Morgunblaðið - 21.01.2001, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 33
a
t
r
a
a
i
i
i
t
a
a
a
i
i
a
a
a
r
u
t
a
t
a
t
r
f
a
a
r
r
r
a
við starfi framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnu-
stofnunar. Hér eru einungis nefnd tvö ný dæmi
en af fleiru er að taka.
Vandi stjórnmálanna og stjórnmálaflokkanna
nú er ekki sá, að of margt fólk sækist eftir þátt-
töku í stjórnmálum heldur að of fátt fólk leitar
eftir slíkri þátttöku. Það þarf mikla harðjaxla til
þess að standa í stjórnmálabaráttu, hvort sem er
á Íslandi eða annars staðar. Þeir harðjaxlar eru
að verða of fáir innan þingflokkanna og í starfi á
vettvangi stjórnmálaflokkanna. Það er beinlínis
orðið áhyggjuefni manna í öllum flokkum,
hversu fáir þeir eru.
Ein ástæðan fyrir því er sú, að ungt, vel
menntað og hæfileikamikið fólk vill ekki taka
þátt í stjórnmálum. Hvers vegna ekki? Í fyrsta
lagi vegna þess, að betri kjör bjóðast í atvinnu-
lífinu. Í öðru lagi vegna þess, að þetta unga fólk
vill ekki bjóða fjölskyldum sínum upp á það skít-
kast og áreiti, sem fylgir stjórnmálaþátttöku. Af
þessum sökum er ungt og hæfileikamikið fólk
smátt og smátt að hverfa af vettvangi stjórnmál-
anna og haslar sér völl annars staðar.
Það er beinlínis hættulegt fyrir lýðræðið og
stjórnkerfið í landinu, ef þessi þróun heldur
áfram. Það er orðið afar brýnt að snúa henni við.
Og það er mikið verkefni fyrir núverandi for-
ystumenn í stjórnmálum að stuðla að því.
Einn þáttur í því er að sú viðhorfsbreyting
verði í samfélagi okkar að það sé jafn sjálfsagt
að maður hverfi úr stjórnmálum án þess að það
sé túlkað sem persónulegur ósigur og að annað
fólk skipti um starf og að sá hinn sami eigi
margra kosta völ á vettvangi atvinnulífsins ekki
síður en aðrir þjóðfélagsþegnar. Að jafnræðið
nái til stjórnmálamannanna ekki síður en ann-
arra.
Hlutur kvenna
Í Morgunblaðinu í
gær, föstudag, birtist
Opið bréf til Morgun-
blaðsins, blaðs allra landsmanna frá Kvenrétt-
indafélagi Íslands. Þar segir m.a.: „Þá vakti það
furðu framkvæmdastjórnar (Kvenréttindafélags
Íslands, innskot Mbl.) að á gamlársdag birti
blaðið viðtöl við 14 forsvarsmenn ýmissa hags-
muna- og heildarsamtaka í samfélaginu, þar sem
þeir voru beðnir um að líta um öxl í tilefni alda-
mótanna. Yfirskriftin var: „Hvað segja þeir um
aldamótin?“ ÞEIR en ekki ÞAU vegna þess, að
þetta voru eingöngu karlar. Hvers vegna ræðir
blaðið ekki við neina konu þarna? Telur blaðið að
það sé engin kona í stjórnunarstöðu í atvinnulíf-
inu eða hjá hagsmunasamtökum sem hafi áhuga
að segja nokkuð um aldamótin? Það sætir furðu
að Morgunblaðið, sem undanfarin ár hefur birt
ágætar greinar og viðtöl um jafnréttismál skuli
gera sig sekt um kynblindu af þessu tagi. Ef
blaðið á að endurspegla viðhorf beggja kynja er
fráleitt að birta umsagnir 14 karla en engrar
konu. Skilaboðin hljóta að vera þau að karlar
einir hafi eitthvað að segja á tímamótum sem
þessum og slík skilaboð eru ekki til þess fallin að
auka jafnrétti eða styrkja sjálfsmynd kvenna.“
Það efni í gamlársdagsblaði Morgunblaðsins,
sem framkvæmdastjórn Kvenréttindafélags Ís-
lands vísar hér til, eru greinar eftir forvígis-
menn atvinnuvegasamtaka og launþegasam-
taka, þar sem þeir líta yfir farinn veg og horfa til
framtíðar. Efni þetta hefur birzt í Morgun-
blaðinu áratugum saman. Sú ein breyting hefur
orðið, að samtökunum hefur fjölgað. Yfirleitt
eru það formenn samtakanna, sem skrifa grein-
arnar. Í stöku tilvikum eru það framkvæmda-
stjórar þeirra.
Það liggur í augum uppi að Morgunblaðið kýs
ekki formenn þessara samtaka eða ræður fram-
kvæmdastjóra þeirra ekki frekar en að blaðið
kjósi stjórn Kvenréttindafélags Íslands! Þess
vegna er ekki við Morgunblaðið að sakast þótt
það séu eingöngu karlar, sem gegna umræddum
trúnaðarstörfum. Kvenréttindafélag Íslands
verður að eiga orð við forystumenn þessara
samtaka og spyrja hvers vegna engin kona
gegni þar æðstu trúnaðarstörfum. Raunar „vek-
ur það furðu“, svo að notað sé orðalag talsmanna
Kvenréttindafélagsins að félagið beini spjótum
sínum að Morgunblaðinu vegna þessa.
