Morgunblaðið - 21.01.2001, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 51
DAGBÓK
ÞRJÚ grönd voru spiluð og
unnin út um víðan völl í
þessu spili frá þrettándu um-
ferð Reykjavíkurmótsins:
Norður gefur; NS á
hættu.
Norður
♠ 6
♥ Á104
♦ K97
♣KG9842
Vestur Austur
♠ ÁG10752 ♠ K4
♥ K6 ♥ 8732
♦ 654 ♦ DG1083
♣D3 ♣76
Suður
♠ D983
♥ DG95
♦ Á2
♣Á105
Venjulega kom vestur út
með millispaða, gosa eða tíu,
og vörnin gat tekið þrjá slagi
á spaða og síðan ekki söguna
meir. Eitt af þessum
„dauðu“ spilum, sem enga
athygli vekja. En þegar bet-
ur var að gáð kom í ljós að
Matthías Þorvaldsson í Sub-
aru-sveitinni hafði einn
manna farið niður á þremur
gröndum. Hvernig í ósköp-
unum gat það gerst?
Í vörninni voru bræðurnir
Sigurbjörn og Anton Har-
aldssynir í sveit Skeljungs.
Sigurbjörn valdi að koma út
með fjórða hæsta spaðann –
sjöuna. Anton tók með kóng
og spilaði fjarkanum til baka
og Sigurbjörn átti slaginn á
tíuna. Sigurbjörn var með
stöðuna í spaðanum á
hreinu, svo hann ákvað að
hætta við þann lit og skipti
yfir í hjartasexu!
Setjum okkur nú í spor
Matthíasar. Frá hans bæjar-
dyrum er sennilegt að aust-
ur hafi byrjað með K42 í
spaða. Sem þýðir að Anton
má alls ekki komst inn til að
spila spaðatvistinum í gegn-
um D9. Svíningin í hjarta er
líka óþörf ef laufið skilar sex
slögum. Matthías fór því upp
með hjartaás, tók laufkóng
og svínaði tíunni í bakaleið-
inni. Mjög rökrétt, því aust-
ur er líklegri til að eiga fleiri
lauf en vestur miðað við
skiptinguna í spaðalitnum.
En Bessi átti drottn-
inguna í laufi og það reyndist
fimmti slagur varnarinnar
með þremur á spaða og ein-
um á hjartakóng!!!
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson.
Árnað heilla
LJÓÐABROT
Til fánans
Rís þú, unga Íslands merki,
upp með þúsund radda brag.
Tengdu í oss að einu verki
anda, kraft og hjartalag.
Rís þú Íslands stóri, sterki
stofn með nýjan frægðardag.
- - -
Skín þú, fáni, eynni yfir
eins og mjöll í fjallahlíð.
Fangamarkið fast þú skrifir
fólks í hjartað ár og síð.
Munist, hvar sem landinn lifir,
litir þínir alla tíð.
Einar Benediktsson
85ÁRA afmæli. Á morg-un mánudaginn 22.
janúar verður 85 ára Val-
borg E. Emilsdóttir, ljós-
móðir, Borgarholtsbraut
27, Kópavogi. Eiginmaður
hennar var Guðmundur
Ólafsson, bókbindari. Hann
lést 1999.
50ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 22.
janúar, verður fimmtugur
Gunnar Ólafsson, yfirvél-
stjóri á ms. Goðafossi. Eig-
inkona hans er Sólveig G.
Guðmundsdóttir. Þau
dvelja á Kanaríeyjum á af-
mælisdaginn.
50ÁRA afmæli. Fimm-tugur verður
þriðjudaginn 23. janúar
Hjalti Garðar Lúðvíksson,
framkvæmdastjóri, Lang-
holtsvegi 53, Reykjavík.
Eiginkona hans er Ólafía
Jóna Eiríksdóttir, leik-
skólakennari. Þau taka á
móti gestum á Grand Hót-
eli frá kl. 18 á afmælisdag-
inn.
