Morgunblaðið - 21.01.2001, Page 39

Morgunblaðið - 21.01.2001, Page 39
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bára Þórðardótt-ir fæddist í Vest- mannaeyjum 23. febrúar 1924. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík 12. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- finna Stefánsdóttir húsfreyja, f. 11.10. 1895 í Sandvík í Norðfjarðarhr., S- Múl, d. 5.5. 1971, og Þórður Þórðarson skipstjóri, f. 12.1. 1893 á Sléttabóli á Brunasandi, V- Skaftafellssýslu, d. 1.3. 1942 í sjó- slysi. Systkini Báru voru: Sigríður húsfreyja, f. 24.3. 1921, d. 12.1. 1996; Ása Magnea, f. 19.5. 1922, d. 19.12. 1931; Eyþór vélvirki, f. 4.11. 1925, d. 16.11. 1998; Stefanía versl- unarmaður, f. 20.10. 1930; Ási Markús sjómaður, f. 22.6. 1934. Hinn 8. febrúar 1944 eignaðist Bára soninn Þór Hafdal, deildar- stjóra á Eyrarbakka. Faðir hans var Ágúst Eiríkur Hannesson hús- húsmóðir í Ástralíu. Hún er gift Birni Ágústssyni, f. 13.11. 1946 og eiga þau þrjú börn; Ágúst Odd, f. 27.4. 1966, sem er kvæntur Carol- yne Pearson, f. 30.5. 1966. Þeirra dætur eru Jessica Ann, f. 16.1. 1987 og Candice Jane, f. 1.9. 1994; Báru Lindu, f. 5.11. 1973 og Halldór Dav- íð, f. 10.2. 1971. Öll búsett í Ástr- alíu. 19.1. 1953 fæddist svo Lára Hjördís, sálfræðingur í Reykjavík. Hún er gift Benedikt Jóhannssyni sálfræðingi, f. 15.3. 1951. Þeirra börn eru Rúnar Steinn, f. 27.3. 1987 og Bára Dís, f. 27.5. 1988. Halldór Hafdal er svo næstyngstur, f. 12.7. 1959, sjómaður og vélstjóri, búsett- ur á Vatnsleysuströnd, kvæntur Dagmar Jóhönnu Eiríksdóttur, f. 20.2. 1961, sem starfar við nudd og nálastungur, og eiga þau dótturina Hólmfríði Kríu, f. 2.12. 1997, og Ketil Huga Hafdal, f. 29.8. 2000. Linda Björk, f. 29.12. 1962, húsmóð- ir, er svo yngst. Hún á dæturnar Evu Dís, f. 26.5. 1983, og Ingu Rut, f. 5.12. 1984, Jósepsdætur og er í sambúð með Hjálmari Jóni Guð- mundssyni skipstjóra, f. 8.5. 1954, þau eiga Ástu Sóleyju, f. 12.10. 1998, og eru búsett í Höfnum. Útför Báru fer fram frá Foss- vogskapellu á morgun, mánudag- inn 22. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. gagnasmiður, f. 2.8. 1927, d. 31.1. 1951. Af fyrra hjónabandi á Þór tvo syni búsetta í Bandaríkjunum; Ágúst Hafdal, f. 1.9. 1966, kvæntur Mary Millard Cerasi, f. 4.2. 1966, og eiga þau Patric Lee, f. 9.6. 1990 og Margret Ann, f. 12.3. 1992; og Kristófer Hafdal, f. 7.9. 1968, kvæntur Leanne Cerasi, f. 6.10. 1967. Með núverandi konu sinni, Jensínu Jensdóttur, f. 24.4. 1953, banka- starfsmanni, á Þór dótturina Guð- finnu Hafdísi, f. 25.5. 1977. Hinn 1. janúar 1952 giftist Bára Halldóri Kristmundi Hjartarsyni sjómanni, f. 27.6. 1927, d. 21.6. 2000. Þeim varð fimm barna auðið. Elstur var Rúnar Hafdal, f. 4.1. 1948. Hann var guðfræðinemi við Háskóla Íslands, en lést eftir um- ferðarslys 5. apríl 1971, þá aðeins 23 ára að aldri. Næstelst barnanna er Guðfinna Margrét, f. 2.2. 