Morgunblaðið - 21.01.2001, Page 63

Morgunblaðið - 21.01.2001, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Á HEIMSMÆLIKVARÐA S: 569 7700 VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR FORNLEIFAUPPGRÖFTUR er hafinn í Aðalstræti í Reykjavík, en þar er fyrirhugað að reisa hótel og fleiri byggingar á næstu árum. Fornleifafræðingar eru búnir að moka ofan af gömlum göngustíg sem er talinn vera frá dögum Inn- réttinga, en vitað var um tilvist hans frá fyrri rannsóknum. Orri Vésteinsson fornleifafræðingur, sem stjórnar uppgreftrinum ásamt Mjöll Snæsdóttur, sagðist vænta þess að uppgröfturinn ætti eftir að varpa nýju ljósi á byggð á þessu svæði. Það er afar óvenjulegt að unnið sé að fornleifauppgreftri í janúar. Orri sagði að ástæðan fyrir því að unnið væri á þessum árstíma væri sú að fornleifarannsóknum á lóð- inni ætti að vera lokið 1. júlí og menn vildu hafa góðan tíma til að rannsaka svæðið. Vinnan hefði gengið vel til þessa, en hann kvaðst viðbúinn snjókomu og frosti. Á lóðinni Aðalstræti 14 stóð eitt af húsum Innréttinga, sem reist var 1752–54, en það brann 1764 og var annað hús reist á grunni þess. Orri sagði að stéttin sem komið hefði í ljós tilheyrði að öllum lík- indum þessu húsi. Hann sagði að áformað væri að taka hana upp og skoða hvað leyndist undir henni. Þarna væru óhreyfð mannvistarlög sem spennandi yrði að skoða. Mjög spennandi yrði að skoða mannvist- arlög undir húsinu sem stæði á lóð- inni Aðalstræti 16, en það hús er talið vera að stofni til frá tímum Innréttinganna, en því hefur marg- sinnis verið breytt. Orri sagði að þær fornleifarann- sóknir sem gerðar hefðu verið á þessu svæði hefðu leitt í ljós að þarna væru leifar af mörgum skál- um sem hefðu staðið þarna á land- námsöld. Þarna hefði því snemma myndast eins konar þorp. Hann kvaðst vænta þess að rannsókn- irnar sem væru að fara af stað kæmu til með að varpa nýju ljósi á þá byggð sem þarna hefði verið í gegnum aldirnar. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður sagði að fyr- irhugað væri að fara út í umfangs- mikinn fornleifagröft í Aðalstræti. Uppgröfturinn í Aðalstræti 14 væri aðeins fyrsta skrefið. Í framhald- inu yrði grafið í Aðalstræti 16 þeg- ar viðgerðir á því húsi hæfust. Jafnframt væri áformað að kanna svæðið þar sem fyrirhugað er að reisa nýbyggingar, alveg upp með Túngötu. Búið væri að kanna það svæði lítillega og flest benti til að ekki væri að finna miklar mann- vistarleifar ofar í brekkunni. Guðný Gerður sagði alls ekki útilokað að reynt yrði að búa svo um hnútana að þær fornminjar sem yrðu grafnar upp yrðu hluti af götumyndinni í framtíðinni. Það kæmi t.d. til greina að gefa vegfar- endum kost á að ganga eftir þess- ari stétt sem lögð var á tíma Inn- réttinganna og Skúli fógeti og samtímamenn hans hefðu að öllum líkindum gengið eftir á sínum tíma. Morgunblaðið/Ásdís Frá fornleifauppgreftrinum í Aðalstræti. Fremst er göngustígurinn sem lagður var á tímum Innréttinganna. Grófu niður á stétt frá tímum Inn- réttinga Fornleifauppgröftur í Aðalstræti í fullum gangi um miðjan vetur REKSTRARKOSTNAÐUR Íbúða- lánasjóðs var 652 milljónir kr. á árinu 2000 samkvæmt bráðabirgða- uppgjöri, sem er um 60 milljónum kr. hærri útgjöld en ráð var fyrir gert í fjárlögum og 15 milljónum kr. hærri en rekstrarútgjöld ársins 1999, en í fjárlögum var gert ráð fyr- ir að talsverður sparnaður myndi nást í rekstrinum á síðasta ári miðað við árið 1999. Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að á þessari útkomu séu ýmsar skýr- ingar, en þó þær fyrst og fremst að komið hafi í ljós að fjárhagsáætlun fyrir árið 2000 hafi verið óraunhæf, einkum hvað launaliðinn snerti. Gert hefði verið ráð fyrir að sú mikla kostnaðaraukning sem varð vegna launa á árinu 1999 myndi eitthvað dragast saman vegna minni þenslu og umsvifa í þjóðfélaginu, en sú hefði ekki orðið raunin. Gert hefði verið ráð fyrir að til launa færu 183 millj- ónir kr. samkvæmt fjárlögum og að launaútgjöld lækkuðu um 13 millj- ónir kr. frá rauntölum árins 1999, en niðurstaðan hefði orðið 206 milljónir kr. kostnaður vegna þeirra. 