Morgunblaðið - 21.01.2001, Side 37
MINNINGAR
38 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!!"!#$ %&!" '
!(!"!($ )&*+,
!
"
$" %"
! #* "-#$!
"- .! "-/ 0 1! , 2!%#$!
* $ !(!#$!,
!"#$"%% %#&'
(() %#&' * +#% !"##
* #% ,( %#&' "# -
#$"%%
!" (.+ %#&' / ,( $"%%
. .+ . . .+
!"
# $ %
&
(
'
!" ##"
"$ "% ##" &' " (
(")" " ##" " " ' (+
" " + , #"- "#
! " #$
%
&'% ( $
)#* ) +
,-
% .
! %
!"
"
" #!
! " # $
"## $
✝ Halldór Þ. Ás-mundsson fædd-
ist 15. júní 1917,
hann ólst upp á
Bjargi í Helgustaðar-
hreppi við Reyðar-
fjörð. Hann andaðist
á dvalarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi
17. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Ásmundur
Helgason og Svein-
björg Stefánsdóttir.
Systkini hans voru
Ari, Helga og Stefán.
Ari og Stefán dóu
ungir að árum en Helga lést árið
1990.
Árið 1947 kvæntist Halldór eft-
irlifandi eiginkonu sinni Sigrúnu
Guðmundsdóttur, f. 18. október
1927, en hún ólst upp í Grafningi.
Börn þeirra eru: 1) Ásmundur
Birgir, f. 10. mars 1948, sambýlis-
kona hans er Sigrún Harðardótt-
ir. 2) Helga Guðný, f. 7. nóvember
1949, eiginmaður hennar er Guð-
mundur Sigurðsson.
3) Erna Bryndís, f. 3.
ágúst 1951, sam-
býlismaður hennar
Kornelíus Sig-
mundsson. 4) Bjarni
Guðberg, f. 11. júní
1957, eiginkona
hans er Annika Frid.
Halldór og Sigrún
eiga fjölda barna-
barna og barna-
barnabarn auk
stjúpbarnabarna.
Halldór ólst upp á
Reyðarfirði en flutti
sem ungur maður til
Reykjavíkur. Fljótlega eftir gift-
ingu fluttu þau hjónin í Kópavog
og voru ein af frumbyggjum
Kópavogs. Hann starfaði sem
múrari alla sína tíð, allt til 70 ára
aldurs. Síðustu árin dvaldi hann í
Sunnuhlíð.
Útför Halldórs fer fram frá
Kópavogskirkju á morgun, mánu-
daginn 22. janúar, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Halldór ólst upp á Bjargi við Reyð-
arfjörð, en flutti til Reykjavíkur
24ára gamall með foreldrum sínum
og Eiríki uppeldisbróður sínum.
Systir hans Helga var þegar komin
til höfuðborgarinnar þegar þetta
gerðist. Skömmu eftir komuna til
Reykjavíkur hóf Halldór nám í múr-
verki og vann við byggingar allan
sinn starfsferil. Heimahagar Hall-
dórs á Austfjörðum mótuðu uppvöxt
hans og atgervi.
Til sjós og lands voru sóttar bjarg-
ir. Skepnuhald var þó aðeins til heim-
ilis en sjósókn á litlum bátum gat þó
gefið meira en björg því að fiskur var
verkaður og seldur, en vart hefur það
verið öruggur fengur eða tryggt lífs-
viðurværi. Við Reyðarfjörð hafði þó
fólk yfirleitt nóg að bíta og brenna. Á
uppvaxtarárum Halldórs voru tóm-
stundir fremur fáar þó helstar lestur
bóka og samkomur þar sem dansað
var og spilað undir á orgel. Á slíkt
hljóðfæri lærði hann og spilaði sér og
öðrum til skemmtunar. Harmónika
var þó það hljóðfæri sem hann hafði
mest dálæti á. Sína fyrstu harmóniku
eignaðist Halldór stuttu áður en
hann flutti suður. Þessa nikku seldi
hann Stefáni Ólafssyni frænda sínum
á Helgustöðum. Fyrir rúmlega 10 ár-
um fóru Halldór og Sigrún austur á
firði á bernskuslóðir Halldórs ásamt
vinum sínum Sverri og Björgheiði.
Þau heimsóttu Helgustaði, en þar
ræður ríkjum Unnur systir Stefáns.