1949, Mánudaginn 22. janúar verður tengdamóðir mín, Bára Þórðardótt- ir, lögð til hinstu hvílu eftir langvar- andi veikindi. Eiginmaður hennar, Halldór K. Hjartarson, annaðist hana af alúð og hlýhug í veikindum hennar meðan heilsa þeirra beggja leyfði, en hann andaðist síðastliðið sumar. Síðustu árin naut Bára góðr- ar aðhlynningar á hjúkrunarheim- ilinu Víðihlíð í Grindavík og var Hall- dór þar tíður gestur. Kunna aðstand- endur starfsfólki heimilisins bestu þakkir fyrir. Bára ólst upp í Vestmannaeyjum í stórum systkinahópi, en faðir hennar lést ungur í sjóslysi. Frá barnsaldri dvaldi hún oft á sumrin að Spákels- stöðum í Dalasýslu og bar alla tíð hlýjar tilfinningar til fólksins þar. Að Spákelsstöðum fæddi hún elsta son sinn tvítug að aldri. Bára og Halldór bjuggu lengi í Reykjavík með stóran barnahóp, uns þau fluttu til Keflavík- ur 1974 og síðar til Ytri-Njarðvíkur. Stundaði hún jafnan vinnu utan heimilis jafnframt því sem hún ann- aðist börnin og sá um daglegan rekstur heimilisins, en Halldór lagði lengstum stund á sjómennsku. Bára var glaðvær, mjög dugleg, útsjónar- söm og handlagin. Hún bjó fjölskyld- unni hlýlegt heimili af mikilli smekk- vísi og saumaði jafnvel falleg föt á börnin að loknum löngum vinnudegi. Hún lét sér alla tíð annt um fjöl- skyldu sína og var mjög natin við börn. Þess nutu barnabörnin oft í ríkum mæli. Bára var dýravinur og hafði svo- kallaða græna fingur. Meðan þau hjónin bjuggu á Elliðavöllum í Kefla- vík ræktuðu þau verðlaunagarð við húsið sitt. Hún var gjafmild, ósér- hlífin og alltaf tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd. Sem dæmi má nefna að hún lét sér ekki muna um að gefa tví- burum nágrannakonu, sem ekki náði að mjólka nóg, af móðurmjólk sinni þegar hún var sjálf með barn á brjósti. Ótímabært fráfall Rúnars Hafdals sonar þeirra af slysförum var Báru og Halldóri mikið áfall. Þau stóðu þétt saman í sorginni og að honum látnum gáfu þau út bókina „Sólris“ með ljóðum Rúnars. Eins og við út- för Halldórs síðastliðið sumar verður við jarðarför Báru sungið ljóðið „Nýr þjóðsöngur“ eftir Rúnar, við gullfal- legt lag Björns Bergssonar, sam- stúdents hans. Ljóðið er fullt af trega og angurværum söknuði. Þau Bára og Halldór eru einnig sannar- lega kvödd með söknuði og hlýhug. Blessuð sé minning þeirra. Hrygg við kveðjum kæra konu sem kunni að lifa og duga. Við anda hennar Guði gefum og geymum í okkar huga. Hinum sára harmi slegin hjörtu okkar tifa. Himnaríki er þó innra með öllum sem eftir lifa. Þótt sortni yfir sálarranni syrgjum, en bugumst eigi. Lífið okkur Guð hann gefur gleðjumst á nýjum degi. Benedikt Jóhannsson. Góð vinkona okkar og uppáhalds- frænka Bára Þórðardóttir er fallin frá. Þegar nánir vinir kveðja eftir langa samfylgd leitar hugurinn yfir farinn veg, leitar að myndum og minningum frá samverustundum og atburðum sem hafa mótað lífsbraut- ina. Með okkur var afar kært, hún Bára frænka hafði alltaf svo mikið að gefa og miklu að miðla. Það var hressilegt andrúmsloftið í kringum Báru, því hún var svo sérstaklega já- kvæð og skemmtileg. Þegar við hugsum til baka til okk- ar barnæsku var það heimili elsku frænku sem stendur einna hæst í minningunni, því vinátta og tryggð var mikil milli foreldra okkar og Báru fjölskyldu. Aldrei var farið til Reykjavíkur án þess að heimsækja Báru og eins var það hjá þeim þegar til Suðurnesja var farið var komið við hjá okkur. Minnisstæð ferð, er við systurnar fórum á laugardegi með mömmu út á Nes til Báru, því hún ætlaði að sauma á okkur jólakjólana. Ekki gleymdi hún að sauma eins kjóla á dúkkur okkar. Þvílíkt hvað við vor- um allar fínar. Árið 1974 fluttist Bára og fjöl- skylda til Keflavíkur. Dagleg sam- skipti urðu þá milli móður okkar og Báru og nutum við þess að fá að fylgjast með þegar sest var niður til að fá sér kaffibolla. Á hverju vori kom Bára á meðan heilsan leyfði með garðklippurnar sínar og snyrti trén í garðinum mínum, betri garðyrkju- mann var ekki hægt að hugsa sér. Okkur langar að þakka þér, elsku frænka, fyrir að fá að alast upp í samfylgd við þig og börnin þín, en það var stór hluti æsku okkar. Elsku frænka, guð geymi þig. Elfa og Þórey Eyþórsdætur. BÁRA ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Carl BirgirBerndsen var fæddur í Reykjavík 23. ágúst 1935. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar Carls Birg- is voru Carl Emil Berndsen, f. 13. febrúar 1905 á Skagaströnd, d. 11. janúar 1939 og Sig- ríður Ingimundar- dóttir, f. 8. október 1908 áBrúnastöðum í Flóa, d. 21. júlí 1965. Fósturfaðir Carls Birgis var Guð- jón Eyjólfsson, f. 2. janúar 1902, d. 12. desember 1987. Hálfbróðir Carls Birgis er Emil Rúnar Guð- jónsson, f. 30. desember 1947. Eig- inkona hans er Oddný Magnús- dóttir og eiga þau tvo syni. Árið 1959 kvæntist Carl Birgir Ingveldi Guðmundsdóttur, f. 18. nóvember 1937. Foreldrar hennar voru Guðmundur Eiríksson, gull- smiður og Amalía Þorleifsdóttir. Dætur Carls Birgis og Ingveldar eru fjórar, þær 1) Amalía Bernd- sen, f. 22. september 1959, gift Sveinbirni Þór Haraldssyni vél- virkja og eiga þau þrjú börn, Inga Björk, f. 1981, Har- aldur Þór, f. 1986 og Berglind Berndsen, f. 1989. 2) Sigríður Jóna Berndsen, f. 13. ágúst 1964, gift Birni Jónssyni viðskipta- fræðingi og eiga þau tvö börn, Karl Birg- ir, f. 1988 og Guðrún Sandra, f. 1992. 3) Berglind Berndsen, f. 12. júlí 1977, henn- ar unnusti er Andri Sveinsson. 4) Birna Berndsen, f. 12. júlí 1977, hennar unnusti er Lúther Ólason. Carl Birgir lauk vélvirkjun frá Hamri 1958 og vélstjóraprófi frá Vélskóla Íslands 1960. Hann starf- aði sem verkstjóri hjá Hamri frá 1968–1984, síðan við skipaeftirlit hjá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík til 1990 en þá sameinuðust Hrað- frystistöðin og Grandi hf. Þar starfaði hann við skipaeftirlit þar til hann lést. Carl Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Nú ertu farinn frá okkur, elsku pabbi minn, það er erfitt að sætta sig við það, að missa foreldri er eitthvað sem maður kvíðir fyrir alla ævi, svo þegar það gerist er skellurinn harður. Þú varst búinn að vera sjúklingur í mörg ár en aldrei kvartaðir þú, það var harkan og dugnaðurinn sem dreif þig áfram. Fyrir tveimur mánuðum greindist þú með illvígan sjúkdóm og þurftir að ganga í gegnum margar erfiðar að- gerðir, það var alveg ótrúlegt hvað þú varst duglegur allan þennan tíma, þú varst líka svo ákveðinn í að