BRÚÐKAUP.
Gefin voru sam-
an 20. október sl.
í Kópavogskirkju
af sr. Eðvarð
Ingólfssyni, El-
ísabet Guð-
mundsdóttir og
Ólafur Hjörtur
Magnússon, Með
þeim á myndinni
er sonur þeirra
Egill Már Hjart-
arson. Heimili
þeirra er í
Reykjavík.
FÉLAG það, sem stend-
ur að baki Morgun-
blaðinu (Mbl.) og hefur
rekið það, nær frá upp-
hafi árið 1913, heitir Ár-
vakur. Í almennu máli er
til lo. árvakur, og haft
m.a. um þann, sem
snemma vaknar á
morgnana. Þeir, sem
mynduðu þetta nafnorð
eftir lo., létu það fall-
beygjast eins og no. ak-
ur, þ. e. sem a-stofna orð
með stofnlægu r-i, sem
helzt í öllum föllum et.
og ft.: akur, akur, akri,
akurs, ft. akrar, akra,
ökrum, akra. Frá Mbl.
var greint í Ríkisútvarp-
inu ekki alls fyrir löngu
og sagt frá rekstri þess
og útbreiðslu og þá rætt
um félagið, sem á og
rekur Mbl., þ.e. Árvakur
ehf. Sá sem flutti þennan
pistil, virðist halda, að
nafn félagsins beygist
eins og no. dagur, sem er
líka a-stofn, en ekki með
stofnlægu r-i: dagur,
dag, degi, dags. Í ft. dag-
ar o.s.frv. Þess vegna
notaði hann tvívegis ef.
Árvaks í frásögn sinni.
Sú er samt ekki raunin.
Nafn fyrirtækisins er í
nf. Árvakur, í þf. Árvak-
ur, við tölum um Árvak-
ur (ekki Árvak), þgf. er
Árvakri, hann vinnur hjá
Árvakri (alls ekki Ár-
vak), og hann er í stjórn
Árvakurs (ekki Árvaks).
Hér má svo bæta við no.
faraldur, sem beygist
eins; þf. faraldur, þgf.
faraldri, ef. faraldurs.
Læknar munu tala um
faraldursfræði, ekki far-
aldsfræði. Á sama hátt
beygist t. d. no. otur, ot-
ur, otri, oturs. í ft. otrar,
otra, otrum, otra. - J.A.J.
ORÐABÓKIN
Árvakur
Námskeið á vorönn
hefjast í vikunni
BRIDSSKÓLINN
Byrjendanámskeið: Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni
kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Það er fólk á öllum
aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Láttu slag standa! Tíu þriðjudagskvöld
frá kl. 20-23.
Framhaldsnámskeið:
Standard-sagnkerfið verður skoðað í smáatriðum, en auk þess verður mikil áhersla
lögð á varnarsamstarfið og spilamennsku sagnhafa. Ný bók, Nútíma brids, eftir Guð-
mund Pál Arnarson, verður lögð til grundvallar. Kjörið fyrir þá sem vilja tileinka sér
nútímalegar aðferðir og taka stórstígum framförum. Ekki er nauðsynlegt að hafa
með sér spilafélaga. Tíu fimmtudagskvöld frá kl. 20-23.
Öll kennslugögn fylgja báðum námskeiðum
Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247
milli kl. 13 og 18 virka daga.
Bæði námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands
Íslands, Þönglabakka 1 í Mjódd, þriðju hæð.
Byrjendur: Hefst þriðjudaginn 23. janúar
Framhald: Hefst fimmtudaginn 25. janúar
Þvagfæraskurðlæknir
Hef opnað læknastofu í Læknastöðinni,
Álfheimum 74, Glæsibæ.
Tímapantanir í síma 568 6311
alla virka daga frá kl. 9.00-17.00.
Baldvin Þ. Kristjánsson,
sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum
og almennum skurðlækningum.
Verslunin
GLUGGINN
er til sölu
Upplýsingar í síma 899 7854.
