt. Það þarf að fara gætilega ef hlutir eiga ekki að fara úr böndunum. Það þarf styrka innri byggingu og hún byggist upp hægt og rólega. Við höfum borið gæfu til að halda vel utan um okkar vöxt, enda er sterk- ur og samstilltur hópur starfs- manna í Heimsferðum. Þetta hefur verið indælt stríð og við sjáum ekki annað en að þessi aukning geti haldið áfram á næstu misserum.“ Andri Már dokar hér við, hugsar sinn gang augnablik og heldur svo áfram: „Þessi ár sem liðin eru frá stofn- un Heimsferða hafa verið ár mikilla breytinga í ferðaskrifstofurekstri. Margt er í grundvallaratriðum eins, en í dag er sú veigamikla breyting fyrir hendi að það þýðir ekki annað en að vera samkeppn- ishæfur á alþjóðlegum vettvangi. Við höfum t.d. séð það síðustu árin að erlend flugfélög eru að fljúga hingað með erlenda gesti og bjóða sætin frá Íslandi á lágu verði. Þá hefur samkeppni alltaf verið mikil og hörð og farið vaxandi. Síðasta ár var t.d. eitt það erfiðasta af þeim öllum og stafaði m.a. af því að Sam- vinnuferðir fóru af stað með óraun- hæfa verðmyndun og framboð til að styrkja sig á markaðnum. Það segir kannski meira en annað um styrk Heimsferða, að við stóðum þessa atlögu vel af okkur á meðan sumir töpuðu miklum fjármunum. Við erum auk þess ekki hvað stoltust af stöðu okkar í dag, því þegar Heimsferðir hófu rekstur, var mikil niðursveifla í efnahagslíf- inu. Það kallaði á agaðan rekstur frá upphafi og mótaði fyrirtækið. Oft í gegn um tíðina hefur það ver- ið erfiðara að bíða með nýjungar og bíða átekta, vera skynsamur, en að láta til skarar skríða. Sú stefna hef- ur komið fyrirtækinu til góða. Ég kalla þetta varkára framsækni.“ Það hlýtur að vera skemmtilegt Morgunblaðið/Golli  Ferðaskrifstofan Heimsferðir er ungt fyrirtæki. Verður aðeins níu ára í mars næstkomandi. Þar á bæ hafa menn þó búið við stigvaxandi brautargengi og eru horfurnar að mati Andra Más Ingólfssonar bjartar og vaxtarbroddar æ fleiri. eftir Guðmund Guðjónsson HEFUR VERIÐ INDÆLT STRÍÐ Morgunblaðið/Golli Erill í söludeildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.