Unnur setti gömlu nikkuna í hendur
frænda sínum og vini. Að sögn Unnar
höfðu allir viðstaddir gaman af þegar
nikkan var handleikin af fyrrum eig-
anda, eitthvað vantaði af nótum en
það var algjört aukaatriði.
Á Bjargi var gott safn bóka. Ás-
mundur faðir Halldórs hafði ungur
maður ákveðið að í stað þess að eyða
peningum í tóbak skyldu þeir fara til
bókakaupa. Ásmundur skrifaði sjálf-
ur sögur og tók einnig saman sam-
tímaheimildir sem komið hafa síðari
tíma mönnum að gagni.
Þegar daglegri vinnu var lokið
hafði fólk færri kosti til tómstunda en
í dag, þó að það hafi unað sátt við sitt.
Lítið þurfti út af að bera til að raska
afkomu. Elsti bróðir Halldórs Ari
fékk berkla 23 ára gamall og dó á
Kristneshæli. Hjúkrun og umönnun
þurftu aðstandendur að greiða sjálf-
ir. Lokauppgjör fór fram eftir að
Halldór hafði fengið skipspláss á
mótorbátnum Sæfinni við síldveiðar.
Fjaran var leikvöllur krakkanna,
það sagði Halldór mér. Eitt sinn
hefði hann verið að leika á kletti í
fjörunni, misst fótanna og fallið í sjó-
inn, illa var nú komið, því að hann var
ekki syndur. Hundurinn á Bjargi
synti með spýtufjöl í kaftinum til
hans og varð það honum til lífs. Sögu
þessa sagði hann til að leggja áherslu
á að fólk ætti að læra að synda. Þar
eð múrverk varð hans starfsgrein
hér við Faxaflóann var hann sjálfur
ekkert að læra sund, en á efri árum
fór hann þó oft í Sundlaug Kópavogs
en sér heita pottinn nægja.
Halldór lærði múrverk hjá Hall-
dóri Halldórssyni múrarameistara.
Eiríkur Bjarnason uppeldisbróðir
hans lærði einnig múrverk en hjá
öðrum meistara. Fljótlega eftir að
þeir fóstbræður luku námi fóru þeir
að vinna saman að múrverki og gerðu
það alla sína starfsævi. Kona Hall-
dórs meistara hét Fanney en hjá
þeim kynntist Halldór konuefni sínu
Sigrúnu Guðmundsdóttur systur
Fanneyjar.
Fyrsta heimili Halldórs og Sigrún-
ar var við Grettisgötu og bjuggu þau
Ásmundur og Sveinbjörg hjá þeim.
Síðan byggðu þau árið 1951 í Kópa-
vogi og hafa búið þar alla tíð síðan,
reyndar á þremur stöðum og nú síð-
ast í Hamraborginni. Þau hafa tekið
virkan þátt í félagslífi bæjarins.
Tengdaforeldrum mínum kynntist
ég fyrir um 30 árum og hefur mér
þótt gott að vera samvistum við þetta
trausta og trygglynda fólk. Ég hef
notið þess í hvívetna og vil þakka
þeim allar góðar samverustundir.
Þau hafa reynst börnum okkar
Helgu hin besta fyrirmynd og góðir
félagar.
Blessuð sé minning Halldórs.
Guðmundur Sigurðsson.
Það er mér minnisstætt þegar ég
heimsótti þau Halldór og Sigrúnu í
fyrsta skiptið hvað þau voru gestrisin
og hvað þau tóku vel á móti mér, þó
ég talaði ekki íslensku. Það leið nú
ekki langur tími þangað til Halldór
var kominn í stofuna og byrjaður að
spila á harmonikuna. Það var alltaf
stutt í spilamennskuna og grínið hjá
honum. Þegar ég giftist Bjarna syni
þeirra og fluttist til Íslands var okkur
strax boðið að búa hjá þeim. Við
bjuggum hjá þeim fyrstu 15 mánuð-
ina meðan við vorum að bíða eftir
íbúðinni okkar. Á þeim tíma kynntist
ég Halldóri mjög vel og urðum við
góðir vinir, hann leit á mig sem sína
eigin dóttur sagði hann oft. Það var
alltaf séð vel um mig og þau hjónin
voru alltaf mjög samrýnd og alltaf
notalegt að vera nálægt þeim. Ég
held að betri tengdaforeldra sé ekki
hægt að eignast. Við fórum líka utan
saman í sumarfrí nokkur skipti, bæði
til Evrópu og Kanaríeyja, og það var
alltaf ánægjulegt að vera með þeim
og kynnast þeim náið, því þau voru
alltaf svo nægjusöm og þakklát fyrir
allt og líka góð við börnin. Það var
líka gaman að fá þau í heimsókn, en
þau komu á föstudögum í fjöldamörg
ár. Það voru ánægjulegir tímar þegar
Halldór fylgdist með barnabörnun-
um vaxa, tók sér tíma til að leika við
þau og kenna þeim alls konar spil.