komast heim aftur en svo þegar ljóst var að ekkert væri fram undan kom uppgjöf- in og þreytan fram, eins og þú sagðir við mömmu daginn áður en þú kvadd- ir; „Inga mín, nú get ég ekki meir, ég ætla að ekki að berjast lengur“. Þú ákvaðst þarna að nú væri þetta búið en hafðir samt áhyggjur af því hvað yrði um mömmu, hvort það yrði í lagi með hana og svo okkur stelpurnar, hvernig við myndum taka þessu. Þetta lýsir þér vel, pabbi minn, að hafa áhyggjur af öðrum en sjálfum þér. En þú þarft ekki að hafa áhyggj- ur af mömmu, við stelpurnar munum passa hana vel fyrir þig, pabbi minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku pabbi minn, þakka þér fyrir allt, einhvern tímann munum við hitt- ast aftur. Minningin um þig mun alltaf lifa innra með okkur. Þín dóttir, Sigríður Jóna. Elsku pabbi okkar. Þá er komið að kveðjustund þótt við báðum svo oft til Guðs að þér myndi batna og komast heim sem þú þráðir svo mikið. En við vitum að nú ert þú kominn á þann stað þar sem þér líður vel, þú ert með okkur heima og styrkir okkur á þessari erfiðu stundu. Við þökkum þér fyrir þau ár sem við fengum að hafa þig og við munum standa okkur vel í lífinu. Þú varst svo stoltur af því sem við erum að gera. Þau ljós sem skærast lýsa skína líka glaðast bera mesta birtu og brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og þann dóm enginn skilur En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það leiddi ást og yndi með öllum sem það gladdi þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þó situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik G. Þorleifsson.) Elsku pabbi. Þú munt alltaf lifa í hjörtum okkar. Þínar dætur, Berglind og Birna. Fræ í frosti sefur fönnin ei grandar því. Drottins vald á vori vekur það upp á ný. Elska hans gefur öllu líf og skjól. Guðs míns kærleiks kraftur, kom þú og ver mín sól. (Þýð. Sigurbj. Ein.) Elsku pabbi. Það er margt sem kem- ur upp í huga mér og mörg tárin sem falla þegar ég læt hugann reika í gegnum árin. Hve gaman það var þegar við fórum í Blóm og ávexti til frænda og alltaf stakk frændi ein- hverju í lítinn lófa og allar ferðirnar okkar um landið, mamma lesandi upp úr Vegahandbókinni, því þú vildir að við fræddumst um landið og nú er ég tekin við þessu hlutverki að fræða mín börn. Þegar við Bjössi ákváðum að fara að byggja ung að árum studdir þú okkur í þeirri ákvörðun og eins hvatt- ir þú Bjössa og Njalla til að fara út í sjálfstæðan rekstur og eins og þeir segja þá ertu guðfaðir Vélaviðgerða. Ég vildi að ég hefði sagt þér pabbi minn hversu vænt mér þykir um þig því mikil pabbastelpa er ég. Mig lang- ar að segja þér svo margt sem létt gæti á hjarta mínu og ég veit að það hefði létt líka á þínu en ég skal lofa því að hugsa vel um mömmu. Ég veit að þér líður vel núna og vel hefur verið tekið á móti þér, en eftir sitjum við hin og syrgjum og ef ég gæti breytt því sem liðið er þá veistu hverju ég myndi breyta og ég veit að það væri þinn vilji líka og ég myndi kveðja þig sáttari en ég geri í dag. Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu, dauðinn er sár en það hjálpar að hugsa um allt það góða sem við áttum saman. Þín dóttir, Amalía. Vinur minn og náinn samstarfs- maður í rúman aldarfjórðung, Birgir Berndsen, er látinn og fer útför hans fram á morgun, 22. janúar. Kynni okkar hófust árið 1974 þegar Hrað- frystistöðin í Reykjavík hf. hóf rekst- ur á tveim nýjum skuttogurum, Eng- ey og Hrönn (síðar Viðey), og samið var við vélsmiðjuna Hamar um við- gerðarvinnu á skipunum. Kom það mest í hlut Birgis, sem var verkstjóri þar, að stjórna þeirri vinnu. Hann öðl- aðist með tímanum yfirburðaþekk- ingu á útbúnaði skipanna og varð það að ráði tíu árum síðar að hann hætti í Hamri og réðst til Hraðfrystistöðvar- innar. Hann hélt nákvæma skrá yfir allar bilanir og viðgerðir og sá til þess að til taks væru helstu varahlutir svo að tafir vegna viðgerða yrðu í lág- marki og var vel undirbúinn þegar fyrir dyrum stóð vélaupptekt eða öx- uldráttur. Oft var leitað til hans frá útgerðum systurskipa um ráðlegg- ingar og lán á varahlutum. Árið 1990 sameinaðist Hraðfrystistöðin Granda hf. og síðan höfum við unnið náið sam- an í skipaþjónustu fyrirtækisins þar sem hann hefur síðustu árin haft á hendi eftirlit með togurunum Ásbirni og Ottó N. Þorláksssyni. Hann var einstaklega samviskusamur og áhugasamur um að allt væri í besta lagi í þeim skipum sem hann hafði umsjón með og kunnu skipverjar vel að meta áhuga hans og eignaðist hann marga vini meðal þeirra. Birgir missti föður sinn mjög ungur og ólst upp hjá einstæðri móður sinni fram undir fermingu við fremur kröpp kjör. Bjuggu þau í leiguhúsnæði og þurftu oft að skipta um íbúð. Hann kynntist því jafnöldrum í mörgum hverfum borgarinnar og þekkti til fjölmargra Reykvíkinga á okkar aldri. Hann létti undir með móður sinni með blaðasölu og sem sendisveinn hjá heildsölu. Var hann mjög minnugur á fyrirtæki sem störfuðu í miðbænum á árunum eftir stríð en eru nú mörg horfin og hafði gaman af að rifja þau upp og prófa minni mitt um staðsetningu húsa og fyrirtækja á þeim tíma. Hann hafði sérstakan áhuga á sögu Reykjavíkur og hafði lesið það sem hann komst yfir um hana. Vinnan og fjölskyldan áttu hug hans allan og heima fyrir var Birgir líka sívinnandi. Hann annaðist allt viðhald úti og inni á húsi sínu sem hann hafði byggt mikið til sjálfur og skipti ekki máli hvort laga þurfti múr, timbur eða málm. Og gamli sjö manna fjölskyldubíllinn sem hann notaði síð- ustu árin í vinnunni var óþrjótandi verkefni. Hann var staðráðinn í að láta hann endast eins lengi og mögu- legt væri. Nánustu samstarfsmenn Birgis vissu að hann gekk ekki heill til skóg- ar síðustu misserin þó að hann hlífði sér hvergi og kvartaði aldrei. Fyrir rúmum tveim mánuðum greindist hann með mein sem þurfti að nema brott en átti ekki afturkvæmt af sjúkrahúsinu. Á kveðjustund þakka ég Bigga samfylgdina og við Adda vottum Ingu, dætrunum fjórum og öðrum ástvinum djúpa samúð. Minn- ingin um góðan dreng mun lifa og veita þeim styrk. Þórh. Helgason. Veizt ef vin átt, þann er vel trúir, far þú at finna oft, þvíat hrísi vex CARL BIRGIR BERNDSEN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.