Í upphafi hins opna bréfs Kvenréttindafélags
Íslands til Morgunblaðsins segir svo: „Í ársbyrj-
un voru kynntar 20 breytingar á ritstjórn Morg-
unblaðsins, blaði allra landsmanna. Það hefur
vakið talsverða athygli, að í þessum hópi eru að-
eins tvær konur. Ritstjórn Morgunblaðsins er
því eftir sem áður, skipuð karlmönnum í miklum
meirihluta eða 90%. Það er ekki dregið í efa, að
þeir karlar sem um ræðir séu hæfir einstakling-
ar en hefði það ekki orðið blaðinu til góðs að
hugsa líka til hins helmings þjóðarinnar og skipa
fleiri konur í ritstjórn?...Kvenréttindafélag Ís-
lands lýsir yfir undrun sinni á því að við upphaf
21. aldarinnar hafi Morgunblaðið, útbreiddasti
prentmiðill landsins, ekki notað það tækifæri,
sem gafst til þess að lagfæra þá slagsíðu, sem
verið hefur á ritstjórn blaðsins. Það er skylda
þeirra sem með einum eða öðrum hætti eru
áhrifavaldar í samfélaginu að gera kynjunum
jafn hátt undir höfði. Sífellt fleiri fyrirtæki og
stofnanir gera sér grein fyrir þessu og hafa
komið upp markvissum jafnréttisáætlunum,
sem ætlað er að jafna hlut kynjanna.“
Af þessu tilefni er ástæða til að taka fram, að
skipurit það yfir ritstjórn Morgunblaðsins, sem
birt var hinn 3. janúar sl. segir ekki alla söguna
um hlut kvenna í stjórn ritstjórnar eða Morg-
unblaðsins yfirleitt. Þar var einungis sýndur sá
hluti af stjórnkerfi Morgunblaðsins, sem breyt-
ingar náðu til.
Stærsta ritstjórnardeild Morgunblaðsins er
innlenda fréttadeildin. Þar eru nú starfandi þrír
fréttastjórar. Tveir þeirra eru karlar, sem hafa
gegnt þessum störfum í u.þ.b. tvo áratugi. Þriðji
innlendi fréttastjórinn er kona Agnes Braga-
dóttir. Áður en hún tók við því starfi hafði hún
verið fréttastjóri menningarmála um skeið og
tók að sér það verkefni að byggja menningarrit-
stjórn Morgunblaðsins upp sem sjálfstæða
fréttadeild. Áður hafði umsjón menningarmála
verið í höndum Súsönnu Svavarsdóttur.
Undanfarin ár hefur Guðrún Hálfdánardóttir
verið fréttastjóri viðskiptaritstjórnar Morgun-
blaðsins. Umsvif viðskiptaritstjórnar hafa stór-
aukizt og af þeim sökum var ráðinn til starfa
með henni nýr fréttastjóri á viðskiptaritstjórn
um áramótin, Hallur Þorsteinsson.
Yfirmaður Daglegs lífs, vikublaðs, sem fylgir
Morgunblaðinu á föstudögum er Valgerður Þ.
Jónsdóttir, sem á langan starfsferil að baki á
Morgunblaðinu.
Yfirmaður neytendamála og ferðamála er
Guðbjörg Guðmundsdóttir, sem einnig á að baki
langan starfsferil á ritstjórn Morgunblaðsins.
Hún hefur umsjón með neytendasíðum blaðsins
og jafnframt Ferðablaði á sunnudögum.
Tveir af fyrrverandi blaðamönnum viðskipta-
ritstjórnar hafa tekið við mikilvægum trúnaðar-
stöðum í framkvæmdastjórn Morgunblaðsins.
Það eru Bylgja Birgisdóttir, viðskiptafræðingur
og MBA, sem er starfsmannastjóri Morgun-
blaðsins og hafði áður verið starfsmanna- og
rekstrarstjóri ritstjórnar og Margrét K. Sigurð-
ardóttir viðskiptafræðingur sem er markaðs-
stjóri blaðsins.
Samtals gegna um 20 konur trúnaðar- og lyk-
ilstöðum á Morgunblaðinu.
Það gætir því misskilnings hjá Kvenréttinda-
félagi Íslands um hlut kvenna í stjórnunarstöð-
um á Morgunblaðsins en vissulega er sá mis-
skilningur skiljanlegur í ljósi þess, að í blaðin
hinn 3. janúar sl. var ekki sýnd heildarmynd af
stjórnskipulagi ritstjórnar eða útgáfufyrirtæk-
isins í heild.
Morgunblaðið/RAX
Hjólreiðamaður á vegi sem að hluta fór í kaf þegar Hvítá flæddi yfir bakka sína fyrir viku.
„Það er svo til
marks um sérstaka
hæfni Ingibjargar
Pálmadóttur í
mannlegum sam-
skiptum, að vinsæld-
ir hennar hafa auk-
izt og hún hefur
vaxið að virðingu á
þeim tíma, sem hún
hefur gegnt ráð-
herrastörfum, þrátt
fyrir afar erfiðar
ákvarðanir, sem
hún hefur þurft að
taka.“
Laugardagur 20. janúar