22 milljóna kr. kostnaðaraukn- ing vegna millibankagjalda Það skýrðist einkum af miklum umsvifum. Þegar Íbúðalánasjóður hefði hafið starfsemi í ársbyrjun 1999 hefðu starfsmenn verið 49 en í árslok sama ár hefðu þeir verið 60. Sami starfsmannafjöldi hefði verið hjá sjóðnum í árslok 2000, enda hefðu útlán og afgreiðslur verið mjög mikil á síðasta ári og ekki dreg- ist nema lítilsháttar saman frá fyrra ári. Hækkun launaliðarins milli ára um 9–10 milljónir skýrðist aðallega af 3% launahækkun í ársbyrjun 2000 og launaflokkahækkunum. Guðmundur sagði að aðrir liðir hefðu einnig hækkað verulega á síð- asta ári, liðir sem væru utan vald- sviðs stofnunarinnar og hún réði því ekki við. Þar væri annars vegar um að ræða hækkun á millibankagjöld- um úr 45 kr. í 75 kr. eða um 60%, en það þýddi 22 milljóna kr. kostnaðar- aukningu sjóðsins á síðasta ári. Hins vegar hefðu póstburðargjöld hækk- að um 10% og það hefði valdið 4 millj. kr. kostnaðaraukningu hjá sjóðnum. Þá væri húsaleiga einnig 5 millj. kr hærri en ráð hefði verið fyrir gert, en þar væri um nýjan kostnaðarlið að ræða þar sem sjóðurinn hefði áður verið í eigin húsnæði. Kostnaður vegna flutningsins hefði einnig reynst vera 7 milljónum kr. hærri en ráð var fyrir gert, sérfræðiþjónusta hefði farið 4 milljónir umfram áætl- anir og styrkir vegna tækninýjunga hefðu hækkað um 7 milljónir kr. Guðmundur sagðist aðspurður áfram telja raunhæft að stefna að því að rekstrarkostnaður Íbúðalána- sjóðs yrði sambærilegur við rekstr- arkostnað Húsnæðisstofnunar, en samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoð- unar frá síðastliðnu vori var rekstr- arkostnaður Íbúðalánasjóðs á árinu 1999 17,6% hærri en hann var að meðaltali hjá Húsnæðisstofnun á ár- unum 1994–97. Guðmundur sagði að kostnaður hefði fylgt breytingum stofnunarinn- ar úr Húsnæðisstofnun í Íbúðalána- sjóð, svo sem hvað varðaði stefnu- mótun nýrrar stofnunar svo og vegna endurnýjunar á tækni- og tölvubúnaði, og þess vegna yrði að skoða málið yfir lengra tímabil til þess að samanburðurinn væri mark- tækur. Á blaðamannafundi í ársbyrjun 1999, þegar Íbúðalánasjóður hóf starfsemi, kom fram hjá Páli Péturs- syni félagsmálaráðherra og Gunnari S. Björnssyni, formanni stjórnar Íbúðalánasjóðs, að ekki væri ólíklegt að sparnaður vegna breytinga á rekstrarfyrirkomulagi gæti numið 80–100 milljónum kr. árlega þegar breytingarnar væru að fullu komnar til framkvæmda og kostnaður sam- fara þeim að baki. Aðspurður hvort þetta væri fánýtt markmið í ljósi reynslunnar sagðist Guðmundur telja að hægt yrði að ná fram meiri hagræðingu og sparnaði í rekstrinum. Hins vegar væru stöð- ugar breytingar að verða á þjóð- félaginu og sjóðurinn yrði að bregð- ast við þeim. Sjóðurinn myndi áfram stefna að því að ná kostnaði niður eins og hægt væri án þess að það kæmi niður á þjónustunni og sýna fram á að rekstur þessarar nýju stofnunar gæti verið hagkvæmari en hjá þeirri fyrri. Rekstrarkostnaður Íbúðalánasjóðs var 652 milljónir króna á árinu 2000 60 millj. umfram fjárlög Rætt um að flytja Reykjanes- braut frá álverinu RÆTT er um í tengslum við breyt- ingar á aðalskipulagi í Hafnarfirði að færa Reykjanesbrautina um allt að einn kílómetra til suðurs og austurs á um fimm kílómetra kafla frá Hafn- arfirði og suður fyrir Straumsvík. Þessar hugmyndir eru, að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, umdæmis- stjóra Vegagerðarinnar á Suðurnesj- um, í tengslum við útvíkkun iðnaðar- svæðisins í Straumsvík. Jónas segir að vandamál sé að tvöfalda Reykja- nesbrautina við Straum vegna nátt- úruverndarsjónarmiða en til þess að unnt sé að stækka iðnaðarsvæðið og tryggja að það hafi aðgang að höfn- inni í Straumsvík hefur þessi hug- mynd verið sett fram. Jónas segir að stefnt sé að því að ákvörðun um þetta liggi fyrir í maí eða júní og gæti framkvæmdin þá lent inni í framkvæmdaáætlun um tvöföld- un Reykjanesbrautar. Jónas segir að líklega hefjist framkvæmdir við tvö- földun brautarinnar í haust og stefnt sé að því að byrja sunnan við Hafn- arfjörð. Liggi þá fyrir hvernig staðið verði að tvöfölduninni í gegnum Hafnarfjörð og gæti sú framkvæmd orðið áfangi nr. 2 með verktíma árið 2003–2004. Þá er ekki miðað við nú- verandi vegaáætlun heldur viljayfir- lýsingar stjórnmálamanna sem lík- lega verða teknar inn í vegaáætlun við endurskoðun næsta vetur. Hafdís Hafliðadóttir, skipulags- stjóri í Hafnarfirði, segir að hug- myndin sé í vinnslu. „Við erum að endurskoða aðalskipulagið og þar verður tekið á þessu. Við erum í við- ræðum við Vegagerðina um málið,“ segir Hafdís. FULLTRÚAR helstu laun- þegasamtaka og forsvarsmenn samtaka eldri borgara héldu fund með framkvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins í gær. Umfjöllunarefni hópsins voru viðbrögð ríkisstjórnarinn- ar við dómi Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins og laga- frumvarpið sem nú er til með- ferðar í heilbrigðis- og trygg- inganefnd Alþingis. Þetta var fjórði samráðsfundur þessara samtaka vegna málsins en hóp- urinn kom fyrst saman 11. janúar sl. Samráðs- fundir um öryrkjamálið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.