Morgunblaðið - 21.01.2001, Page 30

Morgunblaðið - 21.01.2001, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 31 fyrir forstjóra og eiganda fyrirtæk- is að sjá það vaxa svona og dafna? „Já, auðvitað. Þó maður hafi oft haft ærna ástæðu til að reyta hár sitt þá er mjög hvetjandi að sjá barnið vaxa og dafna og vita að það er heilbrigður vöxtur sem liggur þar að baki og engar blekkingar.“ Sveigjanleikinn Ýmsir telja sig hafa merkt að undanförnu að góðærið svokallaða standi á tæpu vaði þessa dagana, en eitt af því sem landsmenn draga úr þegar skórinn kreppir eru ferða- lög. Andri Már er næst spurður hvernig Heimsferðir muni takast á við hugsanlega niðursveiflu í efna- hagslífi landsmanna. „Eins og ég gat um áðan, þá var efnahagslífið í niðursveiflu þegar við byrjuðum þannig að við þekkj- um þetta umhverfi og lærðum strax hvað gera þarf. Við ákváðum því að byggja upp fyrirtæki með mikinn sveigjanleika. Fyrirtæki sem gæti stækkað þegar forsendur byðu upp á það og einnig dregið saman seglin og skorið niður ef svo bæri undir. Það var nauðsynlegt að hafa þetta að leiðarljósi, Það eru svo háar upphæðir í þessum rekstri sem menn geta tapað á stuttum tíma. Þessi sveigjanleiki er fyrir hendi, auk þess sem okkur hefur tekist að byggja upp mjög góða eiginfjárstöðu. Höfum þannig eig- inlega safnað til mögru áranna. Fyrirtæki verða að geta tekið áföll- um. Ef þau eru ekki í stakk búin til þess er hætt við að skammtíma- hugsun hafi fengið að ráða ferðinni. Það er fátt meira agandi í rekstri en að byrja með tvær hendur tóm- ar.“ Mun fyrirtækið halda áfram að vaxa af sama krafti og verið hefur? „Við viljum halda áfram að vaxa og ég er viss um að farþegafjöldi á eftir að vaxa, ekki síst vegna þeirr- ar breytingar sem ég nefndi áðan, að fólk fari oftar út en í skemmri tíma í einu. Þó veit ég ekki hvort aukningin verði eins hröð og verið hefur. Þetta getur líka farið eftir því upp á hvað er boðið. Það þarf sífellt að laga sig að nýjum að- stæðum á þessum markaði. Íslend- ingar eru nýjungagjarnir eins og ég gat um áðan þótt þeir séu ekki sérstaklega ævintýragjarnir. Ýmsir töldu t.d. að Íslendingar myndu ekki vilja leggja á sig fjögurra tíma flug til Prag í helgarferð þegar það gat farið annað á tveimur til þrem- ur tímum. Við reyndum þetta samt og útkoman var sú að það skipti ekki máli. Þetta var beint flug, verðið það sama og þá vildu margir fá valkost í stað London, Dublin eða Edinborgar.“ Hvað með kvitt sem á kreiki er að vegna breytinga í ferðabókunum verði ferðaskrifstofur brátt óþarf- ar? „Við erum með annarsvegar ferðaheildsala og hins vegar ferðasmásala. Ferðaheildsalar leggja áherslu á að selja sínar eigin ferðir. Eru með sínar eigin vélar, eigin skipulagningu, eigin fram- leiðslu. Ferðasmásalar eru að end- urselja ferðir annarra. Hlutverk smásalanna hefur farið minnkandi. Við erum t.d. hættir að selja fyrir Flugleiðir í almennri sölu. Þar gát- um við stóraukið veltu okkar, en sú veltuaukning hefði verið einskis virði hvað varðar afkomu og því ákváðum við að láta það eiga sig. Heimsferðir standa fyrir sínu og vel það sem ferðaheildsalar, enda seljum við yfir 90% af okkar ferð- um beint til viðskiptavinarins.“ Keppir ekki við pabba Andri Már er sonur Ingólfs Guð- brandssonar, eins þekktasta ferða- málafrömuðar Íslands. Ingólfur rekur ferðaskrifstofuna Heims- klúbbur Ingólfs, en rak áður og átti ferðaskrifstofuna Útsýn þar sem Andri vann í mörg sumur. Andri er spurður um sambandið og sam- starfið og hann svarar: „Ég stofnaði Heimsferðir og ákvað að ganga þessa götu einn. Það má segja að við höfum ekki átt skap saman til að starfa saman. Samt sem áður er gott á milli okk- ar. Um samkeppni okkar í millum er þó ekki að ræða. Hann er á allt öðru sviði, reksturinn er ólíkur og þetta skarast lítið eða ekkert. Hann er með mjög sérhæfðar ferð- ir.“ En ef hann væri ekki faðir þinn, værir þú kominn út á þetta svið? „Já, ég býst við því. Og það fyrir löngu.“ Ein í lokin, er nokkur tími fyrir þig til að slaka sjálfur á í útlönd- um? „Hjá mér er gríðarlega mikið að gera frá febrúar og fram í nóv- ember. Þá er enginn tími til að fara í frí. Þó reyni ég að slaka á þegar ég þarf að fara utan, t.d. til að ganga frá samningum og þess hátt- ar. Um jól og áramót reyni ég að stinga af og ég reyni að fara á ein- hvern nýjan stað á hverju ári. Þetta er bæði til að skoða heiminn og eins til að fá hugmyndir að nýj- um ferðamannastöðum. Þetta hefur iðulega leitt af sér samninga og ferðamannastraum og get ég þá nefnt Mexíkó, Brasilíu og Kúbu. Heimurinn er spennandi viðfangs- efni.“ Fyrirtæki verða að geta tekið áföllum. Ef þau eru ekki í stakk búin til þess er hætt við að skammtímahugsun hafi fengið að ráða ferð- inni. Það er fátt meira agandi í rekstri en að byrja með tvær hendur tómar. w w w .c lin iq ue .c om 100% ilmefnalaust Upp, upp og út í buskann Nýtt krem frá Clinique Anti-Gravity Firming Lift Cream Nú er að létta til. Það er að þakka nýja Anti- Gravity Firming Lift kreminu frá Clinique - hátækniafurð frá helstu húðsérfræðingum okkar. Öflug, rakagæf efnablandan stuðlar að því smám saman að styrkja húðina og veita henni lyftingu um leið og hún dregur úr fíngerðum línum og smáhrukkum og sendir þær út í buskann. Þessi einstaka efnablanda endurnýjar teygjanleika húðar- innar með því að efla náttúrulegt kollagen hennar. Hún endurnýjar vernd húð- laganna, sem þynnast með árunum. Húðin verður stinnari og sléttari að sjá. Hún verður fallegri og endurheimtir ljómann. Langar þig til þess? Anti-Gravity Firming Lift Cream, 30 ml. Anti-Gravity Firming Lift Cream, 50 ml. Clinique. 100% ilmefnalaust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.