Þau hjónin komu alveg þangað til
Halldór hætti að geta keyrt bíl. Þau
voru traust og alltaf til staðar fyrir
mann, og þau studdu líka hvort ann-
að í blíðu og stríðu. Ég dái þau fyrir
hvað þau voru einstakt fordæmi í að
styðja og styrkja hvort annað í hjóna-
bandinu, sem hefði orðið 54 ára í vor.
Þegar Sigrún fékk blóðtappa stóð
Halldór ótrauður fyrir heimilinu og
við hlið hennar. Og það gagnkvæma á
ekki síst við um hin síðustu ár þegar
Halldór var mjög veikur. Sigrún
studdi mann sinn af sinni alkunnu
trúfesti og einurð. Já hans mun verða
sárt saknað af okkur öllum því hann
var mjög mikið fyrir fjölskyldu sína.
Ég hlakka til að sjá hann aftur þegar
orð Jesú í Jóhannesarguðspjalli 5:28
rætast: „Undrist þetta ekki. Sú stund
kemur, þegar allir þeir, sem í gröf-
unum eru, munu heyra raust hans og
ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið
góða, munu rísa upp til lífsins.“
Þín tengdadóttir,
Annika.
Elsku yndislegi afi minn, nú ertu
farinn til betri heima og laus við allar
þjáningar. Þó að ég vissi undir niðri
að það færi að koma að því að þú
kveddir þennan heim var ég alls ekki
viðbúinn því. Ég ætlaði að heimsækja
þig í dag og segja þér frá því að ég
væri að lesa endurminningar föður
þíns, Ásmundar Helgasonar, og
spyrja þig meira um bernskuminn-
ingar þínar, en örlögin gripu í taum-
ana og ég fæ ekki tækifæri til þess,
en svona er bara lífið.
Ég er svo þakklát að við fengum að
hafa þig hjá okkur yfir jólin. Þetta
voru alveg yndisleg jól og mér fannst
þú líka hafa notið þeirra. Þetta verða
jól sem ég mun aldrei gleyma.
Elsku afi minn, þú skipar stóran
sess í lífi mínu og okkar allra. Í huga
mér og minningum ertu yndislegur,
hjartgóður, hlýr og hógvær maður,
með frábæra kímnigáfu. Þú gast allt-
af sagt eitthvað sem fékk fólk til þess
þess að hlæja og hafðir þann eigin-
leika að geta létt lund fólksins í
kringum þig. Mér finnst alveg lýs-
andi fyrir þig að meðan þú lást í veik-
indum þínum gastu alltaf gert að
gamni þínu.
Ég gleymi líka aldrei þeim stund-
um sem við áttum þegar þú spilaðir á
harmonikuna og ég dansaði eftir
músíkinni og hvað ég og Láretta vin-
kona mín skemmtum okkur konung-
lega þegar þú spilaðir Óla skans og
við dönsuðum af fullum krafti. Mér
er líka minnisstætt þegar ég fékk að
standa á fótunum á þér og þú labb-
aðir með mig, það fannst mér ofsa-
lega skemmtilegt.
Elsku alfi, ég þakka þér fyrir allt
sem þú hefur kennt mér og gefið. Ég
veit að það er veganesti sem mun
alltaf nýtast mér á lífsleiðinni og
finnst mér synd að yngstu barna-
börnin þín fái ekki sama tækifærið til
að kynnast þér eins og við eldri feng-
um.
Guð veri með þér, elsku afi minn,
þú ert sá allra allra besti.
Ragnhildur.
HALLDÓR Þ.
ÁSMUNDSSON
Fleiri minningargreinar um Hall-
dór Þ. Ásmundsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.