Hjá SvönuOpið mán.–föst. frá kl. 10–18 laugard. frá kl. 10–18
ÚTSALA
ENN MEIRI VERÐLÆKKUN
Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996.
STAÐAN Kom upp á Hastings-
mótinu er lauk fyrir skömmu. Hvítt
hafði hinn ungi armenski stórmeist-
ari Levon Aronjan (2551) gegn
enska kollega sínum Jim Plaskett
(2525). 33.Bxd5! Kc7 biskupinn er
friðhelgur þar sem eftir 33...cxd5
34.Rb3+ verður hvítur skiptamuni
yfir. 34.Bxc6! Rd6 enn var biskupinn
friðhelgur þar sem eftir 34...Kxc6
35.Rb3+ Kb6 36.Rxa5 Kxa5
37.Hc5+ verður hvítur aftur skipta-
muni yfir. 35.Bxa4! löngu og ströngu
ferðalagi biskupsins er lokið og eru
þrjú peð uppskera erfiðisins. Það
þarf ekki að fjölyrða um það að það
var kappnóg til að stýra skákinni til
farsælla lykta. Framhaldið varð:
35...Kd8 36.Hc3 g5 37.Bc2 Bxc2
38.Hxc2 Ha7 39.Re6+ Ke7 40.Rxg5
Kf6 41.Rf3 Kf5 42.Kf2 Kf4 43.Rd2
Ha4 44.Rb3 Ha8 45.Rc5 og svartur
gafst upp saddur lífdaga. 7. umferð
Skákþings Reykjavíkur fer fram kl.
14.00 sunnudaginn 21. janúar í
félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur
í Faxafeni 12.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert miðpunktur athygl-
innar og hrókur alls fagn-
aðar en þarft að gæta þess
að ganga ekki of nærri
vinum þínum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú þarft að skipuleggja tím-
ann þinn miklu betur en þú
gerir nú þar sem þú kemst
ekki yfir þá hluti sem þér ber
að vinna. Láttu ekki ókunn-
uga rugla þig í ríminu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þótt þú haldir annað ertu
gæddur nægum innri styrk
til að takast á við þau verk-
efni sem menn vilja fela þér.
Þú getur því óhræddur tekið
þau að þér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það getur oft reynst erfiðara
en virðist í fljótu bragði að
laga hluti sem hafa verið
látnir dankast lengi. Láttu
samt slag standa.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það eru margir metnaðar-
fullir menn í kringum þig og
þú mátt varast að verða ekki
í vegi fyrir einhverjum
þeirra. Þú þarft að sýna
mikla lagni til þess að fá frið
með þitt.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þótt það sé ekki alltaf
skemmtilegt að hlusta á
skoðanir annarra má oft læra
ýmislegt af þeim. Það er svo
margt hægt að lesa út úr fari
fólks og tali.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú hefur lagt hart að þér að
undanförnu og ert þú að upp-
skera laun erfiðis þíns.
Njóttu þeirra og láttu þau
lyfta þér áfram til nýrra
átaka.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er ekkert við því að segja
þótt ekki gangi allir hlutir
upp eins og til er ætlast.
Þetta á ekki að draga úr þér
kjarkinn heldur kenna þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Gefðu þér tíma til þess að
kynna þér nýju starfsáætl-
unina sem þú átt að vinna
eftir.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er engin ástæða fyrir þig
til þess að vera að væla yfir
hlutunum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Varastu að taka of mikla
áhættu í starfi því þótt sjálf-
sagt sé að vera óragur við
nýjungar þá er líka hægt að
taka svo stór skref að maður
detti niður í milli.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vísaðu fólki kurteislega frá
þér þegar þér finnst það vera
orðið yfirþyrmandi.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú þarft að sjá til þess að þú
fáir einhverja stund milli
stríða því ef þú heldur svona
áfram þá endar þetta bara
með því að þú gengur fram af
þér.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík